Morgunblaðið - 27.11.1982, Page 30

Morgunblaðið - 27.11.1982, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Standa verður við gefin fyrirheit eftir Guömurd Hansson Ágæti samborgari og sjálfstæð- ismaður. Ég býð mig fram til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins 28.-29. nóv- ember af einlægum áhuga fyrir málefnum lands og þjóðar. Ég hef sennilega sérstöðu í framboðsmálum, þar sem ég hef enga titla né fyrri vegtyllur að státa af. Ég kem því til starfsins óskrýddur fyrri afrekum, þótt ég hafi i gegnum árin unnið að ým- iskonar félagsmálum sem mér hafa verið falin, eða hef starfað af áhuga vegna málefnisins. Ég hef leitast við að leysa þessi verkefni af hendi samkvæmt sannfæringu minni, og eins og samviskan býður mér. Að ætla mér að tíunda slíkt, er fjarri mínum hugsanagangi. Samverka- og samferðamennirnir verða að bera þar um, og verkin verða að hafa borið árangur. Og er ég lít til baka, gleðst ég með sjálf- um mér, þegar allir eru ánægðir með árangurinn. Þannig hef ég hugsað mér að starfa, ef ég verð valinn til fram- boðs. Ákveðið og eftir bestu sann- færingu og taka sjálfur ákvörðun. Þegar ég tala um að taka ákvörð- un, kemur berlega í ljós sá sér- kennilegi háttur stjórnmála- manna að bera ávallt einhverju við, svo þeir þurfi ekki að taka ákvörðun og sýna rétta afstöðu til mála. Við rekumst allt of oft á þessa neikvæðu eigind í fari allt of margra stjórnmálamanna. Þegar ég hafði ákveðið að gefa kost á mér til prófkjörs, leitaði ég til vina minna um meðmæli og áritun á lista, sem gæfi mér tæki- færi til að vera með. Tuttugu nöfn þurfti ég að fá. Sjálfur fór ég með listann. Allir rituðu nafn sitt fús- lega um leið og þeir óskuðu mér fararheilla. Aðeins einn, sem ég leitaði til, leit á listann og sagði svo, „lofaðu mér að hugsa mig að- eins um“. Að sjálfsögðu mátti Kökubasar að Hlégarði íþróttafélagið Gáski, Skálatúni, heldur kökubasar í dag, laugar- daginn 27. nóvember, klukkan 15, að Hlégarði i Mosfellssveit. Allur ágóði rennur til kaupa á íþrótta- búningum. hann það. Hann er sennilega enn- þá að hugsa sig um. Þetta er dæmigert sýnishorn af opinberum embættismönnum, kerfiskarl, get- ur ekki tekið ákvörðun í smæstu málum, sagt hreinlega já eða nei. I framhaldi af þessu er það þyrnir í mínum augum, hve vald Alþingis hefur færst úr höndum löglega kjörinna fulltrúa í hendur nefnda og ráða sérfræðinga til ákvörðunartöku, sem alþingis- menn skýla sér síðan á bak við. Þetta er ekki minn háttur. Óábyrgir alþingismenn verða að víkja fyrir þeim sem þora. Alþingi götunnar á heldur ekki að ráða. Sérhannaðir þrýstihópar verða að gæta hófs og velsæmis í kröfum sínum. Sjálfsögð kurteisi er að hlíða á mál og vilja annarra, en ákvörðunin er ótvírætt Alþingis. Stjórnarskráin er ókomin þrátt fyrir fyrri loforð. Grunur minn er sá, að stjórnarskrárnefndin sé óstarfhæf vegna innri ósamkomu- lags. Réttur okkar skal vera jafn, hvað sem líður efnum og búsetu. Atkvæði mitt skal vera jafnrétt- hátt, hvar á landi sem ég nota það. Ég tel að ekki þurfi að fjölga þing- mönnum, aðeins deila þeim at- kvæðum sem við höfum upp á sex- tíu þingsæti, og þar höfum við réttlæti með magn atkvæða á bak við hvern þingmann. Það sjónar- mið að rétti einhvers sé mismunað verði þessi aðferð viðhöfð vísa ég á bug. Atkvæði, sem af ganga þegar deilitalan er notuð, leggjast við landslista, og sá er flest atkvæði hefur fær atkvæði af landslista þar til deilitölu er náð. Til að fylla töluna í 60 skal nota afgangsat- kvæði hvers lista fyrir sig, og eru þeir þingmenn landskjörnir er þannig komast á þing. Þingmenn geta þannig orðið 58—60, en aldrei fleiri. Samkvæmt síðustu tölum kusu 126.929, það gerir: 60, sam- tals 2115,483 atkvæði á hvern þingmann. Skoðið þessar tölur og þið munuð sannfærast um rétt- mæti og vægi atkvæða. Að einn stjórnmálaflokkur tapi eða græði sæti þarna og þarna er fáránlegt að hugsa sér ef hann vantar atkvæðamagnið. Hann hefur bara ekki fleiri atkvæði, og búið með það. Það er margt fleira í stjórn- arskránni sem varðar hvern og einn. Fróðlegt væri að sjá tillögur nefndarinnar, þvi þar er verið að semja um tilverurétt þinn og minn. Látum því málið til okkar taka, og fáum að sjá hvað er á borði umræðnanna. Kannski getur leikmaðurinn bent á leið, sem þröngsýnir pólitíkusar sjá ekki. „Fimmta hæð- in“ í Nýja Bíói NÝJA Bió hefur tekið til sýningar kvikmyndina „Fimmta hæðin“ (The Fifth Floor). Áðalhlutverk í mynd- inni leika Bo Hopkins, Dianne Hull, Patti d’Arbanville, Mel Ferrer og Sharon Farrell. Framleiðandi og leikstjóri myndarinnar er Howard Avedis, en handrit er eftir Meyer Dolinsky. Kvikmyndin er byggð á sann- sögulegum atburðum og í kynn- ingu frá kvikmyndahúsinu segir, að „sá, sem settur er inn á fimmtu hæð geðveikrahælisins, sér ekki undankomuleið eftir að hurðin fellur að stöfum." Kelly Mclntyre er lokuð inni á 5. hæð, tímabundið til að byrja með, en þrátt fyrir ákafar tilraunir losnar Kelly ekki af deildinni. Um baráttu hennar til að losna fjallar kvikmyndin á spennandi hátt. Fari ekki bráðum að sjá í efndir um framkvæmdir nefndarinnar, fer ég að efast um hæfi nefndar- manna, og ber því að skipta um menn. Atvinnulýðræði er varla til á ís- landi í dag. Iðnaður og verslun eru heft í dróma ríkisafskipta. Sýni menn vilja, atorku og dugnað til framkvæmda, að ég tali nú ekki um arð af vinnu sinni og starf- semi, þá er arðræninginn, í þessu tilfelli ríkið með sköttum sínum, flestum alveg nýjum af nálinni, komið á þeysireið til að hirða sem mest í nafni þeirra er miður mega sín. Þvílík svívirða. Ríkið þarf sitt, ómótmælanlegt, en að mergsjúga þegnana er bein leið til uppreisnar þeirra, og við þurfum að rísa upp til að leiðrétta alla socialeringuna er riðið hefur húsum í þjóðfélag- inu. Samneysla þjóðfélagsins á sviði menntunar og heilbrigðis er nauð- synleg, og það á að vera fyrir alla jafnt. Búum öldruðum og sjúkum vel. Leggjum hinum lægst launuðu lið. Ekki með loforðadúsum heldur hreinum efndum um betri afkomu. Ég vildi sjá þann launamann sem getur étið orlofsdaga. Betur væri upphæðin komin í launaumslag láglaunamannsins, en gætum hófs, tekjurnar verða að koma frá afrakstri atvinnunnar. Atvinnu- Guðmundur Hansson veitendur hafa sagt, að þeir gætu greitt hærri laun, ef þeir væru ekki sviptir tekjumöguleikunum, eða skattpíningunni væri smáveg- is létt af þeim. Skoðum því kröfugerðina vel. Einhver verður að borga. Húsnæð- ismálin verða ekki í lagi fyrr en tillaga Sjálfstæðisflokksins um allt að 85% láns til þeirra er byggja í fyrsta sinn verður raun- hæf. Þó innan marka með stærð. En sami réttur fyrir alia, einstakl- inga sem félagssamtaka. Lögin mega ekki mismuna mönnum, eins og gert er í dag. Fjármál ríkisins verður að endurskoða frá grunni. Gegndar- lausan austur í óarðbærar fram- kvæmdir verður að stöðva nú þeg- ar. Lántökupólitík núverandi stjórnvalda verður einungis stöðv- uð með skiptum á mönnum á Al- þingi. Ég er einn þeirra sem býðst til að takast á við vandann. Ef þið sem kjósið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins veljið mig til starfa, skal verða tekið til hönd- unum. Stefna Sjálfstæðisfiokksins verður framkvæmd, öllum lands- mönnum sagt rétt til um stöðuna á hverjum tíma, en ekki falsað með tilfæringum og óraunhæfum aðgerðum til stundarfriðar. Ég mun leggja til, að Sjálfstæð- isflokkurinn gangi aldrei í ber- högg við vinnumarkaðinn og fremji með lagaboði kauprán, eða hlutist til um að skerða löglega gerða samninga launþega og vinnuveitenda. Það er í anda Sjálfstæðisflokksins að virða frelsið. Ég mun framvegis sem hingað til ekkert vera feiminn við að minna forystumenn Sjálfstæð- isflokksins á að halda gefin fyrir- heit. Að reyna að sjá um að Sjálfstæðisflokkurinn efni loforð um lækkun skatta, og hreins af- náms sumra. Ég mun reyna að sjá um, að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki til viðtals um frávik frá gefinni stefnu, til þjónkunar við aðra flokka. Ég mun, en þú átt jafnframt að koma með ábend- ingar, koma þeim á framfæri á réttum stöðum. Auk þess ítreka ég enn á ný: Framkvæmdastofnunin skal verða lögð niður, og fjármun- um hennar betur og réttilegra varið en hingað til. Ofangreindar ástæður eru næg- ar til þess að þú, kjósandi góður, réttir mér hjálparhönd til að verða einn af þeim sem þú krossar við í prófkjörinu. Oxycut er logsuöu- og skurðartæki sem vert er aö skoöa nánar. Kynning á þessum tækjum veröur hjá Istækni hf., Ármúla 34, laugardaginn 27. nóv. frá kl. 9.00—17.00 og sunnudaginn 28. nóv. frá kl. 10.00—16.00. SstMeDxmB DdIX Ármúla 34 Símar 34060 — 34066 Leikfélag Mosfellssveitar sýnir barnaleikritið GALDRAKARLINN ÍOZ IHLEGARÐI í dag laugard. kl. 14, á morgun sunnud. kl. 14. Miðapantanir í símum 66822 og 66195.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.