Morgunblaðið - 27.11.1982, Page 22

Morgunblaðið - 27.11.1982, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Leiðrétting: Eiður flutningsmaður Á ÞINGSÍÐU Mbl. í gær (föstu- dag) er greint frá tillögu til þings- ályktunar um endurreisn og upp- byggingu Reykholtsstaðar í Borg- arfirði, sem flutt er af öllum þing- mönnum Vesturlandskjördæmis. í upptalningu fiutningsmanna í fréttafrásögn Mbl. féll niður nafn Eiðs Guðnasonar, þingmanns Al- þýðuflokksins. Þetta leiðréttist hér með. Námskeið í sænsku í RÁÐI er að koma á fót nám- skeiði í sænsku fyrir börn 7—10 ára, sem dvalið hafa í Svíþjóð. Áhugasamir foreldr- ar eru beðnir að hafa samband við Námsflokka Reykjavíkur. Að hverju skal hyggja - eftir Þórarin Sveinsson, lœkni Sunnudaginn 28. og mánudaginn 29. nóv. næstkomandi fer fram prófkjör meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna væntanlegra al- þingiskosninga. í framhaldi þessa kjörs verður framboðslisti flokksins ákveðinn. Er því mikilsvert að sem flestir taki þátt í prófkjörinu, þann- ig að það geti orðið upphaf nýrrar sóknar sjálfstæðisfólks er endi með meirihlutasigri í komandi þing- kosningum. Verkefnin eru mörg en til þess að koma þeim í framkvæmd þarf að skapa einstaklingum svig- rúm til aukinna athafna um leið og hætta þarf óarðbærri fjárfestingu er byggist meira á þröngsýni og hreppapólitík en hagsmunum þjóð- félagsþegnanna sem heildar. í þessu sambandi er og vert að benda á þá staðreynd að frelsi einstakl- ingsins og blómlegt athafnalíf er forsenda traustrar, nauðsynlegrar samhjálpar. Heilbrigðismál I heilbrigðismálum er stærsta verkefni komandi ára það að tryggja landsmönnum sérhæfða læknishjálp sem að gæðum jafnist á við þá þjónustu sem veitt er í nágrannalöndunum. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að bæta úr brýnustu húsnæðisþörf sjúkra- húsanna í Reykjavík þannig að þau geti valdið þeim sérhæfðu verkefn- um sem af þeim er krafist. Einnig er brýnt að koma af stað umræðu án tortryggni um skiptingu verk- efna milli sjúkrahúsanna er tryggt „l>egar kjörnefnd Sjálfstæðis- flokksins fór þess á leit við mig, að ég tæki þátt í prófkjör- inu, gaf ég vilyrði mitt eftir stutta íhugun, ef það mætti verða hugsjónum flokksins til framdráttar.“ geti bætta þjónustu og um leið hag- ræðingu er leiði til sparnaðar í sjúkrahúsrekstrinum. I framhaldi landssöfnunar Krabbameinsfélags- ins þarf vart að benda á þá augljósu staðreynd að til lítils er að finna sjúkdóma ef ekki er sköpuð aðstaöa til bættrar meðferðar. Á undanförnum tæpum tveim' áratugum hefur verið unnið að upp- byggingu heilsugæslustöðva í dreif- býli. Er hér um þarft verkefni að ræða þótt ýmislegt hafi farið úr- skeiðis við sjálfa framkvæmdina. Hins vegar er þörf heilsugæslu- stððva í þéttbýli vægast sagt vafa- söm og er því þörf á lagabreytingu þar að lútandi. Ef af því verður ekki þá tel ég að ýmsum Reykvíkingum eigi eftir að bregða í brún er heimilisfang þeirra eitt ræður heimilislækni fjölskyldunnar. Vert er að íhuga að nú þegar er stefnt að byggingu 10—20 heilsugæslustöðva á Reykjavíkursvæðinu. Mun ódýr- ara og heillavænlegra væri að vinna að umbótum á því heimilislækna- kerfi sem hér hefur þróast og halda því utan ríkis- og borgargeirans eins og framast er unnt. Verkefni ríkis og borgar eru næg fyrir. Dýrmætasta auðlind okkar, sem ekki er þegar nær fullnýtt, er at- hafnaþrá og dugnaður einstaklinga auk óbeislaðra orkulinda. Veita þarf hvorutveggja í réttan farveg. Forðast ber ónauðsynleg ríkisaf- skipti en jafnframt skal tryggt að ríkið sinni með sóma þeim verkefn- um sem því eru falin. Nauðsynlegt er að vinna mark- visst að frekari iðnþróun og úr- vinnslu afurða en jafnframt skal forðast að ríkisvaldiö noti sameig- inlega sjóði landsmanna sem áhættufé í stóriðjufyrirtækjum. Þar er orkusalan ein án efa hag- kvæmust og öruggust fyrir þjóðar- heildina. Verslun og félagsmál Nauðsynlegt er að gefa verslun- ina frjálsa. Gæti það orðið fyrsta skrefið til þess að lækka vöruverð og um leið til þess að ná verðbólg- unni niður. Verslunarstétt landsins er traustsins verð og gæti hér sýnt hvað í henni býr. Minna má á að ein af aðalforsendum sjálfstæðisbar- áttunnar var frjáls verslun en ekki verslunar- og verðlagshöft. Nauðsynlegt er að hlúa betur að frjálsri félagastarfsemi í landinu. Má þar m.a. benda á mikið og ólaunað starf fjölmargra áhuga- manna innan íþróttahreyfingarinn- ar sem í frístundum sínum sinna félagslegri þörf stórs hluta íslensks æskufólks. Vægi þessara starfa tel ég mun meira en uppbyggingu ein- hverra æskulýðsmiðstöðva á vegum ríkis eða bæjar. Lokaorð Þegar kjörnefnd Sjálfstæðis- flokksins fór þess á leit við mig að ég tæki þátt í prófkjörinu, gaf ég vilyrði mitt eftir stutta íhugun, ef það mætti verða hugsjónum flokks- ins til framdráttar. í grein þessari hef ég reifað nokkur áhugamál mín en í lokin vil ég leggja áherslu á eftirtalin þrjú grundvallaratriði: I. .Tryggja þarf enn betur en ver- ið hefur frelsi einstaklinga til orða og athafna án þess þó að gleymt sé að ýmis verkefni þjóðarinnar krefj- ast sameiginlegs átaks. II. Tryggja þarf enn betur en verið hefur þá grundvallarstefnu flokksins dð stétt vinni með stétt. III. Síðast en ekki síst þarf að tryítKja að flokkurinn verði sam- hentur og sterkur í framhaldi þess- ara kosninga þar eð styrkur hans er grundvöllur frekari hagsældar á ís- landi. Wolke 19 x 19x8 cm. og 24 x 24 x 8 cm. Sýningarbás hjá Byggingaþjónustunni Hallveigarstíg 1, Reykjavík. GLERVERKSMIDJAN Santvei*k hf. Síml 99-5888 — 850 HellU Hleðslugler utanhúss sem innan Oríon 24x24x8 cm. Jupiter 24x24x8 cm. TASS ræðst að sj'álf- stæðu friðarhreyfingunni Moskva, 26. nóvember. Al*. HIN opinbera sovéska fréttastofa TASS réðst i morgun harkalega að sjálfstæðu sovésku friðarhreyfing- unni og sagði meðlimi hennar vera „glæpamenn“ og undir starfsemi hennar væri kynt af vestrænum leyniþjónustum. Nefndir voru með nafni tveir hinna fimmtán stofnenda hreyf- ingarinnar, þeir Sergei Batovrin, sem er 25 ára gamall listamaður, og landfræðingurinn Yuri Med- vedkov og itrekað að stofnun hennar væri verk vestrænna leyniþjónustu og meðlimirnir væru allir svikarar. Þetta er í fyrsta skipti sem TASS minnist á friðarhreyfing- una og starfsemi hennar, en hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í júní síðastliðnum. Síðan hafa meðlimir hennar átt í vök að verj- ast, og var Batovrin t.a.m. settur á geðveikrahæli þann 6. ágúst síð- astliðinn, þar sem hann var látinn sitja í einn mánuð. Húsleit er gerð reglulega hjá öllum fimmtán meðlimum hreyf- ingarinnar og hafa margir þeirra einnig verið hnepptir í varðhald um stundarsakir. Metgróði hjá SAS Slokkholmur, 26. nóvembor. Al*. SAS-FLUGFÉLAGIÐ tilkynnti í gær, að það hefði náð metgróða á þessu ári, á sama tíma og flest flugfélög heims eiga í meira og minna basli. Forseti SAS, Jan Carlson, sagði fréttamönnum í gær, að gróði fé- lagsins hefði verið 193 milljónir sænskra króna, en SAS stóð frammi fyrir miklu tapi árið áður, en það nam 109 krónum sænskum. „Við erum auðvitað ánægðir með þróunina, en vitum að við get- um gert betur og stefnum að því að auka gróðann enn meir á næsta tímabili," sagði Carlson ennfrem- ur. Það kom einnig fram, að fyrr- nefndur gróði á aðeins við um far- gjöld og slíkt. Ef teknar eru með tekjur af sölu flugvéla hækkar tal- an í 336 milljónir. Carlson tjáði fréttamönnum jafnframt, að ef SAS ætti að komast úr skuldasúpu sinni þyrftu tekjurnar að nema um 600 milljónum króna á ári næstu árin. Díana prinsessa tilkynnir: Prinsinn er ljóshærður Aberdovt'y, Wales, 26. nóvember. Al*. GJARNAN er sagt að mæður þekki börn sín best, og Díana prinscssa hefur nú tilkynnt aó son- ur hennar sé Ijóshæróur en ekki rauðhæróur. Haft var eftir prinsessunni af Kent í blaðinu Daily Mirror í síðastliðinni viku, að William prins væri með rauða lokka. Dí- ana var ekki sein að taka við sér og tilkynnti þar sem hún var með eiginmanni sínum, Karli prins, á ferð um Wales i morgun: „Hann er ekki rauðhærður. Hann er ljóshærður.". Þessa yfirlýsingu sína endur- tók hún síðan á öllum viðkomu- stöðum þeirra hjóna í morgun, þannig að ekki fari milli mála í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.