Morgunblaðið - 14.09.1982, Qupperneq 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
j) StanclicS upp, a.Uir þe\r, sem boráu&u
s\j’mc\kótel^tto»'r>ar Ker.1
ZOVC 25...
ö
^iAa)
... að koma þeg-
ar hún kallar.
TM Rag U.S Pat Ott all rights resírved
• 196? Los Angetes Times Syndicate
Með
morgunkaffínu
llitler — Stalín — Napó-
leon ... ?
„Eina sómasamlega athvarfið fyrir allt þetta unga fólk er íþróttasvæói KR, sem félagið hefur byggt upp af miklum
myndarskap. Þar iðar lika allt af lífi fri morgni til kvölds. En þegar haustar að, fýkur í flest skjól fyrir fjöldann, sem
ekki hefur áhuga á sjoppuhangsi eða skátastörfum."
Vesturbærinn:
Eina borgarhverfið þar sem unglingar
hafa ekki aðgang að félagsmiðstöð
Baldur skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Löngum heur okkur Vestur-
bæingum þótt við vera afskiptir
í sambandi við félagslegar fram-
kvæmdir á vegum borgarinnar.
Þetta rótgrónasta hverfi borgar-
innar hefur hvað eftir annað
mátt sæta því að vera sett hjá
við frágang gatna og gangstétta,
opinna svæða o.s.frv.
Hvað varðar aðstöðu fyrir
börn og unglinga hefur viðkvæð-
ið jafnan verið það, að í Vestur-
bænum búi eintóm gamalmenni
og okkar félagsaðstaða sé því
bundin við Hótel Sögu, tvær
kirkjur og kirkjugarð (næstum
því bein tilvitnun í borgar-
fulltrúa eins flokksins).
En nú duga svona útúrsnún-
ingar ekki lengur. A Eiðis-
grandasvæðinu er nú að rísa
mörg þúsund manna byggð og
börnum fjölgar óðfluga í Vestur-
bænum. Eina sómasamlega at-
hvarfið fyrir allt þetta unga fólk
er íþróttasvæði KR, sem félagið
hefur byggt upp af miklum
myndarskap. Þar iðar líka allt af
lífi frá morgni til kvölds. En
þegar haustar að, fýkur í flest
skjól fyrir fjöldann, sem ekki
hefur áhuga á sjoppuhangsi eða
skátastörfum.
Vesturbærinn er eina borg-
arhverfið þar sem unglingar
hafa ekki aðgang að félagsmið-
stöð. Ég innti nokkra foreldra
eftir því um daginn, hvort ekki
hefði verið farið fram á það við
borgaryfirvöld að ráðin yrði bót
á þessu. Ein hjón sögðust hafa
heyrt það að KR hefði boðið
borginni samstarf um byggingu
félagsmiðstöðvar sem rekin yrði
á svipaðan hátt og Þróttheimar.
Þessu hefði borgin alfarið hafn-
að þó svo að KR hefði haft tölu-
vert fé handbært til að leggja í
bygginguna.
Sé þetta rétt vildi ég gjarnan
heyra á hvaða forsendum borgin
hafnaði þessu boði, því að þarna
sýnist mér að hefði gefist kjörið
tækifæri á farsælli lausn vanda-
máls, sem að mínu mati þolir
enga bið að leyst verði.
Félagsmiðstöð í Vesturbæinn
er margfalt meira áríðandi en
bygging nýs barnaskóla við
Hringbrautina, eina mestu um-
ferðargötu borgarinnar."
Skrýtið
hjartalag
Aldamótamaður hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— Ég er að velta fyrir mér því
einkennilega hjartalagi sem um
þessar mundir birtist hjá okkur í
ýmsum myndum. Við söfnuðum á
sínum tíma handa hungruðum
heimi, en nú er tekin ákvörðun
um það að skera niður bústofn-
inn og minnka framleiðsluna,
vegna þess að þetta fólk, sem
sveltur heilu hungri, getur ekki
keypt hana fyrir það okurverð,
sem við þykjumst þurfa að fá
fyrir vörurnar. Finnst þér þetta
ekki flott hjartalag? Finnst þér
það ekki samræmast vel boð-
skapnum á bak við söfnun handa
hungruðum heimi? Svo erum við
að selja þessar vörur vellríkum
þjóðum eins og Norðmönnum og
Færeyingum og borgum stórfé
með þeim, á meðan hungrað og
deyjandi fólkið fær ekkert, af því
að það hefur ekki peningana. Mér
finnst þetta a.m.k. skrýtið
hjartalag.
Besta svarið
Guðmundur Gíslason, Kópa-
vogi, hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
— Hinn 31. ágúst birtist í
þætti þínum fyrirspurn frá mér
til Ólafs G. Einarssonar, varð-
andi það, hvort Gunnar, Friðjón
og Pálmi mundu greiða atkvæði
á móta bráðabirgðalögunum. Til-
efni spurningarinnar var það, að
Ólafur hafði látið hafa það eftir
sér aðspurður í útvarpsviðtali, að
allir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins mundu greiða atkvæði
á móti bráðabirgðalögunum.
Svarið sem borist hefur við þess-
ari fyrirspurn er þögnin, og
kannski er hún besta svarið. Ég
þakka fyrir.