Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Steinunn M. Jóns- dóttir - Minning Fædd 31. janúar 1894 Dáin 9. september 1982 I dag, 21. september, fer fram frá Fossvogskirkju útför Stein- unnar Margrétar Jónsdóttur. Hún var fædd á Ytra-Kálfskinni, Ar- skógsströnd, Eyjafirði, 31. janúar 1894. Foreldrar hennar voru Jón Guðjónsson bóndi þar og kona hans, Arndís Sigvaldadóttir. Steinunn giftist 1919 Freymóði Jóhannssyni listmálara og áttu þau fjögur börn, eitt þeirra dó í æsku, þau eru: Bragi yfirverk- fræðingur í Los Angeles, kvæntur Sigríði Bílddal, hjúkrunarfræð- ingi; Arndís Jóna hárgreiðslu- meistari í Los Angeles; Fríða gift Helga Feiixsyni í Reykjavík; Heimir dó tæpra tveggja ára. Steinunn og Freymóður slitu sam- vistum. Steinunn flutti til Reykjavíkur frá Akureyri 1948, en árið 1960 flutti hún til Los Angeles og var þar í tvö og hálft ár, en flutti síðan alfarið 1966, í Los Angeles bjó Steinunn hjá Jonnu dóttur sinni. Ég átti því láni að fagna að kynnast Steinunni þegar ég sem 16 ára unglingur dvaldi sumar- langt á heimili Siggu og Braga í Los Angeles. Á hverjum degi eftir skólann gekk ég niður eftir til Steinunnar, það var enginn ein- mana í nærveru hennar, við áttum saman margar gleðistundir, hlust- uðum á íslensk dægurlög og Stein- unn sagði mér margar fróðlegar sögur um gamla daga. Steinunn hélt alltaf við gömlum siðum, hún átti alltaf íslenskar kleinur í kökukassanum, og oft komu barnabörnin með hóp af vinum til að fá kleinu og mjólk hjá „ömmu" eins og við kölluðum hana öll. Steinunn kunni vel við sig í Los Angeles og vildi ekki flytjast heim, en hún var alltaf ákveðin í að deyja heima á Fróni, hún lést í Landspítalanum eftir langan og erfiðan sjúkdóm, sem hún bar með miklum dugnaði. Ég kveð Steinunni með miklum söknuði og þakka henni fyrir allar ánægjustundirnar sem hún veitti mér, óþroska unglingnum í ókunnu landi, hún var mér eins og besta amma sem alltaf fékk mig til að gleyma heimþránni. Ég vil votta börnum og tengda- börnum mína dýpstu samúð og veit að minningin um hjartahlýju hennar og lífsgleði mun milda sorg þeirra. Guðrún Þóra Hjaltadóttir I hugum margra og í skrifum sumra virðist sú þráláta skoðun vera ríkjandi, að við Eyjafjörð, og þá einkum á Akureyri, sé eilíft logn og blíða, sól og hiti. Logn- mollan hefur síðan að þeirra dómi mótað geð guma eða sett sitt svipmót á skapgerð manna í þess- um landshluta og gert þá að lognmolluverum eða áhyggjulaus- um sumarblíðubörnum. Satt er það, að oft er þar sumarfagurt og veður gerast þar oft furðu blíð, en sé litið örlítið lengra út fyrir landsteinana, eða réttara sagt fjörusteinana, rís í hánorðri mikil mynd og hrikaleg, algjör and- stæða þess, sem hér hefur verið að framan lýst, þ.e. fjallið Kaldbak- ur, sem minnir á napra norðan- vinda og óveður. Gusturinn, sem stendur af honum, hefur ekki síð- ur haft mótandi áhrif á menn á þessum slóðum en lognmollan. Við þennan yndislega fjörð fæddist Steinunn Jónsdóttir fyrir rúmum 88 árum, einkadóttir Jóns bónda Guðjónssonar á Ytra- Kálfskinni á Árskógsströnd og konu hans, Arndísar Sigvalda- dóttur. Jón var talinn myndar- bóndi, ráðdeildar- og dugnaðar- maður, sem bjó við góð efni á sín- um tíma. Steinunn dvaldist í föð- urhúsum unz hún ung að árum giftist Freymóði Jóhannssyni, listmálara og tónsmið. Skömmu eftir að þau gengu í hjónaband, missir hún svo föður sinn, en móð- ir hennar hafði andazt nokkrum árum áður. Nú fýsir mann hennar að fara öðru sinni utan, til að framast meir og fullnuma sig í listgrein sinni. Það verður því úr, að Stein- unn selur jörðina, föðurleifð sína, til að standa straum af kostnaðin- um við ferðina til Kaupmanna- hafnar og dvölina þar. önnur úr- ræði voru ekki tiltæk í þá daga. Opinber námslán voru þá óþekkt fyrirbæri. Hún þurfti ekki að skoða hug sinn tvisvar, enda átti hún þá sjaldséðu aringlóð í sál- unni, sem ornar fyrst og fremst lífi annarra. Alla sína ævi var hún gefandi og miðlandi, að vísu sjaldnast stórum veraldlegum verðmætum, en aftur á móti öðr- um, sem taka þeim fram og reyn- ast því mönnum happadrýgra veganesti á lífsleiðinni. Að Hafnarárunum liðnum setj- ast þau hjón svo að á Akureyri. Þar verða þau fyrir því óláni að missa kornungan son sinn á ákaf- lega sviplegan hátt. Mikið hlýtur harmur þeirra að hafa verið sár, ekki sízt hinnar ungu móður, en hún bar hann í hljóði, enda hafði hún jafnan vald yfir sjálfri sér, orðum sínum og gjörðum. Hún hagaði sér ekki eftir stundarduttl- ungum eða veðrabrigðum tilfinn- inganna. Henni var þvert um geð að bera þær á torg eða berja sér á brjóst, enda var hún ekki sú manngerð, sem tranar sér fram í sviðsljósið í sorg sinni eða gleði. Að komast klakklaust í gegnum kreppuárin, hafandi fyrir einu eða fleiri börnum að sjá, var þögult þrekvirki, sem margur maðurinn vann án þess að ætlast til þess að fá lofsöng fyrir. Gegnum þennan brimgarð brauzt Steinunn af ein- stakri elju og einbeittum sálar- styrk. Róðurinn mun þó oft hafa verið þungur, einkum eftir að hún var orðin ein á báti að vísu, með þrjú lítil börn innanborðs, en þau hjón skildu 1930. Það var oft mikið fjör og gleði á Fjólugötu 25 hér í borg á mínum góðu og gömlu duggarabandsár- um, þegar ég var þar í fæði hjá Steinunni. Hún bjó þar ásamt dætrum sínum og dótturdóttur sinni, sólargeislanum henni Kristbjörgu litlu, og hafði auk þess okkur Braga, son sinn, sem glaðlynda en heldur óstundvísa kostgangara. Alltaf var hún bros- ið blíða og skipti ekki skapi, þótt óstundvísi okkar og tillitsleysi vildi keyra úr hófi fram einkum á sunnudögum, þegar son hennar, vinnuþjarkinn ósérhlífna, langaði að lúra svolítið lengur fram eftir. Heimilisbragurinn var þannig yndislega óþvingaður og yljandi, enda auðsætt að öllum fannst notalegt að vera í návist Steinunn- ar. Nú er hún loksins komin heim til að bera beinin eftir langa úti- vist í annarri álfu. Þrátt fyrir elsku barna sinna og umhyggju, þykist ég vita, að hún hafi aldrei fyllilega fest þar yndi, en hún var ekki að æðrast. Andstreymi og mótbyr í lífi sínu mætti hún eins og drangur, óbif- anleg og óbugandi. Hún stóð af sér ómilda og nístandi vinda norðurs- ins rétt eins og Kaldbakur við Eyj- afjörð. Þeir hafa hvorki beygt bak hennar né bugað anda, en nú hef- ur lævís en ljótur hrægammur, sem klófestir suma menn og kvel- ur, lagt þessa öðlingskonu að velli. Steinunn skildi börn sín, virti og elskaði, og mun það hafa verið gagnkvæmt alla tíð, en börn henn- ar eru Fríða, húsfreyja í Reykja- vík, Árdís Jóna, hárgreiðslumeist- ari í Los Angeles, og Bragi, raf- magnsverkfræðingur og varafor- seti risafyrirtækisins Magna Vox, einnig búsettur í Kaliforníu. Blessuð sé minning hennar og blessuð séu börn hennar og aðrir vandamenn. Halldór Þorsteinsson Fimmtudaginn 9. september, barst okkur hér í fjölskyldunni í Kaliforníu, lát tengdamóður minnar, Steinunnar Jónsdóttur frá Kálfskinni á Árskógsströnd. Hún lést í Landspítalanum, áttatíu og átta ára að aldri, eftir langa og harða baráttu við krabbamein. Er mér hlýtt að minnast hennar og geri það með söknuði, þegar hún nú er horfin úr okkar fá- mennu fjölskyldu hér vestanhafs. Steinunn var fædd á Stóru- Hámundarstöðum í Eyjafirði 31. janúar 1894, dóttir hjónanna Jóns Guðjónssonar bónda frá Svalbarði á Svalbarðsströnd og Arndísar Sigvaldadóttur frá Litlu-Hámund- arstöðum á Árskógsströnd. Hún var eina barn þeirra hjóna og ólst upp og lifði sín uppvaxtar- ár á Ytra-Kálfskinni á Ár- skógsströnd, þar sem foreldrar hennar bjuggu allan þeirra bú- skap. Steinunn dvaldi í föðurhús- um við gott atlæti og glaða æsku, þar til hún giftist Freymóði Jóhannssyni listmálara í júní 1919. Ári seinna byrjuðu þau búskap á Akureyri og keyptu efri hæðina í húsinu „Berlín" við Aðalstræti 10 og bjuggu þar, að undanskildum tveimur árum, sem þau dvöldu í Kaupmannahöfn — árin 1927 til 1929 — þar sem Freymóður stund- aði listnám við Konunglega leik- húsið, aðallega leiktjaldamálun og sviðsetningu. Steinunn talaði oft um það, hvað dvölin í Kaup- mannahöfn hefði verið ánægjuleg og lærdómsrík. Þá var óðum að nálgast tími úr- slita í höfuðmáli íslensku þjóðar- innar — sjálfstæði íslands og við- urkenning fullveldisins. Á heimili þeirra hjóna komu margir íslendingar og því mikið um þau málin rætt. Á meðal þeirra íslendinga var Davíð Stefánsson skáld frá Fagra- skógi, en þau Steinunn voru gaml- ir sveitungar og þekktust. Þegar hitnaði í pólitíkinni tóku yfir ljóð- in og listin, en samt enginn af- sláttur á pólitískum kröfum. Það var sama hvar var borið niður í ljóðum Davíðs. Steinunn kunni þau öll, enda var hún mjög ljóðelsk og var henni tamt að hafa yfir ljóð og vitna í þau til áherslu og stuðnings því sem um var rætt. Sambúð Steinunnar og Frey- móðs slitnaði er börnin fjögur voru mjög ung að aldri. Þyngdust þá heimilisástæður í „Berlín" að miklum mun eins og nærri má geta. Það hlýtur að hafa verið erf- itt, að horfast í augu við þetta á þeim tímum er hjónaskilnaðir voru sjaldgæft fyrirbrigði í ís- lensku þjóðfélagi. Steinunn lét sér þó lítt bregða og hugðist búa með börnum sínum í „Berlín" og ala þau upp. Hún bar höfuðið hátt og hélt virðingu sinni óskertri — tilbúin að mæta og yfirbuga þá erfiðleika sem framundan voru. Hún lagði hart að sér, til þess að halda fjöl- skyldunni saman og veitti þeim allan þann stuðning er hún mátti og með bjartsýni, dugnaði og góð- um vilja tókst henni það. Framundan voru kreppuárin og erfiðleikar miklir fjárhagslega og vann Steinunn mikið með heimil- isstörfunum. Hún vann í síld á Siglufirði í nokkur sumur og eins í fiskvinnu á Akureyri. Einnig vann hún í nokkur ár í Sana hf. og yfir- leitt hverja algenga vinnu, sem hún gat ráðið við með heimilinu og börnunum. Sýndi hún þar frábær- an dugnað og kjark í því að koma þeim upp til manndóms og mennta. Þau eru: Bragi, verkfræðingur, búsettur I Palos Verdes, Kali- forníu, giftur Sigríði Bílddal. Ár- dís Jóna, hárgreiðslumeistari, búsett í Redondo Beach, Kali- forníu. Fríða, húsmóðir, búsett í Reykjavík, gift Helga Felixsyni, trésmið, og yngstur þeirra systk- ina var Stefán Heimir sem lést 2 ára gamall. Árið 1948 flutti Steinunn til Reykjavíkur og eru þá börn henn- ar þrjú uppkomin og öll í Reykja- vík — býr hún þá með dætrum sínum, Árdísi og Fríðu, og voru þær mæðgur ætíð mjög samrýnd- ar og bjuggu saman í mörg ár. Fundum okkar Steinunnar bar saman árið 1951 er hún var sjúkl- ingur í Hvítabandinu og á sömu stofu og amma mín, Valgerður Bílddal — kom þá í ljós að Guð- mundur Bílddal afi minn, hafði kennt Steinunni í barnaskóla á Árskógsströnd. Það var mikið um það spjallað og höfðum við allar ánægju af og lítt grunaði mig þá, SVAR MITT eftir Billy Graham Ég hef hlustað á yður í útvarpi, og ég trúi á það sem þér predikið. En við sækjum kirkju, þar sem presturinn er mjög „frjálslyndur", eða „framúrstefnumaður'*. Aldrei minnist hann á endurfæðinguna, og hann trúir því ekki, að Kristur hafi fæðzt af Maríu mey. Hvað ættum við að gera? Þér eigið tveggja kosta völ: Ef yður finnst Guð kalla yður til að þjóna hinu hungraða, þurfandi fólki í söfnuðinum, sem þér heyrið til, og þér hafið tök á að leggja því lið án þess að lenda í ónáð hjá stjórn safnaðarins, þá gefst yður kannski tækifæri þar til að vinna að trúboði. Finnist yður hins vegar, að þér getið ekki vitnað á þann hátt, eru eflaust önnur trúarsamfélög í grennd við ykkur, þar sem þér getið fengið heilnæmari and- lega fæðu en þér eigið kost á núna. Þá ættuð þér að snúa yður að þeim. Það er betra að heyra til safnað- ar, þar sem fagnaðarerindið er boðað og menn trúa á Biblíuna. En við verðum líka að nota tækifærin, sem okkur gefast til að hjálpa öðrum. Ef þér haldið, að þér hafið nógu sterka trú til að standast þá augljósu vantrú, sem ykkur er boðuð, og þér getið veitt öðrum jákvæða hjálp, gæti verið, að Guð vildi að þér veittuð hana. Þetta er mjög undir því komið, hvort þér eruð það þroskaður, að þér séuð fær um að halda á loft merki fagnaðarerindisins við þær aðstæður, sem þér búið við. Sé ekki um það að ræða, ættuð þér fremur að leita til safnaðar, sem veitir yður styrk, svo að þér þroskizt og eflizt í trúnni. Kaupmenn—kaupfélög. Heildsölubirgðir fyrir- liggjandi: Rifflar, haglabyssur, skotfæri, byssu- pokar, byssuólar og -festingar, hreinsisett, heyrnarhlífar og kíkjar. Sími 24020 Harrington & Richardson, Mossberg, Winchester, Weaver, Weather Shield. I.GUÐMUNDSSON & CO. HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.