Morgunblaðið - 14.09.1982, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
45
Til að vinna gegn ofbeldi:
Góð byrjun ef fólk reyndi
að sýna meiri tillitssemi
Er ofbeldi að
aukast á íslandi?
Hörmuleg tíöindi hafa borizt austan úr Öræfasveit,
sem slegið hafa öhug á landslýð allan. Tvær franskar
stúlkur, sem gerðu ferð sína um landið, verða fyrir aðför,
sem leiðir til dauða annarrar en stórmeiðsla á hinni.
• Þessi sorglegi atburður, sem hér verður ekki fjallað um
[ sérstaklega, vekur upp spurningu, sem gerzt hefurjáleitn-
ísólfur Pálmarsson skrifar í
Braunschweig 5. september:
„Heiðraði Velvakandi!
Eftir að hafa lesið forystugrein
í Morgunblaðinu hinn 19. ágúst sl.,
um ofbeldi og afbrot, langar mig
til að biðja þig að birta fáeinar
línur.
Spurningunni um það, hvort
ofbeldi sé að aukast á íslandi hygg
ég að hiklaust megi svara játandi.
Erfiðara er að svara því, hvernig
hægt sé að bregðast við því.
Það eru vafalaust margar
ástæður fyrir ofbeldi og erfitt að
benda á eitt úrræði öðru fremur.
Eitt er þó það kýlið sem hægt er
að stinga á, sem sé áfengismálin.
Oft hef ég heyrt, þegar árásar- eða
önnur afbrotamál hefur borið á
góma, að menn hafa sagt: „Hann
var fullur, greyið." Það er þó vita-
skuld engin afsökun, og sem betur
fer held ég að tilraunir til slíkra
afsakana séu orðnar sjaldgæfari
en var fyrir fáum árum. En ég
held að það væri góð tilraun að
reyna að skapa sterkara almenn-
ingsálit gegn áfengisneyslu, t.d.
með meiri fræðslu um skaðsemi
hennar.
Annað sem þarna kemur við
sögu er fíkniefnaneysla. Alllangt
er orðið síðan fór að bera á þeim
ófögnuði á íslandi. Það er orðið
býsna algengt að lesa i blöðum að
menn hafi verið teknir við komu
til landsins, með svo og svo mikið
af fíkniefnum á sér. Þá menn sem
hafa það að féþúfu að eyðileggja
líf annarra mað eiturlyfjasölu, má
gjarna láta sæta þungum refsing-
um, svo þungum að þeir hugsi sig
tvisvar um áður en lagt er af stað
í innkaupaferð til útlanda.
Það er rétt sem í þessari
forystugrein segir, að ekki sé í
stuttu máli hægt að gera tæmandi
úttekt á orsökum ofbeldis, en ég
held að það væri góð byrjun, ef
fólk reyndi almennt að sýna meiri
tillitssemi hvert við annað, hvort
sem um er að ræða ágreiningsmál
eða það að fara eftir settum regl-
um, jafnvel þótt fólk telji sér oft
misboðið með setningu þeirra. Það
eru yfirleitt gildar ástæður til
þess að reglur eru settar.
Ég ætla ekki að hafa þetta
lengra að sinni, en tek undir það
Ingi Ú. Magnússon gatnamála-
stjóri skrifar í Reykjavík 10.
september:
„Varðandi fyrirspurn íbúa í
Skerjafirði, í Velvakanda Morg-
unblaðsins nýlega, um sam-
gönguerfiðleika við hverfið fyrir
flugbrautarendann, vegna þess
að götulýsing er ekki fyrir hendi
né fannfeykir í mikilli snjó-
komu, skal eftirfarandi upplýst:
Hreinsunardeildinni er ljóst
af fenginni reynslu það hættu-
ástand sem þarna getur skapast
sem fram kemur í fyrrnefndri for-
ystugrein, að skjótra viðbragða er
þðrf.
vegna snjóa. Skipulagsbreyt-
ingar og nýtt vaktafyrirkomu-
lag í vetrarviðhaldinu á að
tryggja að þessi leið haldist opin
sem aðrar vegna snjóa, enda
hafa ekki skapast þarna neinir
erfiðleikar eftir að því var kom-
ið á.
Hins vegar leyfa flugmálayf-
irvöld ekki að reistir séu ljósa-
staurar, af þeirri stærð að þeir
komi að gagni til götulýsingar,
eða sett verði upp snjógirðing
við brautarendann, af öryggis-
ástæðum vegna flugumferðar."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Það skeður ekki ósjaldan, að vinir verði
sundurorða.
Rétt væri: Það gerist ósjaldan, að vinum verði sundur-
orða.
Með þökk fyrir birtinguna."
Skerfirðingi svarað:
Skipulagsbreytingar og
nýtt vaktafyrirkomulag
tryggja að leiðin haldist opin
Hvernig hefur
Gísla líkaö
rafvæðingin?
Karl Sveinsson hringdi og hafði
eftirfarandi að segja:
— Eins og flestir muna úr
fréttum var rafvætt hjá honum
Gísla á Uppsölum ekki löngu eft-
ir að sjónvarpsþátturinn hans
Ómars var sýndur í sjónvarpinu.
Síðan hefur ekkert frést af þessu
máli, en ég veit að þeir eru marg-
ir sem fýsir að vita hvernig Gísla
hefur líkað rafvæðingin, hvort
hann er búinn að fá sér sjón-
varpstæki eða önnur nútímaþæg-
indi o.s.frv. Gísli á velvild og vin-
arhug allra sem horfðu á sjón-
varpsþáttinn forðum og þá lang-
ar að frétta af því hvernig hon-
um vegnar.
Hvernig gengur
med nýja Blá-
fjallaveginn?
Þá langar mig til þess að
spyrja hvernig gengur með Blá-
fjallaveginn, þ.e.a.s. veginn sem
liggur frá Bláfjöllum og niður að
Krísuvíkurvegi? Verður hann til-
búinn til notkunar í haust?
Dagurinn fær
bjartari svip
2953-7305 hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja:
— Ég var að koma úr Lands-
bankanum, Múlaútibúi, og mig
langaði til að senda afgreiðslu-
stúlku þar þakkir og kveðju. Hún
tekur svo vel á móti manni, bros-
ir glaðlega til manns og býður
góðan dag, svo að jafnvel leiðin-
legustu gíróreikningar verða
léttbærari fyrir vikið og dagur-
inn fær bjartari svip. Mikið vildi
ég að fleira bankafólk og af-
greiðslufólk yfirleitt væri svona
broshýrt og lifandi, og léti okkur
viðskiptavinina finnast við vera
velkomnir á staðinn. Þá vil ég
nota tækifærið og senda gömlu
konunni sem gætir salernanna í
Grjótaþorpinu kveðju mína og
þakka henni fyrir aðstoðina við
unglingana. Sumir gera bara það
sem skyldan býður. Hún gerir
langtum meira.
Dagatal
fylgiblaöanna
AT.T.TAF Á ÞRIÐJUDÖGUM
IH10TIA
A0*
ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM
Alltaf á föstudögum
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
ALLTAF Á SUNNUDÖGUM
stóA
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
Fimm sinnum í viku fylgir
auka fróóleikur og skemmtun
Mogganum þínum!
JlfotgtiiiMjtfeffe