Morgunblaðið - 27.11.1982, Síða 32

Morgunblaðið - 27.11.1982, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 T • A V • 1 • • Z’ A J * Þjooyiljinn a moti Jóni Magnússyni eftir Jón A. Jóhannsson málara Þjóðviljinn hefur nú tvívegis skrifað um ' prófkjör sjálfstæð- ismanna. í, fyrra sinnið var ein- göngu ráðist gegn Jóni Magnús- syni, en í síðara skiptið sendir hann nokkrum góðum sjálfstæðis- mönnum tóninn. En það er áber- andi að hann leggur sig fram um að gera lítið úr Jóni Magnússyni. Það leynir sér ekki, að Jón er Þjóðviljamönnum þyrnir í auga. Kunnugum kemur það ekkert á óvart., Sósíalistar hafa ekki gleymt háskólaárum Jóns, þar sem honum og Friðrik Sophussyni ásamt fleirum frjálslyndum mönnum, tókst að brjóta niður veldi vinstri manna, og Jón varð formaður stúdentaráðs. Vinstri menn önduðu léttara þegar Jón var horfinn úr hópi háskólanema og þeir gátu aftur tekið þar völdin. Jón hefur í tuttugu ár verið í fremstu baráttusveit Sjálfstæðis- flokksins. Það eru því orðnir margir fundirnir, þar sem hann hefur þurft að kljást við komma- liðið. Þjóðviljamenn hafa oft verið ill særðir eftir þá fundi, þar sem slagorðaflaumur þeirra hefur orð- ið að lúta í lægra haldi fyrir mál- efnalegum og rökföstum málflutn- ingi. Ekki bætir það um, að Jón hefur ætíð haldið því fram, að ríkis- stjórn með þátttöku Alþýðu- BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ Volvo-þjónusta Vetrarskoðun okkar býðst á óbreyttu verði til áramóta. í henni eru 10 mikilvæg atriöi er gera gangsetningu og akstur í vetrarkuldum okkar íslendinga þolanlegri. 5. Ath. þéttieika kælikerfis 6. Yfirfara Ijós 7. Skipta um kerti 1. Mæla geyminn 2. Hreinsa geymasamböndin 3. Mæla frostþol kælivökva 4. Strekkja viftureim ■■, ■ 8. Skipta um platínur, lok og hamar 9. Stilla vél 10. Smyrjalása Að þessari skoðun lokinni prófum viö bifreið- ina og látum yður vita um atriði er hugsanlega krefðust nánari athugunar. Verð er kr. 500 m/söluskatti (fyrir utan varahluti). Önnumst allar almennar bifreiðaviðgerðir og bjóðum viðurkennda Volvo-þjónustu. Qílver sf. Auðbrekka 30. Jón Magnússon bandalagsins sé ekki líkleg til að ná tökum á efnahagsmálum þjóð- arinnar. Alþýðubandalagsmenn hafa lengi alið þá von, að Sjálfstæðis- flokkurinn glataði nokkru af frjálslyndi sínu og víðsýni, og að sjónarmið hans þrengdust svo, að hann yrði ekki áfram sá fjölda- flokkur, sem hann hefur verið. í starfi Jóns sem formaður stúdentaráðs, formaður Heimdall- ar og formaður SUS hefur komið fram að hann hefur lag á að ná mönnum til að vinna saman með hugsjón Sjálfstæðisflokksins að leiðarljósi. Þannig hefur hann jafnan skapað öfluga breiðfylk- ingu, þar sem hann hefur stjórn- að. Frjálslyndir menn í Sjálfstæðis- flokknum eru alþýðubandalags- mönnum jafn ógeðfelldir og Biblí- an er skrattanum, því vegna þeirra fyrst og fremst er Sjálf- stæðisflokkurinn fjöldaflokkur. Það kemur því ekki á óvart, að Jón Magnússon er sá maður, sem Þjóðviljamenn vilja síst að taki sæti á Alþingi. NORSKAR SÆNGUR Mjúkar, hlýjar, þvottekta, léttar Ungbarnasæng stæró 80x100 cm kr. 324,00 Fullorðinssæng stærð 140x200 cm kr. 729,00 Thermo sæng stærð 140x200 cm kr. 948,00 Thermo sæng stærð 140x220 cm kr. 1.057,00 Ungbarnakoddi Stærð 35x 40 cm kr. 76,00 Koddi stærö 40x 60 cm kr. 111,00 Koddi stærð 50x 70 cm frá kr. 244,00 Sendum um land allt Opið til hádegis í dag Armúla 1 A. Sími 86113. ÉsÁTRafsuðuclagar SYNING - KYNNING Opnunartímar: laugardagur 27. nóv. kl. 13.00 — 18.00 mánudagur 29. nóv. kl. 9.00—12.00 og 13.00—19.00 Fyrirlestrar um tækninýjungar ofl. verða laugardag kl. 16.00 og mánu- dag kl. 17.00. Sýningin er opin öllum. Verið velkomin. OPIÐ HÚS. = HEÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI 24260. KYNNIÐ YKKUR OFNHITASTILLA Höganás ö§ fyrirmynd annarraflisa Barnabók eft- ir Véstein Lúðvíksson SÓLARBLÍÐAN, Sesselía og mamman í krukkunni nefnist ný bók fyrir börn og unglinga eftir Véstein Lúóviksson og er hún ný- komin út hjá Máli og menningu. Þetta er sjálfstætt framhald af bókinni Sólarblíðan eftir sama höfund, sem út kom á árinu 1981. „Sólarblíðan er ákveðin og úrræðagóð stelpa sem ekki lætur kúga sig. Hún leggur af stað til að aðstoða vinkonu sína, Sesselíu, sem á í skelfilegum erfiðleikum. Á leiðinni kynnist hún dularfullum strák, sem á í fórum sínum töfra- stein. Sesselía fær steininn lánað- an, en hann reynist háskagripur, og ekki vill betur til en svo, að mamma hennar Sesselíu verður agnarsmá af hans völdum. Nú er úr vöndu að ráða og Sólarblíðan og Sesselía eru alls ekki sammála um hvernig eigi að bregðast við,“ segir á bókarkápu. Sólarblíðan, Sesselía og mamm- an í krukkunni var lesin í útvarpi fyrr í haust. Malín Örlygsdóttir hefur teiknað myndir við söguna og gert kápumynd. Bókin er 77 bls., unnin í Repró og Formprent, en bundin í Bókfelli hf. Geðhjálp opnar félagsmiðstöð FÉLAGIÐ Geóhjálp, sem er félag fólks með geðræn vandamál, að- standenda þeirra og annarra velunn- ara, hefir nú opnað félagsmiðstöó að Bárugötu 11 hér í borg. Fyrst um sinn verður þar opið hús laugardaga og sunnudaga frá kl. 2—6 e.h. Þar er fyrirhugað að fólk geti hist, fengið sér kaffi. set- ið við spil og tafl o.fl., fengið þarna félagsskap og samlagast líf- inu í borginni. Þarna verður hægt að fá upplýsingar um það sem helst er að finna til gagns og skemmtunar í borginni og ná- grenni. Húsnæði þetta opnar einn- ig möguleika á myndun alls konar hópa og klúbba um hinar marg- víslegu þarfir og áhugamál. „Okkar von er að þessari tilraun okkar verði vel tekið af samborg- urum og að þeir muni styðja okkur í orði og verki svo að við megum fá bolmagn til að auka og efla starfið þarna, sem við teljum mjög brýnt," segir í fréttatilkynningu frá Geðhjálp. Anglia: Colin Porter end- urkjörinn formaöur AÐALFUNDUK félagsins Angliu var haldinn nýlega. Colin Porter var ein- róma endurkjörinn formaóur félags- ins, en markmið þess er fyrst og fremst aó efla menningartengsl milli íslands og Bretlands. Félagið hefur á undanförnum ár- um beitt sér fyrir talæfingum í ensku, og stofnaður hefur verið menningarsjóður félagsins, til að styrkja og styðja við bakið á hinum ýmsu verkefnum á vegum þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.