Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 27 Samtök grásleppuhrognaframleiðenda: Skulda Landsbankanum rúmar 4 milljónir króna Frá framhaldsaðalfundi samtaka grásleppuhrognaframleiðenda. Við púltið stendur Rögnvaldur Rinarsson frá Akranesi en í bókinni blaðar Guðmundur Lýðsson, framkvæmdastjóri samtakanna, en uppsagnarbréf hans var lesið á fundinum. Morgunblaðift/RAX 10 félagsmenn í sjálfskuldaábyrgð SAMTÖK grásleppuhrognaframleið- enda héldu framhaldsaðalfund sinn á sunnudag, og kom þar fram, að við síðastliðin áramót skulduðu samtök- in rúmar fjórar milljónir króna, sem er talsvert umfram eignir, sam- kvæmt upplýsingum Rögnvalds Rin- arssonar á Akranesi, eins stjórnar- manna. A fundinum var lesið upp uppsagnarbréf frá framkvæmda- stjóra samtakanna, Guömundi Lýðs- syni, og tekur ný stjórn væntanlega afstöðu til uppsagnarinnar nú í vik- unni, en Rögnvaldur tjáði Morgun- blaðinu, að miðaö við fjárhagsstöðu samtakanna væri það sín skoðun að eðlilegast væri aö Guðmundur yrði ekki endurráðinn. „Skuldir samtakanna nema samtals 4.008.589,70 krónum, en það er rangt að eignir samtakanna séu sáralitlar eða engar. Ég álít að þær séu um 2,5 milljónir króna,“ sagði Rögnvaldur. Hann sagði til eigna teljast bíl upp á 200 þúsund krónur, tunnubirgðir upp á eina milljón og óinnheimt útflutn- ingsgjöld af grásleppuafurðum, þ.á m. af lagmeti, að upphæð um ein milljón króna. Einnig sagði hann óhætt að meta hlut samtak- anna í fransk-íslenzka kavíarfyr- irtækinu Icelump á allt að hálfa milljón króna, en kostnaður sem samtökin hefðu lagt í vegna þess fyrirtækis væri um 300 þúsund krónur. „Af þessum sökum tel ég eiginfjárstöðuna neikvæða um 1,5 til 1,8 milljónir króna," sagði Rögnvaldur. „Það er ekki rétt að erlendu tunnulánin séu ógreidd, Lands- bankinn er búinn að greiða þau upp, en í staðinn skulda samtökin Landsbankanum. Alls hafa 10 stjórnarmenn tekið á sig sjálf- skuldarábyrgðir í þessu sambandi, og eru þau lán að upphæð þrjár milljónir króna. Það hefur ekki verið greitt af þessum lánum, en bankinn hefur óskað eftir samningum við okkur um greiðslu lánanna eða áætlun um hvernig við hugsum okkur að borga af þeim. Bankinn tók tekjur okkar 1981 upp í þá fyrirgreiðslu sem hann hafði veitt okkur til að reka félag- ið. Þá var ekkert eftir til að borga erlendu lánin, sem við vildum losna við, og var því óskað að þau yrðu greidd og það fært okkur til skuldar. Við erum búnir að fá ákveðin loforð um fyrirgreiðslu frá hinu opinbera vegna fjárhagsstöðu samtakanna, einkum til að losa ýmsa félagsmenn undan persónu- legum ábyrgðum sem þeir hafa gengið í vegna skulda samtak- anna,“ sagði Rögnvaldur. Rögn- valdur sagði að erfiðleikar sam- takanna hefðu í raun byrjað 1981 þegar eiginfjárstaða þeirra varð neikvæð um 1,2 milljónir. Grá- sleppuhrognin hefðu ekki selst, og síðan hefðu tekjustofnar brugðist 1982 vegna aflahruns og helmings minnkunar tekna af útflutn- ingsgjöldum af grásleppuhrogna- afurðum. GEÐHJÁLP, félag geðsjúkra, að- standenda þeirra og velunnara gengst í vetur fyrir fyrirlestrum um geðheilbrigðismál og skyld efni. Fyrirlestrarnir verða haldnir á geðdeild Landspitalans, í kennslustofu á 3. hæð. Þeir verða allir á fimmtudögum og hefjast kl. 20. Fyrirlestrarnir eru fyrir fé- Á fundinum á sunnudag var kosin ný stjórn samtakanna, en hana skipa: Björn Guðjónsson Reykjavík, Rögnvaldur Einarsson Akranesi, Hannes Guðmundsson Flatey, Sævar Gestsson ísafirði, Guðjón Guðmundsson Ströndum, Jón Heiðar Steinþórsson Tjörnesi og Guðni Sigurðsson Vopnafirði. Stjórnin kýs sér formann á fyrsta fundi sínum. Jafnframt verður þá væntanlega tekin afstaða til upp- sagnar framkvæmdastjórans, sem sagði upp með sex mánaða upp- sagnarfresti frá 1. janúar sl. að telja. lagsmenn og alla aðra, sem áhuga kynnu að hafa. Aðgangur er ókeypis. Fyrirspurnir og umræður verða eftir fyrirlestrana. Þann 20. júní 1983 heldur Eirík- ur Örn Arnarson, sálfræðingur, fyrirlestur um fælni (fóbiur) og helstu meðferðarform. Fyrirlestrar um geðheilbrigðismál Notaðir í sérf lokki Skoda 120 GLS árg ’80. Toppvagn á nýjum nagladekkjum. Chrysler LE Baron T/C árg. ’79. Kemur á götu 1981. Leðurklædd- ur með helling af tökkum. Alfa Romeo Alfetta 2,0 árg. '77. Hreinræktaður gæðingur. Vetr- ardekk á felgum fylgja. (lF-« 1 3 I © -VUNADb 4BYRGÐ v . [chkysler] SK®DA crrzccr Subaru fjórdrifinn skutvagn árg. ’80. Er á góðu verði miðað við snögga sölu. Skoda 120 L árg. ’79. Flösku- grænn. Vetrardekk fylgja. JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.