Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 44
75 _ juglýsinga- síminn er 2 24 80 9r£TtnM3frtt> munirt trulofunarhrinua litmvndalistann fffl) #ull 8c ^>ilfur Laugavegi 35 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Útflutningur vara úr loðskinnum: Samdrátturinn milli ára 61,5% Liðlega 27% samdráttur í prjónavör- um og stöðnun í ullarlopa og bandi SAMDRATTURINN í útnutningi á vöruni úr loðskinnum var um 61,5% á fyrstu tíu mánuðum árs- ins, en í ár hafa verið flutt út 12,4 tonn, samanborið við 31,4 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætasam- drátturinn milli ára er tæplega 5%, en í ár er verðmæti liðlega 14,1 milljón króna, samanborið við tæplega 13,5 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Fyrstu tíu mánuði ársins voru flutt út 371,2 tonn af prjónavör- um, samanborið við 435,5 tonn á sama tíma í fyrra. Samdráttur- inn milli ára er því liðlega 27%. Verðmætaaukningin milli ára er tæplega 42%, en verðmætið í ár er tæplega 202,4 milljónir króna, samanborið við liðlega 142,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Útflutningur á ullarlopa og bandi hefur nokkurn veginn staðið í stað milli ára, en fyrstu tíu mánuðina í ár voru flutt út 676,9 tonn, samanborið við 677,1 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára er lið- lega 66,5%, en verðmæti út- flutningsins í ár er liðlega 76,7 milljónir króna, samanborið við liðlega 46 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Útflutningur á ullarteppum jókst fyrstu tíu mánuðina um 13,1%, en í ár hafa verið flutt út 103,5 tonn, samanborið við 91,5 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára er lið- lega 82,2%, en verðmæti út- flutningsins í ár er liðlega 14,5 milljónir króna, samanborið við tæplega 8 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Útflutningur á svokölluðum „ytri fatnaði" hefur aukizt um liðlega 201% milli ára, en fyrstu tíu mánuðina í ár hafa verið flutt út 18,1 tonn, samanborið við 6,0 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 420%, en verðmæti útflutn- ingsins í ár er liðlega 12,5 millj- ónir króna, samanborið við 2,4 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Bedid eftir flugi ALLT innanlandsflug Flugleiða lá niðri á sunnudag og fram eftir degi í gær, en í gærkveldi tókst flugvélum Flugleiða að komast til Akureyrar. Til stóð að fljúga sex ferðir fram og til baka. Fleiri hundruð manns bíða þess að komast til áætlunarstaða félagsins. Flug Arnarflugs lá niðri á sunnudag, en í gærmorgun var flogið til Rifs og eftir hádegið fóru tvær vélar til Bíldudals og undir kvöldið var einnig flogið til Stykkishólms. Meðfylgjandi myndir voru teknar á afgreiðslu innanlandsflugs Flugleiða í gærkvöldi þegar verið var að leggja upp til Akureyrar. MorxunblaAið/KAX. dagar til jola Viðskiptahallinn liölega 10% af þjóðarframleiðslu í ár: Ekki er útlit fyrir umtals- verðan bata á næsta ári „ÚTLIT er nú fyrir, að viðskiptahall- inn á þessu ári fari fram úr 10% af þjóðarframleiðslu, sem janfgildir því, að íslendingar verði að sækja tíundu hverja krónu, sem þeir eyða, til útlanda með því að auka erlendar skuldir sínar umfram gjaldeyris- eign,“ segir Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, í forystugrein sinni í 3. hefti Fjármálatíðinda, sem nýverið kom út. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari látinn LATINN er í Reykjavík Sigurjón Olafsson myndhöggvari, 84 ára að aldri. Sigurjón fæddist 21. október 1908 á Kyrarbakka. Foreldrar hans voru Ólaf- ur Arnason verkamaður þar og kona hans Guðrún Gísladóttir. Hann lærði málaraiðn í Reykjavík 1926—29, en nam síðan höggmyndalist hjá prófessor K. l'tzon-Frank í listaháskólanum í Kaupmannahöfn 1929—34 og braut- skráðist þaðan 1934. Sigurjón var búsettur í Kaup- mannahöfn 1929—45, en síðan í Reykjavík. Hann dvaldist í Róm 1931—32. Hann var aðstoðarmaður Utzon-Frank 1933—40, ennfremur prófessors Johs. C. Bjerg um árabil. Sigurjón hlaut heiðurspening úr gulli frá listaháskólanum í Kaup- mannahöfn 1930 fyrir myndina Verkamaður (eign Listasafns ís- lands) og heiðurspening Ek;kersberg 1939 fyrir mynd af móður sinni. Margar mynda hans eru í eigu Lista- safns íslands, en einnig eru myndir eftir hann í mörgum erlendum lista- söfnum, og á opinberum stöðum. Sigurjón var á laugardag kosinn í Sigurjón Ólafsson heiðurslaunaflokk listamanna af Al- þingi. Sigurjón kvæntist 1934 Tove dótt- ur Rolf Thomasen verksmiðjueig- anda í Kaupmannahöfn, en eftirlif- andi kona hans er Inga Birgitte, dóttir Erik Spur fyrrverandi sókn- arprests í Middelfart í Danmörku. segir Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri „Horfurnar fyrir næsta ár eru ekki heldur uppörvandi. Ekki er útlit fyrir neinn teljandi bata í efnahags- þróun erlendis, er geti orðið þjóðar- búskap íslendinga til hagsbóta og tvísýnt er um útflutningsframleiðslu vegna ástands fiskistofna. A undanförnum mánuðum hafa ýmsar ráðstafandir í gengismál- um, kaupgjaldsmálum og pen- ingamálum verið gerðar til þess að hamla gegn vaxandi jafnvægis- leysi í þjóðarbúskapnum. Engu að síður er útlit fyrir mjög mikinn viðskiptahalla á næsta ári e.t.v. litlu minni en í ár, nema mun meira verði að gert,“ segir Jó- hannes Nordal. Verzlanir við Laugaveg: Opnar til 22 á miðvikudag VERZLANIR við Laugaveg verða opnar til klukkan 22.00 nk. miðviku- dagskvöld, og hafa kaupmenn gert samning við starfsfólk sitt, sem gengur út á það, að fólkið fær frí nk. mánudag í staðinn. Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- taka íslands, sagði í samtali við Mbl., að slæm tíð og fleira hefði orðið þess valdandi, að verzlun hefði verið með minnsta móti und- anfarna daga og vikur og því hefði verið ákveðið að bregða á þetta ráð, en verzlanir við Laugaveg verða að sjálfsögðu einnig opnar á Þorláksmessu til klukkan 23.00, eins og aðrar verzlanir. I þessu sambandi er vert að rifja upp, að í þjóðhagsáætlun, sem forsætisráðherra lagði fram í lok október sl. er gert ráð fyrir 10% viðskiptahalla á þessu ári, en hins vegar er þar spáð um 6% halla á næsta ári, þannig að Jó- hannes Nordal, seðlabankastjóri, telur útlitið framundan greinilega dekkra. „A því ári, sem nú er að líða, hefur mjög þrengt að þjóðarbú- skap Íslendinga, útflutningstekjur hafa minnkað verulega og dregið hefur úr þjóðarframleiðslu. Lítil breyting hefur orðið á útgjöldum þjóðarinnar til neyzlu og fjárfest- ingar, svo að samdráttur fram- leiðslu og gjaldeyristekna hefur komið fram með fullum þunga í stórauknum viðskiptahalla við út- lönd, sem fjármagnaður hefur verið með skuldasöfnun erlendis og rýrnun gjaldeyrisforðans," seg- ir Jóhannes Nordal í forystugrein sinni. Rekstrarfjárstaða frystingarinnar jákvæð um 1-2% SAMKVÆMT útreikningum I*jóð- hagsstofnunar er rekstrarfjárstaða frystingarinnar nú jákvæð um 1—2%. Að sögn Ólafs Davíðssonar, forstöóumanns Þjóðhagsstofnunar, er útreikningum á stöðu söltunar- innar ekki lokið, en skreið verður ekki tekin inn í dæmið að þessu sinni vegna óljósrar markaðsstöðu. Tölurnar um stöðu frystingarinnar hafa nú þegar verið lagðar fyrir Yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, en nýtt fískverð gildir frá áramótum og er stefnt að því að verðákvörðun dragist ekki á langinn. Síðdegis i gær var haldinn fundur í Yfírnefnd- inni. Fulltrúar þingflokkanna mættu á fundi með Steingrími Her- mannssyni sjávarútvegsráðherra og Ólafi Davíðssyni forstöðu- manni Þjóðhagsstofnunar í gær- morgun þar sem kynnt var staða útgerðarinnar vegna fiskverðs- ákvörðunarinnar. Boðað hefur verið til fundar þessara sömu að- ila með forustumönnum hags- munasamtaka í sjávarútvegi í fyrramálið. I nefndinni eiga sæti af hálfu þingflokkanna: Garðar Sigurðsson og til vara Skúli Alexandersson frá Alþýðubandalagi, Kjartan Jó- hannsson og til vara Sighvatur Björgvinsson frá Alþýðuflokki, Matthias Bjarnason og Matthías Á. Mathiesen til vara frá Sjálf- stæðisflokki og frá Framsóknar- flokki Stefán Guðmundsson, en Guðmundur Bjarnason og Halldór Ásgrímsson til vara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.