Morgunblaðið - 22.01.1983, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983
9
jtta&ftrnáíl
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 179. þáttur
Sífelldar aöfinnslur verða
mönnum síst til uppörvunar.
Umsjónarmaður minnist þess
að hafa einhvern tíma búið til
þessa upphafssetningu, þegar
hann kenndi stafsetningu und-
ir landspróf. Reyndar er efni
setningarinnar árangur langr-
ar kennarareynslu.
Því er þetta rifjað upp hér,
að umsjónarmanni þykir sem
þættir þessi beri löngum meiri
blæ sífelldra umvandana og
hneykslunartals, heldur en
jákvæðrar fræðslu og uppörv-
unar, þar sem skírskotað væri
til fagurra fyrirmynda. Þættir
um íslenskt mál mega ekki
verða að nöldursdálkum, þótt
sjálfsagt sé að vekja athygli á
ýmsu sem miður fer.
Um það bil sem þessi orð eru
skrifuð, er umsjónarmaður að
lesa bók sem skráð er, að hans
smekk, á fágætlega fallegu og
auðugu máli. Þetta er bókin
Misskipt er manna láni eftir
Hannes Pétursson skáld. Auð-
vitað sætir það engum tíðind-
um, þótt Hannes Pétursson
skrifi góða bók. Hitt væru
miklar fréttir, ef hann gerði
það ekki. En sé nú svo, að ein-
hverjir hafi ekki lesið ritverk
Hannesar Péturssonar, þá
leyfi ég mér að ráða þeim til
þess. Ekki eru þeir margir sem
fara í fötin hans um þessar
mundir. Og því læra börnin
málið, að það er fyrir þeim
haft.
í þáttum þessum hef ég
stundum brugðið mér aðeins
út fyrir landsteinanna, mál
okkar er meira en lítið snortið
af öðrum tungum fyrr og síðar.
í 177. þætti gerði ég líka útúr-
dúr í sambandi við orðið róða.
Það hefur orðið góðum manni,
sem um sinn æskir nafnleynd-
ar, efni til þess að skrifa mér
fróðlegt bréf. Hluti þess mun
reynast erfiður í prentun, þar
sem vitnað er í grísku, en sjá-
um til. Bréfritari segir m.a.:
„I N R I er algengasta yfir-
skriftin á róðukrossum. Sam-
kvæmt listhefð er I H S gjarna
notað sem einskonar „fanga-
mark“ (monogram) fyrir nafn-
ið Jesús. Það er ef til vill al-
gengast (auk þessa) með
myndum af Guðslambinu
(Agnus Dei). Þrír fyrstu staf-
irnir í grisku í nafninu Jesús
eru I H £ ... Ef prentsmiðj-
an á ekki til sigma (53), má
lýsa þessu sem M á hliðinni.
Gríska var kirkjumál í Róm í
allnokkurn tíma. Þegar latín-
an fór að mega sín meir, þurfti
latneska skýringu. H-hljóðið
(íslenska) á sér ekki tákn í
grísku ... Úr I H 13 varð I H S
og útlagðist Jesus hominum
salvator (Jesús mannanna
frelsari). Því er þetta síðari
tíma vel meint útskýring.
„Corpus" mætti kallast að
hafi aðalmerkinguna skipulag
og lífræn heild, e.t.v. lífsheild.
Með því er t.d. talað um kirkj-
una sem líkama Krists, en með
þessu er ég aðeins að gera
grein fyrir nokkrum hluta af
hugtakinu. Corpus merkti áður
ýmsar aðrar heildir líka, svo
sem fylkingu o.fl. Að taka ein-
hvern inn í heild eða í félags-
skap gat verið að taka hann í
„corpus“ (corpus er hvorug-
kyns). Mér dettur busavígsla í
hug í þessu sambandi og fleira
sem merkir „initiatio" (byrj-
un). Til er líka corpus juris,
bæði sem hugtak og sýnilegur
hlutur (lagasafn). Höfuðlaus
her er corpus sine capite. Mig
minnir að til sé niðrandi
merking, a.m.k. í skáldskap:
corpus = pungur. Fjölmargt
annað mætti tína til og er ég
heppinn að vera bókarvana í
bili.
Menn eru að glíma við robot
með orðum eins og vélmenni
o.fl. Skepnan gæti kannski
heitir greipnir (af greip eða af
grípa). Vilji menn kenna robot
til manns, þá heiti hann
Greipnir. En hvar er jafnrétti
kynjanna? Kannski þarf orðð
Gripla að koma til mála?
Þú notar svo það úr þessu
bréfi sem þér þykir nýtast og
styttir eftir hentisemi.
Mér er nafnleynd að skapi,
nema þegar þarf að halda á
lofti málstað í sókn og vörn.“
Að slepptum þakkar- og
kveðjuorðum er þá lokið þessu
fróðlega bréfi. Ég nota heimild
höfundar til styttingar, eink-
um þar sem letur veldur
vanda, og auðkenni ég þá úr-
fellinguna með punktum. Eins
hef ég á stöku stað sett þýð-
ingar erlendra orða í sviga,
eftir því sem kunnátta mín
hefur hrokkið til.
Þótt það komi íslensku máli
ekki við, er ég mjög þakklátur
bréfritara fyrir upplýsingar
hans um skammstöfunina
I H S, úr því að ég fór á
annað borð á hana að minnast.
Hitt skiptir meira máli að fá
hér enn skýringartilraun á
orðasambandinu að taka ein-
hvern í karphúsið. Er orðið
laust um það mál.
Fyrr í þessum þáttum hef ég
minnst á orðið robot. Svo segja
lærðar bækur að það sé tékkn-
esk ummyndun úr þýska orð-
inu arbeit = vinna. Ekki er
sjaldgæft að r-hljóð færist til i
orðum (hljóðavíxl, stafavíxl).
Minna má á, í því sambandi,
íslensku orðin hart og hratt,
braut, brott, burt, argur, ragur,
svo og enska orðið ars = ísl.rass.
Ég held því að robot sé vinnu-
maður, kannski þræll.
Bréfritari átti við mig sím-
tal og benti mér á, að í frétta-
klausu hér í blaðinu var talað
um hvolpafylltar læður. Báðum
okkur kemur þetta skringilega
fyrir augu. Dauðar gæsir og
rjúpur eru fylltar í matreiðslu,
en mér er tamt að tala um að
tíkur og læður séu hvolpafullar
og bleyður kettlingafullar.
Endum svo þennan þátt á
hinni gömlu lærdómsvísu um
meðgöngutíma ýmissa kven-
dýra.
kötturinn átta, tíkin tíu,
tuttugu ærin.
Kjöritíu konan ojj kýrin,
t*n kapallinn drogur lengstan vírinn.
Kannski gleymist mönnum
þá ekki kapall = hryssa, meri og
viti þá hvað er kaplamjólk og
hvers vegna talað er um svo og
svo marga kapla af heyi. Nú
leggja menn helst kapal í tvö-
földum skilningi.
i:
usava
FLÓKAGÖTU1
SÍMI24647
Jörðin
Háreksstaðir í Borgarfiröi er til
sölu. Laxveiöi í Noröurá, sil-
ungsveiöi í vötnum.
Bújörð
Til sölu í Flóanum 100 hektara.
Góö garölönd, laxveiöi, sil-
ungsveiöi, selveiði.
Smábýli
Til sölu skammt frá Selfossi.
Nýlegt íbúðarhús 160 fm. 5 til 6
herbergja. Býlinu fylgir 2 ha
eignarland ræktaö.
Fjárjarðir
Til sölu á Austurlandi.
Helgi Ólfasson,
löggiltur
fasteignasali.
Kvöldsími 21155.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Jörö—Laxveiði—Eignaskipti
Hef í einkasölu 600 hektara góöa bújörö í Húna-
vatnssýslu. Tún 30 hektarar. Nýtt íbúöarhús 5 herb.
130 fm. Fjós fyrir 30 kýr. Fjárhús fyrir 200 kindur.
Hlaöa 1200 rúmmetrar. Hlunnindi: laxveiöi í Víöi-
dalsá. Ðústofn og vélar fylgja. Æskileg skipti á fast-
eign í Reykjavík eöa nágrenni.
usaval
FLÓKAGÖTU1
SÍMI24647
Húsaval, Flókagötu 1,
sími 21155.
Helgi Ólafsson,
löggildur fasteignasali.
Freyjugata
Einbýlishús
Var aö fá í einkasölu einbýlishús (steinhús) viö
Freyjugötu. Á neðri hæð er: 2 stofur, stórt eldhús,
snyrting, forstofur, þvottahús o.fl. Á efri hæö er: 4
svefnherb., baö o.fl. í risi er góö geymsla.
Húsiö var standsett vel fyrir nokkrum árum og er því
í góöu ástandi. Teikning af stækkun er fyrir hendi.
Möguleiki aö taka ca. 130 fm sér hæö upp í kaupin.
Upplýsingar um helgina í síma: 34231.
Árni Stefánsson hrl.
Málflutningur. Fasteignasala.
Suöurgötu 4. Sími: 14314.
Vantar eignir
Vegna aukinnar eftirspurnar vantar okkur
nauösynlega:
2ja herb. raðhús og
3ja herb. einbýlishús.
4ra—6 herb.
Seljendur hafiö samband við okkur. Við
verömetum, tökum eignír upp á video og
síðast og ekki sízt seljum við eignirnar á
hagstæðan hátt fyrir ykkur.
Gjörið svo vel og hafið sam-
band.
# OPIÐ 1—3 í DAG
■■■V Sími 2-92-77 —
tl/ Eignaval
Laugavegi 18, 6. hæö. (Hús Máls og menningar.)
ÞimOLl'
Fasteignasala — Bankastræti
Símar 29455 — 29680 — 4 línur
■ Opiö í dag ■
Vesturbær
Ca. 250 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk garðshúss. Til afh.
5 fokhelt nú þegar. ^
Kambasel
Ca. 235 fm raöhús á þremur hæðum ásamt bílskúr. Góöar innrétt- ■
■ ingar. Verö 2,3 millj. R
Sævangur
Ca. 220 fm glæsilegt einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bíl- i
skúr. Mjög vandaö hús. Verö 3,3— 3,5 millj.
Selvogsgata Hf.
Mikið endurnýjað ca. 120 fm járnvariö timburhús auk steypst kjall- ■
■ ara. Góður garður. Verö 1,4 millj. Skipti æskileg á 4ra herb. hæð í ■
■ Hafnarfirði. í',
Bugðulækur
Ca. 130 fm efri sér hæö ásamt góöum bílskúr. Mjög góð íbúð.
Skipti æskileg á raöhúsi eöa einbýlishúsi.
Flúöasel
Góð 4ra herb. ca. 107 fm á 3. hæö. Verö 1300—1350 þús.
Álfheimar
f.‘» 4ra herb. ca. 120 fm á 4. hæð ásamt 60 fm manngengu risi. Verð
Í 1>4 millj.
s Hjarðarhagi
ííí 4ra—5 herb. ca. 125 fm á 1. hæð ásamt bílskúr. Suð-vestursvalir. ■
■ Ákv. sala. Verð 1600 þús. Möguleiki er aö taka 2ja herb. íbúö uppí. ■
Hjallarbraut Hf.
4ra—5 herb. ca. 117 fm á 2. hæö. Eldhús meö búri og þvottahúsi J
w innaf. Ákv. sala. Verð 1,3 millj. 3;
Safamýri
■ Góð 4ra herb. ca. 96 fm á jaröhæö. Sér inngangur. Ákv. sala. Verö ■
■ 1300—1350 þús. ■
Boöagrandi
Z Góö 3ja herb. ca. 85 fm á 4. hæö. Tvö herb. m/skápum. Eldhús
“ með góöum innréttingum. Suö-vestursvalir. Verð 1200—1300 þús.
g Þverbrekka
■ 3ja herb. ca. 100 fm íbúö. Allt nýtt í íbúöinni. Sér inngangur. Verö ■
■ 1150—1200 þús. ft
Klapparstígur
" 3ja herb. ca. 73 fm á 2. hæö. Fullfrágengin aö utan. Frágengin 2
^ sameign. Fokheld aö innan. Ákv. sala. Verð 750—800 þús.
g Álfaskeiö
■ Góð 65 fm á jarðhæö. Verö 780 þús.
■ Njálsgata
3J Ca. 65 fm 2ja herb. í kjallara. Verö 650 þús.
Dalaland
■ Góð 55 fm íbúð á jarðhæö, stofa, herb. m/skáp, flisalagt bað.
■ Eldhús meö góöum innréttingum. Sér lóö. Verð 800 þús.
Arnarnes
® 1671 fm lóö. Verö 300 þús.
Tjarnarból
■ 4ra—5 herb. á 2. hæð ásamt bílskúr. Fæst í skiptum fyrir íbúð með
■ 4 svefnherb. á svipuðum slóöum.
Kaplaskjólsvegur
_ Ca. 110 fm 4ra herb. íbúö eingöngu i skiptum fyrir minni eign á jg
2 Seltjarnarnesi. »
Höfum kaupanda
■ að 2ja—3ja herb. íbúð helst í Fossvogi eöa nágr. Greiösla viö
■ undirritun kaupsamning, getur veriö 400—500 þús. ®
Friðrik Stefánsson viðskiptafr.
&