Morgunblaðið - 27.11.1982, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982
12
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Við undiiTitaðir kjós-
endur í próíkjöri Sjálf-
stœðisflokksins, styðjum
(UnMi.\n h.
GARÐARSSON
vegna þess að hann hefur beitt sér fjTir fjölmörgum málum
sem okkur eru hugleikin. Meðal þeirra má nefiia:
• Adild íslands ad vcstrænu
varnar\am\tarfi
• Frumkvæði ad almcnnri umræðu um
frjálst útvarp
• Efling atvínnulífs í landinu.
• Lýðræði í verkalýðshreyfingunni.
• Eflingu lífcyrissjóðanna og verð-
tryggingu cftirlauna.
• Réttindi aldradra og sjúkra, til clli-
og örorkulífeyris.
• Farsælt starf að skipulagsmálum
Sjálfstædisflokksins.
GUÐMUNDUR H. GARÐARSSON hefur valist til for-
ystu í þeim málum sem hann hefur lagt lið, m.a. verið
Formaðurí Verzlunarmannafélagi Reykjavúcur.
Formaðurí Lífeyrissjóði verzlimarmanna.
Formaður Samtaka um vestræna samvinnu og ernú
Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavik.
Við biðjum þig að kynríá þér þessi málefni og störf
GUÐMUNDAR H. GARÐARSSONAR að þeim.
Með kjöri
GUÐMUADAR H. GARHARSSOAAR
í prófkjörinu gerum við
framboðslista Sjálfstæðisflokksins sterkan.
Ása Finnsdóttir, læknaritari
Baldvin Jóhannesson, símvirki
Bjöm Pórhallsson, viðskiptafræðingur
Bjöm Vemharðsson, forritari
Elísabet Guðmundsdóttir, ritari
Ema Hrólfsdóttir, yfirflugfrexja
Gísli Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Hjörtur Hjartarson, stórkaupmaður
Kristín Guðjohnsen, skrifstofumaður
Magnús L. Sveinsson, formaðurV.R.
Ólafur Gústafsson, lögfræðingur
Ólafur Jóhannsson, blaðamaður
Stella M. Jónsdóttir, afgreiðslustúlka
Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ
Sveinn H. SKúlason, skrifstofustjóri
Sjálfstæðisfólk!
Tryggjum GUÐMUNDIH. GARÐARSSYNI glæsilega
kosningu í prófkjörinu 28. og 29. nóvember n.k.
FRAMBJÓÐENDUR
HAFA VERK AÐ VINNA
eftir Birgi ísleif
Gunnarsson
Þessa dagana er hugur Sjálf-
stæðismanna í ríkum mæli bund-
inn við það prófkjör, sem nú
stendur fyrir dyrum. Það er eðli-
legt. Með prófkjörinu eru valdir
frambjóðendur flokksins hér í
Reykjavík, þeir menn sem eiga að
bera stefnu flokksins fram til sig-
urs í væntanlegum kosningum og
koma henni í framkvæmd að þeim
loknum. Úrslit prófkjörsins eru
því mikilvæg.
★
Á prófkjörslista Sjálfstæðis-
flokksins er nú gott mannval. Sér-
staka athygli vekur, hve margar
úrvalskonur gefa kost á sér til
framboðs. Mikilvægt er að þátt-
takendur í prófkjörinu sýni kon-
um í framboðinu þann sóma, sem
þær eiga skilið og veiti þeim
brautargengi og styrki þar með
um leið lista flokksins hér í
Reykjavík.
★
Frambjóðendur flokksins hér í
Reykjavík eiga mikið verk að
vinna. Þeirr'*. bíður að leiða sam-
einaðan Sjálfstæðisflokk fram til
sigurs í komandi kosningum.
Sundurlyndi innan flokksins þarf
að linna. Margt bendir og til þess
að flokkurinn sé kominn yfir erf-
iðasta hjallann í þeim efnum. Það
er svo frambjóðendanna að taka
höndum saman og veita flokknum
hér í Reykjavík forystu, sem þarf
til að tryggja flokknum þau áhrif
á Alþingi sem þjóðin þarfnast á
upplausnar- og erfiðleikatímum.
★
Það er verkefni frambjóðenda
flokksins að skýra fyrir þjóðinni
Birgir ísl. Gunnarsson
þá upplausn og þann glundroða,
sem Álþýðubandalag og Fram-
sóknarflokkur hafa leitt yfir þjóð-
ina. Flestum er að vísu ljóst, hvert
stefnir, en þó þarf að gera fólki
glögga grein fyrir samhengi
stjórnmálanna og gera fólki ljóst,
að það er í stefnu þessara flokka
og hugmyndafræði þeirra, sem
drepa í dróma atvinnulíf og draga
úr krafti og framtaki einstakl-
inganna. Áframhaldandi völd
þeirra munu gera Island að þrota-
búi, ef það er ekki þegar orðið það.
Þetta þurfa frambjóðendur
flokksins að skýra glögglega fyrir
almcnningi.
★
Frambjóðendur flokksins hafa
líka mikið verk að vinna við að
boða stefnu flokksins og sannfæra
fólk um ágæti hennar. Sú stefna
er ákveðin og skýr. Aðeins örfáa
drætti er unnt að draga upp hér:
— Losa þarf atvinnulífið úr því
neti smásmugulegra ríkisafskipta,
sem nú reyrir það í fjötra og dreg-
ur úr lífsafkomumöguleikum þjóð-
arinnar.
— Hverfa þarf frá þeirri
stefnu, sem að yfirlögðu ráði
meinar fyrirtækjum að skila arði
og dregur úr getu þeirra til að
byggja sig upp og greiða hærra
kaup.
— Stöðva þarf óhóflegar
skattgreiðslur almennings og
hömlulausa eyðslu ríkisins. Fjár-
magnið verði í sem ríkustum mæli
hjá fólkinu.
— Stöðva verður eyðsluskulda-
söfnun þjóðarinnar og treysta
þarf efnahagslegt sjálfstæði henn-
ar.
— Orkulindir landsins þarf að
nýta og með því treysta grundvöll
atvinnulífsins og þar með lífskjör
okkar.
— Treysta þarf stöðu fjölskyldu
og heimilis m.a. með breyttri
stefnu í húsnæðismálum, öflugri
baráttu gegn innflutningi og
neyslu fíkniefna og með bættri
samvinnu heimila, skóla og kirkju.
— Leggja þarf áherslu á
sjálfstæða hugsun og skapandi
starf, en á þann eina hátt er lík-
legt að íslensk menning fái að
blómgast og dafna.
★
Þetta eru aðeins örfá atriði úr
ítarlegri stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins, sem frambjóðendur flokksins
þurfa að bera fram til sigurs. Val
frambjóðenda í prófkjörinu er
fyrsta skrefið í strangri baráttu,
sem fyrir dyrum stendur. Góð og
almenn þátttaka í prófkjörinu er
styrkur í þeirri baráttu.
PRÓFKJÖR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
28. og 29. NÓV. 1982
V PETUR
NSIGURÐSSON
SJÁLFSTÆÐISFÓLK!
VIÐ SKULUM VEUA:
Skrifstofa
stuðningsmanna
Péturs er að
SKIPHOLTI 31
vestan við Tónabíó.
Báða kjördaga bjóðum
við upp á kaffi og
aðstoð við að
komast á kjörstað.
SÍMAR: 25217 og 25292
- Reynslu
- Skilning
- Þekkingu
- Framtak
Veljum
Pétur Sigurðsson
alþingismann
Stuðningsmenn
Með vali þínu getur þú gert Sjálfstæöisflokkinn sterkan