Morgunblaðið - 27.11.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.11.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Ríkið lánaði eftir Jón Magnússon, fyrrv. formann SUS Maður sem byggir sér þak yfir höfuðið þarf að greiða um þriðj- ung húsbyggingarkostnaðar til ríkisins. Þetta gerir húsbyggjand- inn með því að greiða 23,5% sölu- skatt af flestu sem keypt er í húsið auk þess sem hann þarf að sjálf- sögðu að greiða tolla, vörugjöld af innfluttum hlutum, svo ekki sé minnst á tekjuskatta og tekju- útsvar. Ríkið hirðir því með einum eða öðrum hætti mun hærri fjár- hæð af húsbyggjandanum en þá, sem lánuð er af opinberu fé til húsbygginga. Vissulega er hér ekki um einu fjárfestingu fólks að ræða sem svipað er ástatt um. Þetta dæmi sýnir hins vegar vel, hversu tak- markalaus skattheimta ríkisins er og hve hún hamlar allri fram- kvæmdaviðleitni og möguleikum einstaklingsins. Besta aðstoðin sem hægt væri að veita þeim sem eru að byggja sér þak yfir höfuðið sýnist því vera að iétta skattbyrð- ina frekar en auka lánin. Það er vafasöm stefna að aðstoða með hægri hendinni en taka svo allt til baka og meira til með þeirri vinstri. Sjálfstæðismenn hafa haldið því fram að gera ætti sem flesta að eignafólki. í því skyni er hvatt til einkaeignar á íbúðarhúsnæði og bygginga einstaklinga. Þessi stefna er rétt. Hún veitir fólki vissa tryggingu, hún leysir úr læð- ingi vinnu sem annars væri ekki Próflyör Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík 28. og 29. nóv. 1982. þjóöfélagsfræöingur, er frambjóöandi í prófkjöri Sjálfstæöismanna í Reykjavík 28. og 29. nóvember 1982. Esther hefur gengt ýmsum ábyrgðarstöðum m.a. verið — starfsmaöur Kvennaársnefndar — skólastjóri Bréfaskólans — framkvæmdastjóri Samstarfsnefndar um reykingavarnir —og er nú formaöur Kvenréttinda - félags íslands. Meö því aö Kjósa Esther getur þú haft áhrif á aðfleiri hæfar konur komistá Alþing. Kjósum hæfar konur á þing. ^Esther Guðmundsdóttir Stuöningsmenn og ríkið tók „Besta aðstoðin sem hægt væri að veita þeim sem eru að byggja sér þak yfir höfuðið sýnist því vera að létta skatt- byrðina frekar en auka lánin. Það er vafasöm stefna að aðstoða með hægri hendinni en taka svo allt til baka og meira til með þeirri vinstri.“ innt af hendi, þannig að verð- mætasköpunin verður meiri en ella. í okkar þjóðfélagi eru hús- byggingar samt slíkt átak, að meðan á þeim stendur og skuldir standa eftir, valda þær verulegum erfiðleikum í lífi fólksins, sem leggur út í þær. Þetta stafar af takmarkaðri lánafyrirgreiðslu, stuttum lánstíma og fjárskorti byggingaraðila, iðnaðar- og þjón- ustufyrirtækja í byggingariðnaði. Sú krafa er sett fram, að auka verði lán til húsbygginga. Ég er því sammála. Slík lán verður að auka. En það er ástæða til að benda á aðrar leiðir til að auð- velda ungu fólki að koma sér upp húsnæði. Mér finnst óhæfa að skattleggja vinnu við eigið húsnæði þegar byggt er í fyrsta sinn. Miklu frek- ar ætti að veita þeim sem standa í slíku skattaívilnanir meðan á byggingu stendur. Þá má einnig fella niður tolla og vörugjöld af lón Magnússon þeim hlutum sem þarf í bygg- ingar. Með þessum hætti yrði bygg- ingarkostnaður minni og sömu- leiðis fjármagnsþörfin. Auðveld- ara væri fyrir ungt fólk að byggja eða festa kaup á húsnæði. Það sýnir sig því viða, að óhófleg skattheimta veldur slíkum erfið- leikum að framkvæmdamöguleik- ar einstaklinga eru eyðilagðir eða takmarkaðir, úr því er síðar reynt að bæta með lausnum, sem þyrftu ekki að koma til ef annarri stefnu væri fylgt. Skipan húsnæðismála á íslandi er eitt skýrasta dæmi þess úrelta kerfis, sem við búum við á mörg- um sviðum. Það er líka skýrt dæmi um, hve víðtækar afleið- ingar röng stefna getur haft á líf alls almennings. Miklar fram- kvæmdir ungs fólks við húsbygg- ingar á síðustu árum er líka skýrt dæmi um þann framkvæmdavilja og bjartsýni, sem þjóðin býr yfir. Og enn eru húsnæðismálin gott dæmi um, hvernig með nýju hug- arfari má leysa á einfaldan hátt vandamál, sem er að sliga stóran hóp fólks í þjóðfélaginu. Eins og þessum málum er nú háttað virðist það nánast óyfir- stíganlegur hjalli fyrir þorra ungs fólks að eignast eigið húsnæði. Þó hefur verið sýnt fram á, að það er unnt að hækka stórlega löng lán til húsbyggjenda án þess að til komi verulega aukin framlög hins opinbera. Þetta er hægt að gera með samvinnu hins opinbera hús- næðislánakerfis, lífeyrissjóða og banka og með því að draga úr þeirri stórkostlegu sóun á fjár- magni og mismunun, sem á sér stað með miklum framkvæmdum við verkamannabústaði. Um leið hefur verið sýnt fram á, að lækka má byggingarkostnað stórlega með lækkun á opinberum gjöldum af byggingarefni, en það mundi að verulegu leyti skila sér til baka með auknum framkvæmdum og bættum hag húsbyggjenda. Þess- um málum er hægt að koma í það horf, sem tíðkast í mörgum nálæg- um löndum með skynsamlegum vinnubrögðum. Þessu er líkt farið og með mörg þeirra vandamála, sem við stöndum frammi fyrir. Bjartsýnin og framkvæmdaviljinn er fyrir hendi hjá þeirri kynslóð sem er að taka við þjóðfélaginu. Þau öfl þarf að leysa úr læðingi með því að velja leiðir frelsisins til lausnar á vandanum. Jón Magnússon, fyrrv. form. SUS. Gallerí Lækjartorg: Páll ísaksson opnar málverkasýningu í DAG, laugardaginn 27. nóvem- ber, opnar Páll ísaksson mál- verkasýningu í Gallerí Lækjar- torgi. Páll sýnir 34 pastelmyndir sem hann hefur lakkað yfir með plasthúð til að fá fram bindingu „og losna við glerið“, eins og hann orðaði það. Myndirnar eru málaðar á síð- ustu 2 árum og allar til sölu. Sú nýbreytni er á þessari sýningu að ein myndanna er sýnd í vatni: þ.e.a.s. hún hangir ekki á vegg, heldur stendur í vatnskeri. Sagði Páll að plastefnið sem hann not- ar væri svo sterkt að myrtdin þyldi vætuna vel. Þetta er þriðja einkasýning Páls, en hann býr á Selfossi og starfar sem trésmiður. Sýningin stendur til 5. desember og er opin á milli kl. 14.00 og 21.00 daglega. I Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Um leiö og ég hvet sem flest sjálfstæöisfólk í Reykjavík til þess aö taka þátt í prófkjörinu dagana 28. og 29. nóv. vil ég nota tækifærið til þess aö þakka þeim sem sjá sér fært aö veita mér stuðning sinn. ÞÓRARINN E. SVEINSSON, LÆKNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.