Morgunblaðið - 19.01.1983, Síða 40
■ '■ ........ 'I
,/\skriftar-
síminn er 830 33
^Apglýsinga-
síminn er 2 24 80
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
Hafís nú
meiri en í
meðallagi
ÍSINN fyrir norðan landið er
meiri en í meðallagi og er hann
um 50 sjómílur norðvestan af
Kögri og er ísjaðarinn um
4/io—6/1# a* þéttleika. Beint
norður af Horni er ísinn í um
30—35 sjómílna fjarlægð, sam-
kvæmt upplýsingum sem Mbl.
fékk hjá Þór Jakobssyni veður-
fræðingi í gær.
Sé ísinn skoðaður enn norðar,
nálægt miðlínunni á milli Græn-
lands og íslands, þá er hann
7/io—8Ao að þéttleika. Enn norðar
virðist ísinn hins vegar vera minni
en í meðallagi og á það við um
svæðið við 79. breiddargráðu, en
við Jan Mayen virðist ísinn vera
minni en í meðallagi, en fer vax-
andi.
Beint vestur af Látrabjargi er
ísinn í um 70 sjómílna fjarlægð og
liggur þaðan í vestur frá landinu.
Víkingur AK:
Lægsta til-
boðið í breyt-
ingar íslenzkt
ÞRETTÁN tilboð bárust í
breytingar á Víkingi AK, þar
af þrjú frá íslenzkum skipa-
smíðastöðvum og var tilboð
Slippstöðvarinnar á Akureyri
lægsta tilboðið.
Tilboð Siippstöðvarinnar hljóð-
aði upp á 22 milljónir og 598 þús-
und krónur. Næstlægst var tilboð
Brattvik skipsindretninger í Nor-
egi; 23 milljónir og 439 þúsund
krónur, síðan kom tilboð Stálvíkur
hf. í Garðabæ upp á 24.784 þús.
krónur, þá tilboð frá Flekkefjord í
Noregi upp á 25.013 þús kr., tilboð
frá Þorgeiri & Ellerti Akranesi
hljóðaði upp á 26.099 þús. kr., frá
Fiskestrand Verft í Noregi barst
tilboð upp á 27.650 þúsund krónur,
frá Georg Eide í Noregi upp á
28.173 þús kr., frá Einar Nilsen í
Noregi upp á 28.686 þús kr., frá
Vlaardingen Oost, Hollandi upp á
29.954 þús kr., frá Hauganes í Nor-
egi upp á 30.742 þús. kr., frá Globe
Engeneering í Englandi upp á
34.036 þús. kr., frá Miltzelfeldt í
V-Þýzkalandi barst tilboð upp á 35
milljónir og 186 þúsund krónur og
hæsta tilboðið var frá Dannebrog
Værft í Danmörku; 38 milljónir og
920 þúsund krónur.
„Forvitni er þetta um mín einkamál“
gæti hann verið að hugsa rostungurinn i Rifshöfn, þvi hreifunum hélt
hann þétt að kvið sér, er aðkomumenn munduðu Ijósmyndavélar í návígi
við hann á Norðurgarðinum í fyrramorgun í þeim tilgangi m.a. að upplýsa
hvort Valli eða Vallý sé réttari nafngift. Sólmundur Einarsson fiskifræð-
ingur sagði, eftir að hafa skoðað myndirnar i gær, að ekki væri hægt að
fullyrða af þeim um kynferðið, þar sem rostungurinn héldi i öllum
myndunum hreifunum fast að þeim hluta skrokksins sem þyrfti að sji til
að skera úr um þetta. Þess mi þó geta að það heyrir, að sögn Sólmundar,
til undantekninga að kvendýr séu svo víðfórul og ein i báti, enda eru
rostungar hjarðdýr. — Ljósm. Mbl. Ólafur Rögnvaldæon.
Innlánsstofnanir
janúar-nóvember 1982:
Útlán jukust um 73,2%
en innlánin um liðlega 33%
ÚTLÁN innlánsslofnana jukust um lið-
lega 73,2% frá áramótum til nóvem-
berloka á síðasta ári, eða úr 6.095
milljónum króna um áramót i 10.559
milljónir króna í nóvemberlok. A sama
tima jukust innlán hins vegar aðeins
um liðlega 33%, eða úr 6.796 milljón-
um króna i 9.045 milljónir króna. Þess-
ar upplýsingar koma fram i Hagtölum
mánaðarins fyrir janúar 1983.
Verðbólgan, metin á kvarða
lánskjaravísitölu var á þessu um-
rædda tímabili tæplega 55%, en
lánskjaravísitala hækkaði úr 304
stigum í 471 stig.
Utlán til fyrirtækja eru stærsti
þátturinn, en þau jukust á umræddu
tímabili um liðlega 83,2%, úr 4.263
milljónum króna í 7.810 milljónir
króna.
Aukningin hjá einstökum greinum
var nokkuð svipuð. Útlán til sjávar-
útvegs jukust á tímabilinu um
96,9%, úr 1.421 milljón króna í 2.798
milljónir króna.
Útlán til iðnaðar jukust á tímabil-
inu um 93,4%, úr 682 milljónum
króna í 1.319 milljónir króna.
Útlán til verzlunar jukust úr 962
milljónum króna í 1.877 milljónir
króna á umræddu tímabili, eða um
liðlega 95,1%. Af einstökum grein-
um verzlunar vekja athygli útlán til
olíuverzlunar, en þau jukust á um-
ræddu tímabili um 195,2%, úr 167
milljónum króna í 493 milljónir
króna.
Útlán til einstaklinga jukust um
liðlega 55,3% á umræddu tímabili,
eða úr 1.341 milljón króna í 2.083
milljónir króna. Þá má geta þess, að
útlán til íbúðabygginga jukust um
tæplega 50% á timabilinu, eða úr 781
milljón króna í 1.169 milljónir króna.
Sjá ennfremur ummæli Jónasar
H. Haralz, bankastjóra á bls. 3.
Lán Byggðasjóðs ekki afgreidd fyrr
en framlagið kemur úr ríkissjóði
— segir Guðmundur Ólafsson forstöðumaður lánadeildar Byggðasjóðs
STJÓRN Framkvæmdastofnunar
rikisins samþykkti á fundi sínum síð-
astliðinn mánudag að veita Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar og Fiskvinnslunni
á Seyðisfirði lán úr Byggðasjóði að
upphæð 4 og 3 milljónir. BÚH hafði
óskað eftir 10 milljón króna láni og
Fiskvinnslan 7 milljóna. Lánveitingin
var háð þvi skilyrði, að ríkisstjórnin
ábyrgðist, að i stað þessara lánveitinga
kæmi fjármagn úr rikissjóði í Byggða-
sjóð. Á fundi sínum í gær samþykkti
ríkisstjórnin að ábyrgjast lánin, en
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins verða þau ekki greidd út fyrr
en framlag ríkissjóðs verður komið í
Byggðasjóð.
Guðmundur Ólafsson, forstöðu-
Lárus Jónsson um bráðabirgðalögin:
Miklu fórnað fyrir lítinn árangur
ÞRÁTT fyrir samtals 17% verðbóta-
skerðingu launa 1982, samkvæmt
Ólafslögum og bráðabirgðalögum rík-
isstjórnarinnar frá ágúst, og þrátt fyrir
niðurgreiðslu vísitölu um 6% á fyrri
hluta ársins, varð verðbólga frá árs-
byrjun til ársloka 1982 62% miðað við
framfærsluvísitölu og 65% miðað við
byggingarvísitölu, sagði Lárus Jónsson
á Alþingi í gær, en hann var aðaltals-
maður Sjálfstæðisflokksins við um-
ræðu í efri deild, er bráðabirgðalögin
vóru afgreidd til neðri deildar. Þar
verða þau til umfjöllunar í vikunni.
„Það má því með sanni segja að miklu
hafi vcrið fórnað fyrir lítinn árangur,"
sagði Lárus ennfremur.
Og þrátt fyrir bráðabirgðalögin,
sem sett vóru að sögn til að koma
skikkan á efnahags- og atvinnumál
þjóðarinnar, blasa hættuboðar
hvarvetna við í þjóðarbúskapnum:
1) viðskiptahallinn virðist viðloð-
andi, 2) erlend lán aukast 1983, 3)
heildarsparnaður hefur minnkað
svo nálgast hrun, 4) fjárfesting og
framleiðni í atvinnurekstri hefur
dregizt saman, 5) taprekstur og
skuldasöfnun undurstöðuatvinnu-
vega heldur áfram, 6) ríkisútgjöld
og skattheimta vaxa sífellt, 7) þjóð-
arframleiðsla, þjóðartekjur og
lífskjör dragast saman 8) peninga-
kerfi þjóðarinnar er í rúst og fjár-
skortur atvinnuvega stendur þeim
fyrir þrifum og 9) verðbólgan vex
meira en nokkru sinni.
Þetta vóru kjarnaatriði úr ræðu
Lárusar Jónssonar, er hann mælti
gegn bráðabirgðalögum ríkisstjórn-
arinnar á Alþingi í gær. Hann taldi
stjórnarstefnuna bjóða heim hættu
á fjöldaatvinnuleysi, en í þeim efn-
um mætti víða um land greina
ískyggilega hættuboða.
Stjórnarandstæðingar kröfðust
upplýsinga um framkvæmd lág-
launagreiðslna, sem þeir töldu víta-
verða, og um breytingartillögu við
bráðabirgðalögin, sem sjávar-
útvegsráðherra hafði boðað í sjón-
varpsviðtali. Sjá nánar á þingsíðu
maður lánadeildar, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að rétt væri að
lánin yrðu ekki afgreidd fyrr en
framlag úr ríkissjóði jafnt láns-
upphæðinni kæmi í Byggðasjóð.
Sagði hann Byggðasjóð ekki ráða
við þessar lánveitingar án þess, en
taldi að þó lánin yrðu ekki afgreidd
strax, gætu fyrirtækin notið fyrir-
greiðslu hjá viðskiptabönkum sín-
um, þar sem lánsloforð lægi fyrir,
þannig að ekki ætti að skipta miklu
máli þó afgreiðsla þeirra drægist.
Eigandi Fiskvinnslunnar, Ólafur
M. ðlafsson, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að óskað hefði verið
eftir 7 milljónum króna og svona
smá plástrar læknuðu ekki jafnstórt
mein og í raun væri og farið hefði
sívaxandi síðan 1979. Togarar Fisk-
vinnslunnar héldu til veiða í síðustu
viku og vonir standa til að vinna í
landi geti hafizt í lok þessarar viku,
ef sæmilega aflast. Ólafur sagði
ennfremur, að ekki þýddi að leggja
árar í bát, þó þessi lánveiting dygði
skammt. Han*1 vndi því halda
áfram útgerði \n um sinn að
minnsta kosti.
Sjá nánar > irffal við formann út-
gerðarráðs BÚH á bls. 2 í dag.