Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 17 Vandinn að vera kona Bókmenntír Erlendur Jónsson Áslaug Ragnars: SYLVÍA. Skáld- saga. 229 bls. Bókaútg. Örn og Ör- lygur. Rvík, 1982. Ekki eru mér kunnug vinnu- brögð skáldsagnahöfunda, býst við að þau séu jafnmargvísleg og mennirnir eru margir. Ég geri mér í hugarlund að Aslaug Ragn- ars hafi skipulagt þessa sögu sína nokkuð vel áður en verkið var haf- ið. Ýmsir þræðir, sem í fyrstunni virðast nokkuð lausir, koma sam- an síðar. Sylvía er fyrst í sögunni telpa á gelgjuskeiði. Hún nýtur umsjár góðrar og skilningsríkrar móður, hjálpar henni að gæta ungra bræðra, tvíbura, en hefur ósköp lítið af föður sínum að segja. Hann kemur seint heim úr vinn- unni, telpan veit að hann drekkur — og fær líka að heyra það óþveg- ið frá jafnöldrum sínum — sljóleiki hans og afskiptaleysi heima fyrir skýrist þó ekki fyrr en síðar i sögunni. Nú gerist það að móðirin læst af Aslaug Ragnars raflosti, heimilið leysist upp, árin líða, Sylvía kynnist pilti og fer að búa með honum. Þau eignast tvö börn. »Þau höfðu gift sig til að ná út sparimerkjunum.o En andvirði þeirra hrekkur skammt. Pilturinn reynist vera tískuræfill, alltaf á fartinni út og suður með sínum líkum, tollir ekki í fastri vinnu en leitar til Köben og Amsterdam. Framtíðarmynd Sylvíu er á hinn bóginn: »Friðland þar sem hún gat verið óhult með börnin sín.« Og nú tekur hún til óspilltra málanna að olnboga sig áfram í lífinu, ein og óstudd! Síðan rekur sagan þann þáttinn í lífi hennar. Ég býst við að saga þessi teljist til vandamálasagna. Upplausnin á bernskuheimili Sylvíu er fyrirboði þess sem koma skal ef ég skil rétt. Mat lesandans fer að sjálfsögðu nokkuð eftir því hversu móttæki- legur hann er fyrir málefni þau sem sagan fjallar um. Vandi Sylvíu er af ýmissi rót runninn. Sumt er sjálfskaparvíti. Annað óheppni. Og í þriðja lagi er svo umhverfi, þjóðfélag, samfélag eða hvað við eigum að kalla það. Saga þessi er að mínum dómi veikust fyrir þá sök hversu lang- dregin hún er. Einnig sýnist mér hún nokkuð hraðunnin. Víða hefði þurft að strika út. Dæmi: »í haust verður það kannski orðið svo sítt að hún getur verið farin að hafa það í tíkarspenum þegar skólinn byrjar.* Það er sagnaröðin »getur verið farin að hafa« sem mér þyk- ir hér ekki nógu góð. Skemmtilegust eru samtöl Sylvíu og eiginmannsnefnunnar — sem eru að vísu ekki nema lítið brot af sögunni. Melka Akkja Hinir sívinsælu kuldajakkar: -með vindþéttu vatnshrindandi ytrabyrði. —fóðraðir með einangrandi vatti. -dregnir saman í mittið með snúru. -með stóra rúmgóða vasa. -með hettu, innrennda í kragann. -með inná-vasa með rennilás. Nú er Melka-vetur í HERRAHÚSINU. BANKASTRÆTI 7 AÐALSTRÆTI4 Okkar verðSkráð verð Úrbeinuð hangilæri 137,40 Úrbeinaðir hangiframpartar 99,00 Úrbeinuð ný lambalæri 109,00 Úrbeinað fullt ávaxtalæri 109,00 Úrbeinaöir lambahryggir 129,00 Úrbeinaðir nýir frampartar 86,00 Lambageiri 129,00 Lafnba herrasteik (úrb. framhryggur kryddaður) 86,00 London lamb sértilboð 117,50 Lambaschnitzel 139,00 Lambapottsteik (smágullasch) 119,00 Lambahamborgarhryggur 89,00 198.70 144,20 141,00 142,00 163.70 114,85 160,00 115,00 142,00 165,00 145,00 111,00 Opið öil hádegi í desember. KJÓTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.$.86JII Mynda- rammar Ryövarnarskáli Eimskips í gífurlega fjölbreyttu úrvali og stæröum. Tilvalin jólagjöf. Smellurammar með möttu og glæru gleri Tilbúnir álrammar í hvítu, svörtu, gulllituöu og silfruöu. Bilapvottastööin Bliki RAMMA 2ÚÍ Sigtun iötun Sjalfsbjargar jilaluQy hus Lauqavegur MIÐSTOÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.