Morgunblaðið - 21.09.1982, Page 47

Morgunblaðið - 21.09.1982, Page 47
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 27 MILLJÓNAMÆRINGUR MEÐ MINNIMÁTTARKENND Eftírfarandi grein birtist í íþróttabiaðinu „Ait om Sport“ í ágúst sl. Fjallar hún um hinn unga og snjalla tennisleikara John McEnroe. Ekki um feril hans sem tennisleikara heldur um hans litskrúöuga persónu- leika og er leitast viö aö finna ástæöur fyrir hinum mikla skapofsa hans og hinni mjög svo ósæmilegu framkomu á tennisvellinum, sem hefur meöal annars kostað hann leikbann. Til aöstoöar eru fengnir ýmsir aöilar, svo sem sálfræöingar og fé- lagsfræöingar og ekki sakar að glugga svolítið í sálfræöikenningar Freuds. • Enroe er þekktur skaphundur þegar hann er aö leika og hefur margsinnis veriö sektaöur í keppni. Hér er hann að senda dómara tóninn, og er allt annað en ánægöur meö útskurö hans. • John McEnroe meö fjölskyldu sinni, foreldrum sínum og bræörum, þeim Mark sem er 19 ára og Patrick sem er 14 ára. Þegar John McEnroe sigraöi Björn Borg í lokakeppninni á Wimbledon áriö 1981 var hann ekki mikils metinn meðal almenn- ings þar i landi. En þrátt fyrir aö Bretar fyrirlitu hann vegna fram- komu hans á tennisvellinum létu þeir ekki hjá líða aö fjalla um hann. Þeir veltu ekki aöeins vöngum yfir hversu lengi hann yröi á toppnum, heldur einnig og ekki síður hver ástæöan væri fyrir þessari óvenju- legu og óprúömannlegu hegöun tennisleikarans. Ári seinna beiö McEnroe lægri hlut fyrir landa sínum Jimmy Connors, en ekki fékkst svar viö undarlegri framkomu hans, sem var mótspilara hans, línudómurum og öörum til ama. Ekki jók hún heldur hróöur hans sjálfs eöa íþróttarinnar. En McEnroe vakti athygli — og ekki aöeins tennisáhugafólks held- ur einnig breskra sálfræöinga. f riti þeirra síöarnefndu skrifaöi Steve nokkur Murgatroyd aö þaö væri greinilegt aö McEnroe reyndi meö móöursýkiköstum sínum aö auka þannig einbeitingu sína. „Ég hef fylgst náiö meö McEn- roe,“ sagöi Murgatroyd ennfremur, „og þaö er greinilegt aö hann hefur oft náð góöum leikjum eftir slík köst, en jafnframt eru dæmi þess aö hann hafi tapaö „settum" og leikjum eftir aö hafa misst stjórn á skapi sínu.“ Hver er þá skýringin á ööru hátt- erni McEnroes, eins og því aö hann telur sig ofsóttan af stjórnar- mönnum á Wimbledon, hins þrá- láta ávana hans aö þurfa stööugt aö binda skóþveng sinn í hléunum og því aö þurfa ávallt aö ganga á línunum |>egar hann skiptir um vallarhelming? Hvað sem það kostar I sjálfsævisögu McEnroes eftir höfundinn Richard Evans kemur fram aö McEnroe kappkostar aö leika fullkominn leik — hvaö sem þaö kostar. f bókinni er haft eftir ástralska tennisþjálfaranum Harry Hopman, sem hefur haft mikil áhrif á persónuleika McEnroes, að hann leggi meiri áherslu á aö leika full- kominn leik heldur en á sigurinn sjálfan. En eins og blaöamaöur bresks blaös ritaöi: „Nú, á tímum sálfræö- inga og félagsráögjafa væri athygl- isvert aö kanna ástaBÖur fyrir hinni taumlausu hvöt hans til aö leika óaðfinnanlega." Blaöamaöurinn breski haföi samband viö sálfræö- inga. Einn þeirra svaraöi því til aö þeir sem stefndu svo ákaft aö full- komnun í verki væru haldnir minni- máttarkennd. „í rauninni finnur „perfektionistinn" tii vanmáttar sem hann reynir aö bæta sér upp meö því aö vinna öll verk á óaö- finnaniegan hátt.“ Ást og hatur En hvers vegna ætti yfirburöa tennisleikari eins og John McEn- roe, aöeins 23 ára gamall en vell- auöugur, aö hafa minnimáttar- kennd? Hann var fyrirmynd ann- arra barna, góöur íþróttamaöur og góöur nemandi. Breskur sérfræðingur í kenning- um Freuds kom meö eftirfarandi skýringu: „Ef menn hugleiöa þaö þá er niöurstaöan sú, aö sá sem reynir til hins ýtrasta aö vera full- kominn er yfirleitt haldinn mikilli þráhyggju. Fullkomnun og þvingun haldast í hendur. Skv. kenningum Freuds myndast þessi persónuleiki í undirmeövitundinni vegna sterkra ástar- og haturstilfinninga — sem oftast beinast að móöur." f fljótu bragöi viröist þessi kenn- ing ekki eiga viö um tennisleikar- ann McEnroe því fjöldi áhorfenda hefur séö fööur hans sitja þolin- móöan og rólegan í sæti sínu á leik meðan sonur hans lætur öllum ill- um látum, en móöir hans er hvergi sjáanleg. En þar meö er ekki öll sagan sögö. Eftir því sem fram kemur í ævisögunni er móöur McEnroe lýst sem mjög ákveðinni en jafnframt glæsilegri og kvenlegri konu, sem stjórnar fjölskyldu sinni meö járn- aga og á hún stóran þátt í vel- gengni sonar síns. Gefum henni oröiö: „Þaö hefur ætiö veriö bjargföst trú mín aö viö yröum hamingjusöm fjölskylda sem ætti mikilli velgengni aö fagna. Ég hef aldrei sætt mig viö hið næstbesta. Yfirleitt var ég ánægö meö árangur Johns í skóla, en ef hann náði aöeins 95% árangri vildi ég vita af hverju hann vantaöi síöustu fimm prósentin. Líklega hef ég beitt hann meiri þrýstingi en faöir hans. „Þetta er dæmigert,” segir fyrrgreindur sérfræöingur, „per- fektionistinn" gerir allt til aö geöj- ast slíkri móöur, til aö gleöja hana, en hann mun þó alltaf finna til van- máttar. Hún krefst 100% árangurs og þó hann nái 95% er þaö í hans augum lélegt því honum finnst hann hafa sært hana. Og þessi „lélegi" árangur hlytur aö brjótast út í móöursýki- og æöisköstum, allavega í tenniskeppni þar sem hann er undir mikilli pressu. Þaö má vera aö hann líti a stjórnar- mennina á Wimbledon sömu aug- um og móöur sína. Ef ofangreind skilgreining á persónuleika McEnroes er rétt, er skv. Freud-sérfræöingum um tvær leiðir aö ræöa til aö leysa vandann. Annars vegar aö fara í meöferö hjá sálfræöingi, sem þýöir viötal á degi hverjum í þrjú ár — sem McEnroe gæfi sér líklega aldrei tíma í. Hinsvegar, og viröist sú lausn öllu einfaldari, nota lækningamátt tím- ans. „McEnroe er enn ómótaöur og undir stööugum áhrifum og þrýstingi frá móöur sinni sem hann mun meö tímanum vaxa og þrosk- ast frá." Því má svo aö lokum bæta við, aö John McEnroe sýndi í ár mun betri framkomu á Wimbledon heldur en áriö 1981 og hafa forvig- ismenn þar í hyggju aö gera hann aö heiöursmeölimi í félagsskap sínum aö ári. • Hér heftir Enroa vorið lagöur aö vafli, ( oröatata fyflatu marklngu. Tonnisapaöinn þoytist út i loftið og Enroa liggur á vsllinum og á anga mögulaika aö ná tannisboNanum sam sást á miöri mynd. UEFA-keppnin: Fram mætir Shamrock á morgun í Laugardal Á morgun, miðvikudag, kl. 17.30 mætir Fram Shamrock Rov- ars í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu, UEFA-keppninni. Knatt- spyrnulið Fram hefur sjö sinnum áöur tekiö þátt í Evrópumótum í knattspyrnu. Leikur Fram á morgun er 15. leikur fólagsins í slíkri keppni. Knattspyrnufélagið Fram var stofnað 1. maí 1908 í Reykjavík. Árangur félagsins J knattspyrnusviöinu hefur verið góöur í gegnum árin. Alls hefur fálagiö oröiö 15 sinnum is- landsmeistari í knattspyrnu og fjórum sinnum bikarmeistari. Eft- irtöldum árangri hefur fálagiö náö í Evrópukeppnunum. Evrópukeppni félagsliöa: 1973 gegn Basel (Sviss) 0—5, 2—6. Evrópukeppni bikarhafa: 1971 gegn Hibernians (Malta) 0—3, 2—0, 1974 gegn Real Madrid (Spánn) 0—2, 0—6, 1980 gegn Hvidovre (Danmörk) 0—1, 0—2, 1981 gegn Dundalk (frland) 2—1, 0—4. Evrópukeppni UEFA: 1976 gegn Slovan (Tékkóslóv.) 0—3, 0—5, 1977 gegn Start (Noregur) 0—6,0—2. Leikir Fram gegn Shamrock Rovers FC frá Dublín á frlandi veróa því 15. og 16. leikur Fram í Evrópukeppnunum á 12 árum. Fram varð fyrst íslenskra fálags- liöa til aö vinna sigur í Evrópu- leik, gegn Hibernians á Möltu 1971 meö 2 mörkum gegn 0. Aö- eins 1 sigur stöan, gegn írska liö- inu Dundalk í Reykjavík 1981 meö 2 mörkum gegn 1. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.