Morgunblaðið - 22.12.1982, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
... ekki tii að
berjast á móti
neinum manni ...
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Gunnar Thoroddsen: Frelsi að leið-
arljósi.
Olafur Kagnarsson bjó til prentunar
og skráði skýringar. Utg. Vaka 1982.
Mikið hefur verið gert með orð-
snilld og mælsku Gunnars Thor-
oddsen forsætisráðherra og því er
út af fyrir sig ljómandi góð hug-
mynd að gefa þjóðinni kost á að
lesa ræður og hugvekjur hans á
bók. Vaka hefur nú ráðizt í það og
í þessari bók eru ræður og ávörp
flutt við aðskiljanleg tækifæri, svo
og minningarorð og kveðjur til
nokkurra merkra samtíðarmanna.
Hér er fjallað um atvinnu- og
orkumál, félags- og byggðamál,
ferðamál, lög og rétt, mælskulist,
norrænt samstarf, sögu Íslands og
sjálfstæðismál og eru þá aðeins
fáeinir kaflar nefndir. Þótt ég við-
urkenni fúslega að öryggis- og
varnarmál íslands séu hvorki á
mínu áhuga- né þekkingarsviði,
finnst mér þó afar sérkennilegt,
að einn mestur áhrifamanna í ís-
lenzkri pólitík í áratugi skuli ekki
gera þeim málum nein skil í svona
bók. Eða hann hefur kannski aldr-
ei á þau minnzt. Kannski erum við
á sama báti, hvað því viðkemur.
Það sem vekur athygli umfram
annað er, að verða þess vís að
mjög fáar ræður forsætisráðherra
þola í reynd að birtast á prenti.
Málflutningur hans er svo drjúgur
þáttur af því sem hann lætur frá
sér fara, að við lesturinn fannst
mér á stundum eins og maður
hefði þá verið plataður — inni-
haldið er eftir allt saman ekki
nærri því jafn staðgott og manni
fannst meðan á var hlýtt. Þetta
segir auðvitað heilmikla sögu um
hversu miklu valdi Gunnar Thor-
oddsen nær á áheyrendum sínum
með sinni persónu og sérstaklega
glæsilegum flutningi oft og tíðum.
Þá fannst mér sumt hér í bók-
inni allsendis fráleitlega valið, ég
nefni alls konar stutt ávörp, flutt
við aðskiljanleg tækifæri, opnun
Heiðmarkar (!), afmæli Páls ís-
ólfssonar o.fl. Hér er farið út í að
tína til það sem takmarkað gildi
hefur. Aftur á móti fannst mér
kafli Gunnars um mælskulist al-
veg prýðilegur og þar er vandað til
alls og án efa mörgum til gagns.
Nokkrar tækifærisræður Gunnars
á góðum stundum lýsa léttum
húmor ráðherrans og ágætum tök-
um hans á máli, og eiginlega meiri
veigur í þeim sumum en greinum
sem metnaðarfyllri ættu að vera.
Athyglisverður er kaflinn Frelsi
Gunnar Thoroddsen
með skipulagi, ræða sem Gunnar
Thoroddsen flutti á fundi í lands-
málafélaginu Verði, árið 1970 að
loknu prófkjöri og endurkomu
hans í íslenzk stjórnmál. Þar er
margt vel og fagurlega sagt: „Það
er mér fagnaðarstund að standa
hér meðal ykkar á nýjan leik, í
hópi samherja og vina, eldri og
yngri, gamalla og nýrra til þess að
hefja störf með ykkur á ný undir
merkjum vináttu og samhugar. í
þeim hug kem ég aftur. Ekki til að
berjast á móti neinum manni, ekki
til að ýta neinum til hliðar, heldur
til að leggja lið góðum málum."
Spyrja má, hvað hafi breytt af-
stöðu Gunnars Thoroddsen ein-
hvers staðar á leiðinni.
Framlag Ólafs Ragnarssonar til
bókarinnar er að skrifa formála
og skýringar með hverjum kafla
fyrir sig. Þar er ekki gætt hófs í
hóli — svo að kurteislega sé til
orða tekið.
„Heilög“ Jóhanna
Vík burt (Satan) SÍF
eftir Friðrik Pálsson
Þessi fyrirsögn að síðustu grein
þinni leiðir hugann að löngu lið-
inni tíð, þegar frelsarinn var
leiddur upp á ofurhátt fjall og
honum boðin öll ríki heimsins og
dýrð þeirra — gegn nokkurri umb-
un. Þá var boðinu hafnað með
þessum þekktu orðum, sem þú ger-
ir nú að þínum, þó þú hafir hingað
til verið í hlutverki freistarans.
„Að draga dulu fyrir
augu umbjóðenda sinna“
Astæða þess, að ég svara þér
seint er sú, að ég var upptekinn
við að „draga dulu fyrir augu um-
bjóðenda minna", en það er ærið
verk. Þeir eru í fyrsta lagi 280
talsins og í öðru lagi koma þeir
saman alltaf einu sinni á ári og
velja sér 25 menn úr sínum hópi
til trúnaðarstarfa. í þriðja lagi
eru þessir trúnaðarmenn þeirra
svo fjári afskiptasamir um sölu-
mál og allt annað sem að hags-
munum þeirra lýtur, að það er
bara mikið verk að halda þeim
óupplýstum. í fjórða lagi halda
þeir 25 stjórnar- og hagsmuna-
nefndarfundi á ári og loks eru þeir
mjög virkir í söluferðum og í ýms-
um öðrum málaflokkum, sem hag
heildarinnar varða.
Er það ekki nöturlegt að hlaupa
upp út af úreltri blaðafrétt, sem
Morgunblaðið birti 5 dögum of
seint og misskilja svo fréttina
fullkomlega.
Allir, sem eitthvað fylgjast með
útgerð og fiskvinnslu, gerðu sér
grein fyrir þvi strax og skreiðar-
markaðir lokuðust, að smáfisks-
öltun hlyti að aukast, en ánægju-
legt er að geta upplýst velunnara
okkar saltfiskmanna um að öll
fullverkuð framleiðsla þessa árs
er seld og verður að mestu farin úr
landi fyrir áramót.
í frétt Mbl. var greint frá því að
unnið væri að því að auka sölu á
smáfiski, þar sem söltun hans
hefði orðið mun meiri á árinu en
áður, en þetta var ekki „óvænt
uppsöfnun smærri fisks", eins og
þú reynir að láta líta út fyrir og er
Það er gaman að föndra
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
ÞAD KR GAMAN AÐ FÖNDRA
Höfundur: Kirhard Srarry.
Þýding: Andrés Indriðason og Val-
gerður Ingimarsdóttir.
Textateikningar: Þorkell Sigurðs-
son.
Setning og umbrot: Prentstofa G.
Benediktssonar. ^
Prentun: gerð á Ítalíu.
Útgefandi: Örn og Örlygur.
Bækur eru á margan veg. Sumar
eru aðeins ætlaðar til þess að
drepa tíma, veita skemmtan litla
stund, svo eru aðrar sem ætlaðar
eru til þess að ieiða til náms. En
til eru líka þær bækur sem eru
bráðskemmtiiegar um leið og þær
mana til klifs í þroskans fjalli.
Þessi er ein þeirra.
Scarry velur atriði úr lífi allra
barna, og hjálpar þeim til þess að
gera þau eftirminnileg. Börnin
lita, gera bækur, búa til leikföng,
undirbúa veizlur, gera sér grein
fyrir umferð, teikna, já, gera sitt
eigið sjónvarp o.fl. o.fl., það yrði
alltof langt mál að tíunda allt það,
sem komið er fyrir á síðum bókar-
innar. Hitt skal staðhæft, að með
slíka bók við höndina ættu-fáum,
heilbrigðum börnum, að leiðast, og
spá mín er sú, að þegar bókinni er
lokið, muni börnin fær um að leita
sér skemmtilegra viðfangsefna, úr
önn daganna, til þess að skoða bet-
ur, skilja betur.
Það er sorglegt að horfa á, hve
mörg börn alast upp til þeirrar
þjáningar að verða þiggjendur að-
eins, eru á þönum um hallærisplön
lífsins í leit að sjálfum sér, í leit
að gleði. Börnin skilja ekki, að það
sem þau leita er í þeim sjálfum
falið, hamingjan yfir að hafa
eitthvað að rétta fram öðrum til
gleði. Það er líka kostur þessarar
bókar, að hún kallar á samstarf
lítillar hnátu eða lítils snáða við
pabba og mömmu, afa og ömmu.
Því fagna ég bókinni. Myndir eru
dregnar af öryggi listamannsins,
sem reynir að skilja og bræða
myndheim barnsins.
Islenzka framlagið er vel af
heridi leyst. Hafi Örn og Örlygur
kæra þökk fyrir frábæra bók, sem
sannarlega á það skilið að vera til
á hverju heimili, sem ann börnum.
Athugasemd við athugasemd
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá Skúla
Skúlasyni fyrir Hudson’s Bay
London vegna athugasemdar Jóns
R. Björnssonar, framkvæmda-
stjóra SÍL í Morgunblaðinu þann
21. desember sl.:
„í stuttri athugasemd Jóns
kemur fram að undirritaður hafi
gefið rangar upplýsingar um des-
emberuppboðið hjá Hundson’s
Bay í London, sem staðið hefir frá
13. desember til 23. desember með
sölu samkv. tiikynningum félags-
ins á um 1.200.000 minkaskinnum,
76.000 nútríuskinnum frá Pól-
landi, 280.000 refaskinnum frá
Evrópu aðallega, ásamt loðskinn-
um af ýmsum dýrum 80.000 í allt.
Þann 16. desember hringdi
blaðamaður Morgunblaðsins í
Borgarnesi í undirritaðan og
óskaði eftir upplýsingum um
niðurstöður af fyrsta uppboði
vetrarins hjá Hudson’s Bay í
London á bláref. Þetta uppboð átti
sér stað 22. nóvember og um það
gaf undirritaður þær upplýsingar
sem fyrir lágu um meðalverð og
söluprósentu. Söluhlutfallið á
blárefaskinnunum var 60%, og
meðalverð US$53, — eða kr. 780,00
pr. selt skinn.
Þetta umrædda uppboð stóð í
þrjá daga frá 22.-24. nóvember.
Samkvæmt boðun félagsins stóð
til að selja: 450.000 Swakara-
lambskinn, 600.000 Karakúl-lamb-
skinn frá Afghanistan, 20.000
blárefaskinn frá „London fur
Group“ og um 52.000 loðskinn af
ýmsum loðdýrum svo sem þvotta-
björnum, rauðref ó.fl.
Þetta fyrsta uppboð vetrarins
var haldið í hinum nýju húsa-
kynnum félagsins í salarkynnum
Hudson’s-flóafélagsins við Efra
Temsárstræti nr. 67 í London, er
þá uppboðsalurinn nú kominn í
sama húsnæði og aðal flokkunar-
salirnir eru staðsettir í.
Vígsluathöfnin fór fram með
þeim hætti að boðið var upp sútað
bifurskinn, við kertaljós, samkv.
fornum sið og hlaut sá gersemina,
sem átti hæsta boð, þegar nál féll,
sem stungið var efst inn í kertið.
Athöfn þessi var mjög hátíðleg
og virðuleg.
Næstu uppboð Hudson’s Bay
London verða í febrúar. Fyrra
uppboðið verður fyrri hluta mán-
aðarins og það síðara seinni hluta
mánaðarins.
Að áliti undirritaðs hefur það
ákaflega takmarkað gildi fyrir
fólk að hlusta á eða lesa um með-
alverð í nóvember, desember og
janúar á Norðurlöndunum, því að-
eins er verið að selja lítinn hluta
framleiðslunnar og þá bestu
gæðaflokkana. Þau verð sem
þannig eru gefin upp eru víðs
fjarri því að vera markverð end-
anleg meðalverð fyrir búin. Megn-
ið af undirsortum og undirmáls-
skinnum er ekki selt fyrr heldur
en í maí eða september, og þá
fyrst hægt að gera dæmið upp.“
*
Jón Asbjörnsson hf.:
Hefur flutt 220 lestir
af ferskum fiski í gám-
um á markað erlendis
— 16 krónu meðalverð
ingarnir borgi sig
NÚ HKFUR fyrirtækið Jón Ás-
björnsson hf. sent alls 21 gám með
220 lestum af ferskum fiski á mark-
að í Bretlandi. Hófust þessir flutn-
ingar nú i haust. Verð á bilinu 18 til
19 krónur í fyrstu, hefur farið í 22 en
í desember hefur það fallið talsvert.
Heildarkostnaður á hvert kíló i þess-
um flutningum er 7 til 7,50 krónur,
þannig að 16 krónur þurfa að fást
fyrir kílóið eigi dæmið að ganga upp.
Vegna þessa ræddi Mbl. við Jón
Ásbjörnsson og bað hann rekja gang
mála:
„Við byrjuðum með fyrsta gám-
inn 13. október er útgm. og skip-
stjóri m/b Þórshamars, Erling
Kristjánsson, landaði fiski beint
úr skipi sínu í kæligám, en fiskur-
inn er fluttur á markað algerlega
á kostnað og áhættu þeirra er
hlaða gámana og eiga fiskinn.
þarf á kíló til að flutn-
Onnur fyrírtæki er hafa sent fisk
með þessum hætti á vegum Jóns
Ásbjörnssonar eru: Útgerðarfé-
lagið Barðinn, Kópavogi, Suður-
vör, Þorlákshöfn, og Hóp hf.,
Grindavík.
Fiskurinn, aðallega ýsa og koli,
en einnig nokkuð af þorski, keilu
og löngu, er sendur heill með haus,
slægður og ísaður í venjulega
plastfiskikassa. Hafður er kæli-
gámur í fullri keyrslu á 0,5 stiga
frosti, meðan hleðsla fer fram,
sem getur tekið 3—5 daga, svo og
á leiðinni þar til á markaðinn er
komið, sem tekur 6 daga. Elsti
fiskurinn er því 11 daga gamall er
hann kemur á markaðinn en sá
yngsti 6 daga gamall. Eingöngu er
um að ræða línufisk frá dagróðra-
bátum, nema frá m/b Þórshamri,
sem er á trolli.