Morgunblaðið - 22.12.1982, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
Mál erflngja Einars Benedikts-
sonar skálds gegn Braga h.f.
Fyrri hluti
Nýlega féll í bæjarþingi
Reykjavíkur dómur í máli
erlíngja Einars Benedikts-
sonar skálds gegn útgáfufyr-
irtækinu Braga hf. Dómkröf-
ur voru þær, að viðurkennt
yrði með dómi, að Bragi hf.
hafi ekki öðlast eignarrétt og
höfundarrétt á skáldverkum
Einars Benediktssonar.
Stefndi, Bragi hf., krafðist
sýknu með skírskotun til
samnings félagsins og
skáldsins frá 1938 um að
Bragi hf. öðlist útgáfuréttinn.
Skjal þetta hafi verið undir-
ritað af skáldinu sjálfu og
vottfest.
Dómari var Auður Þorbergs-
dóttir borgardómari og var niður-
staða hennar sú, að viðurkennt
var, að Bragi hf. hafi ekki öðlast
eignarrétt og höfundarrétt að
verkum Einars Benediktssonar,
eins og fram hefur komið hér í
Morgunblaðinu.
í grein hér á opnunni og í blað-
inu á morgun verða málavextir
raktir eins og þeim er lýst í dómi
og málsskjölum. I fyrri hlutanum,
sem birtist í dag, er lýst kröfum og
gagnkröfum, sagt frá fyrri mála-
rekstri barna Einars Benedikts-
sonar árið 1944, eftir að tilraunir
þeirra til að kaupa útgáfuréttinn
höfðu ekki borið árangur, birt af-
sal skáldsins á verkum sínum,
sagt frá bréfum undirrituðum af
skáldinu, sem lögð voru fyrir dóm-
inn og raktar vitnaleiðslur, sem
fram fóru við fyrri málarekstur-
inn, þar sem m.a. er reynt að fá
fram lýsingu á andlegri og Iíkam-
legri heilsu skáldsins um það leyti
sem samningurinn við Braga hf.
var gerður.
Erfingjar skáldsins
Mál þetta, sem dómtekið var 26.
nóvember sl., höfðuðu erfingjar
Einars Benediktssonar, skálds,
þeir Hrefna Benediktsson, 2014
West 8th Street, Los Angeles,
California 90057, Benedikt Örn
Benediktsson, 203 N.W. 41st
Street, Seattle, Washington 98107,
Einar Benediktsson, 124 Boule-
vard Haussmann, 75008 Paris,
Valgerður Þóra Benediktsson,
Hafnarstræti 4, ísafirði, Ragn-
heiður Benediktsson, Hagamel 35,
Reykjavík, Oddur Benediktsson,
Hagamel 17, Reykjavík, og Kristín
Svala Benediktsson Daly, 1600 S.
Eads St., Arlington, VA. 22202,
fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með
stefnu, birtri 31. janúar 1978, gegn
Braga hf., Reykjavík.
Dómkröfur stefnenda voru þær
aöallega, að viðurkennt yrði með
dómi, að Bragi hf. hafi ekki öðlast
eignarrétt og höfundarrétt að
verkum Einars Benediktssonar,
skálds, en til vara, að viðurkennt
yrði með dómi, að eignarréttur sá
og höfundarréttur að verkum Ein-
ars Benediktssonar, sem félagið
telji sig hafa öðlast með samningi
við Einar Benediktsson 17. janúar
1938 sé niður fallinn frá og með 2.
febrúar 1978. Þá var og krafist
málskostnaðar úr hendi stefnda,
Braga hf.
Stefndi krafðist sýknu af öllum
kröfum stefnenda og að stefnda
yrði tildæmdur hæfilegur máls-
kostnaður að mati réttarins úr
hendi stefnenda in solidum. Til
vara var þess krafist, að réttindi
stefnda falli ekki niður fyrr en frá
og með dómsuppkvaðningardegi
og málskostnaður verði felldur
niður.
Leitað var um sáttir í máli
þessu án árangurs.
Hinn 11. september 1944 höfð-
uðu erfingjar Einars Benedikts-
sonar mál á hendur Braga hf., til
ógildingar á samningnum frá 17.
janúar 1938. Mál þetta var að
kröfu stefnenda hafið\með dómi
bæjarþings Reykjavíkur 5. mars
1947. í þessu máli gekk aldrei
dómur.
Samningur Einars
og Braga hf.
Málavextir eru þeir, að hinn 13.
janúar 1938 var stofnað í Reykja-
vík hlutafélagið Bragi. í stofn-
samningi og lögum félagsins segir,
að tilgangur félagsins sé sá að
kaupa af fyrrverandi sýslumanni,
Einari Benediktssyni í Herdísar-
vík, eignarrétt að öllu því sem
hann hefur samið, með þeim tak-
mörkunum, sem leiða af áðurgerð-
um ráðstöfunum hans, svo og að
birta ritin á hvern hátt, sem vera
skal eða ráðstafa þeim á annan
hátt.
Fyrir dóm var lagt afsal, dags.
17. janúar 1938, undirritað Einar
Benediktsson. I skjali þessu segir
m.a. svo:
„Jeg undirritaður Einar Bene-
diktsson fyrv. sýslumaður til
heimilis í Herdísarvík, sel og af-
sala með brjefi þessu hlutafjelag-
inu „Braga" í Reykjavík eignar-
rjett á öllu því, sem jeg hef samið,
þó að sjálfsögðu með þeim tak-
mörkunum, sem leiða af áður
gjörðum ráðstöfunum mínum við-
víkjandi eignar- eða útgáfurjetti
að ritum mínum. H/f Bragi hefur
því meðal annars fullkominn
einkarjett á því að birta og gefa út
rit mín hvernig sem vera skal, þar
á meðal skrifuð, prentuð eða
margfölduð á annan hátt, hvort
sem þau hafa verið áður birt eða
ekki, svo og til þess að sýna þau á
leiksviði eða lesa þau upp. Einnig
nær rjettur h/f Braga til þess að
prenta eða gefa út rit mín á annan
hátt svo opt sem vera skal og með
þeim eintakafjölda sem tjeð hluta-
fjelag ákveður. H/f Bragi hefur
óskoraðan rjett til þess að fram-
selja framangreind rjettindi sín
að ritum mínum til annara að öllu
eða nokkru leyti."
„I afsali þessu er jafnframt tek-
ið fram, að umsamið kaupverð sé
kr. 7.000 og greiðist þannig, nú
þegar kr. 1.000 og eftirstöðvar með
skuldabréfi sem greiðist með kr.
1.000 á ári í fyrsta sinn 31. janúar
1939.
Vottar að afsali þessu voru
Bjarni Jónsson og Anna Guð-
mundsdóttir.
Bréf með undirskrift
skáldsins
Fyrir dóm voru lögð eftirtalin
bréf:
1. Skuldabréf hf. Braga til Ein-
ars Benediktssonar, útgefið 31.
mars 1938, að fjárhæð kr. 6.000.
Skuldabréf þétta skyldi greiðast á
sex árum með árlegum afborgun-
um að fjárhæð kr. 1.000, vaxta-
laust. Bréf þetta var greitt upp 15.
september 1943.
2. Gjafabréf, dags. 17. janúar
1938, undirritað Einar Benedikts-
son. Með bréfi þessu gaf Einar
Benediktsson Jóni Eldon skulda-
bréf að fjárhæð kr. 6.000, sem
Bragi hf. muni gefa út samkvæmt
ákvæðum afsalsbréfsins. Vottar á
gjafabréfi þessu voru Bjarni
Jónsson og Anna Guðmundsdóttir.
3. Gjafabréf Einars Benedikts-
sonar, þar sem Háskóla íslands er
gefin jörðin Herdísarvík í Sel-
vogshreppi ásamt öllum gögnum
og gæðum, svo og húsgögnum, sem
í íbúðarhúsinu eru og bókasafni.
Gjafabréf þetta er dags. 28. sept-
ember 1935, undirritað Eimar
Benediktssson (sic). Vottar voru
Bjarni Jónsson og Guðni Gests-
son, svo og Þórarinn Snorrason,
sem undirritaði svofellt vottorð á
gjafabréfinu: „Jeg undirritaður
hreppstjóri Selvogshrepps Þórar-
inn Snorrason votta hjer með að
Einar Benidiktsson prófessor
Herdísarvík hefur í dag ritað nafn
sitt undir þetta skjal, með fullu
ráði og frjálsum vilja, í viðurvist
minni og tveggja vitundarvotta."
4. Handskrifað bréf, sem mun
hafa fylgt áðurnefndu gjafabréfi
til Háskólans. Bréf þetta er undir-
ritað Einar Bemediktssson (sic).
Börn Einars vildu
kaupa útgáfuréttinn
Einar Benediktsson lést í Her-
dísarvík 12. janúar 1940, 75 ára
gamall. Með bréfi til stefnda,
dags. 16. nóv. 1940, óskuðu börn
Einars Benediktssonar eftir kaup-
um á útgáfurétti að ritverkum
Einars Benediktssonar, sam-
kvæmt samningi dags. 17. jan.
1938 og kváðust reiðubúin til þess
að greiða verð útgáfuréttarins, kr.
7.000. Tekið er fram í bréfi þessu,
að bréfið beri ekki að skilja sem
viðurkenningu á gildi samnings-
ins. Með bréfi til formanns
stefnda, dags. 6. desember 1940,
óskaði Stefán Már Benediktsson,
sonur Einars Benediktssonar, eft-
ir inngöngu í hf. Braga. Hinn 5.
febrúar 1944 skrifaði Stefán Már
Einar Benediktsson í Herdísarvík.
prófessor Alexander Jóhannes-
syni, þáverandi stjórnarformanni
stefnda, og óskaði eftir framsali á
rétti til heildarútgáfu á verkum
Einars Benediktssonar, en rétt
þennan hafði stefndi selt ísafold-
arprentsmiðju hf. Tekið er fram í
bréfi þessu, að það beri ekki að
skoða sem viðurkenningu á gildi
samningsins.
Erindi þessu var hafnað með
bréfi, dags. 11. febrúar 1944.
Eins og áður segir höfðuðu börn
Einars Benediktssonar mál á
hendur stefnda með stefnu, úgef-
inni 11. september 1944. Undir
rekstri þess máls, sem rekið var
sem bæjarþingsmálið nr. 443/-
1944, fóru fram yfirheyrslur á
bæjarþingi Reykjavíkur, fyrir
aukarétti Árnessýslu og bæjar-
þingi Akureyrar. Lögð hafa verið
fram endurrit af yfirheyrslum
þessum og ýmsum skjölum máls-
ins.
Vottorð Bjarna
Jónssonar oddvita
Undir rekstri bæjarþingsmáls-
ins nr. 443/1944 var lagt fram
vottorð, dags. 19. september 1940,
undirritað af Bjarna Jónssyni,
hreppsnefndaroddyita og Önnu
Guðmundsdóttur. í vottorði þessu
segir, að vottorðsgefendur hafi
verið viðstödd í Herdísarvík 17.
janúar 1938 þegar Einar Bene-
diktsson skrifaði undir sölusamn-
ing á útgáfurétti á verkum sínum
til Braga hf. og að vottorðsgefend-
um hafi virst hann gera það með
fullri vitund og vilja. Hinn 20.
nóvember 1944 staðfesti Bjarni
Jónsson, oddviti, vottorð þetta
fyrir aukarétti Árnessýslu. Þar
fyrir dómi kvaðst vitnið ekki
muna, hvort Einar Benediktsson
hafi skrifað sjálfur undir sölu-
samninginn sem um ræðir í vott-
orðinu, eða hafi handsalað Hlín
Johnson undirskriftina. Komið
hafi fyrir, að Einar fól Hlín að
undirrita fyrir sig sendibréf svo
' Bjarni heyrði. Bjarni tók fram, að
honum hafi virst Einar Bene-
diktsson vera með fullu ráði, enda
þótt hann teldi sig ekki vera
dómbæran um andlegt heilsufar
Einars á þeim tíma. Bjarni sagðist
álíta, að Einar Benediktsson hafi
á umræddum tíma og lengur verið
við fulla andlega heilsu, þó að
stundum virtist slá út í fyrir hon-
um. Kaupsamningurinn hafi verið
lesinn upp fyrir Einar Benedikts-
son áður en samningurinn var
undirritaður.
Vottorð Önnu
Guðmundsdóttur
Hinn 21. nóvember 1944 stað-
festi Anna Guðmundsdóttir
fyrrgreint vottorð fyrir aukarétti
Árnessýslu. í sama réttarhaldi
staðfesti Anna annað vottorð, en í
því segir m.a., að þegar hún var
beðin að skrifa sem vottur undir