Morgunblaðið - 22.01.1983, Page 14

Morgunblaðið - 22.01.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 Ávísanaviöskipti jukust um 60% jan.—nóv.: Tékkum fjölgaði en upphæðir lækk- uðu hlutfallslega ÁVÍSANAVIÐSKIPTI fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru samtals að upphæð um 57.684 milljónir króna, en voru til samanburðar að upphæð 36.111 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Aukningin milli ára er því liðlega 59,75%. Hins vegar vekur það athygli, að fjöldi tékka eykst nokkuð, á sama tíma og meðalupphæðir fylgja ekki verðlagi. Fyrstu ellefu mánuðina í fyrra var heildarfjöldi tékka um 10.067 þúsund, en til samanburðar var heildarfjöldinn á sama tíma árið 1981 um 8.665 þúsund. Fjölgunin milli ára er því um 16,2%. Meðalupphæð tékka fyrstu ell- efu mánuðina í fyrra var 5.730 krónur, en til samanburðar var meðalupphæðin á sama tíma árið 1981 4.167 krónur. Hækkun meðal- upphæða er því aðeins liðlega 37,5%. Ef dæmið er skoðað í nóvem- bermánuði í fyrra, kemur í ljós, að ávísanaviðskipti í heild voru að upphæð um 6.437 milljónir króna, en til samanburðar að upphæð 4.236 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Hækkunin milli ára þar er því tæplega 52%. Fjöldi tékka í nóvember sl. var 1.002 þúsund, en til samanburðar var fjöldinn í nóvember 1981 um 885 þúsund. Fjölgun tékka milli ára er því um 13,2%. Meðalupphæð tékka í nóvember sl. var 6.424 krónur, en til saman- burðar 4.786 krónur í nóvember 1981. Hækkunin á milli ára er því liðlega 34,2%. Tölvumiðstöðin í nýtt húsnæði TOLVLMIÐSTOÐIN hf. er um þessar mundir að flytja starfsemi sína í nýtt húsnæði á Höfðabakka 9, en fyrirtækið var stofnað fyrir lið- lega fimm árum af Endurskoðun- armiðstöðinni hf. — N. Manscher og hefur allt frá fyrstu tíð starfað i nán- um tengslum við endurskoðunar- skrifstofumar, segir m.a. í frétt frá Tölvumiðstöðinni. Ennfremur segir að í upphafi hafi starfsemin aðallega verið fólgin í tölvuvinnslu fjárhags- bókhalds fyrir viðskiptavini Endurskoðunarmiðstöðvarinnar, en með tilkomu stærri og full- komnari tölvu hafi starfsemin þanizt út og nú bjóði fyrirtækið upp á margs konar þjónustu í sambandi við tölvuvinnslu, auk þess sem fyrirtækjum sé veitt ráðgjöf í vali á hugbúnaði og vél- búnaði tölvukerfa. Sem dæmi um þjónustu fyrir- tækisins er nefnt eftirfarandi: 1) Alhliða tölvuvinnsla á bókhaldi fyrirtækja þ.m.t. fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald og launa- bókhald. 2) Tenging við öfluga B1955-tölvu í gegnum símalínu. Þar með fái viðskiptavinurinn að- gang að fullkomnum hugbúnaði fyrir minna verð en ef keypt væri eigin tölva. 3) Forritunarþjónusta, en hjá fyrirtækinu starfa 3 kerfis- fræðingar. Á undanförnum miss- erum hefur þessi þáttur starf- seminnar aukizt verulega. Loks kemur fram í frétt Tölvu- miðstöðvarinnar, að starfsmenn fyrirtækisins séu sjö, en fram- kvæmdastjóri þess er Ólafur Tryggvason, viðskiptafræðingyr. íslenzkur iðnaður: Samkeppni við inn- flutning harðnaði verulega á sl. ári Erlendir framleiðendur búa margir við samdrátt á heima- markaði og reyna að vinna það upp með auknum útflutningi „EFNAHAGSþRÓUNIN á liðnu ári varð um margt önnur en búist var við í upphafi ársins. Horfur voru þá að vísu ekki bjartar og iðnaðurinn hafði lent í verulegum þrengingum á árinu 1981 vegna versnandi sam- keppnisstöðu," segir m.a. inngangs- pistli í fréttabréfi Félags íslenzkra iðnrekenda, „Á döfinni“. Þar segir ennfremur: „Minnk- andi fiskafli og almennur efna- hagssamdráttur í kjölfar þess setti svip sinn á framvindu efna- hagsmála á síðasta ári. Þjóðar- framleiðsla og þjóðartekjur dróg- ust saman, í fyrsta skipti síðan 1975. Vegna mikillar verðbólgu undangengin ár og vaxandi skuldasöfnunar erlendis hefði ver- ið nauðsynlegt að bregðast skjótt við með róttækum aðgerðum. Á því varð hins vegar dráttur. Veigamesti þáttur efnahagsað- gerðanna í ágúst var 13% lækkun á gengi krónunnar. Gengið hafði sigið ört undangengna mánuði og sama gerðist einnig á síðustu mánuðum ársins. Gengisþróun krónunnar varð því allt önnur á árinu 1982 en árið áður. Gengis- breytingar einstakra mynta á al- þjóðagjaldeyrismarkaði voru hins vegar svipaðar og árið áður, gengi dollars hélt áfram að hækka gagn- Caterpillar tapaði um 180 milljónum dollara — Versta afkoma fyrirtækisins í um 50 ár BANDARÍSKA fyrirtækið Caterpill- ar Tractor Co., stærsti framleiðandi vinnuvéla í heiminum, tilkynnti í vikunni, að fyrirtækið hefði tapað um 180 milljónum dollara á síðasta ári, eða sem nemur liölega 3,3 millj- örðum islenzkra króna, sem er versta útkoma þess í yfir 50 ár. Heildarsala fyrirtækisins var upp á 6,47 milljarða dollara, sem er um 29% samdráttur frá árinu á undan, þegar heildarsala fyrir- tækisins var upp á iiðlega 9,15 milljarða dollara. Sala fyrirtækis- ins 1981 var sú minnsta í ellefu ár. Talsmaður Caterpillar sagði að- alástæðurnar fyrir slæmu gengi fyrirtækisins að undanförnu vera hið bága ástand í efnahagsmálum heimsins, slæma stöðu Banda- ríkjadollara gagnvart öðrum myntum og síðan stöðugt vaxandi samkeppni. Þessu til viðbótar hef- ur fyrirtækið átt í erfiðleikum vegna verkfalla starfsmanna sinna á síðasta ári. vart flestum öðrum myntum allt fram undir lok ársins. Gengislækkun krónunnar í fyrra hafði veruleg áhrif í þá átt að laga stöðu útflutningsgreina og samkeppnisstöðu iðnaðarins gagn- vart innflutningi, sem hafði versn- að mikið árið áður. Einkum var það eftir gengislækkunina í ágúst og síðan enn eftir gengislækkun- ina nú í janúar. Meðalgengi er- lendra mynta hækkaði um 61% milli áranna 1981—1982 en verð á dollar hækkaði um 73%. Gengi helztu Evrópumynta hækkaði um 45—60% nema sænsk króna, sem hækkaði aðeins um 37%. Danska krónan hækkaði um 46%. Til sam- anburðar má nefna, að launa- kostnaður hækkaði um 50% en annar rekstrarkostnaður hækkaði meira. Ef litið er á breytinguna frá upphafi til loka ársins, þá hef- ur gengi allra áðurnefndar mynta hækkað umfram innlendan kostn- að. Á móti þessu kemur, að sam- keppni við innflutning harðnaði á síðasta ári. Erlendir framleiðend- ur búa margir við samdrátt á heimamarkaði og reyna að vinna það upp með auknum útflutningi. Það á raunar við um öll utanrík- isviðskipti nú, að samkeppni er mun harðari en fyrir nokkrum ár- um, þegar gróska var í heimsbú- skapnum og alþjóðaverzlun. Ann- að sem veldur innlendum fram- leiðendum erfiðleikum, er ört vax- andi verðbólga. Hún gerir fyrir- tækjum æ erfiðara fyrir að fjár- magna hækkandi rekstrarkostnað og veldur versnandi rekstrar- fjárstöðu. Fyrirtækin geta því ekki nýtt sér það, að samkeppn- isstaðan hefur batnað að öðru leyti. Tölur um markaðshlutdeild fyrstu þrjá ársfjórðungana sýna yfirleitt litlar breytingar frá því sem var á árinu 1982, þegar hlut- deild innlendrar framleiðslu minnkaði talsvert. Of snemmt er hins vegar að segja til um áhrif gengislækkunarinnar á síðasta ári á markaðshlutdeildina. Horfur í efnahagsmálum eru vissulega ekki bjartar við upphaf ársins 1983. Heimsbúskapurinn er enn í mikilli lægð og afleiðingar samdráttarins hér á landi í fyrra eiga eftir að koma fram með ýms- um hætti. Auk þess er mikil óvissa í stjórnmálunum vegna kosninga á næstunni. Það veltur á miklu að efnahagsstefna stjórnvalda verði til að efla innlenda framleiðslu, bæði til útflutnings og í sam- keppni við innflutning. Starfsskil- yrðin hljóta enn að verða ofarlega baugi. Mikilvægum áfanga í þeim málum hefur nú verið náð með ákvörðun Verðlagsráðs um að taka fleiri vörur undan verð- ákvörðunum ráðsins. Mikilvægt er að vel takist til með framkvæmd þessa máls. Vonandi verður þetta aðeins fyrsti áfanginn af fleirum á árinu á þeirri leið að bæta sam- keppnisstöðuna og jafna starfs- skilyrðin." Noregur 1982: Vísitala á heildsölu- verði hækk- aði um 7,2% VÍSITALA heildsöluverðs í Noregi lækkaði um 0,2% milli mánaðanna nóvcmber og desember sl. og er vísi- talan 110 stig, miðað við 100 stig 1981, samkvæmt upplýsingum norsku hagstofunnar. Hagstofan gaf út, að hækkun vísitölunnar frá desember 1981 til desember 1982 væri 7,2%, en með- altalshækkun hennar milli áranna 1981 og 1982 er 6,4%. Af einstökum vöruflokkum er hækkunin mest á tóbaki, eða 14,6%, en benzín, olíur og rafmagn hækkaði um 8,4%. Matvælaverð hækkaði um 7,6%. Vísitala iðnaðarvöruverðs hækkaði um 0,1% milli nóvember og desember sl. og er hún 113 stig, miðað við 110 stig 1981. Frá des- ember 1981 til desember 1982 hækkaði vísitalan um 9,8%, en meðaltalshækkunin milli ára er hins vegar um 8,5%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.