Morgunblaðið - 21.09.1982, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.09.1982, Qupperneq 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 mnnm ,/ Andar-tc^k1. Le-y-f m«r' c*A> heyrz*. aftu^ pettc\ um c/5 „ €|sk:a.,oiV‘<Ícv. og hiý&cA *: " ást er... .. að gráta þegar þú kveður hann. TM Rag U S Pal On.-aR figtits reservx) • I9Í2 Los Angetes Tlmes Syntficate Með morgnnkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI Hefði átt að hafa varnagla Björn Olafsson, Keflavík, skrifar 16. september. „Sunnudaginn 12. þ.m. birtir Morgunblaðið viðtal við Árna Sam- úelsson bíóeiganda, þar sem hann heldur því fram, að 80% af efni því sem á boðstólum er hjá myndbanda- leigum, sé ólöglegt og komi þessi starfsemi því mjög niður á kvik- myndahúsum. Ekki ætla ég að svara fyrir myndbandaleigur almennt, en þykir þó rétt að minna Árna á fortíð hans í sltkum viðskiptum. Árni Samúelsson mun hafa stofn- að til fyrstu leigunnar hér á landi og var hún staðsett í einni af verslun- um hans í Keflavík, Víkurbæ, plötu- búð. Þótt myndbandaleiga þessi hafi ekki verið „opinber", þá á Árni án efa skilið að fá titilinn „upphafs- maður videó-æðisins". Eftir að þessi leiga lognaðist út af opnaði Árni Samúelsson, þá og ennþá forstjóri Nýja bíós í Keflavík, aðra mynd- bandaleigu þar í bæ sl. haust. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að flest ef ekki öll myndböndin sem þar voru á boðstólum, hafi verið með ólöglegu efni. Þarna var t.d. hægt að fá leigðar myndirnar „Raiders of the Lost Ark“ og „Smokey and the Bandit Ride Again“, sem keppinaut- ar Árna í Félagsbíói áttu eftir að sýna, auk þess sem flestar myndirn- ar sem fáanlegar voru í síðari leig- unni voru upptökur af myndböndum frá öðrum leigum í bænum. Maður, sem svona vinnur, hefur ekki efni á að tala stórt; ólöglegt þetta eða ólöglegt hitt. Þessi framkoma Árna Samúels- sonar getur leitt hugann að því, hvort rétt sé hjá honum, að Jón nokkur Travolta hafi léð því máls, að vera viðstaddur frumsýningu í Bíóhöllinni. Nú lofar Árni öðrum stjörnum á svið hjá sér, en tekur ekki eins stórt upp í sig og áður; hann segir aðeins að einhver stór- stirni muni koma einhvern tímann. Hann hefði átt að hafa svona var- nagla, er hann ræddi um mynd- bandaleigurnar." „Og það er sama sagan með flestan fisk; suðan á að koma upp, en ekki meir; síðan á að taka hann af hellunni og láta hann vera stutta stund í soðinu.“ Allt of mikil suða og steikingar Ásgeir Guðbjartsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég er gamal matreiðslumað- ur og finnst leiðinlegt að lesa uppskriftir í blöðunum, að hin- um og þessum réttum, þar sem gefnar eru upplýsingar um allt of mikla suðu og steikingar í allt of mörgum tilvikum. Mér ofbýður þetta oft á tíðum. Til dæmis um þetta get ég nefnt, að í vor var tiífærð upp- skrift að soðnum laxi og sagt að sjóða ætti hann í 10 mínút- ur. En lax má ekki sjóða frekar en svo, að suðan rétt komi upp. Eftir það á að taka hann af og láta hann standa í soðinu í 5 mínútur. Þá verður hann ekki þurr. Og það er sama sagan með flestan fisk; suðan á að koma upp, en ekki meir; síðan að láta hann standa stutta stund í soðinu af sjálfum sér. Okkur hættir til að sjóða og steikja allan mat allt of mikið. Svo er hér annað mál: Mér finnst ansi slæmt, hvað flóð- taflan í Mogganum er oft ónákvæm, því að ég fer eftir henni, þegar ég sæki sjó.“ Reiknings- dæmið komið í flækju Kristján Kristjánsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hlustaði og horfði á sjón- varpsþáttinn um útgerðarmálin og furðaði mig mikið á því að þessir menn sem kunna svo vel að fara með vísitölumálin, skuli ekki kunna að kaupa inn olíu á þann hátt, að útgerðin þurfi ekki að greiða u.þ.b. 40% hærra olíuverð en aigengast er erlend- is, t.d. í Englandi og Þýskalandi. Og geta ekki einu sinni leitað hjálpar hjá þeim sem kunna það? Útgerðin verður að fá leið- réttingu á þessu strax, og að vera að bjóða upp á 20% afslátt, eins og þeir gera núna, þessir háu herrar, það eru hundsbæt- ur. Þeir ættu að fyrirverða sig fyrir að bjóða svona smán. Þetta er svipmynd af því sem er að steypa okkur í þessu landi; þessi vísitöluútreikningur er eintóm vitleysa frá byrjun til enda og ráðamenn virðast ekki vita leng- ur hvað snýr upp og hvað niður í allri vitleysunni. Reiknings- dæmið er komið í flækju og mennirnir eru að hengja sig í henni. Hvað varð um Davíð? Kristbjörg hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Fyrir skömmu var verið að lesa sögu í útvarpið, tvisvar í viku um miðj- an daginn. Þetta var sérlega góð saga um lítinn dreng, Davíð, og eftir því vel lesin af Jóhanni Pálssyni. Og svo gerðist það allt í einu, að sagan hvarf úr dag- skránni, sporlaust. Ég hef heyrt að spurst hafi verið um afdrif sögunnar, en ekkert svar borist frá útvarpinu. Því leyfi ég mér að ítreka fyrirspurnina: Hvað varð um Davíð? Við bíðum spennt eftir því að vita, hver urðu örlög þessa gáfaða, munað- arlausa drengs. Harla létt- væg sök Halldór Halldórsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hringi nú út af því sem kom fram í sjónvarpsþættinum um daginn um sjávarútvegsmálin,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.