Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
39
ursystur sína, Þuríði, sem gekk
henni að verulegu leyti í móður-
stað.
Eftir fermingu fór Guðríður að
vinna fyrir sér, m.a. sem kaupa-
kona, aðallega í Landsveitinni, en
þar voru sum systkini hennar og
annað skyldfólk. Um tvítugt fór
hún til Reykjavíkur, settist í Sam-
vinnuskólann, og lauk þaðan prófi
eftir tvo vetur.
Árið 1931 giftist Guðríður Guð-
mundi Guðmundssyni, kaup-
manni, og hófu þau búskap í
Hafnarfirði. Þau eignuðust eina
dóttur, er skírð var í höfuð móður-
ömmu sinnar, Sigríður Theódóra.
Guðríður og Guðmundur slitu
samvistum eftir fárra ára hjóna-
band.
Þá flutti hún til Reykjavíkur, og
stundaði þau störf, er fengust á
erfiðum kreppuárum, en lengst
vann hún í Kexverksmiðjunni
Esju, og þar stóðu henni opnar all-
ar dyr langt fram á efri ár, hve-
nær sem hana langaði til að vinna
eitthvað utan heimilis.
Guðríður giftist á ný árið 1947
Þorsteini Jóhannessyni, bifreiðar-
stjóra, en hann hafði misst fyrri
konu sína frá tveim börnum
þeirra árið áður. Guðríður og
Þorsteinn bjuggu allan sinn bú-
skap, tæp 35 ár, að Mjóuhlíð 14, en
Þorsteinn andaðist 13. nóvember
sl., eftir 7 ára veikindi. Þeim varð
ekki barna auðið.
Skömmu eftir lát Þorsteins
kemur í ljós, að Guðríður hefur
tekið það mein, sem ekki verður
ráðið við. Hún fékk þó að njóta
þess að dvelja á heimili dóttur
sinnar og njóta umhyggju hennar
allan þann tíma, sem eftir var,
lengst af við all-góða líðan, þótt
seinasta vikan væri dálítið þung.
Þær mæðgur voru samrýndar svo
að fátítt er.
Sá, sem þetta ritar, á því láni að
fagna, að hafa átt Guðríði fyrir
tengdamóður. Strax við fyrstu sýn
komu í ljós þeir góðu eiginleikar,
sem hún var búin, og entust henni
og uxu til æviloka. Góðvild, fórn-
fýsi og hljóðlátur kærleikur
streymdi frá henni og umvafði
alla, en jafnframt var hún laus við
afskiptasemi af gerðum annarra.
Hún var einlæg móðir dóttur sinn-
ar, amma barnabarna og barna-
barnabarna, og vinur vina sinna,
allt í jafnríkum mæli, en krafðist
einskis á móti. Ekkert kynslóðabil
fannst í þessari fjölskyldu.
Þau Guðríður og Þorsteinn áttu
ýms sameiginleg áhugamál, sem
þau sinntu og nutu, ýmist tvö
saman, eða með góðum vinum, auk
okkar í fjölskyldunni. Þau stund-
uðu stangarveiði í áratugi, bæði
lax- og silungsveiði, ferðalög um
byggðir og óbyggðir, ágætir
bridge-spilarar voru þau bæði, og
spiluðu oft og reglulega við áhuga-
sama vini, auk allra þeirra spila-
keppna, sem þau tóku þátt í, allt
fram á allra seinustu ár, er heilsa
Þorsteins var orðin lítil. Þau voru
góðir ferða- og veiðifélgar, og
glöddust ekki síður yfir velgengni
félaga sinna en eigin.
Auk þessara áhugamála hafði
hún unun af útsaumi. Margir eru
þeir stólarnir, sem hún hefur
saumað hárnákvæm áklæði á, auk
klukkustrengja og ýmissa annarra
hluta. Þolinmæðin var ekki skorin
við nögl, og gleðin að loknu verki,
þegar stóllinn var tilbúinn, var
næg laun, sérstaklega væri hann
gjöf.
Við brottför náins vinar mynd-
ast tóm, sem vandfyllt er. Einu
gildir, þótt augljóst sé, að hverju
stefnir. Mér er efst í huga þakk-
læti til góðrar tengdamóður, móð-
ur konu minnar, ömmu og lang-
ömmu barna okkar og barnabarna
fyrir allt það, sem hún gaf okkur í
hógværð sinni og kærleika, sem
ekki verður borin mælistika á.
Æðruleysi hennar í veikindunum,
fyrst eiginmannsins, svo sínum
eigin, brást aldrei, og vonin lifði.
„Ætli ég verði ekki betri á morg-
un,“ voru venjulega seinustu orð
hennar á kvöldin, er hún lagðist til
svefns. Og svo varð hún „betri á
morgun". Tímaglasið tæmt. Verk-
efninu lokið, og heimferðin hafin.
„Sclir eru hreinhjarUðir
því þeir munu (>ud sjá.“
Sigurður Gunnarsson
í dag er gerð útför Guðríðar
Sæmundsdóttur, Dúu, eins og við
frændfólkið og vinir kölluðum
hana.
Dúa var fædd á Lækjarbotnum í
Landsveit 14. ágúst 1906 ein af sjö
systkinum þeirra hjóna er upp
komust, Sigríðar Pálsdóttur frá
Reynifelli og Sæmundar Sæ-
mundssonar frá Lækjarbotnum.
Forfeður Dúu voru því af Suður-
landi meðal annars Víkingslækj-
arætt. í byrjun þessarar aldar
þegar fjölskyldan á Lækjarbotn-
um er að vaxa úr grasi eru ýmsir
erfiðleikar sem steðja að svo sem
víðar var á þeim tímum, en fjöl-
skyldan orðin stór, börnin sjö og
heimilisfaðirinn veikist og fellur
frá. Við þær aðstæður þurfti að
leysa upp heimilið og koma börn-
um fyrir, en þau fóru til frænd-
fólks og vina. Það kom í hlut Dúu
að fara til móðurbróður síns Árna
á Hurðarbaki í Flóa, en þar ólst
hún upp í góðu yfirlæti í stórum
systkinahóp, og minntist hún oft
fóstursystkina sinna með mikilli
hlýju. Þó systkinin frá Lækjar-
botnum þyrftu að skilja um tíma
rofnaði ekki samband þeirra í
milli og móður þeirra. Fór hún til
Reykjavíkur og munu börn hennar
hafa haft samband við hana þar,
og hefur ávallt verið mikil sam-
heldni með þeim systkinum, og
mun Dúa ekki hvað síst hafa átt
stóran hlut þar að.
Eftir að Dúa kom til Reykjavík-
ur til móður sinnar hóf hún skóla-
nám, fór meðal annars í Sam-
vinnuskólann og lauk þar námi,
síðan mun hún hafa unnið ýms
störf er til féllu.
Ung að árum giftist Dúa Guð-
mundi Guðmundssyni verslun-
armanni úr Hafnarfirði. Þau áttu
eina dóttur, Sigríði Theódóru. Þau
Guðmundur slitu samvistum eftir
skamma sambúð. Um þetta leyti
hóf Dúa störf í verksmiðjunni
Esju og var þar um árabil og undi
sér vel, enda gott samband með
henni og húsbændum þar. Um
þessar mundir bjó Dúa með móður
sinni og dóttur að Njálsgötu 48 og
þar þótti mönnum, bæði ungum og
öldnum, gott að koma og eiga
margar góðar endurminningar frá
þeim tíma, og einnig eftir að flutt
var í Mjóuhlíð 14. Þar var oft
gestkvæmt og vil ég sérstaklega
þakka fyrir mig og mitt skyldulið.
Síðar á lífsleiðinni giftist Dúa
Þorsteini Jóhannessyni bifreiðar-
stjóra, hann var ekkjumaður með
tvö stálpuð börn. Hófu þau búskap
í Mjóuhlíð 14 og bjuggu þar síðan,
en Þorsteinn andaðist á síðasta
ári. Þannig er í stórum dráttum
lífshlaup þessarar hugljúfu
frænku minnar. En þetta er að-
eins hinn ytri rammi. Dúa var sér-
staklega vel gerð manneskja, vel
greind, skapgerðin ljúf, var mjög
vel á sig komin og kom sér vel við
alia er hún umgekkst, aldrei var
sagt hnjóðsyrði um nokkurn mann
heldur allt fært til betri vegar,
það var hennar lífsstíll.
Dúa var í raun sem kallað er
heimskona, hafði gaman af að
taka þátt í gleðskap og skartbúast
enda fór það henni vel, hún átti til
að renna fyrir lax ef því var að
skipta og hafði af því mikla
ánægju, og bridgespilamennska
lét henni vel, enda voru þau Þor-
steinn samhent í þessu meðan
heilsa og aðstæður leyfðu. Ferða-
lög um landið var eitt af áhuga-
málum þeirra Þorsteins og fóru
þau margar ferðir um landið þeg-
ar færi gafst.
Nú þegar leiðir skiljast og við
kveðjum Dúu, eru okkur efst i
huga þakkir fyrir samfylgdina og
allt það sem hún gerði fyrir okkur.
Ég hygg að hún skilji sátt við
þennan heim, kraftarnir á þrotum
og því hvíldin vel þegin.
Á heimili dótturinnar Sigríðar
Theódóru og Sigurðar Gunnars-
sonar, framkvæmdastjóra, að
Hellulandi 8, og barnabarnanna,
sem létu sér mjög annt um hana,
var hún til síðustu stundar, fóst-
urbörnin og þeirra fjölskyldur svo
og frændfólk hafði einnig mjög
náið samband við hana þar til yfir
lauk.
Við óskum henni góðrar ferðar
um óþekkt tilverustig.
Blessuð sé minning hennar.
Sæmundur Jónsson
Þórhildur Valdimars-
dóttir — Minning
Þórhildur Valdimarsdóttir var
fædd 16. september 1915 í Gunn-
ólfsvík á Langanesströnd.
Foreldrar hennar voru hjónin
Valdimar Jónatansson og Sigríður
Jónasdóttir ljósmóðir. Auk Þór-
hildar áttu þau einn son, Signar.
Hann kvæntist Önnu Jónasdóttur
og bjuggu þau í Reykjavík. Signar
dó á besta aldri. Þórhildur giftist
ung sveitunga sínum Oddgeiri
Péturssyni. Hann er sonur Péturs
Metúsalemssonar og Sigríðar
Friðriksdóttur sem bjuggu í Höfn-
um og víðar. Þórhildur og Oddgeir
byrjuðu sinn búskap á Þórshöfn
og bjuggu þar í nokkur ár, en
fluttu til Keflavíkur 1947 og
keyptu húsið Garðaveg 13. Þar
bjuggu þau síðan.
Þórhildur og Oddgeir eignuðust
5 börn. Þau eru: Garðar, búsettur í
Keflavík, kvæntur Helgu Gunn-
laugsdóttur og eiga þau 2 börn.
Næst var dóttir sem lést á fyrsta
ári. Þá er Eva, búsett í Keflavík,
gift Elíasi Guðmundssyni, þau
eiga fjögur börn. Næst er Nína,
búsett í Los Angeles í Bandaríkj-
unum. Yngstur er Viðar, búsettur
í Keflavík, kona hans er Edda Ein-
arsdóttir og eiga þau eitt barn.
Oddgeir vann lengi ýmis störf
tengd sjávarútvegi en hefur seinni
árin unnið sjálfstætt við fram-
leiðslu véla sem hann hefur hann-
að sjálfur. Tóta, en svo var Þór-
hildur kölluð af kunningjum, var
heima og gætti bús og barna, en
þegar þau uxu úr grasi fór hún að
vinna utan heimilisins lengst af á
Sjúkrahúsinu í Keflavík í eldhús-
inu. Vann hún þar í mörg ár eða
allt þar til heilsan bilaði. í annað
ár var Tóta meira eða minna veik
og dvaldist á sjúkrahúsum. Hún
andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur
6. september og verður jarðsungin
í dag, 14. september, frá Keflavík-
urkirkju.
Tóta var myndarkona í sjón og
raun. Dugmikil, stjórnsöm og
glaðsinna. Ætíð var hún hress í
bragði og góð heim að sækja.
Ættingjar, vinir og nágrannar
voru alltaf velkomnir og nutu þar
frábærrar gestrisni beggja hjón-
anna.
Tóta var fyrsta konan sem ég
kynntist þegar ég flutti til Kefla-
víkur fyrir réttum þrjátíu árum.
Áður hafði eiginmaður minn leigt
herbergi á heimili þeirra hjóna.
Það má segja að Tóta hafi strax
tekið mig undir sinn verndarvæng.
Hún kynnti mig fyrir vinkonum
sínum og kom mér í saumaklúbb,
en það taldi hún bráðnauðsynlegt
fyrir unga og nýgifta konu. Alla
tíð síðan hefir verið góður vin-
skapur milli heimila okkar. Börn-
um okkar hjónanna sýndi hún
ávallt mikinn áhuga, velvild og
tryggð. Eins og góðra vina er hátt-
ur var Tóta alltaf nálæg okkur á
gleðistundum en einnig þegar
sorgin sótti okkur heim. Þá var
komið eða hringt dag eftir dag til
þess að spyrja hvernig liði, reyna
að hughreysta og til þess að bjóða
hjálp ef eitthvað væri hægt að
gera. Á slíkum stundum finnur
maður best hverjir eru raunveru-
legir vinir manns.
Tóta var ákaflega gjafmild og
veit ég að margir ungir sem gaml-
ir gætu tekið undir það. Mér er
minnisstætt er ég heimsótti hana
á sjúkrahúsið í fylgd tveggja
barnabarna minna. Hún var sár-
þjáð og mátti sig vart hræra en
samt teygði hún sig eftir veskinu
sínu til þess að leggja pening í litl-
ar hendur.
Nú er dauft yfir Garðavegi 13
þegar húsmóðirin er fallin í val-
inn. Raunar hefur heimilið orðið
að vera án hennar siðustu misser-
in. En það er Oddgeir huggun
harmi gegn að hann á góð börn,
tengdabörn og barnabörn, sem
munu fylkja sér um hann og gera
honum lífið léttara.
Við hjónin sendum Oddgeiri og
fjölskyldu hans innilegar samúð-
arkveðjur. Hinni látnu vinkonu
okkar þökkum við áralanga vin-
áttu og tryggð og biðjum henni
guðs blessunar í nýjum heimkynn-
um.
Fjóla Sigurbjörnsdóttir
t
Móöir mín,
AGNES GÍSLADÓTTIR,
Vatnsstíg 12,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 15. septem
ber.
Guörún Ásbjörg Magnúsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
INGIBJARGAR E.B. BJÖRNSDÓTTUR,
fyrrv. aöalféhiröis.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 2B Landakotsspítala, fyrir
góöa ummönnun i veikindum hennar.
Rulh Barker,
Guörún Ruth Viöarsdóltir.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
EINARS GUDJÓNSSONAR
mjólkurbílstjóra,
Selfossi.
Brynhild Stefánsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
SHAMPOO
Fyrir
allar
hártegundir
NÚ GETUR ÞÚ ÞURRKAÐ
HÁRID MEÐ HÁR-
ÞURRKU ÁN ÞESS AÐ
ÞAÐ OFÞORNI. REYNIÐ
BLOW.
Ganilir sem nýir...
allir þurfa
ljósastillingu
Veriö tilbúin vetrarakstri
meö vel stillt Ijós, þaö
getur gert gæfumuninn.
Sjáum einnig um allar
viðgeröir á Ijósum.
Höfum til luktargler, spegla,
samlokur o.fl. I flestar
geröir bifreiöa.
BRÆÐURNIR
ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
ÞAKSTÁL
• Plötulengdir eftir óskum
kaupenda • Vatnsþétt sam- ,
skeyti á hliöum plötunnar •
Viö klippum og beygjum slétt ?
efni í sama lit á kanta í þak-
rennur, skotrennur o.fl. •
Viðurkennd varanleg acrylat-
húö i lit • Hagkvæmt verö •
Afgreiöslutími 1—2 mán. •
Framleitt í Noregi
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HF
Leitid nénari upplýsinga
adStgtuni 7 Simn29022