Morgunblaðið - 19.01.1983, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
Bráðabirgðalögin vóru kákaðgerð:
Stefiiir í fjöldaatvinnuleysi
Lárus
innar er stefnt í hættu og að
óbreyttu er boðið upp á fjöldaat-
vinnuleysi, en atvinnuleysi er í
dag meira en verið hefur um langt
árabil. Bráðabirgðalögin frá í
ágúst hafa engan vanda leyst. Þau
eru þvert á móti vitnisburður um
kákið.
sagði Lárus Jónsson á Alþingi í gær
Frumvarp til laga um efnahagsráðstafanir (bráðabirgðalög ríkis-
stjórnar frá í ágústmánuði sl.) vóru afgreidd frá efri til neðri deildar
Alþingis í gær, eftir harðar umræður. Stjórnarandstæðingar greiddu
atkvæði gegn fyrstu grein frumvarpsins um verðbótaskerðingu launa,
til að undirstrika andstöðu sína við heildarstefnu ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum, og gegn 7. grein (um sérstakt timabundið vörugjald),
en aðrar greinar vóru samþykktar með 9 gegn 2 atkvæðum.
Stjórnarandstæðingar kröfðust upplýsinga um framkvæmd „láglauna-
bóta“ og efnisinnihald breytingartillögu, sem sjávarútvegsráðherra
hafði boðað í sjónvarpsviðtali, en fengu lítil svör önnur en þau að
þessi mál yrðu frekar skýrð í meðferð neðri deildar.
17% verðbóta-
skerding
launa 1982
Samtals veröbóta-
skerding um 17%
Lárus Jónsson (S) sagði tvennt
felast í þessum bráðabirgðalögum:
7,71% verðbótaskerðingu 1/12. sl.
og þriðjungshækkun á vörugjaldi
frá ágúst sl. til febrúarloka þ.á.
Þegar saman væru dregnar verð-
bótaskerðingar Ólafslaga 1. marz,
1. júní, 1. september, 1. desember
sl. og bráðabirgðalaganna næmi
samanlögð skerðing verðbóta á
laun á sl. ári 17%. Þrátt fyrir
þessa verðbótaskerðingu og þrátt
fyrir að vísitala hafi verið greidd
niður um 6% hafi verðbólga frá
upphafi til loka liðins ár vprið
62%. Það mætti því með sanni
segja að miklu hafi verið fórnað
fyrir lítinn árangur. .
Þrátt fyrir þessi bráðabirgða-
lög, sem túlkuð vóru sem bjargráð
í atvinnu- og efnahagsmálum,
væri skollið á upplausnar- og
hættuástand í þjóðarbúskapnum.
• Fyrsta og alvarlegasta einkenni
þessa hættuástands er, hve lítið
dregur úr ískyggilegum viðskipta-
halla, sem var á sl. 2 árum 5000
m.kr., og greiðslubyrði erlendra
lána, sem enn muni aukast á þessu
ári.
• Annað einkenni hættuástands-
ins er langvarandi taprekstur og
skuldasöfnun undirstöðuatvinnu-
vega, sem þegar segi til sín í
auknu atvinnuleysi.
• Þriðja einkennið er að heild-
arsparnaður hefur minnkað svo
mikið undanfarið að nálgast hrun.
• Fjórði hættuboðinn er að fjár-
festing í atvinnuvegum hefur
dregizt saman og framleiðni at-
vinnuveganna minnkað.
• Fimmta dæmið felst í gífurlegri
þenslu ríkisútgjalda og stórauk-
inni beinni og óbeinni skatt-
heimtu.
• Sjötta viðvörunin er stöðnun
þjóðarframleiðslunnar í gengnum
góðærum og samdráttur þjóðar-
tekna sem segir til sín í lakari
lífskjörum.
• Sjöunda og síðasta einkenni
hættuástandsins í íslenzkum þjóð-
arbúskap er svo verðbólgan, sem
ekki er komin niður í 6% vöxt
1982, eins og stjórnarsáttmálinn
stóð til, heldur stefnir að óbreyttu
í meiri hæðir en nokkru sinni.
Já, verðbólgan er komin lang-
leiðina í 70%, greiðslubyrði er-
lendra lána er vaxandi, viðskipta-
hallinn vex, undirstöðuatvinnu-
vegum er haldið gangandi með er-
lendum lántökum og peningakerfi
þjóðarinnar er í rúst og fjárskort-
ur atvinnuveganna stendur þeim
fyrir þrifum. Þetta eru ávextir
stjórnarstefnunnar.
Fjárhagslegu sjálfstæði þjóðar-
Kjartan
Gjörbreyta þarf
um stefnu
Kjartan Jóhannsson (A) minnti á
þau markmið, sem rikisstjórnin
taldi sig stefna að með efna-
hagsstefnu sinni og bráða-
birgðalögum. Verðbólgumarkmið-
ið væri víðs fjarri. Viðvarandi
verðbólga í dag væri milli
70—80% á ársgrundvelli. Við-
skiptahallinn fer vaxandi á þessu
ári. Atvinnuöryggi er síður en svo
tryggt, þvert á móti er meira at-
vinnuleysi hérlendis á líðandi
stund en dæmi eru um á sl. áratug.
Láglaunabæturnar, sem réttlæta
hafi átt verðbótaskerðingu launa,
töluðu og máli, sem ekki þyrfti að
skýra frekar. Hverfa þarf til gjör-
breyttrar efnahagsstefnu, sagði
Kjartan, eins og stefnumörkun
Alþýðuflokksins gerir ráð fyrir.
Fleiri tóku til máls þó ekki verði
frekar rakið að sinni.
Matthías Á. Mathiesen:
„Ráðstafanir sem bein-
línis kynda verðbólguna“
Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, mælti í gær
fyrir stjórnarfrumvarpi sem kveður á um: 1) 4% nýtt útflutn-
ingsgjald af sjávarafurðum, sem lagt verður á sama stofn og hið
almenna 5,5% útflutningsgjald, sem áfram verður lagt á samtím-
is því nýja. 2) Hið nýja útflutningsgjald rennur í Olíusjóð, sem
greiða skal niður olíu til fiskiskipa um 35%, en slík niðurgreiðsla
er talin kosta um 400 m.kr. 1983. 3) Olíusjóðurinn skal hafa
heimild til að taka 100 m.kr. lán 1983, ef hið nýja útflutnings-
gjald hrekkur ekki til niðurgreiðslunnar. 4) 7% olíugjald, sem
gekk úr gildi um sl. áramót, skal lögfest að nýju og gilda út árið
1983. Olíugjaldið leggst á fiskverð utan skipta. 5) Heimilt skal að
fella niður eða endurgreiða stimpilgjald af allt að 500 m.kr.
skuldbreytingarlánum sem útgerðinni hafa verið veitt.
Stuðningur við
sjávarútveginn
Steingrímur Hermannsson (F)
sagði rekstrarstöðu útgerðar hafa
verið þessa fyrir og eftir 14% fisk-
verðshækkun um áramótin: Báta-
flotinn mínus 14,1% fyrir en mín-
us 4% eftir. Minni togarar mínus
13,8% fyrir en mínus 1,5% eftir.
Stærri togarar mínus 14,7% fyrir
en mínus 3% nú. Meðaltalsstaða
mínus 14,7% fyrir en mínus 3% í
dag.
Veiðibrestur á loðnu, aflasam-
dráttur þorsks og hækkandi til-
kostnaður, innfluttur og innlend-
ur, valda þessum vanda, sem við er
að glíma, sagði ráðherrann. Fisk-
verðshækkun var því óumflýjan-
leg. Frumvarp þetta felur í sér
ráðstafanir, sem heitið var í fram-
haldi af fiskverðsákvörðun.
Útflutningsgjaldið, olíugjaldið
og niðurgreiðslurnar eru viðleitni
til að mæta að mestu annars fyrir-
sjáanlegum hallarekstri í fiskveið-
um, sem gat leitt til stöðvunar og
atvinnuleysis ella.
Afleiðing rangrar
efnahagsstefnu
Matthías Á. Mathiesen (S) sagði
vandamál í sjávarútvegi mestan-
part afleiðingu rangrar efnahags-
stefnu ríkisstjórna frá 1978.
Þrátt fyrir útfærslu í 200 mílur
og eigin forsjá í fiskveiðum á Is-
landsmiðum hafi málefnum sjáv-
arútvegs verið stefnt í tvísýnu.
Veiðisókn hefur ekki verið löguð
að veiðþoli. Innlend verðlagsþróun
hefur nánast stefnt rekstri undir-
stöðuatvinnuvega í strand. Þrátt
fyrir bráðabirgðalög, sem vand-
ann áttu að leysa, og snoturlega
orðaðar yfirlýsingar ráðherra,
hefur sífellt sigið á ógæfuhliðina.
Fyrirhyggjuleysi ríkisstjórnarinn-
ar segir til sín í öllum þáttum
þjóðarbúskaparins.
Matthías sagði sjálfstæðismenn
andvíga upptöku sjóðakerfis og
millifærsluleiðar, sem tekizt hafi
að afnema fyrir nokkrum árum.
Allir, sem hlut eiga að sjávarút-
vegi, hafa svipaða afstöðu.
Matthías vitnaði til formanns
Sjómannasambandsins („Við er-
um orðnir langþreyttir á þessum
afskiptum"), formanns LÍÚ („Þá
vil ég taka fram að við hefðum
kosið aðra aðferð .. “),
framkvæmdastjóra Samb. ísl.
fiskframleiðenda („Þetta gengur
gegn allri skynsemi") og fram-
kvæmdastjóra Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna („Við eru and-
vígir hækkun útflutnings-
gjalds.. “).
Hin betri
leiðin
sniðgengin
Loks vitnaði Matthías til erindis
frá Útvegsmannafélagi Suður-
nesja, sem taldi „eðlilegra að af-
nema 7% olíugjald og taka upp í
staðinn 17% kostnaðarhlutdeild,
eins og meiri hluti verðlagsráðs
hefði getað sætt sig við“. Sú leið
kom útgerðinni í heild að sama
gagni en hefði auk þess verið hvati
til olíusparnaðar.
Matthías vék að tekjuöflun
frumvarpsins. Tollur væri lagður
á frysta fiskinn, skreiðina og
saltfiskinn. Stór hluti skreiðar-
framleiðslunnar væri enn í land-
inu. Astæða væri til að létta undir
með þessari framleiðslu fremur en
að íþyngja henni með upptöku
gengismunar og útflutningstolli.
Steingrímur Matthías Sighvatur Vilmundur Karvel
*
A kostnað sjómanna-
stéttar
Sighvatur Björgvinsson (A) sagði
frumvarpið fela í sér upptöku
millifærsluleiðar, sem kostað hafi
ærna fyrirhöfn og fórnir að fá af-
numda. Allir viðkomendur, útveg-
ur, fiskvinnsla og sjómenn, eru
andvígir þessari leið. Hún leysir
upp hlutaskiptasamninga útvegs
og sjómanna og tekur verulega
fjármuni fram hjá skiptum. Þetta
er vandræðalausn á kostnað sjó-
manna. En ábyrgðin er ríkis-
stjórnarinnar.
Eg mun bjarga með
hjásetu, ef með þarf
Vilmundur Gylfason (BJ) tók
undir gagnrýni á millifærsluleiðir.
En ekki dygði hinsvegar að taka
þetta mál eitt út úr öllu milli-
færslukerfinu. Hækkun fiskverðs
sem fylgt er eftir með gengislækk-
un er millifærsla. En þetta frum-
varp felur í sér hluti, sem heitið
var samhliða fiskverði. Ríkis-
stjórnin hefur meirihluta á Al-
þingi en ekki í neðri deild. Ef með
þarf mun ég tryggja það að þetta
samkomulag nái fram að ganga
með hjásetu, þó ég sé andvígur
millifærslukerfinu. Vilmundur
áréttaði í máli sínu að
ákvörðunarkerfi fiskverðs væri
eitt allsherjar millifærslukrull í
þágu manna, sem oft væru óhæfir
til viðkomandi rekstrar.
Vilmundur þarf
frest vegna BJ
Karvel Pálmason (A) gagnrýndi
harðlega að hér væri gengið á hlut
sjómanna. Vilmundur talaði gegn
millifærslunni en ætlaði þó að
styðja hana. Ástæðan væri sú ein
að hann þyrfti frest til að ganga
frá framboðsmálum Bandalags
jafnaðarmanna. Þessvegna hlypi
hann undir bagga með ríkisstjórn-
inni. Karvel veittist og harðlega
að meintum ólýðræðislegum
starfsháttum BJ.
Fleiri töluðu en hér verður ekki
frekar rakin umræðan.