Morgunblaðið - 27.11.1982, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982
• íþróttamaður órsina í Svíþjóð, Mats Wilander, ásamt unnustu sinni.
Hann var yfir sig ánægöur þegar hann fékk aö heyra um útnefninguna.
„Ég átti von á því að knattspyrnufélagiö IFK-Gautaborg fengi titilinn
fyrir frábæra frammistöðu sína í UEFA-keppninni í knattspyrnu,“ sagói
Wilander við fréttamenn.
Wilander kjörinn
sá besti í Svíþjóð
TENNISLEIKARINN ungi, Mats
Wilander, hefur verið kjörinn
íþróttamaður ársins í Svíþjóö.
Aðalástæðan fyrir vali hans var
„hinn óvænti sigur hans á Opna
franska meistaramótinu'* eins og
segir í skeyti frá AP. Wilander,
sem var nær óþekktur fyrir mót-
ið, sigraði heimsfræga tennisleik-
ara eins og Ivan Lendl, Jose-Luis
Clerc og Guillermo Vilas á leiö
sinni til sigurs.
Einnig var tekin með í reikning-
inn við útnefninguna íþrótta-
mennska Wilanders, en í undan-
úrslitunum gegn Clerc baö hann
um aö uppgjöf yrði endurtekin, þar
sem aö hans dómi haföi honum
ranglega verið dæmt stig.
Aöalkeppinautar Mats um titil-
inn iþróttamaöur ársins voru
knattspyrnuliðiö IFK Gautaborg,
sem sigraði í UEFA-keppninni, og
Evrópumeistarinn á skautum,
Tomas Gustavsson.
KR-stelpurnar taplausar
TVEIR leikir voru á fimmtu-
dagskvöldið í 1. deild kvenna. KR
vann sannfærandi sigur á ÍS
67—44, eftir aö 8 stig höfðu skiliö
liðin að í hálfleik, 32—26 fyrir KR.
KR-stelpurnar hafa ekki tapað
leik í vetur og virðist ekkert lið
um þessar mundir geta komið í
veg fyrir að þær verji íslands-
meistaratitilinn.
í liöi KR voru þær bestar Linda
Jónsdóttir með 34 stig, Emilía Sig-
urðardóttir 16 og Kristjana Hrafn-
kelsdóttir 8.
í jöfnu liöi ÍS voru þær bestar
Þórdís Kristjánsdóttir 10 stig, Þor-
geröur Sigurðardóttir 8, Kolbrún
Jónsdóttir 6, Hanna Birgisdóttir 6
og Margrét Eiríksdóttir 6 stig.
ÍR-dömurnar unnu Hauka
51—36, fyrri hálfleikur var jafn en
IR haföi 5 stiga forystu í hálfleik
18—13.
i seinni hálfleik stungu ÍR-
stelpurnar Hauka af og náöu á
tímabili 17 stiga forystu en lokatöl-
■ur urðu 51—36.
ÍR virðist vera eina liöiö sem
hugsanlega gæti veitt KR einhverja
keppni í vetur. Dooley þjálfari
þeirra er greinilega á réttri leiö
meö liðiö.
Liö Hauka er skipað óreyndum
stúlkum og mættu pær fá meiri trú
á sjálfar sig.
Stigin fyrir ÍR skoruöu Þóra
Steffensen 17, Þóra Gunnarsdóttir
15, Gíslína 5, Elínborg 4, Anna Sig-
ríöur 4, Þóra 4 og Sóley 2.
Stig Hauka skoruöu Sóley 11,
Ragnheiöur 10, Svanhildur 7, Sól-
veig 6 og Kristín 2.
— IHÞ.
Islendingar sigruöu
í trimmkeppni fatlaðra
á Norðurlöndum
EINS og kunnugt er fór fram sl. ár norræn trimmkeppni á Noröurlönd-
unum fyrir fatlaða. Keppnin stóð yfir í einn mánuö í hverju landi og fór
þannig fram aö þátttakendur máttu ganga, hlaupa, synda, hjóla, aka
um í hjólastól eða fara í kajakróður. Skilyrði var þó sett að hvert trimm
þyrfti að standa yfir í a.m.k. 30 mín. Keppnin var haldin hér á landi í
maímánuði og var þátttaka mjög góð. Alls tóku þátt 1053 einstaklingar
frá 31 stað á landinu. Af ýmsum ástæðum hefur dregist að tilkynna
úrslit keppninnar en fyrir stuttu voru þau birt og voru þau sem hér
segir (þess má geta að stigafjöldi er reiknaður eftir höfðatölu hvers
lands):
ísland 722.296,64 stig.
Færeyjar 372.842,75 stig.
Noregur 69.808,80 stig.
Finnland 36.978,76 stig.
Svíþjóö 22.865,00 stig.
Það þarf ekki að taka það fram að sigur þessi er ÍF mikil hvatning og
sannar svo ekki verður um villst að íþróttir fatlaðra eru í míkilli sókn
hér á landi. í tilefni af hinum glæsilega sigri kom hingað til lands
Norðmaöurinn Arve Mangset, en hann er í stjórn íþróttasambands
fatlaöra á Norðurlöndum, og afhenti hann íslendingum sigurverðlaun-
in.
Efstu lið 1. deildar leika í dag:
Tekst KR að sigra FH?
ÍSLANDSMÓTID í handknattleik
1. deild hófst aftur í gærkvöldi
eftir nokkurt hlé vegna lands-
leikja. í dag leika tvö efstu lið
deildarinnar, KR og FH. Má búast
viö miklum hörkuleik á milli
þessara liöa. FH sigraöi reyndar í
fyrri leiknum með nokkrum yfir-
burðum en hætt er við að KR-
ingar hugsi sér gott til glóðarinn-
ar og munu án efa hyggja á
hefndir í dag. Bæði liðin hafa
hlotiö 12 stig í deildinni eftir átta
feiki.
Á morgun leika Valur og Víking-
ur. Valsmönnum hefur ekki gengiö
vel aö undanförnu og eru aöeins
með sex stig í mótinu eftir átta
leiki. Víkingar eru með ellefu. Á
sunnudagskvöldið leika svo
Stjarnan og Fram og veröur fróö-
legt að fylgjast með pví hvort sig-
Handknafflelkur
urganga Stjörnunnar heldur áfram.
Leikir helgarinnar í handknatt-
leiknum eru pessir:
LAUGARDAGUR—
LAUGARDALSHÖLL
Kl. 14.00 l.d.ka. KR — FH
Kl. 15.15 3.d.ka. Ögri — Þór Ak.
Kl. 16.30 l.d.kv. Víkingur — Valur
BORGARNES
Kl. 14.00 3.d.ka. Skallagr. — Týr
HAFNARFJÖRÐUR:
Kl. 14.00 2.d.ka. Haukar — Þór Ve.
Kl. 15.15 l.d.kv. Haukar — Fram
SELFOSS:
Kl. 14.00 2.d.kv. Selfoss — Fylkir
ÁSGARÐUR
Kl. 14.00 2.d.kv. Stjarnan — ÍBV
Kl. 15.00 2.d.kv. HK — ÍA
— ÞR.
iirraTiiirj
Körfubolti helgarinnar:
KR og IR leika í dag
EINN leikur fer fram í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik í dag. KR og
ÍR leika í úrvalsdeildinni i Haga-
skóla. Spurning er hvort aö IR-
ingar með Pétur Guðmundsson í
• Daði Harðarson, fyrirliöi meistaraflokks Þróttar í knattspyrnu, var
kjörinn knattspyrnumaður félagsins á dögunum. Hér tekur hann (t.v.)
við styttu sem nafnbótinni fylgir úr hendi knattspyrnumanns félagsins
í fyrra, Yngva Gunnarssyni, en hann var þá fyrirliöi fimmta flokks.
Grindvíkingar ráku Sailes
GRINDVÍKINGAR hafa nú rekið
Bandaríkjamanninn Sailes, sem
lék með körfuknattleiksliði
þeirra. Er það vegna slæmrar
hegðunar hans utan vallar sem
innan skv. þeim heimildum sem
Mbl. hefur aflað sér.
Douglas Kintzinger, sá er lék
sem Fram í haust hefur nú veriö
ráðinn til Grindvíkinga í staö Sailes,
en hann hafði sem kunnugt er
hug á að leíka með Borgnesing-
um endurgjaldslaust, en nú er
hann sem sagt kominn til Grinda-
Stjörnugjöfin:
Fram:
Jóhannes Magnússon ★★
Símon Ólafsson ★★
Guömundur Hallgrimsson ★
Valur:
Jón Steingrimsson ★★★
Kristján Ágústsson ★★
Leifur Gústavsson ★★
Torfi Magnússon ★
víkur. Ekki er vitað hvaö Sailes
tekur sér fyrir hendur.
broddi fylkingar geti ógnað liöi
KR. Á mánudag er svo um hörku-
leik aö ræða, þá mætast Valur og
ÍBK. Síðast er liðin léku tapaði
Valur. Hvað skeður nú? Leikir
helgarinnar í körfunni eru þessir:
L/UIUAKDAUUK:
HagaMkóli kl. 14.00 KK — ÍK. úrvalsd.
Kársnesskóli kl. 10.00 HK — KKÍ 2.d.ka.
SUNNDDAGUR.
Hafnarrj. kl. 14.00 llaukar — f.S l.d.ka.
Hafnarfj. kl. 15.30 llaukar — Njaróv. l.d.kv.
Njaróvík kl. 14.00 Crindav. — Sk|(r. l.d.ka.
Selfoss kl. 13.30 Vík — KKÍ 2.d.ka.
MÁNUDAGUR:
llacaskóli kl. 20.00 Valur — Keflav., úrvalad.
Enn er Rossi
valinn sá besti
AP. London.
BRESKA knattspyrnutímaritið
World Soccer gengst árlega fyrir
útnefningu á knattspyrnumanni
ársins. Það lætur fjöldann allan af
sérfræðingum greiða atkvæði.
Aö þessu sinni var Paolo Rossi
kjörinn knattspyrnumaöur ársins
1982. Og bætti hann þar meö enn
einu sinni rós í hnappagat sitt. i
ööru sæti var Karl Heinz Rummen-
igge rétt nokkrum atkvæöum á
undan Paolo Falcao frá Brasilíu
sem hafnaði í þriöja sæti.
italski þjalfarinn Enzo Bearzot
var kjörinn knattspyrnuþjálfari árs-
ins. Tele Santana frá Brasilíu hafn-
aöi í ööru sæti og Michel Hidalgo
Frakklandi varö í þriöja sæti.
Yfirburóasigur IS
í FYRRAKVÖLD sigraöi ÍS —
UMFS í 1. deild karla 114—69.
Eins og lokatölur benda til haföi
ÍS mikla yfirburði í leiknum.
UMFS skoraði 2 fyrstu stigin í
leiknum en síöan tóku leikmenn
ÍS yfirhöndina og komust í 17—8
og 43—19 og höföu yfir í hálfleik,
56—29. Á 13. mínútu fyrri hálf-
leiks skeöi þaö að Guömundur
Guðmundsson, þjálfari UMFS og
styrkasta stoö þeirra í vetur,
sneri sig illa á fæti og varð að
yfirgefa leikvöllinn og missir
sennilega af næsta leik Skalla-
gríms.
í seinni hálfleik haföi iS algera
yfirburði og vann stórsigur,
114—69.
Fimm júdókappar á
Opna skandinavíska
JÚDÓSAMBAND íslands sendir
fimm keppendur á Opna skand-
inavíska meistaramótið sem fram
fer í Ósló um helgina. Þetta er
alþjóölegt mót og þátttakendur
verða frá mörgum löndum.
Þeir sem fara héðan eru Bjarni
Friöriksson, (-95 kg. fl.), Kristján
Valdimarsson(-86 kg. fl.), Níels
Hermannsson (-78 kg. fl.), Halldór
Guöbjörnsson (-71 kg.'fl.) og Rún-
ar Guöjónsson (-65 kg. fl.). Meö
þeim fer þjálfari landsliösins, Yos-
hihiko lura.
í liði Skallagríms vakti Hafsteinn
Þórisson mikla athygli, skoraöi alls
35 stig og tók fjölmörg fráköst.
Virtist oft sem hann væri meö
gorm í löppunum svo mlkill var
stökkkraftur hans. Gekk ÍS-mönn-
um illa aö ráöa víö kappann.
Hjá ÍS var Gísli Gíslason mjög
góöur. Pat Bock var slakur í leikn-
um fyrir utan þaö aö hann skemmti
áhorfendum meö því aö troöa
knettinum oft ansi skemmtilega.
Stigin fyrir iS skoruöu: Gísli
Gíslason 31, Árni Guðmundsson
18, Þorgeir Jónsson 17, Guð-
mundur Jóhannesson 16, Pat
Bock 15, Eiríkur Jóhannesson 8,
Karl Ólafsson 5, Tryggvi Þor-
steinsson 2 og Jón Óskarsson 2
stig.
Fyrir UMFS skoruöu stigin: Haf-
steinn Þórisson 35, Björn Axelsson
16, Ari Björnsson 6, Guömundur
Guömundsson 2, Siguröur P.
Jónsson 2, Bjarni Jónsson 2, Ingv-
ar Árnason 2, Stefán Daníelsson 2
og Þorsteinn Jensen 2 stig.
Ágætir dómarar leiksins voru
Kristján Rafnsson og Ingvar Krist-
insson.
— IHÞ.