Morgunblaðið - 22.12.1982, Page 19

Morgunblaðið - 22.12.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 19 „Gullskip“ siglir inn í fjárlagaumræðu: „Menningarverðmæti sem eru einstæd í sögunni“ — sagði Ölafur Ragnar Grímsson VIÐ þriðju umræðu fjárlaga, laugardaginn 18. descmbcr sl., kom fram tillaga frá fímm þingmönnum, Birgi ísleifí Gunnarssyni (S), Ólafí Ragnari Grímssyni (Abl.), Pétri Sigurðssyni (S), Sverri Her- mannssyni (S) og Jóni Helgasyni (F), þess efnis, að ríkisstjórninni verði heimilað að ábyrgjast lán, sem tekið yrði vegna björgunar Het Wapen frá Amsterdam, allt að 50 m.kr., eða endurlána lán sem tekið yrði í sama tilgangi gegn samningum í tryggingu í verðmæti hins bjargaða með samþykki fjárveitinganefndar. Skipstrand annó 1667 Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði þetta óvenjulega ' tillögu enda óvenjulegt mál á ferð. Arið 1667 hafði Indíafar, Het Wapen frá Amsterdam, strandað á Skeið- arársandi. Lengi hafi verið til staðar áhugi á að ná þessu skipi upp, en það er talið fermt mikium verðmætum. Árið 1960 veitti for- sætisráðuneytið Bergi Lárussyni leyfi til að leita að skipinu og hag- nýta verðmæti þess gegn 12% greiðslu af söluandvirði verð- mæta. Samhliða vóru gerðir sam- ningar við landeigendur um 10% hugsanlegs hagnaðar af fyrirtæk- inu. Síðastliðin 22 ár hefur verið unnið að leit skipsins og varið til þess mikilli vinnu og miklum fjár- munum. Skipið fannst svo sl. sumar. Gerðar hafa verið áætlanir um að bjarga skipi og verðmætum, sem í því kunna að vera. Það er erfitt að gera sér grein fyrir þeim verðmætum, sem þarna er um að ræða, sagði Birgir, en það er mat manna sem kunna nokkur deili á, að þau séu varla undir um 50 m.kr., þ.e. þeim kostnaði, sem björgun er talin kosta. Bæði er farmurinn talinn verðmætur mjög og „ekki síður er vitað, að hol- lenska ríkið er mjög áhugasamt um að þetta skip fari til Hollands. Hér eru mjög verðmætar og mik- ilvægar fornminjar fyrir Hollend- inga, sem eiga ekkert skip af þess- ari gerð frá gullaldartímabili hol- lenska ríkisins ... “ . Eðlilegt er að íslendingar standi fyrir verki þessu. Og með hliðsjón af kostnaði sem farið hefur í leit og fer fyrirsjáanlega í björgun, að ekki er óeðlilegt, að ríkið sé bak- hjarl í þessu verki. málaráðherrans, höfundar fjárlagafrumvarpsins. Það vekur undrun að formaður þingflokks Alþýðubandalagsins hefur ekki treyst þessum flokksbræðrum sín- um til að koma á framfæri því, sem í tillögu hans og félaga felst, heldur telur sig þurfa að bæta um betur í þessum eftirmála fjárlaga- gerðarinnar. Ég vil fá skýr svör um það hjá formanni fjárveitinga- nefndar, hvort hér er verið að opna dyr fyrir hina óbreyttu stjórnarþingmenn til að flytja breytingartillögur við fjárlaga- frumvarpið. Það er ekki neitt athugavert við það þó að menn hafi áhuga á björgun verðmæta, heldur hitt, hvern veg mál þetta ber að garði. Það er rökrétt að sami aðili beri áhættu og happ af verki sem þessu, en sá var grunntónn heim- ildar til þessa 1960. Hér er hins- vegar bryddað upp á því, að ríkið beri áhættuna, aðrir hugsanlegt happ. Ég tel að ónógar upplýsingar liggi fyrir í þessu máli. Væri ekki ráð að tína þær til og gefa þing- heimi kost á því að huga betur að málum og taka afstöðu síðar — eftir áramót — að vel athuguðu máli. Mér hefur borizt í ræðustól orð- sending „Tillagan dregin til baka. J.H.“. Ég fæ nú ekki séð hvernig sá, er síðastur skrifar undir tillög- una, getur dregið hana til baka. Síðan vék Ólafur að forsögu málsins, líklegum verðmætum í skipinu, og ítrekaði nauðsyn þess að þingið fengi rýmri umfjöllun- artíma í þessu máli. Birgir Sighvatur Árni Að fleyta kerl- ingar á ómerki- legum bröndurum Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) vék m.a. að viðleitni margra þjóða, þ.á m. Breta, sem lagt hafa ofur- kapp á það og kostað til miklum fjármunum að ná aftur skipum sem legið hafa á hafsbotni eða Ný landnýtingaráætlun: Járnkjarni, talinn vera úr fallbyssu hins strandaða „gullskips" á Skeiðarár- sandi. árbotnum og undan Noregsströnd- um, þegar eftir miklum verðmæt- um hafi verið að slægjast. Það sé ekki við hæfi að „fleyta kerlingar á fremur ómerkilegum bröndurum hér í ræðustól og hliðarsölum al- þingis, án þess að horfa á þann kjarna máls, að ætlunin er að gera tilraun til að ná menningarverð- mætum, sem eru einstæð í sög- unni, og ekki er hægt að ná eftir nokkrum öðrum leiðum. Það er alveg rétt að það eru ein- staklingar sem kostað hafa fé og fyrirhöfn í leit, sem staðið hefur í tvo áratugi, og hafa nú náð þeim árangri, að raunhæft er að tala um þennan björgunarmöguleika. Við, sem að þessum tillöguflutn- ingi stöndum, töldum að mál þetta hefði fengið nægilega kynningu og undirbúning á vettvangi þing- flokka. Það hefur og fengið ræki- lega umfjöllun í fjölmiðlum. Það er hinsvegar rétt að málið hefur ekki langan aðdraganda hér í þinginu. Einstakir þingmenn hafa látið í ljósi óskir að fá að kynna sér málið betur og fá til þess rýmri tíma en gefst áður en fjár- lög verða afgreidd. Við flutn- ingsmenn höfum því komið okkur saman um að draga tillöguna til baka nú, en „boðum jafnframt, að við munum vinna að frumvarpi um þetta mál sérstaklega, sem við munum leggja fram þegar þing kemur saman á nýjan leik eftir jólahlé, þar sem öll fylgigögn málsins geta legið fyrir og þar sem þingmönnum gefst tími til þess að kynna sér málið í heild.“ Ólafur Ragnar sagði og ljóst, að ef það björgunarstarf tækizt, sem hér væri að stefnt og væru yfir- gnæfandi líkur á að heppnaðist, þá myndi ganga til almenns sjóiðs landsmanna, ríkissjóðs, um 70% af öllum þeim tekjum og hagnaði, sem inn koma af þessu heildar- verkefni ... og ennfremur er ljóst, að þessi tilraun mun vekja heims- athygli. Mér er til efs að nokkrir atburðir í mencningar- og sögu- starfi, jafnvel nokkrir atburðir í þjóðlífi Islendinga muni vekja jafnmikla athygli og þessi til- raun ...“ Komi til liðs á einhvern hátt Árni Gunnarsson (A) sagðist hafa fylgzt með af mikilli athygli með leitarstarfi á Skeiðarársandi og „bera virðingu fyrir þeim mönnum sem þarna eru að spreyta sig á miklu verkefni, og ég sé í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að Al- þingi íslendinga komi til liðs við þá á einhvern hátt“. En fyrirvara- laust, og við þær aðstæður er hér ríkja, gengur dæmið ekki upp. Þingflokki Alþýðuflokksins var ekki kunnugt um þetta mál fyrr en í gær. Og án eðlilegs undanfara var enginn Alþýðuflokksmaður reiðubúinn til að skrifa undir þennan tillöguflutning. Hér þarf að fara að með skaplegri hætti. Og þeir stjórnarliðar, er standa að því að kasta hér inn 50 m.kr. tillögu á síðasta starfsdegi þingsins geta ekki gagnrýnt formlegar breyt- ingartillögur frá stjórnarand- stöðu, sem lagðar eru fram með réttum gögnum og það tímanlega, að um megi fjalla á eðlilegan hátt. Láglaunabætur og gullgröftur Sighvatur Björgvinsson (A) sagði fram komna tillögu, flutta af flutningsmönnum úr tveimur stjórnarflokkum og Sjálfstæðis- flokki. Hún gerði ráð fyrir að verja 50 m.kr., eða jafn miklum fjármunum og nemur láglauna- bótum nú fyrir jólin til að tryggja, „að áhugamenn um uppgröft gullskipsins svokallaða sleppi skaðlausir frá þeirri framkvæmd sinni". Þetta er dæmalaus tillaga, sagði Sighvatur. „Þess er vandlega gætt í tillög- unni,“ sagði Sighvatur, „að halda þannig á málum, að íslenzkir skattborgarar eigi ekki nokkum möguleika á því að taka neina tryggingu hjá þeim ævintýra- mönnum, sem þennan uppgröft stunda, fyrir því að fá þetta fé aftur ef illa til tekst." Ræðumaður veittist harðlega að tillöguflutningnum og dró í efa, að þinglega væri að honum staðið. Mál sem þarf lengri íhugun fyrir afgreiðslu Olafur Þ. Þórðarson (F) sagði það furða sig að hér væri brotin sú hefð að stjórnarsinnar flyttu ekki breytingartillögur við eigin fjár- lagafrumvarp, nema samstaða sé fyrirfram um breytingar. Þannig hefur Alþýðubandalagið, sagði Ólafur Þórðarson, formann í fjár- veitinganefnd, auk sjálfs fjár- „Kvótakerfíð tekur ekki mið af land- nýtingar- og byggdasjónarmiðum“ SKOMMII fyrir þinghlé var lögð fram tillaga að gerð nýrrar landnýt- ingaráætlunar sem taki til allra meg- inþátta. Gert er ráð fyrir að drög hennar liggi fyrir í árslok 1984. Við gerð draganna verði lög áherzla á sem hagkvæmasta nýtingu og varð- veizlu landgæða. Fyrsti flutnings- maður er Davíð Aðalsteinsson (F) en meðflutningsmenn Jón Helgason (F), Helgi Seljan (Abl.), Karl Steinar Guðnason (A) og Sverrir Her- mannsson (S). í greinargerð segir m.a.: „Einn af veigamiklum þáttum landnýtingar er nýting úthaga- beitar, bæði í heimalöndum og af- réttum. Landbúnaðurinn, einkum sauðfjárræktin, byggist á þessari miklu auðlind, fjölbreyttum og kjarnmiklum gróðri. Framtíð ís- lensks landbúnaðar hlýtur reynd- ar að byggjast mjög á hóflegri og hagkvæmri nýtingu beitilanda. Metum við framleiðslugildi út- hagagróðurs að verðleikum? Nátt- úrleg gróðurlendi eru veigamikil auðlind á tímum síhækkandi orkukostnaðar. Til dæmis er hætt við að framleiðslukostnaður sauðfjárafurða yrði mun hærri ef ekki tækist að varðveita beitar- gæði úthaga, sérstaklega afrétt- anna. 1 Ilavíð Aðalsteinsson Sem best samræmi þarf að vera á milli búfjárfjölda og tiltæks haglendis í hinum ýmsu beitar- svæðum landsins. Því þarf að koma á nánara samhengi á milli vals á búgreinum, uppbyggingar og búfjárfjölda á sérhverri bújörð annars vegar og hins vegar þeirra landgæða sem jörðin hefur til um- ráða. Þannig verði ekki aðeins tek- ið tillit til ræktunarskilyrða, held- ur einnig og ekki síður landrýmis í heimahögum og afréttum. Hér kemur m.a. til álita hvernig fjárfestingu er hagað í landbún- aði, hvernig er hægt að koma á virkari og markvissari stjórnun, hvernig er hægt að aðstoða bænd- ur sem gera róttækar breytingar í búskaparháttum. Nauðsyn ber til að taka sérstakt tillit til landnýtingar við gerð bú- rekstrar- og byggðaáætlana. Þar eð nýting jarðargróða er einn af hornsteinum lífvænlegrar byggð- ar um land allt er landnýting veigamikið byggðamál. Athuga þyrfti m.a. hvort æskilegt eða fært væri að koma á einhvers konar svæðaskipulagningu landbúnaðar- framleiðslunnar í samræmi við hóflega og skynsamlega nýtingu landkosta og jafnframt með tilliti til markaðsþarfar fyrir hinar ýmsu búvörur. Mismunandi verð- lagning búvara eftir framleiðslu- svæðum gæti ef til vill komið til greina, en ljóst er að slíkt yrði mjög flókið í framkvæmd. Hér er komið að tengslum milli landnýt- ingar og framleiðslumála. Kvótakerfið svonefnda tekur lít- ið sem ekkert mið af landnýt- ingar- og byggðasjónarmiðum, en hugsanlega mætti byggja upp ein- hvers konar framleiðslustjórnun sem gerði það. Það leiðir aftur hugann að svæðaskipulagningu. Dæmi mætti taka bæði úr naut- gripa- og sauðfjárrækt. Hér er um margþætt og viðkvæmt mál að ræða sem þarfnast ítarlegrar könnunar og umræðu. Bændur vilja að sjálfsögðu hafa sem mest frelsi til athafna, en flestir gera sér ljósa þörf fyrir bætta skipu- lagningu. Hún kemur stéttinni til góða í framtíðinni og stuðlar að bættum þjóðarhag. Skógrækt til nytja er í raun landbúnaður, og kanna þarf hvernig heppilegast er að tengja hana traustari böndum þeim at- vinnuvegi. Síðustu árin hefur komið fram viðleitni til að tengja skógrækt hefðbundnum búskap, einkum á Austurlandi, en líta ekki á þessar greinar sem andstæður. Þannig er unnt að samræma t.d. sauðfjárrækt ræktun nytjaskóga. Skilyrði til skógræktar eru greini- lega breytileg í landinu og virðist þörf markvissari skipulagningar þeirra mála.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.