Morgunblaðið - 22.12.1982, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
GOOLE:
Arnarfell ....... 1/3
Arnarfell ....... 17/1
Arnarfell ....... 31/1
Arnarfell ....... 14/2
ROTTERDAM:
Amarfell ......... 5/1
Arnarfell ....... 19/1
Arnarfell ........ 2/2
Arnarfell ....... 16/2
ANTWERPEN:
Arnarfell ........ 6/1
Arnarfell ....... 20/1
Arnarfell ........ 3/2
Arnarfell ....... 17/2
HAMBORG:
Helgafell ....... 12/1
Helgafell ........ 7/2
HELSINKI:
Dísarfell ....... 31/1
LARVIK:
Hvassafell ....... 3/1
Hvassafell ...... 17/1
Hvassafell ...... 31/1
Hvassafell ...... 14/3
GAUTABORG:
Hvassafell ....... 4/1
Hvassafell ...... 18/1
Hvassafell ....... 1/2
Hvassafell ...... 15/2
KAUPMANNAHÖFN:
Helgafell ....... 22/12
Hvassafell ........ 5/1
Hvassafell ....... 19/1
Hvassafell ........ 2/2
Hvassafell ....... 16/2
SVENDBORG:
Dísarfell ....... 27/12
Hvassafell ........ 6/1
Helgafell ........ 14/1
Hvassafell ...... 20/1
Hvassafell ........ 3/2
AARHUS:
Helgafell ....... 16/1
Helgafell ....... 11/2
GLOUCESTER MASS.:
Jökulfell ....... 28/1
HALIFAX, KANADA:
Jökulfell ........ 30/12
Jökulfell ....... 31/1
m.
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
^Afglýsinga-
síminn er 2 24 80
Innkaupabíll
kóngsins
KONIJNGUR Saudi Arabíu, Fahd,
keypti fyrir skömmu veglega rútu
fyrir sjálfan sig og eiginkonurnar,
eða þegar svo ber undir; ráöherra og
aðra samstarfsmenn. Eins og sjá má
af meðfylgjandi mynd er ekki um
neina tík að ræða.
í vagninum eru 8 hreyfanleg
sæti af þægilegustu gerð og á
kóngur sjálfur það neðsta hægra
megin. Hinu megin við dyrnar sem
þjónninn er að ganga um, er eld-
hús búið öllum nauðsynjum, í rút-
unni er einnig að finna litasjón-
vörp, hljómflutningstæki af dýr-
ustu gerð og nokkrir símaklefar.
Þýska fyrirtækið Neoplan hannaði
lúxusvagninn og eins og sjá má
kostaði það Fahd karlinn engan
smápening, 600.000 þýsk mðrk, en
það gerir 4 milljónir islenskar.
QPEC-fundurinn í Vín:
íranir vega ad forystu-
hlutverki Saudi Arabíu
\ ínarboru, 21. desember. AP.
RÁÐHERRAR OPEC-landanna
hafa náð samkomulagi um að
draga úr olíuframlciðslu og að
stöðva verðhækkanir, en þeim
mistókst þó að koma sér saman
um veigamikið mál, sem er hvern-
ig skipta eigi framleiðsluminnk-
uninni á milli framleiðendanna.
Afgreiðsla þessa máls bendir til
þess að einingin innan OPEC sé
allt önnur og minni en í eina tíð.
Spilar þar einkum inn í harðvítug-
ur ágreiningur á flestum sviðum
milli Saudi-Arabíu og írans, einnig
hið tveggja ára stríð írans og ír-
aks. Saudi-Arabía og íran eru
mestu olíuframleiðsluríki OPEC
og til þessa hefur fyrrnefnda land-
ið haft töglin og hagldirnar innan
samtakanna.
Ráðherrarnir samþykktu að
framleiða ekki meira en 18,5
milljón tunnur á dag á næsta
ári, en það sem af er þessu ári
hefur framleiðslan verið 19,5
milljón tunnur dag hvern.
Ósamþykkt er enn hverjir eigi
að draga saman seglin og ír-
anski fulltrúinn Mohammad
Gharazi tók sérstaklega fram að
ekki kæmi til greina að íran
dragi úr framleiðslu sinni, 3
milljón tunnur á dag, og fleiri
fulltrúar tóku í sama streng.
Framkvæmdastjóri OPEC, Marc
Nan Nguema, var þó bjartsýnn
og sagði að þegar að eftirspurn-
in eftir olíu myndi minnka eftir
veturinn myndu framleiðslurík-
in öll óhjákvæmilega draga
saman seglin.
Ýmislegt sem fram kom á
fundi ráðherranna benti til þess
að leiðtogastaða Saudi-Arabíu
væri veikari en áður. Einkum
hversu margir fulltrúar voru
fljótir að samþykkja allt sem ír-
anir stungu upp á og fylgja þeim
að málum. Iraninn Gharazi
sagði: „Saudi-Arabíumenn vilja
ekki draga úr eigin olíufram-
leiðslu vegna þess að þeir eru
beittir þrýstingi af Bandaríkja-
mönnum. Þeir voru til mikils
trafala á fundinum að þessu
sinni og komu einir í veg fyrir
samkomulag um hvernig dreifa
bæri framleiðsluminnkuninni
sem allir voru sammála um að
væri nauðsyn. Ráðherrarnir eru
smám saman að átta sig á því,
að ef þessi samtök eiga að virka
sem slík verða ákvarðanir að-
eins teknar sameiginlega, en
ekki af Saudi-Aröbum einum".
Arthur Rubinstein
látinn í hárri elli
(ienf, 21. deaember. Al*.
I’íanósnillingurinn Arthur Rub-
instein lést að heimili sínu í Genf
síðastliðinn mánudag eftir
skammvinn veikindi, að því að haft
er eftir nánum vinum fjölskyldunn-
ar. Hann hefði orðið 96 ára gamall
28. janúar næstkomandi hefði hon-
um enst aldur.
Annabelie Whitestone, bresk
sambýliskona hans undanfarin
þrjú ár, sagði að hann hefði látist
árla á mánudagsmorgun og hefði
ættingjum og vinum í Bandaríkj-
unum þegar verið gert viðvart.
Hann öðlaðist heimsfrægð
fyrir tilfinningaríkan leik og
snilii á fyrstu áratugum aldar-
innar og þótti snilli hans jafnan
njóta sín best í flutningi á verk-
um landa hans, Frederic Chopin.
Einnig þótti hann meistari í túlk-
un á verkum eftir Brahms, Schu-
mann, Schubert, Beethoven,
Liszt, Ravel og Debussy.
Arthur Rubinstein fæddist
þann 28. janúar 1887 í Lodz í Pól-
landi, þar sem faðir hans rak
verksmiðju. Hann var yngstur sjö
systkina, en var kostaðnr til tón-
Píanósnillingurinn Arthur Rubin-
stein.
listarnáms af foreldrum, sem
snemma gerðu sér grein fyrir
hæfileikum sonarins.
Ellefu ára gamall var hann val-
inn til Bandaríkjafarar, en þar-
lendir voru ekki á einu máli um
hæfni hans og var ferðin algjör-
iega misheppnuð. Sjálfur sagði
hann síðar: „Bandaríkjamenn
höfðu rétt fyrir sér. f Evrópu
komst ég upp með hvað sem var,
en í Bandaríkjunum vildi fólk fá
eitthvað fyrir peningana sína.“
í æviminningum sínum sagði
Rubinstein að hann hafi ekki náð
listrænum þroska í leik sínum
fyrr en hann var um fimmtugt og
hann bætti við: „Ég gat ekki
hugsað mér að að láta börn mín
vaxa úr grasi með hugsun um
annars flokks píanista sem föður
eða föður sem var og hét.“ Hann
settist síðan að í Frakklandi í
nokkurn tíma og æfði sig mikinn
hluta sólarhringsins í einangrun.
Eftir mikla sigurför um Banda-
ríkin 1937 settist hann þar að og
gerðist síðar bandarískur ríkis-
borgari. Hann hélt tónleika
reglulega í Bandaríkjunum og
Evrópu allt til ársins 1976, en þá
tók sjón hans að hraka og fing-
urnir fóru að stirðna.
Fyrrverandi eiginkona hans,
býr nú í París, en þau slitu sam-
vistum árið 1980 eftir 48 ára
hjónaband. Þeim varð fjögurra
barna auðið, sem öll búa í Banda-
ríkjunum.