Morgunblaðið - 14.09.1982, Side 40
r
Síminná QQAQQ
afgretöslunni er OOUOO
Jltorgmtblafetb
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
Göngur og réttir hafnar
Göngur og réttir standa nú yfir víðast hvar á landinu. Þessa réttarmvnd tók Ragnar Axelsson Ijósmyndari Mbl.
í hinni skemmtilegu rétt þeirra Reykdæla og Hálssveitunga, Fljótstungurétt í Borgarfirði, um helgina. Blaða-
maður og Ijósmyndari Mbl. fóru í Fljótstungurétt og eru viðtöl og myndir á bls. 46 í blaðinu í dag.
Mynd Mbl. KÖE
Markakótigar
ÞEIR Sigurlás Þorleifsson, ÍBV, og Heimir Karlsson, Víkingi, urðu
markakóngar í 1. deild í sumar, en Islandsmótinu lauk um helgina með
sigri Víkings. Hvor um sig skoraði 10 mörk. Þetta er í þriðja sinn sem
Nigurlás verður markakóngur, en Heimir hreppti titilinn í fyrsta sinn.
Ný verkefni bíða þeirra félaga — þátttaka í Evrópumótum. Eyja-
menn leika í kvöld á Kópavogsvelli við pólska liðið Lech Posnan í
Evrópukeppni bikarhafa, en íslandsmeistarar Víkings mæta spönsku
meisturunum Real Sociedad í Evrópukeppni meistaraiiða á Laugar-
dalsvelli annað kvöld.
Sjá allt um íþróttaviðburði helgarinnar á íþróttasíðum.
Verkfall á Tungnaár-
svæðinu á miðnætti?
STARFSMENN á Tungnaársvæðinu
og viðsemjendur þeirra funduðu í
gær hjá ríkissáttasemjara og var
m.a. rætt um fyrirkomulag á bónus-
greiðslum og vinnufyrirkomulag.
Fundinum lauk í gærkvöldi kl.
22.30 án árangurs og er annar fund-
ur boðaður kl. 14 í dag. Guðmundur
Vignir Jósefsson, vararíkissátta-
semjari, sagði í samtali við Mbl. í
lok fundarins að hann vildi engu spá
um hvenær samningar næðust.
Sagði Guðmundur að ekki sæi fyrir
endann á viðræðunum. Nokkur fé-
lög hafa boðað verkfall sem hefst á
miðnætti i kvöld, náist samningar
ekki.
Fundurinn, sem lauk án árang-
urs í gaer, hófst hjá ríkissátta-
semjara klukkan 13.30 í gær.
Sagði Guðmundur Vignir að þau
félög sem hafa boðað verkfall frá
og með 15. september, fyrir hönd
starfsmanna sinna á Tungnaár-
svæðinu, væru Verkalýðsfélagið
Rangæingur, Rafiðnaðarsamband
Islands og Sveinafélag málmiðn-
aðarmanna í Rangárvallasýslu, en
Iðnaðarmannafélag Rangæinga
hefur verið í verkfalli frá 7. sept-
ember.
FISKISKIPIN stöðvast nú hvert af
öðru samkvæmt ákvörðun stjórnar
og trúnaðarráðs LÍÚ og búizt er við
því að flotinn hafi allur stöðvast um
miðja næstu viku verði ekki þá
fundin lausn á vanda útgerðarinn-
ar, sem fulltrúar hennar geta sætt
um
Togarar BÚH reknir með 5 milljóna tapi fyrstu 6 mánuðina:
Frestað ákvörðun
á vanda útgerðarinnar
lausn
sig við. Ríkisstjórnin hefur enn
ekki tekið endanlega ákvörðun um
það hvaða lausn verður boðin út-
gerðarmönnnum. Til stóð að sú
ákvörðun yrði tekin á ríkisstjórn-
arfundi í dag, en honum hefur verið
frestað til fimmtudags. Sem dæmi
um vanda útgerðarinnar má nefna,
að formaður útgerðarráðs BÚH seg-
ir i samtali við blaðið, að eins og
rckstrargrundvöllur útgerðarinnar
sé nú, gangi dæmið alls ekki upp og
því sé ekki um annað að ræða en að
stöðva skipin þar til rekstrargrund-
völlurinn fæst leiðréttur.
„Ég stefni að því að ljúka til-
lögugerð til lausnar vanda útgerð-
arinnar sem fyrst og útfærsla á
þeim hugmyndum, sem ég hef lagt
fram, mun liggja fyrir á fundi rík-
isstjórnarinnar á fimmtudag og ég
býzt við því að þá verði tekin af-
staða til þeirra," sagði sjávarút-
vegsráðherra, Steingrímur Her-
mannsson, er Morgunblaðið spurði
hann hvenær þess væri að vænta,
að tekin yrði ákvörðun um lausn á
vanda útgerðarinnar.
Ekki vildi Steingrímur tjá sig
um það í hverju hugmyndir sjáv-
arútvegsráðuneytisins væru fólgn-
ar, en staðfesti að meðal þeirra
væri lækkun olíuverðs og er hann
var spurður álits á þeirri yfirlýs-
ingu Kristjáns Ragnarssonar að
olíuverðslækkun og verðtryggt lán
leysti engan vanda, svaraði hann:
„Kristján er enginn útgerðarmað-
ur, hann er formaður félagsins og
það eru fleiri útgerðarmenn og
ætli útgerðin í heild hljóti ekki að
fjalla um hugmyndir til lausnar
vandanum. Við göngum eins langt
og ríkisvaldið getur að mínu mati
og svo er það útgerðarmanna, ekki
bara Kristjáns Ragnarssonar, að
ákveða hvort þeir halda til veiða
eða ekki.
Staðreyndin er náttúrlega sú, að
margir útgerðarmenn hafa reist
sér hurðarás um öxl með allt of
glæfralegri fjárfestingu, sem þeir
ráða svo ekki við og það þýðir ekki
að koma ætíð til ríkisvaldsins og
heimta hjálp, þegar í óefni er
komið. Ég held að menn verði að
fara að gera sér grein fyrir því. Þá
verður maður að gera sér grein
fyrir því, að í þessum hallarekstri,
sem fram kemur að mati Þjóð-
hagsstofnunar, er handfylli af
skipum, sem eru langt um verr
stödd en önnur og slíkt skekkir
allt dæmið stórlega og það getur
verið að það þurfi að leysa vanda
slíkra útgerða sérstaklega og þá af
byggðaástæðum, ef menn vilja, út-
gerðarmenn verða einnig að líta í
eigin barrn."
„Afkoma BÚH fyrstu 6 mánuði
þessa árs er þannig, að útgerðin er
rekin með verulegum halla. Fyrir
utan fjármagnskostnað og af-
skriftir má ætla að skip útgerðar-
innar séu rekin með 4 til 5 millj-
óna króna halla samtals þetta
tímabil. Þá er fiskverkunin rekin á
núlli og skilar engu, hvorki upp í
afskriftir né fjármagnskostnað.
Þannig að afkoma fyrstu 6 mánuði
þessa árs er alveg gjörbreytt til
hins verra frá því sem verið hefur
og dæmið gengur því hreinlega
alls ekki upp. Vegna þessa hafa
skuldir hlaðist upp hjá Bæjarút-
gerðinni og sem dæmi um það má
nefna, að bæjarsjóður hefur nú
orðið að hlaupa þar undir bagga
og greiða rúmlega einnar milljón-
ar króna skuld við Útvegsbankann
fyrir bæjarútgerðina. Þá munu
vaxtagreiðslur útgerðarinnar á
þessu tímabili nema um 9 milljón-
um króna, olíukostnaður er um 7,5
milljónir, en aflaverðmæti þennan
tíma um 21 mílljón króna. Þá á
eftir að reikna afskriftir inn í
dæmið svo það er anzi lítið eftir.
Eins og þetta lítur út er þetta nán-
ast búið. Það er vonlaust að gera
út á núverandi grundvelli og því er
ekkert annað að gera en að stoppa
þar til vandinn hefur verið leyst-
ur. Það þarf bæði að leysa núver-
andi vanda útgerðarinnar og leið-
rétta rekstrargrundvöll fyrir
framtíðina," sagði Sigurður Þórð
arson, formaður útgerðarráðs
BÚH í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Leitt að Arnarflug falli
frá Ziirich-fluginu
— segir Steingrímur Hermannsson
„ÚT AF fyrir sig harma ég það, að
Arnarflug skuli ekki geta haldið uppi
vetrarflugi til Ziirich, en það var
aldrei ætlunin að fljúga að vetrinum
til Diisseldorf. Mér er hins vegar
alveg Ijóst að það óhapp, sem félagið
varð fyrir, er tæring kom upp í einni
véla þess vegur ákaflega þungt á
metunum," sagði Steingrímur Her-
mannsson, samgönguráðherra, er
Morgunblaðið innti hann álits á því
að Arnarflug skuli falla frá vetrar-
flugi til Ziirich.
„Vegna þessa óhapps verf
Arnarflug að taka vél á leigu og
þess að leysa þetta og til þess að
næga sætanýtingu rúmi
Ziirich-flugið ekki inni í áætl
þeirra í vetur. Þessu hafa þeir gi
mér grein fyrir og ég geri en
athugasemd við það, fyrst
svona fór. Tæringin í vélinni
því ástæðan til þess að Arnarfl
getur ekki staðið við gerðar áæ
anir og það er vissuleg mjög leit
sagði Steingrímur.
Opnast Laxá í Döl-
um íslendingum?
Litlar líkur á áframhaldandi leigu Pepsi-Cola
LÍKIIR eru taldar á því að Donald
M. Kendell, stjórnarformaður
l’epsi-Gola fyrirtækisins í Bandaríkj-
unum sem verið hefur með Laxá í
Dölum á leigu siðastliðin 10 ár, leigi
ána áfram. Að sögn Jóhanns Næ-
mundssonar í Asi, formanns veiðifé-
lags Laxdæla, hafa staðið yfir samn-
ingaviðræður á milli landeigenda og
fulltrúa Kendells að undanfórnu en
ekki hefur enn samist. Veiðiréttar-
cigendur gerðu síðast tilboð um 25%
hækkun leigunnar og tók lögfræð-
ingur Kendels, sem hér var staddur
á Hmmtudag, sér viku til 10 daga
frest til að svara tilboðinu. Jóhann
taldi litlar líkur á að Pepsi-Cola
menn féllust á tilboðið.
Skv. upplýsingum Mbl. hefur
Stangaveiðifélag Reykjavíkur lýst
áhuga sínum á að taka Laxá í Döl-
um á leigu. Áin hefur gefið um 400
laxa árlega, en veitt er á 7 stangir
í henni. Skv. heimildum Mbl. var
leigan sem greidd var fyrir ána
sumarið 1982, 110 þúsund dollarar,
en það jafngildir tæplega 1,6
milljónum ísl. króna.