Morgunblaðið - 19.01.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
17
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir DAVID MASON
Skoðanaágreiningur Pym
og Thatcher fer vaxandi
Ýmis teikn virðast á lofti þess efnis, að ágreiningur fari vaxandi á milli
Margareth Thatcher, forsætisráðherra Breta, og Francis Pym, utanríkis-
ráðherra landsins. Heimildarmenn segja ágreininginn fyrst og fremst
snúast um viðhorf til griðatillagna Yuri Andropovs, hins nýja leiðtoga
Sovétmanna. Þótt aðstoðarmenn beggja hristi höfuðið yfir fregnum um
þetta, sem birst hafa i breskum blöðum undir fyrirsögnum á borð við
„Stríðsástand" og „Hver er það sem ræður?“, viðurkenna þeir þó í
einrúmi, að ekki sé allt eins og það ætti að vera.
Táknrænt er fyrir allt umtal-
ið, að hvorki Thatcher né
Pym, hafa gefið út neina yfirlýs-
ingu um þann ágreining, sem
sagður er ríkja þeirra í millum.
Þessi þögn þeirra hefur leitt til
þess, að embættismönnum ráðu-
neyta þeirra tveggja í Lundún-
um stendur hreint ekki lengur
orðið á sama.
Francis Pym tók við embætti
utanríkisráðherra fyrir 9 mán-
uðum af Carrington lávarði, sem
þá sagði af sér, þrátt fyrir ítrek-
aðar beiðnir af hálfu Thatcher
um að hann sæti áfram. Ástæð-
an fyrir afsögn Carringtons láv-
arðar var fyrst og fremst reiði
almennings á Bretlandseyjum
yfir því að Bretar skyldu ekki
geta komið í veg fyrir innrás
Argentínumanna á Falklands-
eyjar.
Hugur fylgdi ekki máli
Stjórnmálaskýrendur sögðu
þegar Carrington lávarður sagði
af sér og Thatcher tók þá ákvörð-
un að skipa Francis Pym í emb-
ætti utanríkisráðherra, að hugur
hefði ekki fylgt máli. Margir úr
röðum þeirra voru þeirrar skoð-
unar þá, og eru jafnvel enn, að
embættisskipun þessi hafi ein-
ungis þjónað þeim tilgangi að
treysta böndin í breska íhalds-
flokknum fyrir Falklandseyja-
deiluna, sem þegar í upphafi var
vitað að gæti orðið langvinn.
Andropov lagði griðatillögur
sínar fram þann 21. desember sl.
Tillögurnar fólu m.a. í sér, að
Sovétmenn fækkuðu meðaldræg-
um eldflaugum sínum að því
marki, að þeir réðu yfir jafn-
mörgum slíkum og Bretar og
Frakkar til samans. Thatcher
ýtti þeim strax til hliðar á þeim
forsendum að hér væri rétt eina
ferðina gamalt vín á nýjum
belgjum.
Sama dag og Thatcher lýsti
því yfir, að hún sæi enga ástæðu
til þess að fara nánar ofan í
saumana á tillögum Andropovs,
lýsti Pym því yfir að hann teldi
margt athygli vert í tillögunum
og að hann myndi „íhuga þær af
miklum áhuga“. Taldi Pym einn-
ig, að tillögurnar væru alltént
skref í rétta átt.
Pym áhugasamastur
Síðan gerðist það þann 7.
janúar, daginn eftir að Varsjár-
bandalagsríkin lýstu því yfir eft-
ir fund sinn í Prag, að þörf væri
á samkomulagi við aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins um að
beita ekki vopnum og umtals-
verða fækkun herafla, að Pym
sýndi yfirlýsingunni meiri áhuga
en nokkur annar háttsettur
embættismaður í Vestur-
Evrópu, svo vitað er til.
Sagði hann yfirlýsinguna
„stórmerkilega" og að hana bæri
að íhuga af ýtrustu nákvæmni.
Margaret Thatcher ósamimála
Pvm.
Francis Pym ósammála Thatcher.
Pym sagði einnig, að ef tillaga
Vesturveldanna, „valkostur
núll“, fengi ekki samþykki yrði
að minnsta kosti að íhuga
næstbestu tillöguna.
Thatcher hefur til þessa verið
þögul sem gröfin um niðurstöður
fundar Varsjárbandalagsríkj-
anna í ársbyrjun og ekki sýnt, að
hún sé reiðubúin til að sættast á
næstbesta kostinn í þessu tilviki
fremur en öðrum. Hún er ein-
dregið fylgjandi „valkosti núll"
og hvikar ekki frá þeirri skoðun
sinni.
Rétt eins og Carrington láv-
arður er Pym því fylgjandi, að
Bretar leiki stærra hlutverk í til-
raunum til að koma á varanleg-
um friði í Miðausturlöndum.
Hann hafði reyndar ráðgert
kurteisisheimsókn til Saudi-
Arabíu og annarra ríkja við
Persaflóa í þessari viku, en
henni var frestað af Thatcher í
kjölfar þeirrar ákvörðunar
hennar að neita að taka á móti
sendinefnd frá Arababandalag-
inu til að ræða um friðartillögur.
í þeirri sendinefnd var m.a. full-
trúi frá PLO. Pym er sagður
undirbúa aðra för á þessar slóð-
ir.
Mitt í öllu þessu þjarki til-
nefndi Thatcher Sir Anthony
Parsons, fyrrum sendiherra
Breta hjá Sameinuðu þjóðunum,
sem sérlegan fulltrúa sinn í
utanríkismálefnum. Hún hafði
áður haft beint samband við
hann í nokkrum tilvikum meðan
á Falklandseyjadeilunni stóð.
Aðstoðarmenn ráðherranna
telja ekki, að ráðning Parsons sé
gerð til þess að veikja stöðu
Pyms gagnvart Thatcher, en enn
hefur engin skýring verið gefin á
því hvers vegna hún þarf skyndi-
lega á ráðgjafa í utanríkismál-
efnum að halda í Downing-
stræti 10, þegar vart er tæprar
mínútu gangur yfir í ráðuneyti
Pyms.
Að stefnuágreiningi þeirra og
hinni velþekktu staðreynd, að
Thatcher virðist ætíð hafa verið
óþolinmóð í garð utanríkisráðu-
neytisins, slepptum telja heim-
ildarmenn að rótina að ágrein-
ingi þeirra megi rekja til
árekstra þeirra innan Whitehall,
stjórnarráðs þeirra Breta.
Pym á traustum fótum
Áður en Thatcher varð forsæt-
isráðherra gegndi Pym embætti
talsmanns Ihaldsflokksins í
utanríkismálum. Thatcher
komst til valda í maí 1979 og
undir eðlilegum kringumstæðum
hefði Pym átt að hljóta embætti
utanríkisráðherra, sem hann
hafði augastað á. Þess í stað var
hann skipaður í stöðu varnar-
málaráðherra. Hann lenti fljótt í
útistöðum við fjármálaráðuneyt-
ið er hann mótmælti niðurskurði
til varnarmála á fjárlögum og
storkaði Thatcher með því að
lýsa því yfir, að efnahagshorf-
urnar væru ekki nándar nærri
eins bjartar og forsætisráðherr-
ann vildi vera láta.
Að sögn þeirra, sem best
þekkja til, var Pym að því kom-
inn að segja af sér þegar hann
var færður úr embætti varnar-
málaráðherra og gerður að for-
seta neðri málstofu breska
þingsins. Þeirri stöðu gegndi
hann þar til Falklandseyjadeilan
hófst.
Pym studdi Thatcher ekki í
kjöri til formanns íhaldsflokks-
ins. Hann hefur iðulega verið
nefndur sem líklegur arftaki
hennar verði þörf á slíku á næst-
unni. Hann er Thatcher hliðholl-
ur, a.m.k. í þeim málum er snúa
beint að almenningi, en fleiri
telja, að hann setji hag íhalds-
flokksins skör ofar en stuðning
við forsætisráðherrann. Stjórn-
málaskýrendur eru á einu máli
um að Pym eigi sér svo öfluga
stuðningsmenn innan íhalds-
flokksins, að Thatcher geti ekki
varpað honum fyrir borð af
stjórnarskútunni, a.m.k. ekki
fyrr en að kosningum loknum,
sem ekki verða síðar en í maí á
næsta ári.
(Heimild AP, þýð. — SSv.)
Seltjarnarnes — Vesturbær
d
Mánudaginn 24. janúar
hefst á vegum skólans
kvöldtímar í léttum æfingum
fyrir konur á öllum aldri.
Innritun og upplýsingar í síma
15359 e.h.
\
Ballettskóli
Guöbjargar Björgvins,
íþróttahúsinu Seltjarnarnesi,
Litla sal.
6 vikna námskeið aö hefjast. Einkum fyrir heimavinn-
andi húsmæöur. Holl og góö hreyfing. Morguntímar,
dagtímar. Leiðbeinandi Garöar Alfonsson.
Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur,
Gnoöarvogí 1.
Aöur en
allt
hækkar
! i
Tvíhneppt föt vlö öll
tækifæri
Verö 3.360.-
P
¥
« K§! fi S>
Austurstræti l(r
fsiini: 272 ll