Morgunblaðið - 21.09.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.09.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 3 Börn af barnaheimilum borgarinnar fylgjast með. Ljósmynd: Valdimar Kristinsson Réttað í Hafravatnsrétt í síðasta sinn? SENNILEGA var réttað í síðasta skipti I Hafravatnsrétt i gær, því nú er fyrirhugað að reisa fjárhelda girðingu umhverfis Stór-Reykja- víkursvæðið frá Straumsvík og upp að Kiðafellsá í Kjós. Fjárhald inn- an girðingar verður ekki leyft nema undir eftirliti, þannig að rekstur á heiði innan girðingar leggst fyrirsjáanlega af. Ekki er að efa að mörgum verður eftirsjá að réttinni ef hún hverfur, því að hana hafa margir sótt heim, enda sú rétt sem næst hefur verið þétt- býlustu svæðum landsins. Að sögn Hreins Ólafssonar, bónda í Helgadal, sem var leitar- stjóri í leitunum, voru það ekki nema um 600 fjár, sem nú voru réttuð i Hafravatnsrétt, en und- anfarin ár hafa það verið 1.500—2.000. Ástaeða þess að það var svo fátt nú, er kuldinn sem verið hefur undanfarið, svo margt fé hafði sjálft skilað sér heim, enda um 10 sentimetra snjór á heiðinni á sunnudag, þegar smalað var. Fyrir 20 árum voru það 12—15.000 fjár sem réttuð voru í Hafravatnsrétt, svo að umskiptin hafa verið mikil, en fé hefur farið fækkandi ár frá ári. Eins og fyrr sagði var réttað i gær og tók það ekki langan tíma eins og gefur að skilja, þar sem féð var svo fátt. Til Hafra- vatnsréttar var smalað á sunnu- daginn og taka leitirnar einn dag, en réttað er daginn eftir. Þrettán skip selja erlendis í þessari viku ÞRETTÁN fiskiskip hafa fengid leyfi til að selja afla sinn erlendis í þessari viku og nú liggja 18 umsóknir um sölur erlendis í næstu viku hjá viðskipta- ráðuneytinu. Að sögn Tómasar Árnasonar, viðskiptaráðherra, hafði hann samráð við Steingrím Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, um fisksölur er- lendis. Samkvæmt því hefði verið ákveðið að öll skip, sem hefðu verið komin áleiðis út fengju útflutningsleyfi, en aðrir yrðu að sækja sérstaklega um leyfi og athugað yrði í hverju tilfelli hvernig bæri að haga afgreiðslu leyfanna. Tómas sagði ennfremur, að á þessum tíma væru mörg fiskiskip með karfa eða annan fisk en þorsk, sem gott verð fengist fyrir erlendis, en væri erfitt að taka við hér heima vegna þess að við lægj- um með miklar byrgðir af karfa- flökum. Ekkert vit væri í að bæta við það, fyrr en séð væri fram úr sölu á því sem fyrir væri. Því færi afgreiðsla söluleyfa mikið eftir stöðu mála og aflasamsetningu hverju sinni. Knattspyrna: Aðsókn í 1. í gær seldu þrjú skip afla sinn i Bretlandi og Þýzkalandi, þrjú selja í Bretlandi í dag og auk þess- ara skipa hafa 7 skip leyfi til sölu í þessari viku. Nú liggja fyrir viðskiptaráðuneytinu 18 sölu- beiðnir í næstu viku. Skipin sem seldu í gær voru: Hrugnir GK seldi 64,9 lestir í Hull. Heildarverð var 937.500 krónur, meðalverð 14,44. Vestri BA seldi 93,9 lestir í Grimsby. Heildarverð var 1.306.200 krónur, meðalverð 13,90. Karlsefni RE seldi 230,4 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 1.995.100 krónur, meðalverð 9,05. Skipin, sem selja í dag, eru Dalborg EA, Siglfirðing- ur SI og Katrín VE. Auglýst eftir vitni að slysi AÐFARANÓTT föstudagsins 17. september varð alvarlegt umferð- arslys á Miklubraut við biðskýli gcngt Borgargerði. Sautján ára göm- ul stúlka varð þar fyrir bifreið og liggur enn meðvitundarlaus í sjúkra- húsi. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. deild minnk- aði um 41,6% AÐSÓKN að leikjum 1. deildar ís- landsmótsins í knattspyrnu dróst verulega saman í sumar ef miðað er við undanfarin ár. Að meðaltali sóttu 713 áhorfendur leiki 1. deildar í sumar, en 1.010 árið 1981 og 921 1980. Fækkunin í ár miðað við 1981 nemur 41,6%. Mest var fækkun áhorfenda í Reykjavík og á Akur- eyri. Brciðablik í Kópavogi dró að sér flesta áhorfendur í sumar. Þar voru 927 áhorfendur að meðaltali á leik, en voru 936 1981. íslandsmeistarar Víkings misstu næstum annan hvern áhorfenda ef miðað er við árið í fyrra, 913 áhorfendur komu að með- altali á hvern leik Víkings en voru 1.716 i fyrra. Þá fækkaði áhorfend- um að leikjum Vals og KA verulega. Meðalaðsókn að leikjum í 1. deild var: 1982 1981 1980 1. Breiðablik 927 936 775 2. Víkingur 913 1716 941 3. Valur 810 1407 1845 4. Fram 810 1048 1262 5. Akranes 751 778 990 6. Vestm. 649 738 654 7. Keflavík 634 827 8. KA 596 1127 — 9. KR 559 957 994 10. ísafjörður 478 — — Meðaltalsaðsókn að leikjum í Reykjavík var 773, en var 1.282 í fyrra og 1.137 1980. Flestir áhorf- endur komu á leik Fram og Breiðabliks, 2.091, þá Víkings og Fram 1.830, Víkings og Akraness, 1.657, Breiðabliks og Akraness, 1.568 og Breiðabliks og Keflavíkur, 1.511. Athyglisvert er, að allir þessir leikir, nema síðasti leikur mótsins, leikur Víkings og Akra- ness, voru leikir fyrir HM í knattspyrnu á Spáni. ÍLABORG HF. Smiöshöföa 23, sími 812 99. Þrátt fyrir gengis- breytingu þá eru allar gerðir af Mazda 929 ennþá á hagstæðu verði: Verð: Mazda 929 Sedan Super Deluxe kr. 174.000.- Verð: Mazda 929 Station Deluxe kr. 179.500.- Verð: Mazda 929 Hardtop m/öllu Limited kr. 197.500.- Tryggið ykkur því bíl strax meðan þetta lága verð helst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.