Morgunblaðið - 21.09.1982, Page 46
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982
A eftir boltanum:
Margir eru úr hófi
fram stressaðir
- hvers vegna er dómgæslan ekki betri?
Úrbóta þörf í
dómaramálum
Eitt er það atriöi knattspyrnunn-
ar sem orðiö hefur algerlega út-
undan í þessum pistlum í sumar,
og það er dómgæzlan. Ókunnugir
gætu haldiö að þaö sé vegna þess
aö undirritaöur sé ánægöur meö
þátt dómara í leikjum sumarsins,
en þaö er alrangt. Vissulega finn-
ast hér á landi prýöilegir dómarar,
sem í flestum tilfellum rækja starf
sitt meö sóma, en þeir eru því miö-
ur í minnihluta og því þarf aö
breyta. Þaö þarf aö heyra til und-
antekninga að aðstandendur liöa,
leikmenn, áhorfendur og íþrótta-
fréttamenn séu óhressir meö dóm-
gæzluna í þeim kappleikjum sem
hér fara fram. Nú, á þessum marg-
umtöluöu „síöustu og verstu tím-
um“ er (jetta ærið algengt, en ein-
skorðast alls ekki viö knattspyrn-
una. Sama óánægja meö störf
dómara viröist ríkja meöal forystu-
manna jafnt sem leikmanna í
handknattleik og körfuknattleik.
Hvaö veldur? Er svona erfitt aö
dæma kappleiki í boltaíþróttum
s.k ? Eöa eru þær óánægjuraddir
sem heyrast kannski aöeins
„svekkelsis-grátur“ frá þjáifurum,
leikmönnum og aödáendum sem
þola ekki að tapa?
Á þessu atriöi og fleiri tengd
dómgæzlu í knattspyrnu mun ég
koma inn á í grein þessari og reyna
að koma meö tiilögur til úrbóta,
eöa a.m.k. hugmyndir sem von-
andi koma af staö umræöum um
dómaramál, ekki bara meöal starf-
andi dómara, heldur í víðara sam-
hengi.
Eru ísl. dómarar
betri eða verri en
kollegar þeirra erlendis?
Þessu er erfitt aö svara beint, en
spurningin gefur tiiefni til ýmiss
konar hugleiðinga. Hvernig var
dómgæzlan á HM á Spáni í
sumar? Flestir hljóta aö hafa sóö
aö hún var ekki í neinu samræmi
viö gæöi knattspyrnunnar sem sjá
mátti í mörgum leikjanna. Nú, ég
átti þess kost um tveggja ára skeiö
aö fylgjast meö sænskum knatt-
spyrnudómurum aö störfum, og
þaö kom mér á óvart hvaö þeir
voru almennt slakir, nokkrir topp-
dómarar, en þorri þeirra hvorki
betri né verri en þeir íslenzku. Þaö
er því víöa pottur brotinn.
Einn ágætur dómari íslenzkur
hélt því eitt sinn fram í viötali, aö
dómgæzlan í leikjum hér á íslandi
væri í hærri „standard" en sjálf
knattspyrnan. Má vera aö svo sé
(efast stórlega), en hvort skyldi
vera erfiöara, aö vera góöur dóm-
ari eða góöur knattspyrnumaöur?
Nú er ég alls ekki aö gera lítiö úr
störfum dómara og né á þetta aö
vera árás á þá fáu menn sem hér á
landi hafa tekiö þetta vanþakkaöa
„starf“ aö sér. Mér finnst bara rétt
aö gera kröfur til manna sem hafa
jafn mikil völd og dómari í kappleik
hefur. Það er mér bæöi Ijúft og
skylt aö geta þess hér aö íslenzkir
dómarar hafa á sl. árum undan-
tekningarlítiö fengiö mjög góöa
dóma fyrir þá leiki sem þeir hafa
dæmt erlendis (í Evrópukeppni).
Viö eigum nefnilega nokkra dóm-
ara sem geta dæmt alveg prýöi-
iega ef þeir vilja þaö viö hafa. Þeim
mun sorglegra er aö þeirra
frammistaöa skuli vera svona mis-
góð, því þessir sömu dómarar
dæma kannski 15—20 leiki á ári
viö misjafna hrifningu. En þaö er
vissulega eitt aö dæma vel einn
leik, vel undirbúinn, annað aö sýna
jafna og góða frammistööu heilt
keppnistímabil.
„íslenzkir dómarar
dæma meö eyrunum"
Ofanrituö fullyröing er höfö eftir
Jack nokkrum Johnson, dönskum
manni sem starfaöi sem knatt-
spyrnuþjálfari á Akureyri fyrir tæp-
um áratug, og get ég ekki mót-
mælt því aö þessi setning á vel viö
marga af starfandi dómurum hér-
lendis, því miöur. í henni felst þaö
aö leikmenn komast upp meö
grófan leik viku eftir viku, jafnvel
heilu keppnistímabiiin, án þess aö
fá svo mikiö sem tiltal, hvaö þá
áminningu, meöan menn sem lifa
sig inn i leikinn og missa e-ö út úr
sér í hita augnabliksins fá gul
spjöld í búntum á ári hverju. Hvor
skyldi nú vera hættulegri heilsu
andstæöingsins (og setja verri
blett á íþróttina), sá sem sparkar í
hásin hans eöa ökkla þegar hann
tekur á móti sendingu, eöa sá sem
mótmælir slíkum aðgeröum
og/eöa aögeröarleysi dómara í
slíkum tilfellum? Ég er alls ekki aö
mæla bót mótmælum eöa kjaft-
hætti, en þaö hlýtur aö vera meira
atriöi aö dómari komi í veg fyrir
síendurtekin brot og haldi leiknum
gangandi, en aö vera allan lelkinn
meö sperrt eyru tilbúinn aö veifa
gula kortinu um leiö og einhver
segir e-ö annað en afsakiö.
Þaö hefur komiö fram, aö ég tel
dómgæzluna i öörum löndum, t.d.
Svíþjóö sízt betri en hún er hér, en
vissulega er hún ööruvísi. Mér virt-
ist sem dómararnir þar væru yfir-
leitt í betra jafnvægi en íslenzkir
kollegar þeirra, sem margir eru
fram úr hófi „stressaöir" og
orsaka oft kjaftbrúk með óþarf-
lega „sterkum" vióbrögóum við
saklausum oröum leikmanns í hita
leiksins.
Annað atriöi sem ísl. dómarar
mega gjarnan kippa í liöinn sem
fyrst, er hiö mikla misræmi sem
viröist ríkja í túlkun þeirra á
knattspyrnulögunum. Þaö er
reyndar ekkert séríslenzkt fyrir-
bæri, en jafn slæmt samt.
Hvers vegna er
dómgæzlan ekki betri?
Aö dómi undirritaðs eru eftirfar-
andi ástæöur helztar, en sjálfsagt
má tína til fleira og e.t.v. þýö-
ingarmeiri ástæöur.
1. Of fáir dómarar starfandi.
2. Rangar „týpur“ gerast dómarar.
3. Menntun dómara ábótavant.
4. Lélegt eftirlit meö störfum
dómara.
Ef viö lítum nánar á fyrstu tvo
liöina, þá er þaö helzt um þá aö
segja, aö mér finnst miöur hversu
fáir leikmenn úr efstu deildunum
gerast dómarar þegar ferli þeirra
sem leikmanna lýkur. Margir halda
tengslum viö íþróttina sem þjálfar-
ar, aörir sem stjórnarmenn í félög-
unum, en sárafáir stefna á feril
sem dómarar. Nú má ekki skilja
þaö svo, aö ég telji aö maður veröi
aö hafa leikiö knattspyrnu í meist-
araflokki til aö geta oröiö góöur
dómari. En þaö hlýtur aö hjálpa.
Þaö er t.d. engin tilviljun aö
Guömundur Haraldsson hefur ver-
iö bezti knattspyrnudómarinn und-
anfarin ár, og Karl Jóhannsson sá
bezti í handknattleiknum. Báöir
náöu ágætum árangri sem leik-
menn áöur en þeir lögöu skóna á
hilluna og tóku fram flautuna. Þeir
eiga þaö sömuleiöis sameiginlegt
aö reyna ekki aö leika aöalhlut-
verkið í leikjunum og eru ekki
óþarflega smásmugulegir í anda
margra kollega. Fyrir þetta öðlast
þeir viröingu leikmanna og eiga
auöveldara meö aö halda leikjum
niöri.
Hitt er svo annaö mál aö dómar-
ar jafnt og leikmenn sem skara
fram úr eru oft oflofaöir og komast
gjarnan upp meö slakari frammi-
stööu stöku sinnum án þess aö fá
gagnrýni í réttu hlutfalli. Hvaö
menntun dómara áhrærir, þá virö-
ist greinilegt að leggja þurfi meiri
áherzlu á verklega kennslu, þ.e.
dómgæzlu, en leggja minna upp úr
utanbókarlæröum reglum og svör-
um viö spurningum úr þeim.
Og þá er þaö aðhaldið aö dóm-
urunum. Sé boriö saman viö leik-
menn sleppa dómarar „billega“ frá
því sem kallast eftirlit í þeirra her-
búöum. Leikmaöur sem stendur
sig illa missir fljótt sitt sæti í kapp-
liöinu, en dómara iíöast óeölilega
mörg mistök, margir illa dæmdir
leikir, áöur en hreyft er viö honum
í „goggunarröö" þeirra dómara.
Þetta er ekki í samræmi við hin
miklu völd sem manninum meö
flautuna eru gefin, þvi hann getur
meö mistökum sínum eyöiiagt
margra mánaöa vinnu margra
manna.
Eins og mörgum mun kunnugt
er starfandi hæfnisnefnd, sem
fylgist meö störfum dómara, gefur
þeím einkunnir eftir ieiki, gerir til-
lögu um dómara á „Evrópulista"
o.fl. Nú einnig er dómurum raöaö í
hópa eftir reynslu og getu, og eiga
A-dómarar aö dæma 1. deildar
leiki, B-dómarar í 2. deild o.s.frv.
Þetta er í sjálfu sér ekki svo slæmt
fyrirkomulag, en þaö mætti standa
mun betur aö báöum þessum at-
riöum en gert er. T.d. finnst mér
rangt aö eldri dómarar dæmi
frammistööu þeirra sem nú eru í
eldlínunni. Væri ekki eölilegra aö
hæfnisnefndin væri skipuö af KSl
og starfaöi án beinna tengsla viö
samtök dómara? Svo er þaö eitt
atriöi sem lýtur aö dómgæzlunni í
neöri deildunum svokölluöu. Leikir
þar eru oft haröari/grófari en í 1.
og 2. deild, því leikmenn eru upp til
hópa óagaöri og aöstæöurnar
verri. Þaö er því mikiö atriöi að
dómararnir séu hæfir og vandan-
um vaxnir o.s.frv.
Gera betur viö dómara
og auka kröfurnar
Til aö bæta úr því ófremdar-
ástandi sem hér hefur skapast í
dómaramálum þarf róttækar aö-
gerðir til viöbótar þeim sjálfsögöu
sem ég hef drepiö á hór aö fram-
an; aukið eftirlit og betri menntun.
Dettur hér helzt í hug aö fá mætti
fleiri og e.t.v. hæfari menn til
starfsins ef betur væri gert viö
dómara. Það sem nú er greitt í
vinnutap og feröakostnaö hrekkur
skammt þegar menn þurfa að
eyöa 10—15 klst. í aö dæma einn
leik. Ég er á því aö greiöa megi
dómaratríói á 1. deildarleikjum
ákveöna upphæö, t.d. 500 kr. til
dómara og 250 pr. línuvörö.
Peningar gera aö vísu engan aö
betri dómara, en þeir verka oft
hvetjandi á menn. Og þaö er
greinilegt aö gera þarf dómara-
starfiö meira aölaöandi á e-n hátt,
svo fleiri fáist til starfa. En þá má
ekki klíkuskapur innan dómara-
samtakanna veröa til þess, aö
ungir og efnilegir dómarar gefist
upp og hætti.
Látum þetta nægja aö sinni.
Þaö er von mín aö þessi fátæklegu
skrif veki rétta menn til umhugsun-
TÉKKNESKA tennisdrottningin,
aem strauk vestur yfir járntjald
tyrir nokkrum árum, hefur góðar
tekjur af íþrótt sinni. Hefur eng-
inn tennisleikari hlotið jafn mikið
verðlaunafé, að sögn útlendra
blaða, en upphaeöin er komin í
4,8 milljónir dollara tæplega, eða
4.779.757 dollara nákvæmlega.
Badmintondeild Víkings er aö
hefja vetrarstarfsemi sína. Ungl-
ingatímar verða eins og á síðast-
liönum vetri, þ.e. á þriöjudögum
og föstudögum. Tímar fyrir full-
orðna veröa á mánudögum,
þriðjudögum, miðvikudögum,
Vallarhús Hvaleyrarholtsvallar
veröur opið fyrir Haukafélögum
og öðrum, alla laugardags-
morgna milli kl. 10 og 12 í vetur.
Handknattleiksfólk Vals athug-
ið að æfingatalfan fyrir veturinn
er komin upp ( Valsheimitinu, og
tekur gildi þann 19. september
ar og aögeröa svo dómgæzla á
knattspyrnuleikjum hérlendis veröi
betri, og umfram allt jafnari en ver-
iö hefur á nýliðnu keppnistímabili.
Meö íþróttakveöju,
Hörður Hilmarsson
Aöeins Jimmy Connors er
sagöur hafa þénaö yfir fjórar
milljónir dollara. Hins vegar segir
verölaunafé lítið um tekjur tenn-
isleikara, því það eru smáaurar í
samanburði við auglýsíngatekjur
þeirra, ef marka má frásagnir af
auði Björns Borg.
fimmtudögum og föstudögum.
Æfingarnar fara fram ( Réttar-
holtsskóla, Breiðagerðisskóla og
Laugardalshöll.
Nánari upplýsingar gefur
Magnús Jónsson, sími h. 81705
og v. 27790.
Seidir veróa getraunaseölar,
sýndar veröa myndir af mynd-
segulbandi og einnig veröa kaffi-
veitingar.
1982. Hafið samband við húsvörö-
inn í sima 11134. Eflum hand-
knattleiksstarfiö í vetur.
Stjórnin.
Góð þénusta
Navratilovu
Badminton
hjá Víkingi
Opið hús hjá Haukum
Valsmenn athugið