Morgunblaðið - 22.01.1983, Page 12

Morgunblaðið - 22.01.1983, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 Endurskoðun sljórnarskrárinnar Verkeftii Gunnar G. Schram prófessor mun skrifa nokkrar greinar í Morgunblaðið um stjórnarskrármálið og skýra helstu breytingartillögur, sem fram hafa komið hjá stjórnarskrár- nefnd. Gunnar hefur verið sérfræðilegur ráðunautur nefndar- innar. Hér á eftir birtist fyrsta grein hans. Þegar lýðveldi var stofnað hér á landi árið 1944 var stjórnarskránni breytt og jafnframt stofnað embætti forseta íslands. Tók forseti við flestum þeim verkefnum, sem konungur íslands og Danmerkur hafði áður farið með. Að einu leyti fékk þó forseti mun minni völd en konungur hafði áður samkvæmt stjórnarskrá landsins. Konungur hafði algert neitunarvald gagnvart lögum, sem Alþingi samþykkti. Ef hann hafði ekki staðfest þau mað undirskrift sinni áður en næsta Alþingi kom saman, var það frumvarp þar með úr sögunni. Hann réð því þannig einn og sjálfur hvort hann stað- festi frumvarp þingsins eða ekki. Skipti hér ekki máli hvort kon- ungur synjaði frumvarpi beinlínis staðfestingar eða staðfesting dróst fram yfir þennan tíma. Það er svo annað mál að á síðari árum konungveldisins hér á landi beitti konungur sjaldnast þessu algjöra neitunarvaldi sínu. Þingræðið hafði þá náð sæti í öndvegi og kon- ungur virti vilja þingsins í verki. En það var ekki ávallt svo. Ef við lítum á tímabilið frá því að stjórnarskráin var sett, 1874, þar til heimastjórn komst á laggirnar hérlendis, árið 1904, synjaði kon- ungur alls 91 sinni um staðfest- ingu á lögum, sem Alþingi hafði samþykkt. En með þingræðinu og heimastjórninni urðu hér þátta- skil. Síðasta lagasynjun konungs átti sér stað 30. nóvember 1914, þótt hann héldi þessum rétti formlega allt til 1944. Lagasynjunarvald forseta í dag Þeir sem sömdu lýðveldisstjórn- arskrána 1944 vildu hafa hér ann- an hátt á. Upp var tekið fyrir- komulag, sem ég hygg að sé ein- stætt meðal sjálfstæðra þjóða. Nú hefur forseti hvorki algjört eða frestandi neitunarvald. Hann get- ur að vísu neitað að staðfesta frumvarp frá Alþingi. Það tekur engu að síður gildi sem lög, þrátt fyrir synjun forseta. En í kjölfarið fylgir það að leggja skal frum- varpið svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosninga- bærra manna í landinu til sam- þykktar eða synjunar. Lögin falla úr gildi ef samþykki er synjað, en annars halda þau gildi sínu. Þetta er all undarlegt ákvæði, sem aidrei hefur reynt á í fram- kvæmd þar sem forseti hefur aldr- ei synjað um samþykki sitt. Aðal annmarkinn á þessu fyrirkomu- lagi er sá að í undirbúningi og að- draganda þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar hljóta forseti og meiri hluti Alþingis óhjákvæmilega að koma og völd forseta Islands — eftir Gunnar G. Schram prófessor Gunnar G. Schram um nú kleift að óska eftir því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarpið. Hefur forseti því tækifæri til þess að kanna fyrir- fram hug þjóðarinnar til málsins, í stað þess að þurfa að ganga í berhögg við vilja Alþingis áður en þjóðin hefur látið álit sitt í ljós. Er það á allan hátt eðlilegri kost- ur, bæði fyrir þing og forseta. Ef frumvarpið er samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni er for- seta skylt að staðfesta það. Synjun væri honum þá með öðrum orðum óheimil. En ef frumvarpið er fellt hefur forseti frjálsar hendur. Hann getur þá neitað að staðfesta frumvarpið og er það þar með úr sögunni. Á hinn bóginn gæti hann, þrátt fyrir úrslit atkvæðagreiðsl- unnar, ákveðið að staðfesta frum- að hann skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Sú óskráða regla hefur þó frá upphafi gilt að forseti ákveður hverjum hann felur að mynda rík- isstjórn. Það gerir hann upp á sitt eindæmi, en ekki að tillögu neins ráðherranna. Er því hér um að ræða annan meginþáttinn í valdi forseta, starf sem hann vinnur á eigin ábyrgð og að eigin frum- kvæði að öllu leyti. Hinn þáttur- inn er heimild hans til að synja um staðfestingu laga, sem áður var vikið að. Það er orðið tímabært að festa þennan stjórnarmyndunarrétt forseta í stjórnarskránni sjálfri og það er gert í tillögum Stjórnar- skrárnefndar. En hér eru einnig nýmæli á ferðum um vald og verk- efni forseta, þegar koma þarf saman nýrri ríkisstjórn. Lagt er til að skýrt skuli tekið fram í stjórnarskránni að ríkisstjórn skuli því aðeins mynduð að forseti hafi gengið úr skugga um að meirihluti Alþingis sé henni ekki andvígur. Fyrr en það liggur ljóst fyrir yrði forseta ekki heimilt að Sveinn Björnsson Asgeir Ásgeirsson Kristján Eldjárn Vigdís Finnbogadóttir Bessastaðir fram sem andstæðingar. Hér- vill forseti hafa að engu og stöðva, með liðsinni þjóðarinnar, lög sem meiri hluti Álþingis hefur sam- þykkt. Hann verður því að skýra mál sitt opinberlega — gera grein fyrir því hvers vegna hann vill virða að vettugi vilja Alþingis, og þá væntanlega ríkisstjórnarinnar. Á sama hátt myndi meirihluti Al- þingis þurfa að skýra sín sjónar- mið í aðdraganda þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Þessir tveir aðilar yrðu því óhjákvæmilega að koma fram sem andstæðingar í þessu efni. Augaleið gefur að slík aðstaða sem hér skapast er óæskileg og óeðlileg. Forsetinn er og á að vera sameiningartákn þjóðarinnar, hafinn yfir orrahríð stjórnmála- baráttunnar. Er þessvegna ekki að undra að skoðanir hafa verið skiptar um það hve æskilegt þetta fyrirkomulag er. Ef til vill er það ein ástæða þess að enginn af for- setum lýðveldisins hefur nokkru sinni gripið til þess ráðs að neita að staðfesta lagafrumvarp sem Alþingi hefur samþykkt. Er þó ekki loku fyrir það skotið að slíkt hafi einhvern tímann hvarflað að forseta á þeim tæpu fjörutíu árum sem liðin eru síðan lýðveldið var stofnað. Nýmæli Stjórnar- skrárncfndar Stjónarskrárnefnd leggur til að breyting verði nú gerð á þessu fyrirkomulagi. Lagt er til að forseti hafi eftir sem áður heimild til þess að neita að staðfesta lög. En áður en hann tekur ákvörðun sína verður hon- varpið. Fær það þá lagagildi — en fyrr ekki. Hér er lagasynjunarrétti for- seta haldið í stjórnarskránni, en í nýrri gerð og þúningi. Á þennan hátt er komið í veg fyrir árekstra á milli forseta og Alþingis, sem núgildandi ákvæði hlýtur óhjá- kvæmilega að hafa í för með sér. Breytingin er því tvímælalaust til bóta. Og ef til vill mun hún hafa það í för með sér að þetta ákvæði verði virkari þáttur í störfum for- seta íslands en það hefur verið hingað til. Stjórnarmyndanir og vald forseta Engin ákvæði er nú að finna í stjórnarskránni um vald forseta, þegar stjórnarmyndanir standa fyrir dyrum. Aðeins segir, í 15. gr., undirrita skipunarbréf hinna nýju ráðherra. Hlutverk hans í sam- bandi við stjórnarmyndanir er hér gert gleggra og skýrara en hingað til hefur verið, jafnframt því sem þingræðisreglan er með þessu nýja ákvæði ítrekuð og treyst. Ríkisstjórn sem forseti sjálfur skipar Annað athyglisvert nýmæli er að finna í þessari tillögu Stjórn- arskrárnefndar. Þar segir að hafi viðræður um stjórnarmyndun ekki leitt til myndunar nýrrar rík- isstjórnar innan 8 vikna sé forseta heimilt að skipa ríkisstjórn. Hér sem annars staðar hefur flokkunum oft reynst erfitt að koma saman nýrri ríkisstjórn og stjórnarkreppur hafa viljað drag- ast á langinn. Eru þess dæmi að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.