Morgunblaðið - 19.01.1983, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
„Aðeins kona
með kvndil“
eftir Inffibjörgu
Þorgeirsdóttur
Fyrir rúmum tveim árum skeði
sá söjíulejíi atburður að kona —
Vifí«Iís Finnboiíadóttir — var sett í
forsetastól íslands. Vakti hann
ekki einungis athygli og umtal hér
heima okkar á meðal heldur einn-
ig meðfram úti í hinum stóra
heimi, þar sem hinn nýi forseti
var fyrsta konan, er þvílíkt emb-
ætti hafði hlotnast við lýðræðis-
lega kosningu.
Eins og að líkum lætur var leið-
in upp í stólinn engin eggslétt og
gljáandi skautabraut. í svona
keppni getur margt orðið til þess
að varpa steinum í götur fram-
bjóðenda. Mörgum fannst m.a. ein-
stæð kona hafa lítið að gera með
að þreyta kapphlaup á þessum
vettvangi við þrjá þjóðkunna,
ágæta karla, og alla ágætlega
kvænta að auki. Var ýmsum, ekki
_ síst konum, það í fyrstunni veru-
legur þyrnir í augum. Þegar nær
dró endasprettinum fjölgaði þeim,
sem þóttust sjá að konan í þessu
kapphlaupi væri svo að manngerð
og menntun að óhætt myndi að
trúa henni fyrir þessu veglega
embætti. Auk þess fannst sumum
kynsystrum hennar hér um ein-
stætt tækifæri að ræða, sem kon-
ur mættu ekki varpa á glæ, svo
mikilvægt sem það gæti orðið til
eflingar þeirra eigin jafnréttis-
málum og menningarsókn. Tæki-
færi, sem tæplega byðist aftur á
þessari öld, ef þær vörpuðu því nú
fyrir borð.
Allir vita hvernig fór, og skýr-
asta sönnun þess, hversu til hefur
tekist, er sú staðreynd að nú, þeg-
ar kjörtímabil forsetans okkar er
rúmlega hálfnað, munu fáir finn-
ast okkar á meðal — karlar eða
konur — að ekki láti sér vel líka
kosningaúrslitin sumarið 1980,
hvernig sem þeirra eigin atkvæði
hafa fallið sjálfan kosningadag-
inn. Til þessa liggja margar orsak-
ir og atburðir, sem full ástæða er
fyrir okkur að rifja upp, gleðjast
yfir og þakka.
Mér er sönn ánægja að játa að
ég var ein af þeim, sem vildi ekki
varpa burt tækifærinu og hafði
engar áhyggjur út af „makaleys-
inu“. Auk þess ól ég með mér
sjálfri — mjög svo óljósar þó —
vonir eða drauma, sem ég í
hreinskilni sagt fyrst lengi vogaði
ekki að hafa orð á við nokkurn
mann. Svo barnalegt og uppi í
skýjunum bjóst ég við að öilu
skynsömu og raunsæju fólki
myndi finnast slíkt hugarfóstur.
En síðan sumarið 1980 leið hefur
mikið vatn til sjávar runnið og
ýmsir atburðir gerst í kringum
forsetann okkar, sem engan óraði
þá fyrir. Þess vegna er ef til vill nú
öllu tímabærra en þá að minnast
lítillega á sínar gömlu, sólroðnu
skýjaborgir, sér og öðrum til gam-
ans. Sú frásögn gæti þá hljóðað
eitthvað á þessa leið:
Með því að kjósa konu til for-
seta höfum við átt frumkvæði að
því að losa heiminn við eina virðu-
legustu og sterkustu hefð „karla-
ríkisins“ og með því stigið drjúgt
spor í áttina til jafnréttis kynj-
anna. Þessi kosning var því ekki
Leiðrétting
í KYNNINGU á frambjóðendum á
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra sl.
laugardag voru missagnir er
snerta einn frambjóðenda, Sverri
Leósson, Akureyri. Hið rétta er,
að hann átti sæti í stjórn LÍÚ í sex
ár. Hann var formaður Varðar,
FUS, Akureyri 1973—1975 Og for-
maður Félags Sjálfstæðismanna á
Akureyri 1977—1981. Þetta leið-
réttist hér með.
aðeins sögulegur atburður fyrir
okkur heldur einnig allar aðrar
lýðræðissinnaðar þjóðir, enda
fljótlega þannig á hana litið, að
því er virtist af frænd- og ná-
grannaþjóðunum, sem samfögn-
uðu okkur af heilum hug og létu
ekki standa á heimboðunum. Og
hver gat búist við meiru?
Otrúlegt en satt, mínar skýja-
horgir náðu samt enn lengra og
hærra, og áður ég vissi af hafði ég
sveiflað mér upp á einn hæsta út-
sýnisturninn þar, því aðeins þaðan
var mögulegt að sjá vítt of veröld
alla. Og einmitt þaðan þóttist ég
greina mynd Vigdísar, forsetans
okkar, ekki einhvers staðar stand-
andi einmanalega, einstæöa konu
heldur í og meðal þúsundanna og
jafnframt gnæfa þar yfir og upp
úr fjöldanum og tala máli skiln-
ings, jafnréttis, bræðralags og
friðar til fólksins á einni af heims-
tungum veraldarinnar. Auðvitað
stóð þessi skýjaferð ekki lengi.
Hin svonefnda heilbrigða skyn-
semi kippti óðar en varði í spott-
ann og kom skýjaglópnum aftur
niður á gangstéttina heima hjá
sér. Öllu öruggara að halda sér
bara við dyrahellu hversdagsleik-
ans en hanga þarna uppi á ein-
hverjum stólpalausum gullskýja-
svölum.
Og tíminn leið, vikur eða mán-
uðir, ég man það ekki, þegar út
barst fregnin um hina væntanlegu
„Vesturheimsför" forsetans okkar
og annarra þjóðhöfðingja af Norð-
urlöndum. Þóttu það allmikil tíð-
indi, en í upphafi datt víst fáum í
hug að forsjónin myndi leggja spil-
in á þann veg, er raun varð á síðar.
Hver var svo spámannlega vaxinn
sumarið 1980 að hann sæi fyrir
þennan mikla og margþætta at-
burð?
Eins og aðrir, er heima sátu,
fylgdist ég með þessari einstæðu
för gegnum fjölmiðlana, útvarp,
sjónvarp og blöð, af lifandi áhuga
og eftirvæntingu og svolitlum
kvíða í byrjun, er hvarf þó fljót-
lega sem dögg fyrir sólu eftir að
fyrstu fréttir höfðu borist. Og nú
er ég hvortveggja stolt og glöð og
þakklát fyrir hönd forsetans
okkar, fyrir hönd okkar eigin
þjóðar og einnig allra hinna, sem
sýndu okkar nýja forseta og litlu
þjóð það traust og þann heiður að
fela honum svo að segja að vera
fulltrúi fulltrúanna á aðalopnun-
arhátíðum þessa einstæða menn-
ingarleiðangurs. Þó er mér ef til
vill efst í huga auðmýkt og þakk-
læti gagnvart sjálfri forsjóninni.
En forsjónin er eins og flestir vita
eitt af þeim táknrænu nöfnum,
sem íslensk alþýða hefur valið
hinum „Hæsta", sem við flest þeg-
ar allt kemur til alls skynjum,
vonum og trúum að standi á bak
við stýrið, ekki aðeins á okkar litla
þjóðarfleyi heldur einnig á hinum
stóra sameiginlega knerri, er við
köllum jörð.
Eg ætla ekki að endurtaka hér
öll þau lofsamlegu orð og ummæli
sem Vigdísi forseta féllu í skaut í
þessari merkilegu för, eða greina
náið, hvernig henni tókst á ein-
faldan en snjallan hátt að opna
dyrnar og gefa innsýn inn í fornan
og nýjan menningarheim smá-
þjóða norðursins, fullvalda ríkj-
anna fimm, sem áður fyrr „eltu oft
grátt silfur" sín á milli, en nú
starfa saman á ótal sviðum og
þráfaldlega koma fram sem ein
heild á alþjóða þingum og stefnu-
mótum og vísa sannarlega öðrum
þjóðum veginn í þessum efnum.
Og nú taka þær höndum saman
um að kynna öðrum þjóðum heims
á áhrifaríkan hátt menningu sína
og afrek. Það er nýjasta dæmið
um samheldni þeirra og samstarf.
Það var sannarlega athyglis- og
aðdáunarvert, hversu vel forseta
okkar tókst að leysa af hendi og
koma til skila sínu stóra og ein-
stæða hlutverki. Svo vel vil ég
segja, að flestum fannst sem eng-
Ingibjörg Þorgeirsdóttir
„Nú þegar konurnar
eru sem óðast að vakna
til vitundar um sína eig-
in getu og mátt til stórra
hluta, einnig á vettvangi
heimsmálanna, ættum
við að minnast þess að
engan stærri og dýrð-
legri hlut gætu þær þá
kosið sér en þann að
ávinna heiminum af-
vopnun og frið.“
inn hefði betur verð til þess kjör-
inn eða frá því geta komist á
glæsilegri og betur viðeigandi
hátt.
Augljóst er að ýmsar ytri að-
stæður réðu einnig nokkru um að
forsetinn okkar var valinn til að
vera sameiningartákn og fánaberi
í þessari menningarför bræðra-
þjóðanna. I því sambandi má með-
al annars benda á að aðstaða hans
sjálfs var nokkuð sérstæð. Og vert
er að athuga að þar sem hann var
lýðræðiskjörinn forseti, en póli-
tískt séð algjörlega óháður og að
auki fyrsti kvenforsetinn, sem um
er getið þannig kjörinn, er engin
fjarstæða að ætla að þetta hafi í
sameiningu gefið honum öllu
pieiri möguleika til frjálsari tján-
ingar- og túlkunarmáta en mátti
vænta af konungbornum og hefð-
bundnum þjóðhöfðingjum.
Það er einkenni snjallra ræðu-
manna að nota stuttar sagnir,
ævintýri, ljóðaperlur eða hnyttin
orðtök til að varpa ljósi inn í meg-
inmálið, sem skýra og dýpka
drætti þess. Slíka aðferð notaði
Vigdís forseti af skemmtilegum
hagleik og hlaut óskipta athygli
fólksins að launum. Þannig hóf
hún ræðu sína við opnun hátíðar-
innar í Wasington með yndislega
ævintýrinu um óskasteininn,
gullbikarinn og jarðirnar þrjár.
Sannarlega fagurt blóm úr gam-
algrónum menningarakri hennar
eigin þjóðar, en jafnframt tákn-
ræn mynd þeirra gullnu þráða,
sem sérhver þjóðmenning er að
HINN 20. október síðastliðinn
varði Hafsteinn Pálsson dokt-
orsritgerð sína í byggingarverk-
fræði við Georgia Institute of
Technology, Atlanta, Georgia,
USA.
Heiti ritgerðarinnar er:
„Influence of Nonstructural
Cladding on Dynamic Prop-
erties and Performance of
Highrise Buldings."
Þar gerir hann athugun á
áhrifum útveggjaeininga, sem
ekki eru taldar berandi við
hönnun, á sveiflufræðilega
eiginleika háhýsa og hegðun
þeirra undir jarðskjálftaálagi.
Hafsteinn lauk stúdents-
verulegu leyti ofin úr og hverri
þjóð er nauðsyn að varðveita
ófúna. Því að þar liggja einmitt
þeir þræðir, er seinna verða meðal
uppistöðuþráðanna í hinni sam-
eiginlegu heimsmenningu og gæða
hana lífsins óendanlegu litbrigð-
um. — (Hér á ég auðvitað við
sanna, jákvæða menningu, — orð
samst. mennsku, — gagnstætt orð-
inu ómenning, ómennska. En því
miður er þessum andstæðu orðum
og hugtökum í reynd stundum
ruglað saman.)
Að menningunni í víðri
merkingu þess orðs vék Vigdís for-
seti hvað eftir annað. Gerði því
efni í fáum orðum oft eftirminni-
leg skil. Benti m.a. á nauðsyn og
gildi þekkingar og kynningar
þjóða á milli í vopnum væddri ver-
öld nútímans. í ræðu sinni í Lin-
coln Center sagði hún: Eining er
ekki sama og að allir séu eins, og
ég vona fyrir mitt leyti að aldrei
komi til þess. Það er aðeins af
margbreytileika, af skilningi á
sérkennum hvers og eins að hægt
er að reisa einingu." Og við opnun-
arhátíðina fyrrnefndu í Wasing-
ton segir hún: „Það hefur árum
saman verið sannfæring mín og
keppikefli, að við (þ.e. Norður-
landabúar) ættum eins og aðrar
þjóðir að leitast við að flytja út
menningu okkar ekki síður en
varning, og við ættum að kynna
menningu meðal annarra þjóða,
sem lifa á annan hátt.
Ég hefi ekki getað þagað yfir
þessari skoðun minni í viðræðum
við starfsfélaga og vini, þegar
menningarmál hafa verið til um-
ræðu á Norðurlöndum. Lykillinn
að gagnkvæmum skilningi er að
kunna að meta gildi menningar
annarra þjóða í víðasta skilningi
þessa orðs. Um leið og skilningi
hefur verið komið á þjóða í millum
myndast vinátta. Þannig byggjast
brýr milli þjóða. Þá læra menn-
irnir að skilja hverja aðra, hve
langt sem kann að vera á milli hér
á hnettinum. Slík vinátta hlýtur
að stuðla að heimsfriði.
Og þá erum við komin að kjarna
málsins. I allri ferðinni hvar sem
Vigdís forseti kom virtist ekkert
standa nær hug hennar og hjarta
en hugsjónin og orðið friður —
heimsfriður. Það var beint eða
óbeint rauði þráðurinn í ræðum
hennar, hlýjan í þéttu handtaki
hennar og ljóminn í brosi hennar
og augum. Hún sagði líka í viðtali
við eitt dagblaðanna hér eftir að
hún var komin heim úr förinni:
„Þegar talað er um frið byrjar fólk
strax að hlusta. Það vissu allir
hvað ég var að tala um. Við vitum
öll að við verðum að halda friðinn
í heiminum. Við erum bara ekki
sammála um hvernig best er að
gera það. Já, sannarlega fór Vig-
dís forseti nærri um, hvaða mál
þjóðum Ameríku eru efst í huga
nú. Þar eru flestum friðarmálin
mál allra mála, málefnið, sem
varðar líf og heill þeirra og allra
þjóða heims, hvernig leyst verður í
náinni framtíð. Og svo, sem þegar
hefur verið bent á, var hún og all-
ur hennar málflutningur eins og
lifandi vitnisburður þess, hve
henni sjálfri var þetta mikið hjart-
ans mál. Og manni verður einnig á
prófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1972. Stundaði
hann síðan nám í byggingar-
verkfræði við Háskóla Islands
og útskrifaðist þaðan vorið
1976. Sama ár hóf hann nám
við Georgia Institute of
Technology. Jafnhliða náminu
kenndi hann við háskólann
þar.
Hafsteinn er fæddur 7. sept-
ember 1952, sonur hjónanna
Guðrúnar Hafsteinsdóttur og
Páls Aðalsteinssonar, Bjark-
arholti 1, Mosfellssveit. Hann
er kvæntur Láru Torfadóttur
og eiga þau eina dóttur, Guð-
rúnu Ernu.
Varði doktorsritgerð
í byggingaverkfræði
að spyrja: Skyldi nokkrum öðrum
en forsetanum okkar hafa tekist
að tala svo oft og mikið fyrir jafn
stórum hópi hlustenda — og les-
enda (áætlaðir um 90 millj.) um
viðkvæmt alþjóðastórmál án þess
að fingrafara nokkurs pólitísks
áróðurs verði þar vart?
Samt voru allar hans ræður
gegnsýrðar sterkum áróðri, áróðri
fyrir frelsi, mannréttindum,
mannúð, skilningi, vináttu og friöi,
sem var hinn eðlilegi, dýrðlegi
ávöxtur alls hins. Og málflytjand-
inn var kona, fyrsta lýðræðis-
kjörna kona heimsins í forseta-
embætti, hjá minnsta og elsta lýð-
ræðisríkinu er sögur fara af.
Skemmtilega merkileg tilviljun.
En sleppir dauðinn tökum á lif-
andi líkama, þótt þíddur sé á ann-
arri hlið, ef hann heldur áfram að
vera helfrosinn við grjótvegg á
hinni? Verður ekki algjör helför
endirinn? Bíða ekki þvílík örlög
hinum lifandi líkama lífsins á
jörðinni, sem við öll erum hluti af,
ef hinn sólhlýi blær vináttu, skiln-
ings og friðar verður áfram heftur
á sama hátt og nú á för sinni yfir
lendur hennar af margskonar
múrum og grindum vanþekkingar,
misskilnings, andúðar og ótta. Og
hver fær sprengt þá múra og brot-
ið þær grindur? Já, hver nema við
sjálf? Eða höfum við enn ekki
nægilegt vit, þekkingu, góðvild og
vilja til þess? Hvað segið þið kon-
ur? Þið hafið þegar sumstaðar
hafist handa. En fyrir alla muni
látið ekki þar við sitja. Allur
heimurinn verður að koma með.
Gefist ekki upp. Verið vakandi. Ef
til vill í dag eða á morgun gefst
skarð eða rauf í múr eða rimla,
sem veitir ykkur tækifæri til að
takast í hendur við systur ykkar
hinumegin við þá. Verið þá
sterkar og samtaka allar — í vestri,
austri, norðri og suðri — og fáið
bræður ykkar með ykkur. Blindir
valdhafar bundnir á klafa úreltra
kerfa og einræðis frelsa aldrei
heiminn. Það getur aðeins sameig-
inlegur vilji og skilningur fólksins
sjálfs.
Og nú þegar konurnar eru sem
óðast að vakna til vitundar um
sína eigin getu og mátt, einnig á
vettvangi heimsmálanna, ættum
við að minnast þess, að engan
stærri og dýrðlegri hlut gætu þær
þá kosið sér en þann að ávinna
heiminum afvopnun og frið. Á því
sviði hafa þær líka þegar eignast
ófáa hugdjarfa og göfuga blys-
bera. Þeirra á meðal okkar eigin
forseta, Vigdísi Finnbogadóttur.
Henni er frelsisstyttan mikla og
fræga á Manhattan fyrst og
fremst minnisstæð fyrir „meiri-
háttar skjal um mannúð og með
mannúð“, er hún las letrað á fót-
stalli hennar. Og sjálfri sér til
handa átti hún Vigdís okkar þá
ósk besta að vera „aðeins kona
með kyndil, kona með kyndil frið-
ar og vináttu heiminum til handa,
kona með kyndil samúðar, þeirrar
samhygðar, sem greiðir götu frið-
ar“.
Megi forsjónin gefa henni sem
flest tækifærin til að bera þann
kyndii fram fyrir heiminn.
í nóvember 1982.
Ingibjörg Þorgeirsdóttir.
I)r. Hafsteinn Pálsson
Hann starfar nú í Sviss hjá
Sviss Federal Institute for Re-
actor Research.