Morgunblaðið - 27.11.1982, Side 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónssdn.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakið.
Ofbeldi færist í vöxt
Fjölmiðlar greina frá því
í gær að í fyrrakvöld
hafi verið brotizt inn í íbúð
konu á sjötugsaldri, hún
barin niður og hirtur fram-
færslulífeyrir hennar, um
tvö þúsund krónur.
Þessi hrottalega árás er
því miður ekkert einsdæmi.
A röskum mánuði hefur
fimm sinnum verið ráðist á
konur hér í Reykjavík og
þær rændar. í flestum til-
fellum var um rosknar kon-
ur að ræða.
Svo er komið að fólk
hræðist að fara um viss
borgarhverfi á síðkvöldum,
eins og miðbæinn, einkum
um helgar.
Það fer ekkert á milli
mála að ofbeldi færizt í vöxt
hér á höfuðborgarsvæðinu.
Þær fréttafrásagnir af
ofbeldisárásum, sem hér
hefur verið vitnað til, draga
upp óhugnanlega mynd af
hliðstæðu botnfalli og fyrir-
finnst í skuggahverfum er-
lendra stórborga. Þessi
mynd hlýtur að snerta hvert
mannsbarn óþægilega og
kveikja spurningar um,
hvern veg skuli við brugðizt.
Vöxtur ofbeldis hér á höf-
uðborgarsvæðinu virðist
haldast í hendur við aukna
fíkniefnaneyzlu. í öllum, eða
flestum tilfellum er um
auðgunarbrot að ræða, rán,
sem sterkar líkur tengja
fíkniefnakaupum.
Fíkniefnamisferli, inn-
flutningur og sala ávana-
efna, er alvarlegur glæpur,
sem bregðast verður við með
festu og þungum viðurlög-
um. Sama máli gegnir um
ofbeldisárásir. Þær kunna
að vera afleiðing fíkniefna-
neyzlu, en öryggi borgar-
anna, þ.á m. aldraðs fólks,
sem einkum hefur orðið fyr-
ir barðinu á ofbeldis-
seggjunum, krefst þess, að
hart og skipulega verið við
brugðizt.
Sjálfgefið er að efla
fræðslu og fyrirbyggjandi
aðgerðir og hvers konar
hjálparstarf til að koma ein-
staklingum, sem fíkniefna-
neyzlan hefur hertekið, á
réttar brautir heilbriðgs lífs
á ný.
En það breytir ekki því,
að hinn almenni borgari,
ekki sízt sú aldraða sveit
sem unnið hefur þjóðfélagi
sínu hörðum höndum lang-
an starfs- og æfidag, á ský-
lausa kröfu á samfélagslegri
vörn gegn ytra ofbeldi.
Þessvegna duga engin vettl-
ingatök eða svefngengils-
háttur gegn fíkniefna- og
ofbeldisglæpum. Það verður
að vera viðblasandi og ófrá-
víkjanleg staðreynd, að
glæpir borgi sig ekki.
Það er ekki þann veg búið
að öldruðum — á ári aldr-
aðra — hér á landi, að líf-
eyrir þeirra sé til skiptanna
með ofbeldisseggjum. Meið-
ingar, sem fórnarlömb of-
beldisins hafa orðið fyrir,
skipta þó meira máli en
fjármunir sem tapast, en
mestu máli sú óvissa og ótti,
sem viðvarandi ofbeldis-
ástand hlýtur að búa full-
orðnu fólki.
Hér er að skapast ástand
sem samfélagið verður að
snúast gegn af hörku og
mannúð í senn.
Verðmætamat
Vinnusemi, sparnaður,
fyrirhyggja og framsýni
eru dyggðir, sem skópu
mörgum heimili og höfn í
amstri hvunndagsins. Ekki
skal hér gert lítið úr þessum
vegvísum til afkomuöryggis.
En maðurinn lifir ekki á
brauðinu einu saman. Alltof
margir ferðast það hratt á
lífsvegi sínum, að þeim
gleymist að njóta margs
þess, sem máske vegur
þyngst á vogarskál persónu-
legrar velferðar og ham-
ingju: samvista við sína
nánustu, vini og kunningja,
hollra tómstunda, eins og
t.d. íþrótta og margs konar
föndurs, fegurðar í um-
hverfi, lista ýmiskonar og
menningar.
Þegar svo hratt er farið á
vegferð lífsins, framhjá
ýmsu því sem mestu skiptir,
að eftir situr hvunndagur-
inn einn, verður lífsmunstr-
ið grámyglulegra en vera
þarf. Vinnan er veigamikill
hluti lífshamingju. En það
er einnig nauðsynlegt að
rækta þann garðinn, sem
innra með okkur býr, ef við
viljum lifa í sátt við sjálf
okkur, viðhalda því dýrmæt-
asta í arfleifð okkar, varð-
veita menningu okkar og
manneskjulega sambýlis-
hætti.
Þessvegna er á stundum
nauðsynlegt að flýta sér
hægt — og njóta líðandi
stundar af alúð — svo hún
sé þess verð að geyma hana
í minningunni.
Þjóöarátak gegn krabbameini:
Rúmar 13,5 milljónir
NIÐURSTAÐA liggur nú fyrir úr
söfnuninni „þjóðarátak gegn
krabbameini“, sem landsráð gegn
krabbameini stóð fyrir 30. október
síðastliðinn. í stífnuninni stífnuð-
ust 13.697.827,28 krónur. Þetta
kom fram þegar upphæðin að frá-
dregnum kostnaði, alls
13.147.964,82 krónur var afhent
forráðamönnum Krabbameinsfé-
lagsins í gær.
Það var forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, sem afhenti
upphæðina sem safnaðist dr.
Gunnlaugi Snædal, formanni
Krabbameinsfélagsins, en for-
seti íslands ásamt forsætisráð-
herra, Gunnari Thoroddsen, og
biskupnum yfir íslandi, Pétri
Sigurgeirssyni, skipaði heið-
ursráð landsráðsins. Við þetta
tækifæri sagði forsetinn að það
væri ósk allra Islendinga að
þessi upphæð yrði til gæfu fyrir
þjóðina. Það væri lögð ábyrgð á
herðar Krabbameinsfélagsins
með því að taka við þessari
stóru upphæð, sem hefði safn-
ast. Þessu væri ekki lokið þó
landsráð hætti störfum, þetta
væri málefni sem varðaði okkur
öll.
Dr. Gunnlaugur Snædal sagði
að oft þætti skorta á samstöðu
meðal Islendinga, en þó sýndu
þeir hið gagnstæða á stundum.
Þar bæri hæst kosninguna um
lýðveldisstofnunina 1944, en
næst henni bæri þessi söfnun
vott um þá samstöðu sem ís-
lendingar gætu sýnt. í henni
hefði safnast tvöfalt á við það
sem áður hefði þekkst. Rakti
hann ástæðurnar fyrir því að
Forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhendir dr. Gunnlaugi Snædal af-
rakstur stífnunarinnar.
Nokkrir þeirra sem viðstaddir voru athtífnina I gær. Morgunbiaðið/Kristjín Einnrsson.
Geir Hallgrímsson
Davíð Oddsson
Fylkjum okkur um
formann flokks okkar
söfnuðust
ráðist var í þessa söfnun og
hvernig að henni hefði verið
staðið. Þakkaði hann öllum
þeim sem lagt hefðu málefninu
lið, landsráðinu og fram-
kvæmdastjórn þess sérstaklega,
öllum þeim sem að söfnuninni
störfuðu og öllum þeim fjöl-
mörgu sem sáu af fé til hennar.
Sagði Gunnlaugur að með
þessu söfnunarfé og eigum
Krabbameinsfélagsins væri um
60% af fjárþörf nýju byggingar-
innar, sem söfnunarféð er ætlað
til, fyrir hendi, en húsið fullbúið
væri nú talið kosta um 40 millj-
ónir. Söfnun væri nú í gangi
meðal fyrirtækja og væru menn
vongóðir um að hún gengi vel,
svo hægt væri að ljúka byggingu
hússins í einum áfanga.
Þá fór Gunnlaugur nokkrum
orðum um árangurinn af starfi
Krabbameinsfélagsins. Kom
fram hjá honum að áður fyrr
hefðu 12—15 konur látist af
völdum leghálskrabbameins ár-
lega, en nú væru þær ekki nema
1—2. Frá því að þessi starfsemi
hófst hefðu fundist byrjunar-
einkenni leghálskrabbameins í
um þúsund konum og hefði verið
hægt að gera þær alheilbrigðar
með skurðaðgerð. Þá vaeru menn
vongóðir um betri árangur í við-
ureigninni við brjósta-
krabbamein, sem væri nú okkar
algengasta krabbamein. Karl-
menn væru nú smá saman að
koma meira inn í myndina, hvað
varðar fyrirbyggjandi starf
gegn krabbameini og á undan-
förnum árum hefðu lífslíkur
krabbameinssjúklinga batnað
verulega.
Eins og fyrr sagði fór söfnun-
in fram 30. október síðastliðinn.
Alls munu það hafa verið um 5
þúsund manns sem að söfnun-
inni störfuðu þennan dag, en
framkvæmdin var í höndum
söfnunarnefnda og -ráða um allt
land. Landsráð gegn krabba-
meini samanstóð af 62 félögum
og samtökum um allt landið.
- eftir Davíð Oddsson
borgarstjóra
Verkefni okkar kjósendanna í því
prófkjöri, sem hefst á morgun er í
rauninni aðeins eitt. Við eigum að
leggja drög að skipan efstu sæta á lista
Sjálfstæðisflokksins við næstu alþing-
iskosningar, sigurstranglegum lista
manna, sem líklegir eru til góðra verka
að kosningum loknum.
Tvennt þarf ekki sízt að hafa í huga.
Annars vegar hæfileika og eðliskosti
þeirra mörgu góðu einstaklinga, sem
gefa kost á sér í prófkjörinu, en á hinn
bóginn ekki síður þá mynd, sem blasir
við kjósandanum, þegar endanlegur
listi liggur fyrir.
Við megum ekki verða af þeirri
reynslu, sem þingmenn okkar hafa öðl-
ast. Nýir menn þurfa að fá tækifæri til
þess að spreyta sig — annað kynið má
ekki bera ægishjálm yfir hitt. Þetta
þarf að samræma, ef við eigum að
koma saman frambærilegum lista. En
öll þessi viðleitni er unnin fyrir gíg, ef
formaður flokks okkar ber skarðan
hlut frá borði. Þá verður kosningabar-
áttan framundan okkur erfið.
Á landsfundi kjósum við okkur for-
ystumenn, og þar er enginn sjálfkjör-
inn til trúnaðarstarfa. Hvert sem við-
horf okkar er í þeim efnum, ber okkur
að mínu mati að fylkja okkur um rétt-
kjörinn formann flokksins í prófkjöri
og tryggja góða útkomu hans og siá þar
með vopnin úr höndum andstæðinga
okkar.
Þess vegna vona ég, að þeir Reykvík-
ingar, sem taka þátt í prófkjöri sjálf-
stæðismanna, ljái Geir Hallgrímssyni,
formanni Sjálfstæðisflokksins, atkvæði
sitt. Það er ekki erfitt verk fyrir flest
alla flokksmenn persónulega, en hugsi
þeir um flokkinn sinn, er það létt verk
fyrir alla.
Listaverkabækur Listasafns ASI og Lögbergs:
Ragnar í Smára
og Eiríkur Smith
RAGNAR í Smára og Eiríkur
Smith nefnast tvær bækur er í
gær komu út hjá Listasafni Al-
þýóusambands íslands og Lög-
bergi — bókaforlagi. Þetta eru
fyrstu bækurnar í flokknum ís-
lensk myndlist — Listaverka-
bækur Listasafns ASÍ og Lög-
bergs, og er þegar byrjað að
undirbúa næstu bækur, að sögn
Sverris Kristinssonar í Lögbergi.
„Einn mesti velgjörðar-
maður lista á íslandi“
í kynningu útgefenda á hinum
nýútkomnu bókum og bókaflokk-
um segir svo meðal annars:
„Listasafn ASÍ og bókaútgáfan
Lögberg hafa tekið upp samvinnu
um útgáfu veglegs bókaflokks um
íslenska myndlist og myndlistar-
sögu. I bókum þessum verður
fjallað um flesta merkustu mynd-
listarmenn þjóðarinnar, ævi
þeirra og starfsferil. Nú þegar er
hafinn undirbúningur nokkurra
bóka sem koma munu út á næstu
árum.
Bækurnar mun prýða mikill
fjöldi litmynda af verkum lista-
mannanna auk svart-hvítra
mynda og verða þær unnar full-
komnustu prenttækni sem völ er á
hérlendis. Allur frágangur annar
Á blaðamannafundinum í gær, þar sem hinar nýju bækur voru kynntar; talið frá vinstri: Sigurgeir Steingrfmsson prófarkalesari, Einar
Sigurðsson frá Kassagerð Reykjavíkur, þar sem myndirnar voru litgreindar, Eiríkur Smith listmálari, Aðalsteinn Ingólfsson listfræð-
ingur, Sverrir Kristinsson forleggjari í Ltígbergi, Ragnar Jónsson í Smára, Björg Ellingsen eiginkona hans, Þorsteinn Jónsson
forsttíðumaður Listasafns ASI, Haukur Haraldsson blaðafulltrúi ASÍ og Knútur Sigmarsson skrifstofustjóri í Odda, sem prentaði
bækurnar. ' jósm.: ól.fur K. Magnússon
Á málverkasýningu I Listamannaskálanum gamla fýrir allmtírgum árum: Ragn-
ar í Smára, Björg Ellingsen og Gunnar heitinn Gunnarsson rithöfundur.
verður hinn vandaðasti.
Við hæfi þótti að helga fyrstu
bókina einum mesta velgjörðar-
manni lista á íslandi, Ragnari
Jónssyni í Smára. í næstu bók,
sem einnig er komin út, er kynnt-
ur Eiríkur Smith listmálari. Út-
gefendur leggja áherslu á að bæk-
ur þessar eru að öllu leyti unnar
hérlendis og er það mat þeirra, að
einstaklega vel hafi til tekist um
allan frágang. Það er því eindreg-
inn vilji að halda þessum viðskipt-
um áfram hér á landi, enda ljóst
að fagmenn og tækjakostur hér á
landi er orðið með slíkum ágætum
og óþarfi er að leita út fyrir land-
steinana í leit að góðri prent-
vinnu.“
„Djúprætt samúð með
mannlegu lífi“
Um bókina Ragnar í Smára segir
svo í kynningu útgefenda meðal
annars:
„Ragnar hefur einhverja djúp-
rætta samúð með mannlegu lífi.
Hann hefur ekki getað lifað öðru-
vísi en styrkja það sem hann hefur
verið sannfærður um að væri gott.
Þetta hefur verið aflvélin í
persónuleik hans. Þau verk sem
hann hefur unnið íslenskri endur-
reisn hefði enginn annar getað
unnið. Menn eins og Ragnar eru
tilviljun; nánast eitthvert happ í
mannlegu félagi." Þannig kemst
Halldór Laxness rithöfundur að
orði í viðtali í þessari bók.
Ragnar Jónsson forstjóri er
einn sérstæðasti framkvæmda-
maður hér á landi á þessari öld.
Hann hefur verið mikilvirkur at-
vinnurekandi, en öðru fremur er
Ragnar í Smára þó þekktur sem
eldheitur listunnandi og óbrigðull
styrktarmaður íslenskra lista-
manna í þeira en hálfa öld. Lif
hans hefur verið ævintýri líkast, í
ætt við goðsögn.
Ingólfur Margeirsson er kunnur
fyrir blaðaviðtöl sín og ekki síst
ævisögu Guðmundu Elíasdóttur
söngkonu, „Lífsjátningu", sem
kom út 1981 og hlaut frábærar
viðtökur.
í þessari bók á Ingólfur viðtöl
við 14 þjóðkunna menn um kynni
þeirra og samstarf við Ragnar í
Smára. Viðmælendur hans eru
Árni Kristjánsson, Björn Th.
Björnsson, Guðmundur Daníels-
son, Gylfi Þ. Gíslason, Halldór
Laxness, Hannibal Valdimarsson,
Jóhann Pétursson, Jón Þórarins-
son, Kristján Davíðsson, Kristján
Karlsson, Matthías Johannessen,
Sigrún Eiríksdóttir, Sigurjón
Ólafsson og Thor Vilhjálmsson.
Gylfi Gíslason ritar formála og
Ásmundur Stefánsson eftirmála.
Bókin er prýdd fjölda ljós-
mynda. í bókinni eru 48 litprent-
aðar heilsíðumyndir af málverk-
um úr frumgjöf Ragnars Jónsson-
ar til Alþýðusambands íslands."
„Greið leið að
hjörtum íslendinga“
Um bókina Eiríkur Smith segir
svo í kynningu útgefenda:
„Eiríkur Smith listmálari hefur
um árabil notið vaxandi vinsælda
meðal þjóðarinnar. Olíumálverk
hans og tærar vatnslitamyndir
hafa átt greiða leið að hjörtum ís-
lendinga.
Fáir listamenn íslenskir eiga að
baki jafn fjölbreyttan feril og Ei-
ríkur, en hann hefur átt hlut í öll-
um helstu straumum nútímalistar
sem til íslands hafa borist á árun-
um 1950—70.
I þessari bók ræðir Eiríkur
opinskátt um æsku sína og upp-
vöxt, námsár í Reykjavík, Kaup-
mannahöfn og París, afstraktbylt-
inguna 1951—53 og bræður sína í
listinni. Hann skýrir einnig frá
aðdraganda þeirra breytinga sem
orðið hafa á list hans og sjónar-
miðum varðandi listsköpun á síð-
ustu tveim áratugum.
Frásögn Eiríks fylgir mikill
fjöldi litmynda af verkum hans
auk svarthvítra mynda og ljós-
mynda sem spanna allan feril
listamannsins.
Óhætt er að segja að sjaldan
hafi verið skyggnst eins náið inn í
smiðju íslensks myndlistarmanns.
Bókinni fyigir stutt ritgerð um
verk Eiríks eftir Aðalstein Ing-
ólfsson."