Morgunblaðið - 27.11.1982, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982
37
Heimir Hannesson, formadur Ferðamílaráðs íslands, færir Ssemundi Guð-
vinssyni Fjölmiðlabikarinn í viðurkenningarskyni fyrir góða umfjöllun um
ferðamál í Dagblaðinu og Vísi á árinu 1981.
Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs veittur:
Ferðamálaráð Islands
heiðrar Sæmund Guðvins-
son fyrir skrif um ferðamál
FERÐAMÁLARÁÐ hefur veitt Sæ-
mundi Guðvinssyni, fyrrverandi frétta-
stjóra á Vísi og Dagblaðinu & Visi, nú
fréttafulltrúa Flugleiða, sérstaka við-
urkenningu fyrir umfangsmikla og
greinagóða umfjöllun um ferðamál í
Vísi og Dagblaðinu & Vísi árið 1981.
Heimir Hannesson, formaður
Ferðamálaráðs, færði Sæmundi
veglegan farandbikar, svonefndan
Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs, en
auk þess vandað pennasett til eign-
ar, „enda vonumst við eftir að Sæm-
undur leggi ekki pennann á hilluna
þótt hann sé hættur í blaðamennsk-
unni“, sagði Heimir.
Þetta er í fyrsta skipti sem þessi
bikar er veittur, en í framtíðinni
verður þessi viðurkenning veitt ár-
lega „þeim manni, sem með skrifum
sínum eða umfjöllun hefur lagt ís-
lenskum ferðamálum mest lið á ár-
inu á undan“, eins og segir í tillög-
um um reglugerð Ferðamálaráðs
um Fjölmiðlabikarinn.
Heimir sagði við þetta tækifæri
„að flestum þeim, sem að ferðamál-
um vinna, væri ljóst að þessi atvinn-
ugrein hefur ekki fengið eins mikið
umtal í fjölmiðlum og hinar svoköll-
uðu „hefðbundnu atvinnugreinar"
landsmanna, þrátt fyrir að u.þ.b.
5000 einstaklingar hafi atvinnu við
ferðaþjónustuna". Hann sagði að
þessi viðurkenning væri hvort
tvegga í senn: tilraun til að hvetja
fjölmiðla til að sýna ferðamálum
aukinn áhuga í framtíðinni og
þakklætisvottur til þeirra sem hefðu
sýnt þessum málum sérstakan
skilning.
Sagði Heimir að eins og málum
væri nú háttað í okkar þjóðfélagi
lægi ljóst fyrir að ferðamálaþjón-
usta væri sú starfsgrein sem líkleg-
ust væri til að taka við fleira starfs-
fóiki í framtíðinni og skapa auknar
gjaldeyristekjur. Það væri því öllum
landsmönnum í hag að umræða um
ferðamál væri aukin til muna.
Þrír listamannanna sem i dag opna sýningu á verkum sínum hjá Knúti
Bruun í Listmunahúsinu við Lækjargötu: Kristján Guðmundsson, Tryggvi
Ólafsson og Jón Gunnar Árnason.
Nóvember 1982
Nokkrir Súmarar sýna í Listmunahúsinu
í DAG klukkan 14 verður opnuð í
Listmunahúsinu sýningin Nóvember
1982, þar sem nokkrir þeirra lista-
manna, sem tengdust Súm-félags-
skapnum á sínum tíma, sýna verk sín.
Knúti Bruun í Listmunahúsinu datt í
hug fyrir nokkru að efna til þessarar
sýningar, og nú er hún orðin að veru-
leika. Þeir sem sýna eru Gylfi Gísla-
son, Haukur Dór, Jón Gunnar Árna-
son, Kristján Guðmundsson, Magnús
Tómasson, Sigurjón Jóhannsson,
Tryggvi Olafsson og Vilhjálmur
Bergsson.
I sýningarskrá segir svo um tilurð
sýningarinnar og Súm-hópinn:
„Knúti Bruun datt í hug um dag-
inn að efna til sýningar á verkum
nokkurra manna, sem tengdust
Súm-félagsskapnum og Gaiierí Súm
á sínum tíma. Er það merki þess að
ellin vofi yfir okkur miðaidra ung-
um mönnum? Hvað um það, ekki
tókst þó að afla verka frá öllum,
menn dreifðir um lönd sýnandi hér
og hvar um álfur og eða búnir að
ráðstafa verkum sínum annað, enda
fyrirvarinn í stysta lagi. Hér er því
á ferðinni einskonar skyndimynd af
starfsemi hinna ýmsu á líðandi
stund.
Nú eru nokkur ár liðin síðan
Súm-félagsskapnum var opinber-
lega slitið eftir áratugar fjörlegt og
gifturíkt starf að gagnkvæmri
menningar- og listamiðlun milli ís-
lands og umheimsins. Ekki skal fjöl-
yrt hér um áhrif þeirrar starfsemi,
enda engan veginn séð fyrir endann
á þeirri uppskeru sem sáð var til á
blómaskeiði Gallerí Súm.“
fyrirsmæstu og stærstu verkefnin-
ogerfiðustu suoumar
BOC Migpak 350
MIG — kolsýrurafsuðuvél, 350 A, þ.e.
hlífðargassuða með mötun á vír (MIG/MAG).
Laus sérbyggður matari auðveldar suður fjarri
vélinni. Vélin notar þriggja fasa straum, 380/420 V.
Tæknilega mjög fullkomin vél fyrir allar tegundir víra.
STALHF
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222, bein llna: 11711.
Kvöld og helgarslmi: 77988.
/
Laugavegi 116
Sími25171
“WINNY’S“ BORGARI
STÓR OG STÆÐILEGUR, í
SESAME hamborgarabrauöi fram
reiddur meö salatblaði, tómat-
sneiöum, lauk, pickles og
„ WINNY'S“ hamborgarasósu.
Það er líka hægt að fá „ WINNY'S"
BORGARA með MARIBO osti.
Við eigum%2ja ármafmæli nú um
helgina og í tilefni þess bjóðum við
í dag og sunnudag hina vinsœlu
hamborgara
meðfrönskum
og pepsi fyrir aðeins 36 kr.
'WlNNÝ'S'
FRANSKAR
KARTÖFLUR
Bráðljúffengar
kartöflur.
Amerískar fram
fyrir fingurgóma.
afmælisafsláttur