Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 47 Styrkir úr Minningar- sjóði Jóns Baldvinssonar í TILEFNI af því, að liðin eru 100 ár frá fæðingu Jóns Baldvinssonar hefir sjóðsstjórn Minningarsjóðs Jóns Baldvinssonar ákveðið að styrkja þau Katrínu Guðmundsdóttur og Gylfa Örn Guðmundsson til utanfar- ar samkvæmt tilgangi sjóðsins, en hann er að styrkja unga Alþýðu- flokksmenn og konur til utanfarar og náms, sem verða má alþýðuhreyfing- unni og jafnaðarstefnunni á íslandi til eflingar. Þá hafa Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband íslands ákveðið að reisa Jóni Baldvinssyni minn- isvarða í þakklætisskyni fyrir brautryðjendastarf í þágu ís- lenzkrar alþýðu. Jón Baldvinsson fæddist 20. des- ember 1882 að Strandseljum í Ög- urþingum við ísafjarðardjúp. Hann lærði prentverk á ísafirði og að Bessastöðum hjá Skúla Thor- Ákveðið að reisa honum minnisvarða oddsen og vann síðan við prentiðn í Reykjavík árin 1905—1918, að hann gerðist forstjóri Alþýðu- brauðgerðarinnar í Reykjavík. í stjórn Hins íslenska prentarafé- lags var hann 1906—1908 og síðan formaður þess 1913—1914. Hann átti sæti í undirbúningsnefnd til stofnunar Alþýðusambands ís- lands og var ritari á stofnþingi þess 12. mars 1916. Jón var ritari í fyrstu stjórn ASÍ, sem sett var í Báruhúsinu 19. nóvember sama ár, var Jón kjörinn forseti sambands- ins — og jafnframt Alþýðuflokks- ins — og gegndi hann því embætti til dauðadags árið 1938, í 22 ár. Jón var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn í febrúar 1921 og sat hann þar til dauðadags. Seinustu átta ár ævi sinnar var hann einnig bankastjóri Útvegs- bankans. „Með allt á hreinu“ frumsýnd KVIKMYNDIN „Með allt á hreinu" var frumsýnd í Háskólabíói á laugardag. Leikstjóri myndarinn- ar er Agúst Guðmundsson, en i aðalhlutverkum eru liðsmenn Stuð- manna og Grýlanna auk Önnu Björns, Eggerts Þorleifssonar og fleiri. Myndin sýnir nokkra aðstandenda myndarinnar. Hljómsveitin Stuðmenn mun halda uppi fjörinu á jólaknallinu í Höllinni á annan í jólum. Jólaknall í Höllinni ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur og hljómsveitin Stuðmenn hafa tekið hönd- um saman og blása til jólaknalls í Laugardalshöll á annan í jólum. Dagskráin verður tvískipt, annars vegar fjölskylduhátíð um daginn og hins vegar ungl- ingaskemmtun um kvöldið. Auk Stuðmanna verða skemmtiatriði af ýmsu tagi, en unglingar úr félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar hafa að undan- fornu unnið að undirbúningi skemmtunarinnar. Á vegum Æskulýðsráðs eru um það bil 250 unglingar úr félags- miðstöðvunum fimm að vinna að víðtæku undirbúningsstarfi. Þar er einkum um að ræða skreytingu á Höllinni og ýmis skammtiatriði. Hópar úr tveimur félagsmiðstöðv- um, Þróttheimum og Tónabæ, eru til dæmis að vinna að risavöxnum jólasveini sem á að gnæfa yfir sal- inn og er áætlað að hann verði um tuttugu metrar á hæð. Eins og áður segir er dagskráin tvískipt. Á fjölskylduhátíðinni munu Stuðmenn koma fram þrisv- ar sinnum um daginn og í hléun- um þess á milli verða skemmtiat- riði og er þessi háttur hafður á til að fólk geti skotist úr fjölskyldu- boðum á skemmtunina. Klúbbar félagsmiðstöðvanna hafa tekið að sér allan undirbúning fyrir jóla- knallið og munu unglingarnir ann- ast miðasölu, gæslu og veitinga- sölu auk þess sem þeir munu ann- ast skammtiatriði og sölu á hött- um, kakói, piparkökum og fleiru. Af skemmtiatriðum má nefna að Leppalúði mun svífa um Höllina í loftinu og dreifa sælgæti, söng- konurnar Ragnhildur Gísladóttir og Katla María koma fram, drengjakór úr Keflavík lætur í sér heyra, dýrin í Týról sýna sig svo og jólasveinn, púkar og álfar Ennfremur verður Tívolí á staðn- um, eftirhermur úr Árseli koma fram og unglingar úr Fellahelli sýna dans. Verð aðgöngumiða er 75 krónur á fjölskylduhátíðina og 100 krónur á unglingaskemmtun- ina. Bermúda þríhyrningurinn eftir Charles Berlitz Flestir kannast við að hafa heyrt talað um Bermúdaþríhyminginn. Þar hafa í gegnum árin gerst vægast sagt undarlegir atburðir. Síðan 1945 hafa horfið á annað hundrað skip og flugvólar með um eitt þúsund manns innanborðs. Charles Berlitz er víðfrægur fyrir rannsóknir slnar á óskýranlegum fyrirbærum. Metsölubók um allan heiml ÆGISÚTGÁFAN Elsku mamma Höfundur: Christina Crawford Þessi bók hefur valdið mikilli umraaðu, vegna þess hve hreinskilnislega er hér sagt frá. Sagan er sögð frá óvenjulegu sjónarhomi. Hún er skrifuð af Christinu, dóttur hinnar þekktu leikkonu Joan Crawford. Heimilislíf þekktra kvikmyndastjarna er ekki neinn dans á rósum, og oft er þar stormasamt. Margt kemur hór á óvart, sór- staklega fyrir þá sem ekki þekkja stjömur eins og Joan Crawford nema í kvikmynd- um. Margir neita því að trúa að uppáhalds- stjarnan þeirra hafi átt eins brogað líf og hór er lýst. Hór segir dóttir sögu móður sinnar og dregur ekkert undan. Hver og einn verður að meta fyrir sig, eftir lestur þessarar merki- legu bókar. Innflytjendurnir Howard Fast „Ótrúlega mannleg og trúverðug saga, sem þú munt njóta við lestur og aldrei gleyma." Daily Mirror. Innflytjendumir eru stórkostleg bók, um ít- alska innflytjendur í Ðandaríkjunum. Bókin er saga Dan Lavette, sem er fæddur f sárri fátækt, en af harðfylgi stofnar skipafélag sem verður stórveldi. Hann verður leiðtogi ríkrar og valdamikillar fjölskyldu. Baksviðið er San -Francisco jarðskjálftarnir, fyrri heimstyrjöldin og kreppan. Innflytjendumir eru merkileg saga, um stórkostleg ævintýri, ástir, hamingju og hörmungar á uppbyggingartímabili Kali- fomiuríkis. 1 » L- . >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.