Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 15 Jólatónleikar Pólýfónkórinn og Kammer- sveit Reykjavíkur fluttu verk eftir Bach, Torelli og Vivaldi á jólatónleikum í Kristkirkju fyrir troðfullu húsi. Umfram það að flytja góða tónlist með glæsi- brag, þá bar það til tíðinda að stjórnandi tónleikanna var Hörður Askelsson. Það hefur auðvitað borið til í umræðum manna hver tæki upp merki Ing- ólfs Guðbrandssonar, þá hann þætti sér hvíldar vant. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og gott ráð hjá Ingólfi er það að kalla til samstarfs við sig jafn efnilegan tónlistarmann og Hörð. Fyrsta verk tónleikanna var Kantata nr. 61 eftir J.S. Bach, „Nun komm, der Heiden Heiland". Einkunnarorð verks- ins eru úr Opinberunarbók Jó- hannesar, þriðja kafla, tuttugata versi. „Sjá ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.“ Það var margt vel gert í þessu verk en auk flutnings strengjasveitar- innar og söngkórsins, sungu Katrín Sigurðardóttir og Sigurð- ur Björnsson einsöng. Aríurnar í verkinu eru mjög erfiðar og allt að því eðlilegri sem hljóðfæra- tónlist, sérstaklega tenórarían. Katrín Sigurðardóttir er efnileg söngkona og sýndi á sér nýja hlið, er vekur vonir um að hún festi sig ekki í ákveðnum söng- hlutverkum, heldur þjálfi söng- tækni sína við margbreytileg viðfangsefni. Það má segja að Katrín hafi komið nokkuð á óvart með ágætum og styrkum söng sínu. Annað verkið á söngskránni var Jólakonsertinn eftir Torelli. Tónleikunum lauk svo með Gloría eftir Vivaldi, sem kórinn hefur áður flutt með miklum glæsibrag. Það var töluverð spenna í flutningi verksins, sem er glæsileg tónsmíð. Einsöngvar- ar voru Katrín Sigurðardóttir, Signý Sæmundsdóttir og Ásta Thorstensen. Af ágætum flutn- ingi einsöngvaranna var söngur Katrínar í Domini Deus (6. kafli), sérlega vel útfærður. Ásta Thorstensen hefur fallega rödd og söng ágætlega. Hún mætti þó leggja meiri rækt við framburð textans, sem vill verða of mótað- ur af tónuninni. í heild var flutningur verksins mjög góður bæði af hendi hljóðfæraleikara og söngvara, undir lifandi og ör- uggri stjórn Harðar Áskelsson- ar. í aldarfjórðung hefur Pólý- fónkórinn mótað íslenskt tón- listarlíf með skarpari dráttum en mörg þau fyrirtæki sem þar hafa til reynt og er á enga hallað þó þakkað sé dugnaði og óbilandi listtryggð Ingólfs Guðbrands- sonar, sem blómstraði í flutningi Mattheusarpassíunnar sl. vor. Nú hefur þessi hljóðritun ver- ið gefin út. Eins og stjórnandinn bendir á, er hér um að ræða konsertupptöku, sem að því er hann veit best, er sú eina sem gefin hefur verið út af verkinu í heild. Undirritaður ætlar ekki að fjalla um útgáfuna að öðru leyti en að láta þess getið, að á sama hátt og nærri fjögurra klukku- stunda flutningur verksins í Há- skólabíói í apríl sl. var stytzti konsert sem undirritaður hefur Katrín Sigurðardóttir Hörður Áskelsson setið, að þá var endurhlustun verksins, nú af fjórum hljóm- plötum, einnig ein stund án tím- anlegrar viðmiðunar. Jón Ásgeirsson. Engin vcniuleg bníf hddurbtéf jiáÞcrbeigi í þessari bók eru einstæð bréf, sem Þórbergur Þórðarson sendi þeim Lillu Heggu og Biddu systur, sem kunnar eru úr bók hans ..Sálminum um blómið“. Bréfin eru skrifuð á árunum 1952 til 1971 og koma nú í fyrsta sinn fyrir al- menningssjónir. Hjörtur Páls- son hefur tekið saman skýring- ar með bréfunum og skráð minningabrot aðalpersónanna um Sobbeggi afa og fleira fólk. Þá er í bókinni mikill fjöldi skemmtilegra mynda. JÓLABÓKIN í ÁR. SÍÐUMÚLA 29 Simar 32800 og 32302 Kommóöur úr furu w V V r v w V w V w w w w w l _y _ w w ! Litir: fura, brúnbæsaö. Ymsar stæröir Eldhúsgögn úr birki Litir: brúnbæsaö og ólitaö. Svefnbekkir 4 tegundir. 3-2-1. Verö frá kr. 2990 Furusófasett .í' ___________ ik > |Ft ^ f :f 4 teg. 3-2-1. Verö 6715

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.