Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 23 Islenska landsliðið í handknattleik kom heim meö stór töp á bakinu meö 28 mörk í mínus efftir 5 leiki Handknattleiksmótinu [ Aust- ur-Þýskalandi lauk um helgina og léku íslendingar þé við Rúmena og Ungverja. Rúmenar sigruðu okkar menn á laugardaginn með níu marka mun, 26—17, og síðan tapaði island fyrir Ungverjum á sunnudaginn, 25—20. Austur- Þjóðverjar urðu sigurvegarar á mótinu og unnu alla sína leiki. Þeir sigruðu Rúmena í síðasta leiknum á sunnudaginn, 20—18, en hefði nægt jafntefli til sigurs í mótinu. Rúmenar og Ungverjar urðu í 2.—3. sæti, bæði lið með 7 stig, Svíar fengu 4 stig, íslend- ingar 2 og B-lið Austur-Þjóöverja ekkert stig. Ungverjar höfðu yfir í hálfleik, 12—10, en í lokin var munurinn oröinn fimm mörk. Kristján Arason var markahæstur íslensku leik- mannanna, skoraði sjö mörk (eitt víti), Alferð Gíslason geröi fjögur og eins geröi Hans Guðmundsson, Steindór Gunnarsson var meö tvö, og eitt mark geröu Jóhannes Stef- ánsson, Haukur Geirmundsson og Páll Ólafsson. Sigur Rúmena á laugardaginn var mjög öruggur, 26—17, og eins og í öörum leikjum var íslenska vörnin nokkuö langt frá því aö vera nægilega sterk. Varnarleikurinn var ekki góöur í þessari keppni hjá íslenska liöinu og er greinilegt aö mikiö þarf aö lagfæra fyrlr B-keppnina í Hollandi í febrúar. Leikurinn viö Austur-Þýskaland var sýndur í sjónvarpinu á sunnu- daginn og sást þá vel hve vörnin var slök — og sóknarleikurinn var einnig litiö auganayndi. Einhæfur og lítt ógnandi og leikmenn virk- uöu þungir. En þaö er auövitaö B-keppnin sem máli skiptir hjá landsliöinu í vetur, þannig aö höf- uömáliö er aö vera á toppnum þá. Úrslitin í leikjum íslands á mót- inu uröu þessi: A-Þýskaland — Island 32—20 Svíþjóö — island 28—20 A-Þýskaland B — ísland 22—28 Rúmenína — Island 26—17 Ungverjaland — island 25—20 Markatala úr þessum leikjum er því 105—133 íslandi í óhag — eöa 28 marka munur. — SH. • Jóhann Ingi hefur skilað árangursríku starfi hjá THW Kiel. Hann hefur nú framlengt samning sinn við fólagiö. • Atli Eðvaldsson hefur leikið mjög vel aö undanförnu með liöi sínu, Fortuna DUsseldorf, í vestur-þýsku Bundesligunni. Leikur liðsins hefur gjörbreyst eftir að nýr þjálfari tók viö því. Alti hefur nú skorað átta mörk í deildinni, er keppnistímabili er hálfnað, og er meöal marka- hæstu manna. Hór gengur Atli af velli eftir einn leikínn og er ákaft fagnaö. Hann dvelur nú í jólaleyfi ásamt konu sinni og syni á Kanarí- eyjum. Nokkrar líkur eru nú á því að hann gangi til liðs við nýliöa Þórs á Akureyri og leiki með þeim í 1. deildinni næsta sumar. Ljósmynd: Gudmundur Guöjónsson. Gengur Þorsteinn til liðs við Þór? Jóhann Ingi gerir nýjan samning við THV-Kiel — mun þjálfa liðið til ársins 1985 JÓHANN Ingi Gunnarsson hefur nú undirritaö nýjan starfssamn- ing við v-þýska handknattleiks- liðið THW Kiel. Stjórn fólagsins hefur verið mjög ánægö með þann góða árangur sem Jóhann hefur náð með liðið og lagöi hart að Jóhanni aö skrifa undir nýjan samning, og þaö gerði hann þeg- ar hann haföi fengið mjög gott tilboð frá fólaginu. Jóhann mun starfa hjá fólaginu til 1985. Allir leikmenn liðsins svo og stjórnarmenn voru einróma sam- mála um að reyna aö fá Jóhann til að starfa áfram og byggja upp framtíðarlið fyrir fólagiö. Á síð- ustu átta árum hafa 10 þjálfarar verið við störf hjá Kiel, en allir hafa þeir verið látnir fara. Jóhanni Inga hefur tekist á aö- eins örfáum mánuðum aö ger- breyta leik Kielar-liösins úr krafta- handknattleik í léttan, agaöan og hugmyndaríkan handknattleik. Þetta hafa áhorfendur í Kiel kunn- aö aö meta og ávallt er uppselt á heimaleiki liösins. Þá hefur líka oröiö mikil breyting á leik liöslns á útivelli og liöiö hefur unniö þar góöa sigra þó svo aö þeir séu ekki nógu margir ennþá. En því stendur til aö breyta. Liö Kiel hefur komiö verulega á óvart í deildarkeppninni í vetur undir stjórn Jóhanns Inga og unniö fleiri sigra en nokkur átti von á. Þaö varö til þess aö starfssamn- ingur hans var framlengdur um tvö ár og rennur nú ekki út fyrr en áriö 1985. — ÞR Miklar líkur eru á því að Þor- steinn Ólafsson, fyrrum lands- liðsmarkvörður í knattspyrnu, gangi til liðs við nýliöa Þórs fró Akureyri í 1. deildinni næsta sumar. Þorsteinn, sem búiö hefur í Svíþjóð undanfarin ár og m.a. leikið þar meö IFK Gautaborg, kemur til landsins milli jóla og nýárs og mun þá halda til Akur- eyrar og ræða viö forráöamenn Þórs. Erfiðlega hefur gengiö fyrir Þorstein aö fá vinnu í sínu fagi hér á landi, en hann er efnafræöingur aö mennt. Líkur eru nú á því að hann geti fengiö starf á Akureyri, og ef af því veröur mun hann ganga til liös viö Þórsara. Þá hefur heyrst að Siguröur Lár- usson, fyrirliöi bikarmeistara ÍA, sé aö velta fyrir sér aö flytja aftur til Akureyrar og leika meö Þór. Hann lék sem kunnugt er meö liðinu áö- ur en hann gekk til liös viö ÍA. Sig- urður mun ákveöa sig um jólin. — SH. Malta steinlá á „heimavelli“ Hollendingar lóku sér aö Möltubúum er liðin mættust í Evrópukeppni landsliöa í Aachen f V-Þýskalandi á sunnudaginn. Endaöi leikur- inn 6:0 fyrir Holland. Ophof skoraöi fyrsta markið úr vítaspyrnu. Van Kooten og Schoenaker geröu síöan tvö mörk hvor og síðasta markið geröi Hovenkamp. Ein og tölurnar bera með sór voru yfirburðir Hollend- inganna geysilegir og aöeins frábær markvarsla Bonello hjá Möltu kom í veg fyrir mun stærra tap liðsins. Áhorfendur voru um 15.000, en leíkurinn var heimaleikur Möltu. Þeir voru dæmdir til að leika tvo heimaleiki sína á hlutlausum velli — og hafa nú gert það, viö ísland og Holland — þannig aö næsta heimaleik í keppninni geta þeir leikiö á Möltu. Staðan í riölinum eftír leikinn á sunnudaginn er þannig: Holland 3 2 1 0 9:2 5 Spánn 2 1 1 0 4:3 3 írland 3 1 1 1 6:5 3 Malta 2 1 0 1 2:7 2 ísland 4 0 1 3 2:6 1 Mikill hagnaður á Spáni á HM Framkvæmdanefnd FIFA hefur nú tilkynnt formlega hve mikill hagnaður hafi orö- iö á heimsmeistarakeppn- inni á Spáni í sumar. Hagn- aðurinn varð 64 milljónir svissneskra franka — rúm- lega 517 milljónir íslenskra króna. Verður hagnaðinum skipt milli FIFA, Spánverja, sem hóldu keppnina og knattspyrnusambanda þeirra þjóöa sem þátt tóku í keppninni á Spáni. Ákveóiö í maí hvar HM '86 verður haldin Alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, tilkynnti á laugardaginn aö ákvöröun um þaö hvar heimsmeistara- keppnin yrði haldin 1986 yrði tekin í maí á næsta ári. Bras- ilía, Mexíkó, Kanada og Bandaríkin hafa öll fengið frest til 10. janúar til aö sækja formlega um að halda keppnina, en þessi lönd hafa sóst mest eftir því eftir aö Kólombía dró umsókn sína til baka. Sérstök nefnd sem skipuö hefur veriö mun skoöa aö- stæöur í öllum þessum lönd- um og síöan mun fram- kvæmdanefnd FIFA taka lokaákvöröun á ráöstefnu í Stokkhólmi sem haldin verö- ur 19. og 20. maí. FIFA veit aö ekki er ráö nema í tíma sé tekiö og því er þegar fariö aö hugsa fyrir HM 1990 og 1984. Sovétríkin, Ít- alía, Frakkland, Holland og Júgóslavía hafa hingaö til sýnt mikinn áhuga á aö halda keppnina 1990, og nú hefur Kanada bæst í þann hóp. Suður-Kórea, Brasilía og Perú hafa áhuga á aö halda keppnina 1984.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.