Morgunblaðið - 21.12.1982, Page 30

Morgunblaðið - 21.12.1982, Page 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Jiri Gruntorad — Tékkóslóvakia J. Gruntorad er 33 ára múrari, en hefur einnig starfað sem ritari mannréttindahreyfingarinnar „Charter 77“. Hann afplánar nú 4 ára fangelsisdóm er hann hlaut í júlí 1981, sakaður um þáttöku í byltingu. Hann var handtekinn í desember 1980, þá ákærður fyrir að hafa ritstýrt og dreift óritskoð- uðu efni, fyrir að hafa hlustað á erlendar útvarpsstöðvar og fyrir að hafa starfað með mannrétt- indahreyfingunni „VONS“ (The Committee for the Defence of the Unjustly Persecuted). Báðar þess- ar mannréttindahreyfingar starfa óopinberlega í landinu. Rúmlega 6 mánuðum eftir handtökuna, þann 10. júlí 1981, hlaut hann dóm skv. grein nr. 98 í tékkneskum hegningarlögum og var hann dæmdur af Borgardóm- stólnum í Prag (The Prague City Court). Dómurinn hljóðaði upp á 4 ára | ^ pakkinner Hvort sem ___ linur eða harður viðtakandinn lítíll eða stór— gæti orðið öllum gjöfum verðmætara að láta endurskinsmerki fylgja. Þau fást nú i apótekum um allt land, í mörgum matvöruverslunum og ___ nokkrum rltfanga- fangelsisvist, sem á síðan að fylgja eftir með 3 ára eftirliti eða gæslu, þar sem hann er skuld- bundinn til þess að gefa reglulega skýrslu til lögregluyfirvalda um hvað hann aðhefst, en einnig mun lögreglan fylgja honum eftir. Eftir því sem AI kemst næst, þá er ekki fordæmi fyrir slíkum dóm hvað varðar pólitíska fanga í Tékkóslóvakíu. Dómnum var áfrýjað, en hæsti- réttur staðfesti hann þann 15. október 1981. Bæði réttarhöldin voru lokuð. Jiri Gruntorad mun nú vera í haldi í Liberec-fangelsinu í Norður-Bohemíu. AI telur Jiri vera fórnarlamb sinna skoðana. Pórnarlamb þess að vilja og krefjast aukins frelsis til handa sér og sinni þjóð. Ekki er vitað til þess að hann hafi beitt ofbeldi af neinu tagi. Vinsamlegast skrifið kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að Jiri Gruntorad verði þegar í stað látinn laus. Skrifið til: His Excellency JuDr. Gustav Husak President of the CSSR 11 908 Praha-Hrad Czechoslovakia. Jong-kon Kang — Kóreulýðveldið Jk. Kang er 31 árs fyrrverandi lögfræðistúdent. í febrúar 1981 rann út fangelsisdómur er hann hlaut 1976, og hafði hann þá því verið 5 ár í fangelsi. Mál hans hef- ur ekki verið tekið fyrir aftur, þó er hann búinn að vera í haldi síð- an dómurinn rann út. Jong-kon er fæddur í Japan, en hann á kóreanska foreldra. Hann lagði stund á lögfræði við Háskóla Kóreu í Seoul, þegar hann var handtekinn í október 1975. Rúm- lega 300 aðrir stúdentar, margir þeirra kóreanskir en búsettir í Japan, voru handteknir og teknir til yfirheyrslu um svipað leyti. Það voru meðlimir öryggissveitar landsins sem sáu um handtökurn- ar. Jong-kon var síðan einn af 22 stúdentum sem voru teknir fyrir rétt og dæmdir, og var hann dæmdur til 5 ára fangelsisvistar skv. „ACL“ og „NSL“ (the Anti- Communist Law & the National Security Law). Hann var sakaður um að hafa dreift upplýsingum um stúdentaóeirðir í Suður-Kóreu til erindreka Alþýðulýðveldisins í Norður-Kóreu. Þann 14. febrúar var hann búinn að afplána sinn dóm, en hann er búinn að vera í haldi síðan og er þetta gæslu- varðhald byggt á „Public Security Law“, þar sem dómsmálaráðherra landsins kveður svo á um, að framlengja megi um 2 ár í senn fangelsisdómi sem kveðinn hafi verið upp skv. „ACL“ og „NSL“, ef viðkomandi fangi er talinn líkleg- ur til þess að fremja eitthvað af- brot þegar hann hefur verið látinn laus. í febrúar 1983 á þessi tveggja ára dómur að renna út, en engin trygging er fyrir því að hann verði þá frjáls ferða sinns. AI telur að varðhaldið hafi verið framlengt vegna þess að Jong-kon hafi neit- að að breyta sinni stjórnmála- skoðun; en ekki er vitað til þess að hann hafi beitt ofbeldi af neinu tagi. Vinsamlegast skrifið kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að Jong-kon Kang verði tafarlaust látinn laus úr haldi. Skrifið til: His Excellency Mr. Bae Myung- in Minister of Justice Ministry of Justice 77 Sejong-no Chongno-gu Seoul Republic of Korea. í fréttabréfi samtakanna frá því í nóvember sl. er greint frá því, að fjölmargir pólitískir fangar hafi verið látnir lausir núna nýverið. Þeir eru meðal annars frá Eþíópiu, þar sem 716 fangar voru látnir lausir þann 11. september sl. á 8 ára afmæli eþíópísku byltingar- innar. Meðal þeirra voru margir pólitískir fangar, svo sem Ketemu Yifru, Mamo Tadesse og Ger- matchew Tekle Hawariat. Einnig voru látnir lausir fyrrverandi stjórnarmeðlimir í stjórn Haile Selassie. Haiti þar hefur verið látinn laus fangi mánaðarins frá því í maí 1981 — Sylvio Claude — ásamt 21 öðrum fanga. Malaysia þann 30. ágúst sl. voru þar látnir lausir 45 fangar, af þeim voru a.m.k. 9 sem hafa verið samviskufangar AI t.d.: Tan Hock Hin, í haldi frá 6 ENG Kvee Ba, í haldi frá ’68, og Lim Ge Chow handtekinn '71. Sovétríkin í apríl sl. var einn af samviskuföngum samtakanna lát- inn þar laus af hæstarétti Sovét- ríkjanna, hann heitir Genrikh Miller, og er af þýskum ættum. Mazette Jackson — Miö-Afríkulýðveldiö M. Jackson er giftur og þriggja barna faðir og starfaði sem skóla- stjóri Tækniskólans í Bangui áður en hann var handtekinn þann 3. janúar 1982. Síðan þá hefur hann verið í haldi í herbúðum í Bangui, án þess að mál hans hafi komið fyrir rétt. M. Jackson er meðlimur stjórn- málaarms andspyrnuflokksins „MLPC“ (Mouvement de libéra- tion du peuple centrafricain). Hann var handtekinn ásamt 11 öðrum, ákærður fyrir að hafa sótt ólöglegan stjórnmálafund sem „MLPC“ hafði staðið á bak við. Þegar núverandi herforingja- stjórn kom til valda í september 1981, þá svipti hún alla stjórn- málaflokka starfsleyfi. Flokkarnir voru þó ekki bannaðir og skv. því á það ekki að teljast ólöglegt að vera meðlimur „MLPC“ eða annarra stjórnmálaflokka, en yfirvöld hafa ekki talið það í samræmi við þeirra ákvörðun að meðlimirnir sæktu fundi. Þegar þessir 12 menn komu fyr- ir dómara í febrúar sl., þá sýknaði hann strax 7 þeirra, taldi að þeir hefðu ekkert til þess að svara til saka fyrir. í framhaldi af því var viðkomandi dómari handtekinn og hann hafður í haldi í 4 mánuði. Mazette og hinir 4 sem eftir voru, eru búnir að vera í haldi síðan þetta var, en án þess að mál þeirra hafi komið fyrir rétt aftur, án þess að þeir hafi hlotið neinn dóm. Hinir fangarnir eru: Jean Bavin- am bílstjóri, Jean Edgar Djiro kennslufræðingur, Jean-Claude Dobanga bókasafnsfræðingur og Antoine Sikossi opinber starfs- maður. Frá því í febrúar hafa þau verið í haldi í Kassai-herbúðunum í Bangui. Aðstæður þar voru ekki góðar fyrir en versnuðu þó til muna í mars sl. er 100 föngum til viðbótar þeim sem fyrir voru var komið þar fyrir. Frá þvi í mars hefur Mazette verið í einangrun og hefur nær enga hreyfingu fengið. AI telur að Mazette Jackson og hinir 4 fangarnir, séu í haldi vegna þess að þeir hafi leyft sér að láta í ljós sínar skoðanir og látið reyna á sitt frelsi. Vinsamlegast skrifið kurteis- lega orðað bréf, helst á frönsku, og biðjið um að þessir 5 fangar verði látnir lausir. Skrifið til: Son Excellence le Général A. Kolingba Président de la Republique Presidence de la Republique Bangui Central African Republic. Siguröur Pálsson ræöir viö fimm aöflutta íslendinga. Þeir eru: Baltasar B. Samper listmálari Ester Gunnarsson hjúkrunarfræöingur og húsmóöir Carl Billich píanóleikari Rut Magnúsdóttir organisti og húsmóöir Einar Farestveit forstjóri Höfundur segir m.a. í formála: „Þau opnuöu mér dyr, rifjuðu upp fyrir mig bernsku og æsku, áhrifavalda í lífi sínu, aödragandann aö komu sinni til íslands, ástæöur fyrir því aö þau settust hér aö fyrir fullt og allt og kynni sín af landi og lýö. ÓVENJULEG SAMTALSBOK MLÍ Freyjugötu 27, s. 18188 FORVITNILEG BÓK UM FORVITNILEGT FÓLK Norður í svalann Amnesty International: FANGAR DESEMBER MÁNAÐAR 1982

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.