Morgunblaðið - 21.09.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982
39
lést þann 12. september 1982 öll-
um til mikillar sorgar.
Við þekkjum Brand best sem
baráttumann. Hann barðist fyrir
nýjum skóla og að tryggja framtíð
okkar. Við eigum honum mikið að
þakka. Hann kenndi okkur að tala
þegar við vorum lítil og hann
kenndi okkur mun á réttu og
röngu. Við lítum á hann sem föður
og afa í senn. Alltaf svo góður þeg-
ar eitthvað bjátaði á. Við vissum
að Brandi þótti vænt um okkur.
Allt hans líf hugsaði hann um
heyrnarlausa og málefni þeirra.
Það var alltaf gaman að hafa
Brand með okkur í skólaferðalög-
um, því þar var hann svo afslapp-
aður og kaus útiveruna. Við viss-
um að hann hafði mikinn áhuga á
hestamennsku og leyfði stundum
einhverjum nemendum að fara
með sér á hestbak.
Okkur finnst alveg ótrúlegt að
Brandur sé núna horfinn og komi
aldrei aftur. Og það er svo tómlegt
í skólanum án hans. Við vorum
orðin vön að sjá hann á labbi á
göngum skólans þó hann væri
hættur sem skólastjóri. Honum
fannst að hann ætti að vinna
áfram en svo dó hann. Við eigum
honum mikið að þakka og munum
alltaf minnast hans sem mjög
góðs vinar. Við vitum að enginn
getur gleymt þessum hugdjarfa
baráttumanni.
Að lokum viljum við senda inni-
legar samúðarkveðjur eftirlifandi
eiginkonu hans, Rósu, og dætrum
þeirra þremur.
Kveðja frá nemendum
Heyrnleysingjaskólans.
Kveðja Félags hcyrnarlausra
I dag verður kvaddur hinstu
kveðju Brandur Jónsson, fyrrver-
andi skólastjóri Heyrnleysingja-
skólans.
Með honum er góður maður
genginn, sem gott er að minnast
við ævilok.
Fyrir rúmum tuttugu árum
komu nokkur ungmenni saman í
matsal gamla Heyrnleysingjaskól-
ans í Stakkholti 3. Þessi ungmenni
áttu það sameiginlegt að hafa
fæðst heyrnarlaus eða með mikið
skerta heyrn. Þessi þðgli minni-
hluti í þjóðfélaginu hugðist nú
stofna með sér félag til að efla
samstöðu sína fyrir réttindamál-
um sínum. Það þótti því vel við
hæfi, þegar svo stórt mál var í
undirbúningi, að leita leiðsagnar
Brands Jónssonar skólastjóra.
Fyrsta árið var hann okkur til
halds og trausts og aðstoðaði
okkur við gerð félagslaga. Strax
eftir félagsstofnunina fengum við
aðstöðu í skólahúsinu til reglu-
legra fundahalda og skemmtana
fyrir félagsmenn. Aður en þessi
aðstaða fékkst var reynt að fjöl-
menna á heimili okkar, sem
reyndar rúmaði engan veginn
þann mikla fjölda sem um var að
ræða, þó man ég varla eftir að
neinum væri vísað frá á meðan
einhver blettur var auður á gólf-
inu.
Brandur sparaði ekki tíma þeg-
ar málefni heyrnarlausra þurftu
hans með. T.d. vann hann að því
að heyrnarlausir mættu aka bíl,
eins og tíðkást í nágrannalöndum
okkar.
A þessum árum bjuggu skóla-
stjórahjónin á efri hæð í nýbygg-
ingu, sem byggð var áföst við
gamla skólahúsið. Það var því erf-
itt að aðskilja eigið fjölskyldulíf
frá kennarastarfinu, þegar búið
var í sama húsinu. Það hlaut því
að koma í hlut eiginkonu að að-
stoða bónda sinn þegar börn komu
í fyrsta skipti til dvalar í heima-
vistinni og voru að venjast breytt-
um aðstæðum og því mikla umróti
og röskun sem verður á högum lít-
illa barna þegar þau yfirgefa ör-
yggi foreldra sinna í fyrsta skipti.
Og ekki var óalgengt á þessum ár-
um að lítil telpa eða drengur, sem
mæður komu með í fyrsta skipti
til borgarinnar úr sveitinni, yrðu
að vistast með fjölskyldunni eða
hvíla í hálsakoti húsmóður, meðan
draumalandið lokaði augunum.
Það mynduðust því sterk tengsl
við fjölskyldu Brands, sem héldust
alla tíð. Þáttur húsfreyju var því
að vonum mikils virði fyrir starfa
bóndans, þó svo slík störf vilji oft
gleymast þegar talað er um vel-
gengni eða giftu manna.
Það var heldur ekki vandalaust
að taka við stjórn skólans árið
1944 úr hendi Margrétar Th.
Bjarnadóttur Rasmus, þessari
mikilhæfu félagsmálakonu, sem
hafði frá því um aldamótin fengist
við kennslu daufdumbra og byggt
starfið upp og mótað að þeirra
tíma hætti. Einnig átti hún aðild
að stofnun fjölda líknarfélaga og
sjóða. Þessi starfsama kona eyddi
miklum tíma og fé í þágu líknar-
starfa, auk þess sem hún gegndi
erilsömu starfi skólans.
Það kom líka í hlut Brands að
gera ýmsar markverðar breyt-
ingar á skólanum sumt í samráði
við kennara, Foreldrafélag og
stjórnvöld. Má þar nefna að skól-
inn var gerður að skóla eingöngu
fyrir heyrnar- og mállaus börn.
Mesta áherslan var lögð á að
kenna nemendum að tala og skilja
mál og notaðar til þess sem allra
mest þær heyrnarleifar sem fyrir
hendi kynnu að vera hjá hverjum
og einum nemanda. Skólinn eign-
aðist fyrsta heyrnarmælinn sem
kom til Islands, einnig heyrnar-
tækjasamstæðu í eina kennslu-
stofu. Byrjað var á því að taka
börnin í skólann þegar þau voru
4ra ára gömul og með lögum fyrir
skólann 1962 var lögleidd kennslu-
skylda 4ra ára barna, sem lærðu
ekkert eða illa að tala vegna
skertrar heyrnar.
Skólinn bjó lengi við þröngan
húsakost. Sérstaklega var þetta
erfitt þegar skæður rauðu hunda-
faraldur gekk yfir. Það var því
mikil bót þegar hafin var bygging
nýs heyrnleysingjaskóla ásamt
aðskilinni heimavist barna. Þetta
eru glæsilegar byggingar sem von-
andi duga þessari starfsemi til
langs tíma. Þar er nú starfandi
athugunar- og greiningadeild, for-
skóladeild, grunnskóladeild og
framhaldsdeild. Það hefur því vis-
sulega birt upp í þessum mála-
flokki fatlaðra. Nú hafa 10 eða 12
lokið námi í hinum ýmsu iðngrein-
um og annar eins fjöldi er við
iðnnám. Enginn skal þó halda að
þetta hafi komið óumbeðið. Stuðn-
ingur foreldra og stjórnarmanna
Foreldrafélagsins og byggingar-
nefndar var skólastjóra mikils
virði á þessum tíma, þegar uppi
voru háværar raddir um að
heyrnleysingjar ættu að vera í al-
mennum skólum og ekki væri þörf
framar á heyrnleysingjaskólum.
Þetta umrót og blaðaskrif komust
svo langt að jafnvel fjárveitinga-
valdið hikaði. Ef ekki hefði komið
til gáfaður menntamálaráðherra
að nafni Gylfi Þ. Gíslason sem
mat rétt stöðuna og lét ekki rugla
dómgreind sína, væri óvíst að við
ættum Heyrnleysingjaskólann í
Öskjuhlíð í dag.
Þessara tíma minntist Brandur
ávallt með þakklæti í huga til
allra þeirra, sem þá, eins og svo
oft áður, veittu honum stuðning,
þegar málefni heyrnarlausra virt-
ust ætla að bíða ósigur í kerfinu.
Fyrir nokkrum árum var Brandur
sæmdur hinni íslensku fálkaorðu
fyrir störf sín að málefnum heyrn-
arlausra.
Brandur Jónsson lét af störfum
skólastjóra 1. september 1981.
Hafði hann þá gegnt þeirri stöðu í
38 ár og verið kennari heyrnar-
lausra í yfir 40 ár. Þeir eru því
margir sem hafa notið talkennslu
hans en þar hygg ég að fáir hafi
verið jafnokar hans. Hann aflaði
sér haldgóðrar menntunar í sér-
grein sinni í Þýskalandi, Dan-
mörku og Bandaríkjunum.
Nú við ævilok Brands Jónssonar
hugsa yngri og eldri nemendur
með þakklæti til mannsins sem
reyndi að koma þeim út úr skel
einangrunar og gera þá að nýtum
þjóðfélagsþegnum. Rósu Einars-
dóttur og dætrum sendum við
samúðarkveðjur með þakklæti
fyrir áratuga kynni.
Hervör Guðjónsdóttir
Fundum okkar Brands Jónsson-
ar bar fyrst saman fyrir rúmum
tveimur áratugum suður í hinu
blauta Hollandi. Hann leitaði mig
uppi þar sem ég var við störf á
þeim tíma. Á einni ögurstund
bundumst við vináttu sem hvergi
bar skugga á upp frá því.
Því er svo varið með suma menn
sem við hittum á lífsleiðinni að
það er eins og maður hafi þekkt þá
alla tíð, en ekki haft tíma til að
kynnast við þá fyrr.
Brandur var einn af þessum
elskulegu mönnum, ljúfur og hlýr
allt frá fyrstu tíð.
Það lífsstarf sem hann kaus sér,
kennsla daufdumbra, lýsir mann-
inum betur en mörg orð fá gert.
Sú þolinmæði og umburðarlyndi
sem slíkt starf útheimtir fær sá
sem ekki reynir aðeins óljóst
skynjað.
I náttúrudýrð Borgarfjarðar
áttum við nokkrar ógleymanlegar
stundir og er mér efst í huga eitt
sinn, þegar hann bauð mér í ferð á
hestum um Jafnaskarð að Langa-
vatni. Veður var undurfagurt og
náttúran skartaði sínu fegursta.
Við vorum tveir einir og minnt-
umst margs. Sú frjóa og ferska
hugsun sem hann lét uppi, hug-
sjónaeldurinn, sem logaði í augum
hans til hagsbóta fyrir það fólk,
þau börn sem hann fórnaði lífi
sínu, rennur mér seint úr minni.
Það er minn skaði, að atvikin
bönnuðu að við fyndumst oftar en
raun varð á. Af hans fundi fór ég
alla tíð betri maður en áður.
Nú er hann allur, skjól og
skjöldur málleysingja og mál-
haltra.
Framar verður ekki riðið Jafna-
skarð með frábærum vini sem átti
brosið fegurra en flestir menn.
Þeir syrgja hann mest, sem lægst
geta látið í sér heyra.
Rósu, dætrunum og venslafólki
öllu færum við Nanna og börnin
dýpstu samúðarkveðjur.
Hjálmar Olafsson
Kveðja frá Foreldra- og styrktar-
félagi heyrnardaufra
Brandur Jónsson, fyrrum skóla-
stjóri Heyrnleysingjaskólans, lést
12. þessa mánaðar eftir langvar-
andi veikindi, einkum þó síðustu
vikur.
Hann var fæddur 21. nóvember
1911 að Kollafjarðarnesi í Tungu-
sveit, Strandasýslu. Foreldrar
hans voru hjónin Jón Brandsson
prófastur þar og Guðný Magnús-
dóttir.
Brandur varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1936.-Próf í forspjallsvísindum frá
Háskóla Islands 1937. Kennara-
próf 1937. Síðan stundaði hann
nám við Staaltlichen Gehörlosen
Schule í Berlín 1939 og var við
nám við Statens Institut for Tale-
lidende í Danmörku og tók tal-
kennarapróf þaðan 1940. Enn-
fremur var hann við nám í Clark
School for the Deaf í Northamp-
ton í Massachusetts, 1942—43 og
lauk þaðan heyrnleysingjakenn-
araprófi.
Af framangreindu er ljóst að
menntun hans var góður undir-
búningur fyrir hið mikilvæga
lífsstarf, sem framundan var, að
kenna heyrnar- og málhömluðum
einstaklingum.
Brandur gerðist skólastjóri
Heyrnleysingjaskólans árið 1944
og gegndi hann því starfi til síðari
hluta árs 1981 er hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Veikindi hömluðu starfsgetu
hans síðustu árin og urðu nokkur
hlé á störfum af þeim sökum.
Á því tímabili sem Brandur
hafði skólastjórn á höndum varð
mikil þróun í málefnum heyrn-
arskertra, kennslu þeirra, hjálp-
artækjabúnaði við kennslu og
viðhorfum öllum til þessara mála.
Það fór ekki á milli mála hjá
foreldrum og aðstandendum
heyrnarskertra að Brandur lagði
alla sína elju í starf sitt. Nemend-
ur skólans nutu hæfni hans og
hlýju í ríkum mæli. Hver starfs-
dagur var langur vegna þess að
stjórnun heimavistar fylgdi starf-
inu og því voru ekki glögg skil
hvenær venjulegum starfsdegi
lauk og frítími tók við. Undirrit-
uðum er nær að halda að mjög
fáar frístundir hafi gefist, enda
voru Brandur og kona hans, Rósa,
eins og foreldrar fyrir börnin.
Ekki veit undirritaður um neinn
annan skóla hér á landi, sem þurft
hefur að standa frammi fyrir því
að fjöldi nemenda myndi tvöfald-
ast á einu ári. Eðli málsins sam-
kvæmt voru hvorki húsakynni
skólans né aðstaða undir það búin
að mæta slíkri aukningu, ýmis
vandamál steðjuðu að áður en
ákvörðun um lausn málsins var
tekin.
Ákvörðun var tekin um að
byggja nýjan heyrnleysingjaskóla
og var Brandur formaður bygg-
inganefndar. Var þannig á málum
haldið undir hans stjórn að öll að-
staða skólans gjörbreyttist til hins
betra og varð með nýju skólabygg-
ingunni og heimavistaraðstöðu
hægt að mæta nemendafjölgun-
inni.
I raun er hér sagt í örfáum orð-
um frá byggingu hins nýja skóla,
en í reynd var það mikil og ómæld
vinna sem leiddi til ákvarðana-
töku um byggingu skólans og átti
Brandur mikinn þátt í að svo yrði.
Brandur var hvatamaður þess
að Félag heyrnarlausra var stofn-
að. Hann samdi fyrstu lög félags-
ins og sat í stjórn þess um skeið.
Hann átti stærstan þátt í því að
heyrnarlaust fólk fékk að taka
bílpróf hér á landi og hann var
fararstjóri þeirra í ferðum til ann-
arra landa.
Brandur gladdist fyrir þeirra
hönd þegar vel gekk og tók þátt i
að leysa vandamál ef upp komu.
Velferð heyrnarskertra var hans
hjartans mál.
Ymis sjónarmið hafa verið uppi,
um hvernig kennslu heyrnar-
skertra skyldi hagað, slíkum hug-
myndum tók hann með yfirvegun
og breytingar voru gerðar þegar
sannfæring hans var sú að þær
yrðu til bóta.
Hann sagði oft við undirritaðan
að hann vildi ávallt leitast við að
gera það sem réttast væri og best
á hverjum tíma, enda talaði hann
af mikilli reynslu um þessi mál,
ágætur árangur margra nemenda
skólans ber því vitni að rétt var
staðið að málum.
Á síðastliðnu ári ræddum við
einslega um þessi málefni og sagði
Brandur þá að hann væri þakklát-
ur fyrir að hafa fengið tækifæri til
að vera þátttakandi í þeirri miklu
þróun, sem orðið hefur í málum
heyrnarskertra.
Foreldra- og styrktarfélag
heyrnardaufra þakkar nú við leið-
arlok hans miklu störf og við
sendum eftirlifandi eiginkonu,
Rósu Einarsdóttur, dætrum þeirra
hjóna og fjölskyldum innilegar
samúðarkveðj ur.
Yilhjálmur B. Vilhjálmsson
Viðskipta- og
hagfræðingatal
Vegna stéttartals viöskiptafræöinga og hagfræðinga, sem í undir-
búningi er, vilja aöstandendur útgáfunnar hvetja þá, sem eyðublöð
hafa fengiö, aö hraöa útfyllingu og innsendingu þeirra til Almenna
bókafélagsins, Austurstræti 18, Reykjavík, fyrir 1. október nk.
Þá er þeim viðskiptafræðingum og hagfræöingum, sem af ein-
hverjum ástæöum hafa ekki fengið eyöublöö send sér, bent á að
hafa samband viö Almenna bókafélagiö, Austurstræti 18, sími
25544, sem mun afhenda eöa senda þeim eyðublöö.
Aöstandendum fjarstaddra eða látinna viðskiptafræðinga og
hagfræöinga er sömuleiöis bent á aö setja sig í samband viö
Almenna bókafélagiö, Austurstræti 18, sími 25544, vegna eyðu-
blaöa og veröa þau þá send eins og um verður beöiö.
Almenna Félag viðskiptafræðinga
bókafélagið og hagfræðinga