Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 45 Kveðjuorð: Einar A. Jónsson aðalféhirðir Góður vinur hefur kvatt okkar í svartasta skammdeginu og fengið sinn frið í lok jólaföstu. Einar A. Jónsson var lífsglaður bjartsýnis- maður, sérstæður persónuleiki og mikill hugsjónamaður, sem ávallt setti merkið hátt, gekk óhikað til starfa að sínum mörgu áhugamál- um og lét hvergi deigan síga. Athafnaþrá Einars var með ein- dæmum, hugmyndaflugið óþrjót- andi, og hann lét ekki þar með sitja, heldur framkvæmdi hlutina með sínum alkunna dugnaði og áhuga fyrir því málefni, sem hann vann að hverju sinni. Hann ávann sér traust þeirra, sem með honum störfuðu, enda vel til forustu fall- inn. Ég átti því láni að fagna að eiga Einar sem góðan vin í meira en þrjá áratugi, og tel ég mig lánsam- an að hafa kynnst slíkum öðlingi. Einar rak í mörg ár skemmtigarð- inn Tivoli og var upphafsmaður og stjórnandi fegurðarsamkeppna hérlendis. Hann var vel kynntur á erlendum vettvangi í þessari starfsemi, enda ekki ósjaldan kall- aður til dómarastarfa víðsvegar um heim í alþjóða fegurðarsam- keppnum. Einar var frumkvöðull að stofn- un Kiwanishreyfingarinnar á ís- landi og vann þar merkt og mikið brautryðjendastarf. Voru honum falin mörg trúnaðarstörf í þágu Kiwanis, sem hann leysti af hendi með miklum myndarbrag. Þá var Einar einn af aðalhvatamönnum að stofnun Gigtarfélags íslands og varðaði veginn að uppbyggingu velgengni þess félagsskapar. Fé- lagsmálin áttu hug Einars, og vann hann mikið og gott starf, sem seint verður fullþakkað. Hann tók mikinn þátt í störfum innan Oddfellowreglunnar meðan kraft- ar entust og var þar vel liðinn og vinamargur. Einar A. Jónsson hóf störf hjá Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis árið 1941 og vann þar óslitið í röska fjóra áratugi og sem aðalféhirðir um tuttugu ára skeið. Einar var sérlega vinsæll og lipur starfsmaður og vel liðinn, jafnt meðal starfsmanna og viðskipta- vina. Nú er skarð fyrir skildi í þeirri stofnun, sem hann helgaði krafta sína beztu ár ævinnar. Ég og fjölskylda mín flytjum hans ágætu konu, Herdísi, dætr- unum tveim og tengdamóður hans innilegar samúðarkveðjur í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning góðs drengs og vinar. Njáll Símonarson Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Útför JÓELS JÓNASSONAR, Þingholtaatræti 33, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 22. desember kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Elisabet Kristjánsdóttir, Jósef Jónasson. t Eiginmaöur minn, KARL ÞORFINNSSON, lést 7. des. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hins látna. Sigríóur Vilhjálmsdóttir. t Útför eiginmanns mins og fööur okkar, STEINGRÍMS GUÐJÓNSSONAR, Hátúni 8, veröur gerö frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 22. des. kl. 16.30. Fyrir hönd vandamanna, Jóna E. Guömundsdóttir, Rósa S. Steingrímsdóttir, Eiður Steingrímsson. 3. (Sartland Ástin blómstrar á öllum aldursskeiöum ÞÆR ERU SPENNANDI í ÁR, SKEMMTISÖGURNAR FRÁ SKUGGSJÁ! Barbara Cartland Ástin blómstrar á öllum aldursskeiðum Eftir lát konu sinnar segir Malcolm Worthing- ton skilið við starf sitt i utanríkisþjónustunni og fer til Miðjarðarhafsins i þeim tilgangi að gleyma fortíðinni og hefja nýtt líf. Þar verða tvær konur á vegi hans og þær eru ólikar eins og dagurinn og nóttin. Elísabet er fínleg, lífsglöð og óeigin- gjörn og kennir honum að elska á ný. Marcia er há og grönn, fögur og fönguleg, en Malcolm metur hana einskis. En þegar Marcia er að þvi komin að hverfa að fullu úr lífi hans, ske óvæntir atburðir, sem Malcolm hafði ekki séð fyrir... Theresa Charles við systurnar Althea er fögur, alvörugefin og mjög gáfuð og stjórnar yngri systur sinni, full afbrýðisemi og öfundar. Rósamunda er lífsglöð og skemmtileg, aðlaðandi og kærulaus, en full af mannlegri hlýju. Adrian er aðstoðarprestur föður þeirra og þær eru báðar ástfangnar af honum. Hann kvæn- ist Altheu. Cecil er frændi Adríans, glæsilegur og sjálfsöruggur. Hann kvænist Rósamundu. Þessar systur voru mjög ólíkar, en áttu þó svo margt sameiginlegt i fari sínu, að mennirnir, sem urðu á vegi þeirra hrifust af þeim báðum. Sigge Stark Skógarvörðurinn Anna frá Hlíð var sautján ára og mjög þögul og fáskiptin. Hún tjáði engum hug sinn, heldur hélt sig út af fyrir sig, rölti ein um skóginn með hundinum sínum, sem í raun var hennar eini félagi. En einn indælan sumardag, þegar sólin hellti geislum sínum yfir skóginn, fjöllin og mýr- arnar, hitti hún skógarvörðinn nýja. Þessi sumar- dagur festist henni í minni sem einn mesti hamingjudagurinn í lifi hennar, enda þótt hann bæri í senn með sér sorg, biturleika og tár... SIGGE STARK SKÓGAR- VÖRÐURINN ELSE-MAPIE NOHP HVCR ER co? Else-Marie Nohr Hver er ég? Eva Birk er að undirbúa brúðkaup sitt og Henriks Borg, þegar hún fær þær óvæntu upp- lýsingar, að af vígslunni geti ekki orðið, þar sem hún sé þegar gift öðrum manni. Eva verður að sjálfsögðu skelfingu lostin. Hún hafði orðið fyrir bifreiðarslysi og þjáðst af minnisleysi um tíma, en þegar hún tekur að kanna málið, kemst hún að þvi að hún er þegar gift, og það manni sem henni er ákaflega ógeðfelldur, — og að með þessum manni á hún þriggja ára gamla dóttur... Erik Nerlöe Hvítklædda brúöurin Karlotta var á leið til kirkjunnar þar sem Jesper og veizlugestirnir biðu hennar. Hún var klædd í brúðarkjólinn hvíta, með fagran brúðarvönd í fanginu og fyrir brúðarvagninn voru spenntir tveir fagrir gæðingar. En hún komst aldrei alla leið til kirkjunnar, — og enginn vissi um mennina tvo, sem í brúðarvagninum sátu og óku á brott með Karlottu, tvo illskeytta menn, sem til alls voru visir. Og þar með fékk Benedikta Liljen- krona möguleika til að vinna ástir Jespers á ný... sa ErikNcrlöe HVITKLÆDDA BRUÐURIN C i % Francis Durbridge Með kveöju frá Gregory Fáir útvarpsþættir hafa vakið jafnmikla spennu meðal islenzkra útvarpshlustenda sem Gregory-þættirnir sællar minningar. Með kveöju frá Gregory er sagan sem þessir æsilegu þættir voru byggðir á, — og sagan er ekki síður spennandi. Hver var hann þessi leyndardómsfulli glæpamaður, sem skildi eftir orðsendinguna „Með kveðju frá Gregory,“ ritaða með rauðu bleki, sem minnti óhugnanlega á blóð, og festi á fórnarlömb sín? — Það kostar vökunótt að byrja lestur þessarar bókar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.