Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 36
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Sýndarmennsk- unni verður að linna Stefnulaus kákaðgerð Enn á ný stöndum við frammi fyrir einum af hinum svokölluðu efnahagsaðgerðum hæstvirtrar ríkisstjórnar. Aðgerðir þær sem frumvarp það sem við nú ræðum, fjallar um, eru sama marki brenndar og fyrri aðgerðir hæst- virtrar ríkisstjórnar. Hér er um að ræða stefnulausar kákaðgerðir eins og áður. Sum efnisatriði þessa frumvarps stefna í öfuga átt, en önnur gætu verið til bóta, ef þau væru liður í heildarstefnu í efnahagsmálunum. Efnahagsað- gerðirnar, skv. þessu frumvarpi, eru því í heild vita gagnslausar og til frambúðar raunar til tjóns, eins og allar kákaðgerðir reynast í þessum efnum. Þetta sjá þeir, sem sjá vilja. En öllu má nafn gefa. Utanrkisráðherra gefur þessum efnahagsaðgerðum einkunnina: of seint, of Htið. Það er nú borin von að núver- andi ríkisstjórn ráði nokkra bót á verðbólguvandanum. Meðan ríkis- stjórnin var kokhraust, juku allar aðgerðir hennar til lengdar á glundroða og óvissu í efnahags- málunum. Á þessu verður engin breyting nú, þegar ríkisstjórnin er að falli komin. En meðan ríkis- stjórnin situr, ber hún ábyrgðina. Öllu máli skiptir því hvað við tek- ur. Það er engin skyndilausn eða töfrabrögð, sem beitt verður til lausnar verðbólguvandanum. Það væri óraunhæft og ábyrgðarlaust að halda slíku fram. Hins vegar þýðir það ekki að stjórnvöld eigi að draga fæturna í efnahagsað- gerðum til lausnar vandanum. Þvert á móti þarf að láta hendur standa fram úr ermum og skjótra viðbragða er þörf. Fyrst af öllu þurfa stjórnvöld að fóta sig á verðbólgufluginu. Það verður að vera umþóttunartími til aðgerða. Skammtímaráðstafanir þurfa því að koma til, svo að verðlag hækki ekki né kaupgjald, svo og láns- kjaravísitala og vextir og enn- fremur fiskverð, svo nokkrir veigamiklir þættir í slíkri verð- stöðvun séu nefndir. Með slíkum skammtímaráðstöfunum væri kostnaði atvinnurekstrarins hald- ið í skefjum. Hins vegar yrði að viðhalda kaupmætti launa með lækkun eða afnámi vörugjalds og lækkun sölu- og innflutnings- Þorvaldur Garðar Kristjánsson gjalda eftir því sem með þyrfti. Á móti slíkum tekjumissi ríkissjóðs kæmi lækkun á útgjöldum ríkis- sjóðs. Þá er nauðsynlegt að útlán banka og sparisjóða verði tak- mörkuð eftir því sem þarf til stuðnings aðgerðum til þess að halda verðlagi stöðugu. Arangur af „niður- talningu“ En hversu vel sem slíkar skammtímaráðstafanir væru hugsaðar og hversu vel sem þær væru framkvæmdar, væru þær vita gagnslausar, ef þær væru ekki liður í síðari ráðstöfunum eða langtímaaðgerðum, sem lúta að þeim þáttum þjóðarbúskaparins, þar sem er að finna frumorsakir verðbólguþróunarinnar sem stjórnvöld hafa á valdi sínu að ráða bót á. Það er ekki hægt að stöðva verðbólguna með lagaboð- um eða reglugerðarákvæðum nema um skamman tíma eða í nokkra mánuði. Slikur varnar- garður getur ekki verið nema til bráðabirgða. Ef honum er ætlað að standa lengri tíma, fer svo, að þrýstingur hinnar uppsöfnuðu verðbólgu á stöðvunartímabilinu verður svo mikill, að flóðalda verðbólgunnar sópar burt varn- argarðinum og æðir áfram óstöðv- andi, svo að vandinn verður meiri en nokkru sinni fyrr. Það er þetta sem skeður við framkvæmd á hinni svokölluðu niðurtalningar- aðferð, sem ríkisstjórnin beitir sem viðnámi gegn verðbólgu og Framsóknarmenn telja sig vera höfunda að. Við höfum séð árang- urinn af niðurtalningu verðbólg- unnar svo ekki verður um villst. Það er ekki hægt að setja lög sem fyrirskipa að verðbólgan skuli lækka, frekar en að fyrirskipa að þjóðarframleiðslan skuli aukast, þjóðartekjurnar vaxa og hagsæld aukast. Mér kemur í hug í þessu sambandi atvik, sem skeði fyrir allmörgum árum. Það var komið langt fram á vetur og framundir vor og steinbíturinn var tregur fyrir vestan. Það var alvara á ferðum, þegar þessi bjargvættur Vestfirðinga, steinbíturinn, gekk ekki á miðin sem skyldi. Gárungi á Þingeyri sendi mér hraðskeyti svohljóðandi: Viltu flytja þegar í stað þingsályktunartillögu, sem fyrirskipar steinbítnum að ganga strax á miðin. Hér var á ferðinni maður, sem hafði gott skopskyn. En Framsóknarmönnum er fyrir- munaður sá eiginleiki. í því er fólginn mismunurinn á niðurtaln- ingaraðferðinni og steinbítsað- ferðinni. Skammtímaráðstafanir verða að vera sniðnar að langtímaráð- stöfunum, sem á eftir fara. Megin- atriðið er því fólgið í langtíma- ráðstöfunum. Þær miða að kerf- isbreytingu til að fjarlægja það sem vandanum veldur. Þetta þarf að gerast með víðtækum aðgerð- um, svo sem með nýrri skipan ríkisfjármála, nýrri skipan launa- mála og eflingu frjáls markaðs- kerfis. Ríkið stærsta eyðsluhítin Ekki er það fátitt að eyðslunni sé kennt um þann vanda sem nú steðjar að í efnahagsmálunum. Það er talað um, að einstakl- ingarnir eyði of miklu, stéttirnar og hagsmunahópar eyði of miklu og þjóðin eyði of miklu. En það er sjaldnar talað um þann aðila í þessu sambandi, sem mestu eyðir, eða ríkið sjálft. Að vísu er talað um skattalækkanir eða þörfina á því að lækka skatta. En við það situr. Skattarnir hafa svo sannar- lega ekki lækkað þrátt fyrir allt talið um þörfina á því. Meðan ekki er skapaður grundvöllur fyrir skattalækkun, verður ekki af því að hún verði framkvæmd. Að vísu taia menn um sparnað í ríkis- rekstrinum og það er að sjálfsögðu góðra gjalda vert. En frómar óskir í þeim efnum stoða lítt nema gagngerð endurskipulagning og kerfisbreyting eigi sér stað. Draga verður úr útgjöldum ríkisins með því að færa verkefni frá ríkinu til sveitarfélaga og einstaklinga og með auknu aðhaldi í ríkisfjármál- um almennt. Þar munar mestu um fjárfrekustu málaflokkana, svo sem annars vegar heilbrigðis- og tryggingamál og hins vegar menntamál. Mikilvægi heilbrigð- is- og tryggingamála verður ekki um deilt. Það er svo, að heilsufar þjóðarinnar er fyrir öllu og að all- ir hafi öryggi við að búa. Og ekk- ert er mikilvægara einni þjóð en menntun þegnanna. Ekki á þetta sizt við okkur íslendinga, sem eig- um allt undir atgervi hvers og eins einstaklings til þess að geta haldið uppi okkar sjálfstæðu tilveru sem þjóðar. Allir vilja gera allt sem mögulegt er fyrir þessi málefni. En einmitt vegna eðlis þessara mála erum við í sérstakri hættu á því að ofgera þar í einstökum efn- um og sjást ekki fyrir, án þess að viljinn til góðs skili árangri sem skyldi. Viðfangsefnið er að koma á þeirri skipan, sem minnkar út- gjöld án þess að gengið sé á þá þjónustu sem veitt er. Það stoðar ekki lengur, að verð- bætur á laun séu þeim eiginleikum gæddar, að þær hækki því meir sem kostnaður aðfanga í þjóðar- búið eykst og minna verður til skiptanna að öðru jöfnu. í stað þess verður að virða þá staðreynd, að afrakstur þjóðarbúsins segir til um það hvað til skiptanna er á hverjum tíma og verðbætur á laun verði því að taka mið af þjóðar- tekjum. Útvegur er undirstaðan Ekki má lengur láta reka á reið- anum alla viðleitni til mótvægis við verðlagssveiflur sjávarafurða á erlendum mörkuðum. Undan- bragðalaust verður að ráðstafa hluta verðlagshækkana til að mæta verðlagshækkunum eftir því sem með þarf til að jafna sveiflur á verði sjávarafurða. Vegna mik- ilvægis sjávarútvegsins sem und- irstöðuatvinnuvegar þjóðarinnar er hér ekki einungis um að ræða nauðsyn þessarar atvinnugreinar sjálfrar, heldur líka skilyrði þess, að viðunandi stöðugleiki fáist í hagkerfi landsins i heild. Þess vegna verður að tryggja, að Verð- jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins geti leyst það hlutverk, sem honum var upphaflega ætlað, eða aðrar ráð- stafanir verði gerðar að jafngildi þess. Tími er að linni aðferðinni, sem við höfum búið okkur til við ákvörðun fiskverðs. Það gengur ekki lengur og hefir raunar aldrei verið vit í að ákveða fiskverð án tillits til markaðsverðs afurðanna, en kalla jafnframt á gengislækkun til að gera verðlagsákvörðunina að formi til raunhæfa. Gengislækk- unin hefir siðan leitt af sér verð- lagshækkanir sem lagðar hafa verið til grundvallar kauphækk- unum launafólks, sem gert hafa fiskverðshækkun óhjákvæmilega til jöfnunar kjara sjómanna og landverkafólks. Og þannig hefir mátt taka hvern hringdansinn af öðrum. Kerfið hefir verið býsna haglega gert til slíkra nota. En nú er komið að leiðarenda. Verð- ákvörðunar- og sölukerfi sjávar- afla og fiskafurða verður að endurskipuleggja. Gjafavörur í miklu úrvali. -Gleðileg jól- Húsgagna og gjafavöruverslun <CkAft'iA Hamraborg 12 - Kópavogi ll IU Sími 46460 Sendum í póstkröfu Verðlaunabækur Norðurlandaráðs eru góðar... Þrælaströndin eftir danska verðlaunaskáldið Torkild Hansen Þrælaströndin er önnur bókin í bókaflokki Torkild Hansen um þrælahald og þrælasölu. Fyrsta bókin sem kom út á síðasta ári heitir Þrælaskipin og sú síöasta er kemur væntanlega út á næsta ári ber nafniö Þrælaeyjan. Þessi bókaflokkur hefur vakiö mikla athygli og hiaut höfundurinn Bók- menntaverölaun Noröurlandaráðs fyrir þessar bækur 1971. Torkild Hansen hefur hlotiö einróma lof fyrir bækur sínar, m.a. hlotiö Gullna lárviöarsveig danskra bókaútgefenda og þriggja ára ríkisstarfslaun fyrir vinnu aö sögulegum bókmenntaverkum. r i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.