Morgunblaðið - 22.01.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.01.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 13 stjórnarmyndanir hafa oftar en einu sinni dregist í allt að 4 mán- uði. Ekki þarf að tíunda hverjir bögglar fylgja því skammrifi. Engin ákvaeði eru nú í stjórn- arskránni um það hve langan frest forseti skuli gefa stjórnmálaflokk- unum til myndunar nýrrar ríkis- stjórnar. Er það alfarið undir mati hans sjálfs komið hvenær hann telur fullreynt og að tíma- bært sé orðið að skipa utanþings- stjórn. Er ekki ofmælt þótt sagt sé að oft hafi forsetar landsins sýnt mikið langlundargeð í þessu efni. Hafa þeir eflaust oftar en einu sinni verið komnir á fremsta hlunn með að skipa utanþings- stjórn, þótt til þess hafi aðeins einu sinni komið, en slík stjórn var við völd 1942—1944. Var það ríkisstjóri sem hana skipaði. Þegar á þetta er litið verður að telja að það sé bæði í hag forseta og stjórnmálaflokkanna að setja skýrari reglur í stjórnarskrá um fresti til stjórnarmyndunar og það hvenær forseta sé fullheimilt að skipa ríkisstjórn upp á sitt ein- dæmi. Gerir stjórnarskrárnefnd þá til- lögu að þessi frestur verði átta vikur. Slíkt ákvæði er líklegt til þess að verða flokkunum hvatning til stjórnarmyndunar án allra óeðlilegra tafa. Jafnframt veitir það forseta ótvíræða heimild til þess að skerast í leikinn að þess- um tíma liðnum. Liggja þá engin rök til þess að áfellast hann fyrir skipan utanþingsstjórnar, sem ella gæti borið við. Á það er að líta í þessu sam- bandi að forseta er það raunar í sjálfsvald sett hvort hann neytir þessarar heimildar strax að átta vikna frestinum liðnum, eða veitir flokkunum lengra svigrúm. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni. Jafnframt er vald forseta til þess að skipa ríkisstjórn upp á sitt ein- dæmi án atbeina þingsins ekki bundið við það að hann velji ein- göngu menn utan þingsins. Vald hefur hann til þess að skipa einnig ráðherra úr hópi þingmanna, ef honum sýnist svo. Og loks má við bæta að ljóst er að slík stjórn myndi víkja úr sessi jafnskjótt og Alþingi hefur komið sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar, er styðst við meirihluta þings eða nýtur hlutleysis. Að öllu samanlögðu virðist það nýmæli, sem hér hefur verið gert að umtalsefni, horfa til verulegra bóta. Það mun væntanlega vera flokkunum hvatning til greiðra stjórnarmyndana, draga úr lang- vinnum stjórnarkreppum og veita forseta íslands frjálsari hendur til athafna í óvissuástandi. Meirihlutakjör forseta Á undanförnum misserum hafa nokkrar umræður orðið í þjóðfé- laginu um það hvort ekki ætti að kveða á um það í stjórnarskránni að forseti skyldi kjörinn með meirihluta atkvæða kjósenda. Röksemdin fyrir því er sú að óæskilegt sé að því embætti gegni maður sem aðeins hefur hlotið t.d. 20—30% atkvæða í kosningunni, þar sem forsetinn á að vera sam- einingartákn allrar þjóðarinnar. Þetta sjónarmið virðist mér á góð- um rökum reist. Stjórnarskrár- nefnd hefur hinsvegar ekki gert tillögu um breytingar í þessa átt. Gegn slíkri breytingu er það talið mæla að kjósa þarf tvisvar, ef enginn frambjóðenda fær hreinan meirihluta í fyrstu kosningunni. Víst er nokkur fyrirhöfn af því að endurtaka kosninguna og einnig kostnaður. En á hitt er einnig að líta að ef margir hæfir frambjóð- endur eru í kjöri gæti svo farið að forseti næði kosningu með innan við 20% atkvæða að baki sér. Yrðu menn sáttir við þá niðurstöðu? Þetta er eitt af þeim atriðum sem hyggja má betur að þegar frumvarp til nýrra stjórnskipun- arlaga kemur til kasta Alþingis á næstu vikum. Heimur Kiko Korriro Myndlist Bragi Ásgeirsson Sérstæð listsýning var opnuð í Listmunahúsinu við Lækjargötu sl. laugardag. Var það í senn, að myndirnar eru nokkuð sér á báti og svo er tökunafn listamannsins vægast sagt óvenjulegt. Eðlilega freistast listamenn til að velja sér stutt og laggott tökunafn, finnist þeim sitt rétta nafn óþjált sökum lengdar eða hversdagsleika. Þannig varð t.d. Guðmundur Guðmundsson að Ferró og síðar Erró. Stundum ráða hér og einnig aðrar hvatir. En I*órrtur Valdimarsson, sem hér um ræðir, virðist hafa valið sér nafn, sem hefur yfir sér í senn austrænt sem rammíslenskt yfirbragð — KiKo Korriro. Myndirnar á sýning- unni hafa og einnig svipað yfir- bragð, því að þær geta í senn leitt hugann að austurlenzkri dulspeki og ófresku íslenzku hugarflugi. Þórður Valdimarsson er kunnur borgari, sérkennilegur í sjón og hátt og svo hefur hann og nokkuð látið að sér kveða á ritvellinum, að- allega með greinum á síðum dag- blaðanna. Man ég vel eftir því, að hann skrifaði ýmislegt um listir á þeim tíma, er ég kom opinberlega fram fyrir rúmum aldarfjórðungi og fór m.a. lofsamlegum orðum um okkur G.G. Erró. Þótti mér nokkuð til koma, enda var mér sagt, að sprenglærður maður og víðförull stæði á bak við skrifin. I áranna rás hef ég svo eilítið kynnst þessum manni, en aldrei hefur mér dottið I hug, að hann fengist við að mála myndir og því síður, að hann hafi gert það í heila þrjá áratugi. Sýningin kemur mér því í meira lagi á óvart, jafnvel þótt ég hafi vitað um mikinn áhuga Þórðar á myndlist í gegnum árin og að slíkir eigi það til að afhjúpast skyndilega sem myndlistarmenn sjálfir — dæmin eru þó nokkur. Flestar myndirnar á sýningunni bera þess vott að vera innhverft eintal listamannsins við ytri og innri veraldir. Hér hæfir ekki ein- tala sem viðmiðun, því að svo fjöl- skrúðugt er myndmálið í hverri mynd fyrir sig, þótt myndefninu sé annars naumur stakkur skorinn. Vissi maður ekki betur eftir lestur undirfurðulegs og næsta óraun- hæfs formála í sýningarskrá, sem er hin veglegasta, gæti maður hald- ið, að myndirnar væru málaðar á síðustu þrem árum í stað þrjátíu. Ég nefndi skáldlegan formálann vegna þess, að listasaga tekur það skýrt fram, að ýmsir „ismar" hafa einmitt orðið til við kynningu lista- manna á frjóu hugarflugi, manna á línu með KiKo Korriro, en ekki öfugt. Það er erfitt að skilgreina ákveðna þróun í myndunum á sýn- ingunni, en einstaka eldri myndir skera sig þó úr, en það gera nýrri myndir einnig. Flestar myndirnar eiga það sameiginlegt að vera í hæsta máta ástriðuþrungnar, og listamaðurinn er ófeiminn að lýsa þeim athöfnum, sem eru t.d. hrein trúarbrögð í lágmyndum ákveðinna indverskra mustera. Líkt og hinu fræga musteri í ríkinu Vindhya Pradesch suður af Allahabad, eins og það heitir þar eystra. Musterin, er byggð voru kringum árið 1000, voru í upphafi 85 og hafa tuttugu af þeim varðveitzt, en eru þó ekki í notkun. Lágmyndirnar voru helg- aðar goðunum Vishnu og Shiva ásamt jainískum dýrlingum. En hér í vestrinu eru slíkar at- hafnir sviftar trúarlegu ívafi á al- mannafæri, næsta hversdagslegar og sem hæfa þykir að fara ekki mörgum orðum um en láta myrkrið hylja. Þessar myndir eru gerðar af mik- illi sköpunargleði og innlifun — lit- irnir blossa og ljóma á fletinum í óstýrilátum leik. Litagleðin virðist hér upprunaleg og formið sömu- leiðis, þannig að vísast hefði lista- maðurinn farið eins að, þótt kynni hans af nútímalist væru ekki jafn gagnger — en óbein áhrif koma þó fram, kristallast í furðulegum brotabrotum skrautfengra mynd- heilda, líkast til óyfirveguð en upp- lifuð. Einstaka myndir þar sem hlut- veruleikinn ræður ríkjum, minna á meistara Kjarval, t.d. „Árstíðirn- ar“ (38), „Fyrstu snjóar" (43) og „Flug“ (52), sem eru allar frá árinu 1946. Myndir líkt og „Klúnar“ (3) og Þórrtur Valdimarsson (KiKo Korriro) „Fólk grínsins" (4), frá árinu 1949 skera sig og mjög úr, í þeim er grófgert sprell og spé, sem er eins og utan við heildarsvip sýningar- innar. Frábrugðnar á annan hátt eru myndirnar „Minning um gaml- an sveitabæ" (26), „Hvalir" (65) og „Fuglalíf" (30), allar frá árinu 1946, í þeim er opinská barnsleg kvika. I flestum öðrum myndum á sýn- ingunni ræður hið óbeislaða hugar- flug ferðinni, af þeim þóttu mér hrifmestar myndir svo sem „Frið- ardúfumaður" (39), (1954), „Pigal“ (60), (1949), „Sólguðinn" (70), (1946), og fleiri í þeim dúr. Niður- staðan verður, að þetta er óvenju- leg og eftirtektarverð sýning, sem opinberar flóknar, margbrotnar og dulráðar kenndir. Á þessum gullnu tímum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson BRÉFIN HANS ÞÓRBERGS til Lillu Ileggu og Biddu systur. Hjörtur Pálsson sá um útgáfuna og skráöi skýringar og viðtöl. Vaka 1982. Þessi bók nefnist Bréfin hans Þórbergs til Lillu Heggu og Biddu systur, en er einkum verk Hjartar Pálssonar. Inngangur Hjartar að bókinni er tæpar fjörutíu blaðsíð- ur og skýringar hans á bréfum Þórbergs og viðtöl við Margréti Jónsdóttur, Helgu Jónu Ásbjarn- ardóttur og Birnu Torfadóttur eru meginmál bókarinnar. Að þessu verður í rauninni ekki fundið því að Bréfin hans Þór- bergs eru að því er virðist glögg heimild um Þórberg Þórðarson, einkum eftir að ellin fór að sækja hann heim. Þetta er að mörgu leyti dapur- leg bók. Þórbergur hefur eftir henni að dæma verið maður ein- í bréfi til Biddu systur 1970 minnist Þórbergur atviks sem hann rifjar upp oftar en einu sinni: „Það var margt skemmtilegt, sem kom út úr Lillu Heggu, þó að hún væri dálítið dyntótt í sálinni sinni. Þó yfirgekk það allar skemmtanir þeirra tíma, þegar þú klíndir friðardúfunni utan á hurð- ina hjá henni og stofnaðir þar með til fullkominna sátta. Mikið mættu Sameinuðu þjóðirnar vera upp með sér, ef þær gætu unnið annað eins kraftaverk í friðarmál- unum.“ Þórbergur Þórðarson ins heilmikið. Bréfin til hennar bæta ekki miklu við þá vitneskju, en gætu orðið fræðimönnum til glöggvunar. Það sem Helga Jóna Ásbjarnardóttir hefur að segja um Þórberg, skilningur hennar á honum, sýnir hve mikið hefur ver- ið í hana spunnið frá upphafi. Hún skilur líka Margréti, frænku sína, jafnvel þótt hún hafi ekki getað sætt sig við að fá Þórberg heim lifandi eftir að hann var týndur heilan dag. Eins og Helga Jóns segir: „braut“ Þórbergur „bara lífsreglurnar í eitt einasta skipti og kom sönglandi heim.“ En fólk var skelfingu lostið þegar Margrét auglýsti eftir honum í útvarpinu. Myndirnar í Bréfin til Þórbergs eru margar eftirminnilegar og í góðu samræmi við efni bókarinn- ar. Ég vil sérstaklega benda á myndirnar sem Egill Gunnlaugs- son, fyrri maður Helgu Jónu, tók þegar Þórbergur var i heimsókn hjá þeim hjónum norður í Húna- vatnssýslu. Fletti maður blöðun- um með þessum myndum hratt verður til dálítill filmubútur um spaugarann Þórberg; leikari var hann góður eins og margir vita, ekki síst þeir sem sáu hann herma eftir séra Árna Þórarinssyni. Greinilega er þessi bók hugsuð sem söluvara á jólamarkaði, enda hefur hún áreiðanlega ekki þýtt tap fyrir útgefandann. Að öllu auglýsingaskrumi slepptu hefur hún fært lesandann nær Þórbergi. Ritgleði Hjartar Pálssonar hefur ekki drekkt persónu meistarans og er það vel. Bréfinu lýkur aftur á móti í annarri tóntegund: „Já, það var margt skemmtilegt á þessum gullnu tímum. En nú er því öllu lokið, og ég verð sennilega kominn undir græna torfu, áður en ég lýk við næsta bréf til þín.“ Þórbergur er orðinn áttatíu og tveggja ára, þegar hann skrifar síðasta bréfið til Biddu systur. Eilífðarmálin eru þar mjög á dagskrá, en þrátt fyrir það bregð- ur hann á leik og dregur upp minnisstæða mynd af Reykjavík ofvitaáranna. Varla er unnt að segja að honum sé þorrinn andleg- ur kraftur, meira að segja er ekki laust við að ástríða kvikni í brjósti hans. Á þetta bendir Hjörtur Pálsson í innganginum. Um samband Þórbergs og Lillu Heggu vitum við lesendur Sálms- mana, búið við konuríki og átt fáa vini. Þær Lilla Hegga og Bidda systir gefa lífi hans gildi. Þær koma með bernskuna og undur hennar til hans, einkum Lilla Hegga sem var þeim Þórbergi og Margréti jafn handgengin og hún væri barnabarn þeirra. Og Sálm- urinn um blómið varð til vegna kynna Þórbergs og Lillu Heggu. Þegar þessar vinkonur Þórbergs stækka og breytast í konur er Þórbergur miður sín. Hann sakn- ar þeirra og hefur af þeim áhyggj- ur. Einmanakenndin vex. í bréfum til Biddu systur sem urðu mörg er víða tónn örvæntingar, flest verð- ur Þórbergi til ama. Það er helst að hann geti yljað sér við minn- ingarnar um stúlkurnar þegar þær voru litlar og svo fer hann að halla sér að trú á „yfirnáttúrlegar dásemdir og annað líf“. Enn eitt skref til aukinnar uppfræðslu Stórstúka íslands stendyr fyrir útgáfu á bæklingi um áfengi og fíkniefni Stórstúka íslands hefur gefið út verkefnabækling sem ætlaður er 10 ára börn- um í grunnskóla. Þarna er stigið enn eitt skrefið til auk- innar uppfræðslu um skað- semi þessara efna. Bæklingn- um er dreift af Námsgagna- stofnun og sjá kennarar um að miðla fræðslunni. Upplag- ið sem prentað var, eða 600 eintök, er búið og er fyrir- hugað að gefa bæklinginn út aftur í stórauknu upplagi þar sem víst má telja að vel hafi -ræðsluverkefni um áfengi og önnur flkniefni tekist um gerð hans. Þá hef- ur stórstúkan einnig í hyggju ef fjárráð leyfa að hanna bækling sem er aðeins um fíkniefni og þeim gerð þar ýt- arleg skil. Neysla þessara efna hefur aukist og ef litið er til nágrannalanda okkar er þetta þegar orðið stórt vandamál meðal unglinga. Því er að bregðast skjótt við og hefja fræðsluna áður en málin fara að taka á sig svip- aða mynd hér.“ (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.