Morgunblaðið - 27.11.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 27.11.1982, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík: Éllefu þúsund manns á kjörskrá - Prófkjörið hefst á morgun, utankjörstaða- atkvæðagreiðslu lýkur um hádegi í dag PRÓFKJÖR Sjálfstædisnokksins í Reykjavík hefst á morgun, sunnudag, en í dag, laugardag, milli klukkan 10 og 12 árdegis, eru síðustu forvöð að kjósa utan kjörstaðar á skrifstofu flokksins í Valhöll. í gærkveldi sagði Árni Sig- fússon, framkvæmdastjóri full- trúaráðsins, að mikil þátttaka hefði verið í utankjörstaðakosn- ingunni undanfarna daga, og hefðu samtals á áttunda hundr- að manns verið búnir að kjósa er kjörstað var lokað í gær. Meðal þeirra er þegar hafa kosið er dr. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra, sem er að fara til út- landa. Að sögn Árna létu samtals 1.934 óflokksbundnir stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins skrá sig á kjörskrá prófkjörs, og eru þá samtals um 11 þúsund manns á kjörskrá. Auk þess geta stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins enn gengið í flokkinn, á kjörstöðum, og þannig fengið at- kvæðisrétt. Prófkjörið hefst sem fyrr segir í fyrramálið, sunnudag, og því lýkur á mánudagskvöld. Sjálfstæðismenn á Norðurlandi vestra: Prófkjörið hefst í dag, lýkur þriðjudag Kosið á öllum þéttbýlisstöðum og sex öðrum PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra hefst í dag, laugardag, og stendur til þriðjudags, 30. nóvember. í framboði eru sex menn: Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri, Jón ísberg sýslumaður, Ólafur B. Óskarsson bóndi, Páll Dagbjartsson skóla- stjóri og Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra. prófkjörið þannig fram, að kjós- endur setja tölustafi fyrir framan nöfn manna á prófkjörsseðlinum í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi framboðslista flokksins við Utankjörstaðakosning hefur staðið yfir undanfarna daga, og hafa nokkur hundruð kjósenda þegar neytt atkvæðisréttar síns. Kjördagana sjálfa verður kosið á eftirtöldum stöðum: Öllum kaup- túnum og kaupstöðum í kjördæm- inu, og auk þess í Varmahlíð, á Húnavöllum, í Flóðvangi, Víðihlíð, Vesturhópsskóla og á Lauga- bakka. Laugardaginn 27. nóvember og sunnudaginn 28. nóvember verða allir kjörstaðir opnir frá kl. 14 til 19, en tvo síðari kjördagana verða kjörstaðirnir á Siglufirði, Sauð- árkróki, Blönduósi og Hvamms- tanga opnir frá kl. 15 til kl. 20, en aðrir kjörstaðir opnir að kvöldi kl. 20 til kl. 22. Sveitahreppunum hefur verið skipt niður í kjörstaði þannig: Kjósendur í Hofs- og Haganes- hreppi, Fellahreppi, Hofshreppi, Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og á Hofsósi eiga kjörstað á Hofsósi. íbúar Akrahrepps, Lýtingsstaða- hrepps og Seyluhrepps eiga að kjósa í Varmahlíð, en íbúar Ríp- urhrepps, Skefilsstaðahrepps, Skarðshrepps og Staðarhrepps eiga kjörstað á Sauðárkróki. I A-Húnavatnssýslu kjósa íbúar í Skagahreppi á Skagaströnd, en Engihlíðarhreppur og Vindhæl- ishreppur tilheyra kjördeildinni á Blönduósi. Torfalækjar-, Svína- vatns- og Bólstaðarhlíðarhreppar eiga kjörstað á Húnavöllum, en kjörstaður fyrir Áshrepp og Sveinsstaðahrepp er í Flóðvangi. í V-Húnavatnssýslu á Þorkels- hólshreppur kjörstað í Víðihlíð, Þverárhreppur í Vesturhópsskóla, Torfustaðahreppar og Staðar- hreppur eiga kjörstað á Lauga- bakka, en Kirkjuhvammshreppur tilheyrir kjördeildinni á Hvammstanga. Samkvæmt ákvörðun kjördæm- isráðs Sjáifstæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra fer næstu alþingiskosningar. Merkja þarf við minnst fjögur nöfn til að prófkjörsseðill verði gildur. — LjÓMm: (>uómundur Bjarn«.son. Fengu stórlúðu í síðustu rannsóknarferð Hafþórs Hafþór er nú kominn úr síöasta rannsóknaleiöangri sínum á þessu ári, þar sem fjárveiting ríksins til rekstur skipsins leyfir ekki frekari útgerð. Leiöangursstjóri í þessari síöustu ferð skipsins á vegum Haf- rannsóknastofnunarinnar var dr. Sigfús Sohopka. Meðfylgjandi mynd er tekin um borð í Hafþóri í þessari síöustu ferö skipsins og sýnir nokkra skipverja með góðan feng, stórlúöu, sem þeir félagar veiddu. Síldveiðar á dráttarvélum Djúpavogi, 26. nóvemb«‘r. UNDANFARNA daga hafa bændur viö innanverðan Berufjörð stundað síldveiðar á dráttarvéium. Hafa þeir unnið að því að ná upp reknetum, sem síldarbátarnir hafa misst niður kappfull af sild. Voru þeir í gær bún- ir að ná á land 16 netum og töldu um 10 tunnur hafa komið úr hverju neti. Bændurnir ætla að nota síldina til gripafóðurs og voru þeir hér á Djúpavogi að kaupa salt. Eitthvað telja þeir vera enn eftir af netum við innanverðan Berufjörð, en síð- ustu vikurnar var fjöldi skipa þar að síldveiðum aðeins 60 til 70 faðma frá landi. Sunnutindur landaði í gær um 35 tonnum af fiski. Bátar hafa fengið sæmilega góðan handfæra- afla úti á firðinum þegar gefið hefur. Unnið hefur verið við frá- gang á saltsíld, en hér voru saltað- ar um sexþúsund tunnur. Eftir frábæra hausttíð kólnaði nokkuð í veðri um miðjan nóvem- ber og hefur verið lítilsháttar frost síðan en snjólaust. Við sluppum að mestu við vonda veðr- ið á dögunum þegar mest gekk á fyrir norðan. — Fréttaritari. Eldur í risíbúð ELDUR kviknaði í risíbúð á Lauga- vegi 73 í gærmorgun og barst Slökkviliðinu í Reykjavík tilkynning um eldinn kl. 9.23. Þegar komið var á staðinn lagði töluverðan reyk úr íbúðinni og var óttast að fólk væri innandyra. Tveir reykkafarar fóru inn og leituðu i ibúðinni. Ekkert fólk var innandyra en þeir fundu dauðan hund. Eldur var einkum í tveimur herbergjum og gangi og tókst fljótlega að hefta útbreiðslu elds- ins. íbúð og húsbúnaður eru illa farin eftir eldsvoðann. Slökkvi- starfi var lokið um klukkan 11. Ný verðbólguspá Vinnuveitendasambandsins: Hækkun F-vísitölu milli áranna 1982 og ’83 69,1% Sjálfstæðisflokkurinn: Flokksráðs-og for- mannaráðstefna Sjálfstæðisflokkurinn boðar til ráðstefnu flokksráðs Sjálfstæðis- flokksins og formanna allra sjálfstæðisfélaga og annarra samtaka flokksins. Verður ráðstefnan haldin dagana 3. og 4. desember næst- komandi i Glæsibæ, Reykjavík. HAGDEILD Vinnuveitendasambands íslands hefur gert nýja verðbólguspá og eru meginniðurstöður hennar þær, að meðaltalshækkun framfærsluvisi- tölunnar milli áranna 1982 og 1983 verði 69,1% og að hækkun framfærslu- visitölunnar frá ársbyrjun til ársloka 1983 verði 63,9%. Þá er því spáð að eftir rúmt ár, eða hinn 1. febrúar 1984 verði verð á hverjum dollar orðið 33,74 krónur. Helztu forsendur þessarar spár VSÍ eru að grunnkaupshækkanir verði 2,2% hinn 1. janúar 1983 og 0,8% hinn 1. marz samkvæmt kjarasamningi VSÍ og ASÍ frá 30. júní síðastliðnum og engar eftir það. Gert er ráð fyrir að tilhögun verðlagsbóta fari samkvæmt ákvæðum Ólafslaga. Einnig er gert ráð fyrir 10% gengisfellingu í janú- armánuði 1983 og sérstakri geng- isfeliingu í júnímánuði 1983, sem nemur 15% og komi þær í stað gengissigs í þessum mánuðum. Hins vegar er gert ráð fyrir „hefð- bundnu gengissigi aðra mánuði, sem tekur mið af kostnaðar- og verðhækkunum innanlands. Þá er gengið út frá því í forsend- um, að engar sérstakar aðgerðir verði gerðar til þess að lækka verð- bólguna svo sem umtalsverðar vaxtahækkanir, óvenjulegt aðhald í peningamálum, breytingar á bein- um eða óbeinum sköttum eða breytingar á niðurgreiðslum. Þá er gert ráð fyrir því að engar sérstak- ar sviptingar verði í verðhlutföll- um milli erlendra gjaldmiðla og að viðskiptakjör verði óbreytt. Þá er ekki gert ráð fyrir lengingu orlofs og miðað er við svipaðar aflafor- sendur og í þjóðhagsáætlun. Forsendur fyrir gengisbreyting- unum eru byggðar á hugmyndum hagdeildar VSÍ um viðbrögð stjórnvalda við vandamálum út- flutningsgreinanna og viðskipta- hallanum. Ef einungis yrði formleg 10% gengisfelling í janúar 1983 en Seðlafals upplýst Ísafiríli, 26. nóvembfr. BÍJIÐ er að upplýsa seðlafalsið, sem uppgötvaðist í vikunni, og sam- kvæmt upplýsingum Mbl. var þar að verki hópur ungíinga á aldrinum 16 til 22 ára. Unglingarnir eru allir bú- settir á ísafirði. Upplýst er að allir seðlarnir hafi verið ljósritaðir í sömu ljós- ritunarvélinni, og hefur eitt- hundrað króna seðill, sem kom fram í Reykjavík, verið sendur hingað vestur til samanburðar- rannsóknar. Eigi er talið að fleiri falsaðir seðlar séu í umferð. — Úlfar. engin formleg gengisfelling í júní 1983 þá yrði meðalhækkun fram- færsluvísitölunnar milli áranna 1982 og 1983 heldur minni eða 66,2% og hækkunin frá upphafi til loka ársins yrði 57%. Ef formlega gengisfellingin í janúar yrði 25%, þá yrði meðalhækkun framfærslu- vísitölunnar milli áranna 1982 og 1983 79,9% og hækkunin frá upp- hafi til loka ársins 1983 yrði 75,5%. í spánni segir að hækkun fram- færslukostnaðar verði frá febrúar 1982 til jafnlengdar að ári 68,6%. Sé miðað við maí 1982 er hækkunin 72,3%, við ágúst 1982 75,5%, við nóvember 1982 67,3% og sé miðað við febrúar 1983 til jafnlengdar 1984 er hækkunin 59,8%. Meðal- talshækkun á árinu 1982 er þá 52,1%, en 69,1% á árinu 1983. Hækkunin frá upphafi árs 1982 til ársloka er 65,1% en fyrir árið 1983 er hún 63,9%. Þá segir að verðbætur verði hinn I. marz 1983 14,48%, 1. júní II, 85%, 1. september 12,16%, 1. desember 10,41% og hinn 1. marz 1984 verða verðbætur samkvæmt spánni 9,14%. Erfingjar Einars Benediktssonar gegn Braga hf.: Málið dómtekið í bæjarþingi í gær MÁLFLUTNINGUR fór fram í gær í bæjarþingi Reykjavíkur í máli því, sem erfingjar Einars Benediktssonar skálds höfðuðu á sínum tíma gegn útgáfufélag- inu Braga hf. út af höfundarréttindum eftir skáldið. Dómkröfur erfingjanna voru aðallega þær, að viðurkennt yrði með dómi, að Bragi hf. hefði ekki öölast eignarrétt og höfundarrétt að verkum Einars Benediktssonar en til vara, að viðurkennt yrði með dómi, að eignarréttur sá og höfundarréttur að verkum Einars Benediktssonar, sem Bragi hf. öðlaðist með samningi við skaldið 17. janúar 1938, væri niður fallinn. Af hálfu Braga hf. var krafizt sýknu af öllum kröfum stefnenda. Mál þetta var fyrst höfðað 31. janúar 1978, en hefur dregizt á lang- inn vegna óvenju umfangsmikillar gagnasöfnunar, sem fólst m.a. í því að leita að undirskriftum eftir skáldið frá síðustu árum þess. Málsskjöl eru nokkuð á annað hundrað og meðal þeirra gagna, sem lögð voru fram, var álitsgerð eftir bandarískan rithandarsér- fræðing, sem kom til íslands í fyrrahaust vitni. til þess að bera hér Dómari í málinu er Auður Þor- bergsdóttir en málið fluttu lögfræð- ingarnir Ragnar Aðalsteinsson af hálfu erfingja skáldsins en Magnús Sigurðsson af hálfu Braga hf. Að loknum málflutningi í gær var mál- ið dómtekið og er dóms að vænta á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.