Morgunblaðið - 21.12.1982, Síða 8

Morgunblaðið - 21.12.1982, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Tafla 1 Fjölskyldu- Kyn þolenda Kyn gerenda tengsl kk. kvk. alls kk. kvk. alls Hjón sam- býlisfólk 1 62 63 62 1 63 Skilnaðar- fólk 0 7 7 7 0 7 Ættingjar, venslafólk 16 6 22 21 4 25 Börn 5 4 9 8 2 10 22 79 101 98 7 105 22% 78% 100% 93% 7% 100% en 22% karlar. Hins vegar voru 93% þeirra sem áverka veittu, karlar, en 7% konur. „Þessar niðurstöður sýna það, að ofbeldi fjölskyldum er kynbundið. Það eru oftast karlar, sem eru valdir að því og það bitnar oftast á konum.“ Sjá töflu 1 Vikudagar Tafla 3 Fjöldi % Mánudagur 8 12,9 Þriöjudagur 7 11,3 Miövikudagur 4 6,5 Fimmtudagur 4 6,5 Föstudagur 10 16,1 ) Laugardagur 17 24,4 62,9% Sunnudagur 12 19,4 ) 62 100,1% Svo sem fram kemur í töflunni, verða 62 konur fyrir áverka eftir að hafa orðið að þola ofbeldi af hálfu eiginmanns eða sambýl ismanns, en 1 karl hefur leitað lækningar eftir árás eiginkonu. 1 könnuninni kemur fram að heimilið er sá staður þar sem lík legast er að konur verði fyrir ofbeldi, enda í samræmi við það að samskipti hjóna fara fyrst og fremst fram á heimili. En einnig er allalgengt að eiginmenn hafi frammi ofbeldi gagnvart konum sínum í eða við skemmtistaði. Sjá töflu 2 Ofbeldi er tíðast um helgar; 51,6% þeirra sem komu á slysa- varðstofu 1—4 klukkustundum eft ir að hafa fengið áverka voru undir áhrifum áfengis. Sjá töflu 3 Líkamlegir áverkar Mar er algengasti áverkinn en sár og beinbrot einnig. Þrjár konur Könnun á ofbeldi gegn konum: 101 kona leitad læknis- hjálpar eftir líkamsárás „TÖLUR um ofbeldi gagnvart kon- um eru vandmeðfarnar, en síðustu árin hefur lögreglan í Reykjavík ár- lega haft tæplega 500 sinnum afskipti af heimiliserjum," sagði Bjarki Elías- son, yfirlögregluþjónn i Reykjavík í samtali við Mbl. „Mér er fullljóst að þessar tölur eru aðeins brot af deilum og erjum sem koma upp og þá einnig líkams- árásum á heimilum. Bæði er að fólk leitar ekki til lögreglu fyrr en öll sund eru lokuð — þá hefur heimilið i mörgum tilvikum logað í deilum í 2—3 ár. Ofbeldi er viðkvæmt mál hjá konum og þær veigra sér við að skýra frá líkamsárásum,“ sagði Bjarki Elíasson. Mbl. fékk eftirfarandi tölur um heimiliserjur, ofbeldi gagnvart konum á árunum 1979, 1980, 1981 og það sem af er árs 1982, hjá Bjarka: Fjöldi skýrslna um heimiliserj- ur: 1979 - 460 1980 - 518 1981 - 489 1982 - 467 Fjöldi líkamsárása á eiginkonur eða sambýliskonur: 1979 - 94 1980 - 51 1981 - 33 1982 - 33 Fjöldi tilvika er eiginmenn eða sambýlismenn voru fjarlægðir af heimilum vegna deilna og ofbeldis á heimili: 1979 - 77 1980 - 99 1981 - 103 1982 - 94 Fjöldi eiginkvenna og sambýl- iskvenna, sem fluttar voru í slysa- deild vegna meiðsla sem þær hlutu eftir árás á heimili: 1979 - 20 1980 - 15 1981 - 7 1982 - 12 Fyrir skömmu birtust niðurstöð- ur könnunar um ofbeldi í íslenzk- Lögregla í fæst- um tilvikum köll- uð til aðstoðar um fjölskyldum í tímariti Geð- verndar eftir Hildigunni Ólafs- dóttur, afbrotafræðing, Sigrúnu Júlíusdóttur, félagsráðgjafa og Þorgerði Benediktsdóttur, lögfræð- ing. Þær söfnuðu gögnum um ofbeldi í íslenzkum fjölskyldum með því að kanna sjúkraskrár slysavarðstofu Borgarspítalans í Reykjavík árið 1979. Sjúkraskrár þeirra sem leituðu til slysadeildar vegna áverka frá öðrum eða vegna sjálfsáverka voru kannaðar. Alls reyndust þær 1174, en árlega koma um 35 þúsund ein- staklingar í slysadeildina. Af þess- um 1147 einstaklingum sem leituðu til slysadeildar hafði 101 orðið fyrir líkamlegu ofbeldi frá hendi fjölskyldumeðlims — þessir greindu sjálfviljugir frá hver olli áverka. Greinarhöfundar segja: „Það er ljóst að hér er um lág- markstölur að ræða. Til viðbótar þessum hópi koma þeir, sem skýra ekki rétt frá aðstæðum í kringum áverkann, segjast hafa dottið eða verið slegnir en ekki af hverjum. Við getum því ekki dregið ályktan- ir um tíðni fjölskylduofbeldis af þessari könnun..." Og stuttu síðar: „í sjúkrahúsi í Nottingham í Englandi var gerð tilraun til að mæla tíðni á þennan hátt. í 3 mánuði var skráð, hversu margar konur sögöu af sjálfsdáð- um frá því, að eiginmaðurinn hefði veitt þeim áverkann, sem var ástæða þess að leitað var til lækn- is. Það reyndust vera 200 konur. Næstu 3 mánuði voru allar konur sem leituðu til slysavarðstofunnar spurðar ítarlega um það, hver hefði veitt þeim áverkann og þá óx fjöldinn í 600 konur." Fram kemur að 78% þeirra sem urðu fyrir líkamsárás voru konur, reyndust vera með áverka eftir kyrkingartilraunir á hálsi. Grein- arhöfundar vitna í sjúkraskýrslu þegar þær skýra frá hvernig kona nokkur var útleikin eftir hrotta- lega líkamsárás maka: „Sú sem einna verst var leikin var með glóðarauga, mar á höku í hár- sverði, aðallega á hnakka, mar- bletti víða á handleggjum, aðallega upphandleggjum, öxl og brjósti til hliðanna, aftan á baki við hægra viðbein yfir hrygg og neðariega vinstra megin á baki. Mar á hnjám, mar á báðum rasskinnum. Sársauki undir vinstra herðablaði þegar brjóstkassa er þrýst saman“. Af þeim konum sem urðu fyrir árás á heimili hlutu 48,8% meiri háttar áverka og 51,6% töldust vera með minniháttar áverka. Sjá töflu 4 Svo sem fram kemur í könnun þeirra Hildigunnar, Sigrúnar og Þorgerðar, er erfitt að meta hve ofbeldi gegn konum er algengt hér á landi og aðeins er hægt að meta með vissu hluta þeirra sem verða fyrir árás. En ljóst er að mun fleiri konur sæta ofbeldi en lesa má af lögregluskýrslum og í flestum til- vikum hefur lögregla afskipti af deilum og heimiliserjum, en ekki beinlínis árás á eiginkonu. Þetta sést glöggt af því að árið 1979 leit- aði 101 kona lækningar eftir árás eiginmanns eða sambýlismanns, en samkvæmt skýrslum lögreglu voru 20 konur fiuttar í slysadeild eftir að lögregla hafði verið kölluð til þess að skakka leikinn. Og ef marka má kannanir erlendis, þá má ætla, að þrefalda megi fjölda kvenna sem leita sér lækninga eftir árás eiginmanns eða sambýlismanns — það er að árlega leiti um 300 konur á Stór- Reykjavíkursvæðinu læknismeð- ferðar eftir árás eiginmanns eða sambýlismanns, í flestum tilvikum á heimili. H.Halls. Staður Tafla 2 Fjðldi % Heimili 52 83,9 Við/á skemmtistaö 7 11,3 Óupplýst 3 4,8 62 100,0% veggja heimilisins er látið afskiptalaust. Ofbeldi á heimili getur því átt sér stað um langan tíma án þess að nokkur skipti sér af því. Sjúkdómsgreining Tafla 4 Fjöldi % Geðtruflanir 1 1,6 Brot 15 24,2 Tognun 5 8,1 Sár 18 29,0 Mar 22 35,5 Annaö 1 1.6 62 100,0% Kveikt á jólatré á Akranesi Akranesi, 20. desember. Síðastliöinn laugardag var kveikt á jólatré á Akratorgi hér á Akranesi, sem sent var frá vina- bænum Tönder í Danmörku. Frú Svandís Pétursdóttir flutti kveðju- og þakkarávarp, og Björn Eiríkur Andersen kveikti á trénu, en hann er danskur og innfluttur hér á Akranesi. Lúðrasveit Akra- ness lék jólalög og jólasveinar einn og átta voru mættir á torginu og skemmtu fólki. Þetta er í 25. sinn sem vinabær- inn Tönder sendir Akranesi fal- legt og táknrænt jólatré. Júlíus. Fanta á litl- um flöskum VERKSMIÐJAN Vífilfell hefur verið með Fanta-appelsín á lítra- flöskum, en nú er farið að aka út nýju Fanta-appelsíni á minni flöskum. Hafa stóru flöskurnar notið vinsælda, en nýju minni um- búðirnar eru hugsaðar til að hægt sé að neyta þessa appelsínusafa á staðnum. XJöfdar til XI fólks í öllum starfsgreinum! ÍSLENSKI JÓLAPLATTINN 1982 er kominn Pantanir í síma 20290 Laufásveg 6. Sendum um allt land. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Bræöraborgarstígur — lúxusíbúö Mjög glæsileg 80 fm risíb. í nýju húsi við Bræöraborgarstíg. Mjög fallegar furuinnréttingar og bitar í lofti. Bílskúr. Verö til- boð. Furugrund 3ja herb. + herb. í kj. Góð 90 fm íb. í tveggja hæöa blokk + aukaherb. í kj. Suður svalir. Sklpti koma til greina á 110 — 120 fm tb. á Reykjavík- ursvæöinu. Hjallabraut — Hafnarfj. 3ja herb. 96 fm góð íb. á 2. hæð. Þvottahús og búr f íb. Verö 1 millj. Laugarnesvegur — 3ja herb. Ca. 85 fm íb. á 4. hæð. Verð 900—950 þús. Hjarðarhagi — makaskipti Ágæt 90 fm íb. á 2. hæð. Tvær saml. stofur, svefnherb., góð geymsla í kj. Suður svallr. Verð 1 millj. — 1050 þús. Skipti óskast á 2ja herb. íb. á Melun- um. Hæöarbyggö — Garöabæ 3ja herb. íb. rúml. tilb. undir tréverk. Sér inng. og sér hiti. Auk þessa fylgir 50 fm íbúðar- pláss fokhelt. Austurberg — 4ra herb. + bílskúr Mjög góð tæpl. 100 fm góö íb. á 3ju hæð. Góð teppi. Suöur sval- ir. Lítil veðbönd. Verö 1150—1200 þús. Framnesvegur 4ra herb. mjög góö 120 fm íb. á 1. hæð . Tvær saml. stofur tvö herb. og hol. Skipti koma til greina á 3ja herb. íb. á 1. hæð. Fururgrund — 2ja íb. eign 3ja herb. íb. á hæö + einstakl- ingsfb. í kj. Mjög skemmtileg eign. Verð 1300 þús. Kjarrhólmi 4ra—5 herb. glæsileg 120 fm íb. á 2. hæð. Þvottahús og búr í íb. Stórar suöursvalir. V«rð 1200—1250 þús. Kleppsvegur — 4ra herb. 95—100 fm íb. á 4. hæð. Tvær saml. stofur. Tvö svefnherb., tvær geymslur og frystiklefi. Verð 1,1 millj. Skipti koma til greina á 3ja—4ra herb. íb. í ný- legu húsi. Lindargata — sérhæö 90 fm íb. í gömlu húsi. Tvöf. gler. Allt sér. Bílskúr fylgir. Verð 1 millj. Lokastígur — einbýli/tvíbýli Húsið skiptist í hæð, ris og jarðhæð. Að flatarmáli ca. 160 fm. Góöri möguleikar, engin veöbönd. Bein sala. Verö 1,5 millj. bingholtsstræti — 4ra—5 herb. 130 fm íb. sem skiptist í 2 svefnherb., 2 saml. stofur, boröstofu og stórt hol. Ný teppalagt og rafmagn endurnýj- aö að hálfu. Tvöf. gler. Laus samkomul. Verö 1,1 —1,2 millj. Óöinsgata — 3ja—4ra herb. Glæsileg 90 fm eign á 2 hæóum við Óðinsgötu. Fururinnrétt- ingar. Allt endurnýjað, rafmagn og lagnir. Sér inng. Bein sala eöa skipti á öllum mögulegum stæröum íbúöa. Fjörugrandi — parhús 160 fm parhús, skilast tilb. und- ir tréverk eða fokhelt. 20—25 fm bílskúr fylgir. Verð 1,6—2 millj. Höfum kaupanda er bráövantar 3ja—4ra herb. íb. meó bílskúr. í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.