Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 41 Þingræða um bráða- birgðalög ríkisstjórn- arinnar Framleiðsluskerðing og skuldasöfnun Hér hef ég vikið að nokkrum þýðingarmiklum og dæmigerðum langtímaráðstöfunum, án neinnar tæmandi upptalningar. Þannig verður að ráðast að orsökum verð- bólgunnar einni af annarri. Það ætti að vera hægt að ná víðtækri samstöðu um ýmsar slíkar grundvallaraðgerðir, sem höfða til rökréttrar hugsunar en ekki endi- lega pólitískrar gerviafstöðu, ef mönnum er alvara að veita verð- bólgunni viðnám. En ekki blæs byrlega í þeim efn- um um þessar mundir. Blikur eru nú víða á lofti og áhyggjuefnin mörg. Afleiðingar verðbólgunnar koma æ berlegar fram. Mesta áhyggjuefni okkar íslendinga í dag varða efnahagsmálin er ann- ars vegar að þjóðarframleiðslan á mann fer stöðugt minnkandi. Það sem á að skapa grundvöll fyrir okkar efnahagslegu framförum verður stöðugt veikara. Hins veg- ar er mikið áhyggjuefni að stjórn- völd skuli mæta þessu með stöðugt aukinni erlendri skuldasöfnun. Greiðslubyrði þjóðarinnar er þeg- ar ofþyngt miðað við útflutnings- tekjur. Við megum vel hugleiða, að staðan hjá okkur er nú þegar orð- in miklu lakari í þessum efnum en hún var á Nýfundnalandi, þegar það land glataði efnahagslegu og stjórnarfarslegu sjálfstæði af þessum sökum. Meðan þessu fer fram, leggur hæstvirt ríkisstjórn meiri áherslu á að firra sjálfa sig ábyrgð á því hvernig málum er komið heldur en að beita ráðum til úrbóta. Er þá margt tínt til, sem ætlað er að til varnar megi verða. Aflabrest ber þá einna hæst í syndakvittunar- registri hæstvirtrar ríkisstjórnar. Þá er þess að sjálfsögðu látið óget- ið, að á síðasta ári, árinu 1981, barst svo mikill sjávarafli á land, að það var fjórða mesta aflaár, sem sögur fara af. Álíka haldbært er sumt annað, sem fært er fram til afsökunar. Og einskis er látið ófreistað til að villa mönnum sýn. En þrátt fyrir það verður sann- leikanum ekki leynt, svo augljósar eru staðreyndir þessa máls. Gjaldmiðilsbreytingin Enginn neitar því, að við ýmsa erfiðleika er nú að etja, en megin- vandinn í viðureigninni við verð- bólguna er sá, að ríkisstjórnin hef- ir enga heildarstefnu. Allar svo- kallaðar efnahagsráðstafanir rík- isstjórnarinnar á þessu kjörtíma- bili hafa verið sama marki brenndar. Þar hefir ekki verið að finna neinar varanlegar ráðstaf- anir, þar sem vegið hefir verið að rótum verðbólguvandans. Þar hef- ir einungis verið um að ræða sundurlausar bráðabirgðaráðstaf- anir, samhengislaust fálm án stefnu og markmiðs. Og sjaldan bregður mær vana sínum. Frum- varp það, sem við nú ræðum, ber þess glögglega vott. Og til að bæta gráu ofan á svart skvetti svo ríkis- stjórnin á sínum tíma olíu á verð- bólgubálið. Það var gert með gjaldmiðilsbreytingunni. Tilgangur gjaldmiðilsbreyt- ingarinnar átti að vera að búa í haginn fyrir viðureignina við verðbólguna og viðleitni til þess að koma á stöðugleika í efnahagslíf- inu. Þetta átti að vera fólgið í því, að gjaldmiðilsbreytingin hefði hagstæð sálræn áhrif, með því að draga úr þeim verðbólguhugsun- arhætti, sem sílækkandi verðmæti islenzku krónunnar hafði valdið, með því að grafa undan virðingu fyrir peningum og áhuga manna á því að hamla gegn verðbólgunni. En forsenda þess, að aukning verðgildis íslenzku krónunnar hefði hin hagstæðu sálrænu áhrif, sem ætlast var til, hlaut að vera sú, að aðgerðin væri liður í víð- tækri stefnumótun og framkvæmd til þess að ráða bót á verðbólgunni og koma á stöðugleika og jafnvægi í efnahagslífi þjóðarinnar. Aukn- ing verðgildis krónunnar gat þá orðið vottur þess, að slík stefna hefði verið tekin upp í efnahags- málunum og brýning til þess að takast á við vandann af meiri ein- urð en áður og hefði getað þannig orðið tákn nýs tímabils í stjórn efnahagsmála. Það voru allir sammála um þennan yfirlýsta tilgang með gjaldmiðilsbreytingunni. En ekki nóg með það, heldur höfðu allir verið sammála um, að gjaldmið- ilsbreytingin væri betur ógerð en gerð, ef þessar forsendur væru ekki fyrir hendi. Ef ekki væri víð- tæk stefnumótun fyrir hendi, væri ókleift að sjá fyrir sálræn áhrif gjaldmiðilsbreytingarinnar. Seðlabankinn hafði m.a. lýst því yfir, að svo gæti eins vel farið, að gjaldmiðilsbreytingin yrði til þess að auka vantrú manna og tor- tryggni, ef hún væri ekki hluti af róttækri stefnubreytingu, því að almenningur væri þá vantrúaður á framtíðarverðgildi peninganna og getu stjórnvalda til þess að halda verðbólgunni í skefjum. Ríkisstjórnin var margoft vöruð við gjaldmiðilsbreytingunni, ef ekki kæmi jafnframt til mótun heildarstefnu í efnahagsmálum. En ríkisstjórnin skellti skolleyr- um við öllum aðvörunum. Anað var út í gjaldmiðilsbreytinguna í ársbyrjun 1981, án þess að skapað- ar væru forsendur fyrir þeirri ráðstöfun með mótun heildar- stefnu í efnahagsmálunum. Gjald- miðilsbreytingin var því ekki liður í víðtækri stefnumótun og fram- kvæmd til þess að ráða bót á verð- bólgunni og koma á stöðugleik og jafnvægi í efnahagslífi þjóðarinn- ar. Gjaldmiðilsbreytingin varð til þess að auka á upplausn og vantrú á gjaldmiðlinum í stað þess að treysta hann og stuðla að hjöðnun verðbólgunnar. Hvorki fugl né fiskur Það er vissulega ófagur ferill hæstvirtrar ríkisstjórnar frá hvaða sjónarmiði sem á er litið. En það væri ósanngjarnt gagnvart núverandi ríkisstjórn að halda því fram, að ekki hafi stundum áður verið pottur brotinn í viðureign- inni við verðbólguna. En það er áhyggjuefni að nú skuli menn vera hættir að fyrirverða sig fyrir ávirðingar sinar, heldur þykja menn að meiri, eins og hæstvirt ríkisstjórn gerir. Það er þeim mun ömurlegra að horfa upp á ástandið í dag, þar sem það er augljóst, að almenn- ingur í landinu, þjóðin sjálf, skilur og finnur, að þykjustunni og sýnd- armennskunni verði að linna. Fólkið veit, að ekki verður ráðið fram úr vandanum með átaki og áreynslu. Almenningur er reiðu- búinn til þess að taka á sig byrðar, ef þær byrðar eru réttlátlega á lagðar. Og ef það er einhver mögu- leiki á, að þær byrðar sem al- menningur tekur á sig, skili ein- hverjum árangri, þegar fram í sækir, þ.e.a.s., að aðgerðirnar séu liður í einhverri heildarstefnu. Með frumvarpi þvi, sem við nú ræðum, er enn á ný höggvið í sama knérunn. Það eru lagðar byrðar á almenning, óréttlátlega, án þess að nokkur von sé til þess að þær geti borið árangur. Það er í ljósi þessarar staðreyndar, sem verður að taka á því frumvarpi, sem hér um ræðir. Það er borin von, að það geti orðið fugl eða fiskur. Það er nú fokið í flest skjól fyrir hæstvirtri ríkisstjórn. Á berangri svika og blekkinga er nú hana að finna afvelta, ráðvillta. Það eina, sem ríkisstjórnin er í raun fær um, er að veita þjóðinni þá þjón- ustu, sem nú er mest um vert, en það er að segja þegar í stað af sér. „Knáir krakkar“ Dómur um bók Iðunnar Steins- dóttur, „Knáir krakkar", í blaðinu sl. laugardag var ómerktur, en höfundur er Jenna Jensdóttir. Þá varð mynd af Iðunni viðskila við bókardóminn og er hún birt hér með. — Er beðist afsökunar á þessum mistökum. A5 sleppaþvi aðlesa Auðl ereinsogaðfaraí hlátursbindindi!! Eru bandarískir sendisveinar kynóðir? Alltaf er Auður söm við sig AUÐUR HARALDS sendir hér frá sér þriðju bókina, — hinar tvcer voru Hvunndagshetjan og Lœknamaftan og voru báðar rifnar út. HLUSTIÐ ÞÉR A MOZART? mun ekki síður þykja forvitni- leg: Einu sinni var ung stúlka sem hét Lov- ísa. Hún hitti þrins og kyssti hann. Lovísa og þrinsinn giftust og lifðu hamingjusöm þar til þrinsinn tók að breytast í frosk. Hvað getur Lovísa gert? Getur hún haft froskalceri í forrétt? Eða getur hún futidið Bræðraborgarstíg 16 annan frosk í afleysingar? — Og hvers vegna lcetur hún mömmu hírast í háls- bindaskáþnum? Hvers vegna lét hún taka fóstbróður Haralds hárfagra af lífi? Af hverju myrti hún ekki tengdaföður sinn? Fcer hún atvinnuleyfi í Rio de faneiro? Eða fer hún að selja merki? Getur hún kliþþt táneglurnar á sér sjálf? Tekst Rob- ert Redford að fá hana til að fara í and- litslyftingu? Eru bandartskir sendisveinar kynóðir? Er Lovtsa vitskert? — En, um- fram allt, er einhver hér sem HLUSTAR Á MOZART? Simi 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.