Morgunblaðið - 21.12.1982, Page 12

Morgunblaðið - 21.12.1982, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Grindavík Bréf til Matthíasar Johannessen frá Viktoríu Ketilsdóttur Kæri Matthías, Þakka þér fyrir greinina þína „Dagpistlar um dægurmál", sem birtist í Mbl. sl. laugardag. Að öllu eðlilegu hefði ég, úti- vinnandi sjómannskona úr Grindavík, ekki gefið mér tíma til þess að lesa hana, á þessum tíma árs (þú veizt allt jólaves- enið). En aðstæðurnar haga því þannig til, nú um þessar mund- ir, að allt í einu hef ég yfir- þyrmandi nægan tíma, ró og næði til þess að lesa, hugsa, skoða og skilgreina. Og auðvitað einnig til þess að skrifa þér þetta bréf. Ég hef ekki eytt tíma mínum eða pennum hingað til í að skrifa í blöðin. Jú annars, reyndar skrifaði ég í fyrra minningargrein um hana tengdamóður mína, blessuð sé minning hennar, og auðvitað birtist hún í Mbl. Það var svo sjálfsagt mál, því aðra eins Morgunblaðsmanneskju og hana Valgerði í Vík hef ég ekki hitt um dagana. Ég vona, að það gleðji þig, svona í svartasta skammdeginu, að heyra um, hvernig amstur daganna hófst hjá henni. Hún sagðist ekki vera almennilega vöknuð dags daglega, nema hún væri búin að fá sér kaffibolla, sígarettu og lesa Moggann. Þetta var nú svona útúrdúr, en þú hefðir haft gaman af að spjalla við Valgerði, hún hafði ákveðnar skoðanir og gull- hjarta. Ég ætlaði að hrósa greininni þinni. Ýmislegt sem þú segir þar höfðar beint til mín, t.d. finnst mér „persónugerður frí- gír“ og útlistanir á fyrirbærinu vera frábært. Ég var nefnilega „persónu- gerður frígír" alla mína tíð, þangað til í fyrra. Þá upplifði ég atburði, sem urðu þess vald- andi, að ég vaknaði til lífsins með skoðanir og þorði að viður- kenna þær. Ég fór til V-Berlínar í JC- ferð, og skrapp auðvitað austur fyrir múrinn. Eftir það er ég ekki söm manneskja. Ég er með hugmynd, tillögu; mig langar að fá álit þitt á henni. Ég held, hún gæti eytt misskilningi og leið- indapexi meðal landsmanna. Hún er svona: Þegar sam- gönguráðherra er endanlega bú- inn að setja bæði stóru flugfé- lögin á hausinn, á Evrópu- leiðunum, mætti nýta flugvél- arnar á eftirfarandi hátt: Efna til ókeypis hópferða með hernámsandstæðinga og aðra nytsama sakleysingja til Berl- ínar, með tilheyrandi skoðunar- ferð austur fyrir „í sæluna". Ég er viss um, að lýðræðissinnaðar flugáhafnir myndu vinna við þetta pílagrímaflug án þóknun- ar, svona svipað og við sand- græðsluna. Þetta yrði álíka þjóðþrifastarf. Þá er það bens- ínkostnaðurinn og lendingar- gjöldin. Ef til vill finnst einhver leynisjóður SÍS-báknsins, sem fjármagnaður er með hermangi við varnarlið, brúklegur til þeirra hluta. Það væri vel við hæfi. Hvernig lízt þér á þetta? Ég er bjartsýnismanneskja og viss um að þetta bæri árang- ur. Að þetta yrði til góðs fyrir þjóðina. Alla vega hafði þessi ferð mín svo mikil áhrif á mig, að ég gekk i Sjálfstæðisfélag Grindavíkur, lenti í prófkjöri við bæjarstjórnarkosningarnar sl. vor og var þar á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins með góðu fólki. Mér dettur í hug síðasti Kastljósþáttur sjónvarpsins. Þar ætlaði Ögmundur, frétta- maður, aldeilis að þjarma að Ólafi Jóhannessyni utanríkis- ráðherra í sambandi við NATO. Ég dáðist að Ólafi fyrir svör hans og festu, sem hittu beint í mark (hjá mér). Ég ætla ekkert að minnast á Pólland, Tékkó- slóvakíu, Afganistan o.s.frv., en einu sinni var sagt „þetta gerist aldrei hér“; aðgát skal höfð, svo hinar frjálsu þjóðir fljóti ekki sofandi að feigðarósi. I áðurnefndum Kastljósþætti gerðist önnur uppákoma, sem ég horfði á opinmynnt af undr- un. Þú veizt hvað ég á við, það að iðnaðarráðherra Islands kann hvorki mannasiði né und- irstöðuatriði fundarskapa. Ég er uppalin í Flóanum og skammast mín ekkert fyrir að vera „sveitamaður". Það, að þingmaður utan af landi, ráð- herra í þokkabót og háskóla- menntaður,skuli nota þetta orð í niðrandi merkingu fyrir fram- an alþjóð, finnst mér yfirgengi- legt. Ég sannarlega óttast svon- alagað, hvar er nú „virðing Al- þingis"? Ég dáðist að rósemi Guðmundar G. Þórarinssonar og því, að hann skyldi hafa kjark og þor til þess að segja sig úr álnefndinni, „hinu rússneska hæsnabúi". Hann hefði bara átt að vera búinn að því fyrir löngu. Mér finnst Guðjón Einarsson fréttamaður hefði mátt reyna að hemja ráðherra betur, þetta var heldur óskemmtilegt á að hlýða. Guðmundur G. er áreiðanlega í vitlausum flokki. Ég man eftir lagni hans og afrekum fyrir 10 árum, þegar skákeinvígi aldar- innar (Fischer — Spassky) var haldið hér, með tilheyrandi taugastríði og látum. Sú reynsla hlýtur að hafa komið Guðmundi að góðum not- um, ef hann þá má sín einhvers innan um tækifærissinnana, flokksbræður sína. „Maður lær- ir aldrei af annarra reynslu, að- eins sinni eigin," sagði gamall og góður kennari minn oft. Þessi setning er líklega það eina, sem ég man eftir, af öllu hans tali í 4 ár samfleytt. Stefna, eða stefnuleysi iðnað- arráðherra í álmálinu, virðist vera til mikils tjóns fyrir þjóð- arbúið, og er þó ekki á bætandi. Hann virðist sleginn blindu valdahroka og valdníðslu. Hagsmuni hverra ber hann fyrir brjósti? Hér sýnist Guð- mundur G. nú hafa brotið blað og sýnt lofsverðan kjark, eða þolir hann ekki meira? Svo vaknar einnig önnur áleitin spurning; er þetta tæki- færið, sem Framsókn hefur ver- ið að bíða eftir, til þess að losna úr stjórnarfaðmlaginu? Steingrímur erlendis, aldrei þessu vant! Það á víða við sí- gilda spakmælið: „Svo sem þú sáir, svo muntu og uppskera." Nú er mál að linni spekúla- sjónum um framsóknarmenn og kommúnista. Mig langar að ræða við þig um annað þarfara og merkilegra mál; mannlíf í Grindavík. Þessa dagana, og reyndar undanfarna mánuði, er það að- allega tvennt, sem hrjáir mann- fólk í Grindavík. Annars vegar lokun RARIK á allt plássið sl. þriðjudag, sem frægt varð. Hins vegar stefna sjávarútvegsráðherra og reynd- ar ríkisstjórnarinnar allrar í atvinnumálum. — En bíddu við, þessi tvö atriði eru nátengd, eins og tvíbaka. Sjálfsagt þykir mér, sem gömlum yfirrukkara hjá Kaaber og Ingólfi í Útsýn, að ganga fast á eftir innheimtu reikninga. Það má alltaf semja um hlutina. En fyrr má nú rota en dauðrota. Það var bara klippt á allan kaupstaðinn eins og hann lagði sig, þótt yfir 95% íbúanna hefðu aldrei gert RARIK neitt. Fólkið mátti gjalda þess, að fyrirtæki í fiskvinnslu og út- gerð eru á heljarþröm, og að hin misnotaða og spillta byggða- stefna hefur aldrei náð til Grindavíkur. Hvað skyldu margar hús- mæður hafa verið í miðjum kökubakstri? Engin aðvörun var gefin. Mér finnst fúkkalykt af öllu þessu máli hjá RARIK, og ég er reið, vegna þess að ver- ið er að stimpla Grindvíkinga vanskilamenn eða eitthvað það- anaf verra. Ég hélt, að Grind- víkingar hefðu fengið nóg af ómaklegum svívirðingum hér fyrir nokkrum árum, með hinni „merku heimildarkvikmynd „Fiskur undir steini““. Sú kvik- mynd er að vísu bezt gleymd; fyrir ungu kynslóðina skal það upplýst, að aðalmottó og markmið hennar var að lýsa og sýna hernámsinnrætingu og „menningarleysi" íbúanna, vegna nálægðar varnarliðsins. Ég hef búið í Grindavík í 4 ár og aldrei orðið vör við neitt slíkt, ekki einu sinni séð hermann á rölti innanbæjar. Hins vegar finnst mér, að í Grindavík búi þjóðlegra fólk, heldur en t.d. í Reykjavík, þótt meirihlutinn sé heimtur úr helju. Grindvíkingar eru að mínu áliti duglegir, glaðsinna og ekki nærri því eins stressaðir og þið hérna á höfuðborgar- svæðinu. Sem dæmi um skemmtileg- heit og menningu okkar í Grindavík get ég nefnt bless- aðra bæjarstjórnina okkar, sem fæddist eftir kosningarnar í vor. I henni eru 7 manns, 6 karl- ar og ein kona, en hún er foringi þeirra, forseti bæjarstjórnar. Þessi kona, forsetinn okkar, er sjómannskona eins og ég. Þetta er hún Ólína Ragnarsdóttir, sem ber okkur boðskap þinn, þú þekkir hana sjálfsagt. Hún gengur um bæinn sinn, marga kílómetra á dag, 6 daga vikunn- ar, árið um kring og ber út Morgunblaðið. Það er í rauninni dónaskapur að minnast á um- fjöllun pressunnar fyrir fáum árum um „skólastjóramál og kennaramál" í Grindavík, en þau dæmi sýndu að Grindvík- ingar létu ekki bjóða sér það sem „kerfið" ætlaði að þröngva upp á þá nauðuga. Þeir eru sjálfstæðir og sjálfbjarga, ekki geðlurður. í fróðlegu viðtali við Geir Gunnarsson alþm. í Bæjarbót (bæjarblaðinu okkar) nýlega, kom hann með samanburðartöl- ur á mannafla við fiskveiðar og vinnslu sjávarfangs í kaupstöð- um landsins. Grindavík var þar langhæst. Þarna er svarið. í Grindavík, þar sem allt snýst um fisk, er ástandið þannig, að lokað er fyrir rafmagn á menn og málleysingja vegna þreng- inga fyrirtækja í þessum undir- stöðuatvinnuvegi landsmanna, sem allir lifa á. Það grátbros- legasta við þetta allt saman er svo orkuverið við Svartsengi, sem er í Grindavíkurhreppi. Það voru Grindvíkingar sem hófu rannsóknir þar upphaf- lega. Kosti hitaveitunnar fyrir all- an Reykjanesskagann þarf ekki að tíunda, en þar er framleitt rafmagn, sennilega ódýrasta rafmagn í heiminum, sem selt er Landsvirkjun, sem síðan sel- ur það til RARIK. Er þetta hægt Matthías? Hvar enda þessi ósköp, þegar enginn atvinnurekstur í landinu ber sig lengur, nema helzt tízkuverzlanir og vídeóleigur? Nei, stefna sjávarútvegsráð- herra hefur ekki verið Grind- víkingum lyftistöng, síður en svo. Þessi togaravitleysa öll er að fara með okkur til andskotans, fyrirgefðu orðbragðið. Það skiptir engu máli orðið, hver til- kostnaðurinn er við fiskinn sem veiddur er af togurunum, ég minnist nú ekki á smáfiska- drápið. Sjávarútvegsráðherra hefur gengið alltof langt í at- kvæðaveiðum, eftir er að sjá hvort það fiskirí er líka á hausnum. Hann hefði þurft að fara í einkatíma hjá flokksbróð- ur sínum Guðmundi G. Þórar- inssyni, til þess að læra að segja „nei“. Sem sjálfstæðismann- eskja þegi ég ekki lengur, horf- andi upp á niðurlægingu Grindavíkur vegna vondra stjórnvalda og himinhrópandi atkvæðamisréttis. Ömurlega ranglátt vægi atkvæða lands- manna svíður og ég get sagt húnvetnskum undirskrifta- mönnum það, að Suðurnesja- menn gjalda þess oft frekar en hitt, að vera svona nálægt Reykjavík. Ég roðna við til- hugsunina um, hve ósanngjarnt það er að vera baral/4. atkvæði gamals skólabróður á Isafirði. Matthías, þú ættir að kynna þér Grindavík og mannlíf þar. Grindavík er (persónu)gerv- ingur einkaframtaks, dugnaðar og áræðis bátasjómanna. Þar ganga fáir um götur verandi á ríkisspenanum. Matthías, þú hefur tekið mörg góð viðtöl við áhugavert fólk. í Grindavík búa margir heim- spekingar. Gamlir sjómenn, meitlaðir af átökum við óblíð náttúruöfl eru sérstæðar og mannbætandi persónur, þótt langskólagöngu sé ekki fyrir að fara. Þú ert reyndar því miður bú- inn að missa af góðum vini mín- um, Einari heitnum Dagbjarts- syni í Ásgarði, sem var sérstæð- ur og eftirminnilegur persónu- leiki. Ég hefði viljað fjalla um vandamál Sjálfstæðisflokksins og mínar hugmyndir um lausn þeirra. Það verður að bíða betri tíma, en eitt vil ég þó segja um það: Ef rétt er á málum haldið, ef málefnin eru látin ganga fyrir mannati, ætti sigur Sjálfstæðisflokksins í komandi alþingiskosningum að verða glæsilegur. Að lokum, ég fór í JC-ferð til Berlínar, eins og áður er sagt, JC gaf mér kjarkinn til þess að tjá mig. JC er það sem við konur höfum alltaf verið að bíða eftir, það er ég sannfærð um. Ef þig langar til að vita hvað JC er, ættirðu að senda eins og einn hjarðsvein þinn út af örk- inni, í rannsóknarblaða- mennsku. Ég ætla ekki að út- skýra fyrir þér hvað JC er, en einkunnarorð JC eru boðskapur alveg í takt við greinina þína, um persónuat og frígír. Ég hlakka til að lesa bókina þína „Félagi Orð“, kannski fæ ég hana í jólagjöf. Með vonum um friðsæl jól. Þín einlæg Viktoría

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.