Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983
Rændu 53
milljónum
Marseille, 21. januar. AP.
SEX vopnaðir menn rændu í dag
brynvarrtan bíl og bækistöðvar
öryggisvörslufyrirtækis og kom-
ust á braut með um 20 milljónir
franka — sem jafngilda um 53
millj. íslcnzkum.
Mikil leit stendur nú yfir um
gervallt landið. Ræningjarnir
slógu í rot nokkra starfsmenn
fyrirtækisins, en þeir eru ekki
í lífshættu. Auk fjármuna
höfðu þeir á braut með sér all-
mikið af byssum sem starfs-
fólk fyrirtækisins hefur til
umráða.
Fjölda-
morö
Nairohi, 21. janúar. AP.
ÁTJÁN menn voru drepnir í
þorpinu Kibibi i Úganda að því
er útvarpið í Kampala sagði frá í
dag.
I fréttinni er dregin sú
ályktun, að skæruliðar hafi
verið þarna að verki og í fljótu
bragði verður ekki séð nein
ástæða fyrir morðunum, en
búizt við að stuðningsmenn
fyrrverandi forseta, Idi Amins,
hafi verið á ferðinni.
Enn fauk
þinghús-
þakið
Kaupmannahöfn, 21. janúar. AP.
BRÁÐABIRGÐAÞAK, sem sett
var á danska þinghúsið í sl. viku
eftir að þakið sem fyrir var hafði
svipzt upp i fárviðri, fauk líka í
dag. En að þessu sinni urðu eng-
in slys á mönnum.
I hið fyrra skipti lentu
þakplötur á nokkrum vegfar-
endum og tvær konur biðu
bana. Þessi atburður nú gerð-
ist í dögun og fáir voru á ferli
við Kristjánsborgarhöll.
Vindhæðin í morgun var ekki
mikil og dró úr henni nokkru
síðar. Unnið var að viðgerðum
í dag og mun nú reynt að
ganga tryggilegar frá því hinu
þriðja þaki.
Tyrknesk
vél neydd
til lending-
ar í Dam-
askus
\nkara, 21. janúar. AP.
TYRKNESK Boeing 727-far
þegavél var neydd til að lenda á
Damaskusflugveili í Sýrlandi
þegar hún var á leið frá Amman
í Jórdaníu til Ankara, að því er
talsmaður tyrkneska utanríkis-
ráðuneytisins sagði frá í kvöld.
Hann sagði að með vélinni
hefðu verið 80 farþegar og sjö
manna áhöfn. Vélinni var síð-
an leyft að halda áfram, þegar
flugmenn hefðu verið yfir-
heyrðir. Talsmaðurinn sagði,
að Sýrlendingar segi að vélin
hafi villzt af leið og því hefðu
sýrlenzkar vélar verið sendar á
loft og skipað flugstjóranum
að koma inn til lendingar í
Damaskus. Tyrkir draga full-
yrðingu Sýrlendinga í efa og
hefur sýrlenzki sendiherrann í
Ankara verið kvaddur á fund í
ráðuneytinu til að skýra málið
á viðhlítandi hátt.
Móðirin gat ekki gefið nóga mjólk, svo að barnið tók að léttast. Gæzlumennirnir gripu þá til þess ráðs, að
koma því fyrir í súrefniskassa og ala það á gervimjólk. Þegar þessi mynd var tekin fyrir skemmstu, sýndi
vigtin, að þyngdin hafði aukizt og vonandi verður því bráðlega unnt að færa pönduungann aftur
foreldrum sínum, móðurinni Huldu og fóðurnum Knut Holger, en þau komu upphaflega frá dýrafræði-
deild háskólans i Vínarborg. Á meðan verður tuskubjörninn í baksýn að koma í stað móðurinnar. Mynd
þessi var tekin í dýragarðinum í Stokkhólmi.
Noregur:
Aðgerðir stjórnarinnar
hjá OECD gagnrýndar
Ostó. 21. janúar. Frá Jan Krik Lauré. fréttaritara Murtíuniilaésins.
FRUMKVÆÐI norsku stjórnarinnar gagnvart OECD, þar sem farið hefur
verið fram á aukið alþjóðlegt samstarf til lausnar cfnahagskreppunni, hefur
vakið mikla gremju hjá stjórnum hinna Norðurlandanna, þar á meðal þeirri
íslenzku.
„Arbeiderbladet", hið opinbera
málgagn norska verkamanna-
flokksins, segir, að það sé einkum
forsætisráðherra Finnlands, sem
brugðist hafi ókvæða við því, að
hægri stjórnin, sem nú er við völd
í Noregi, hafi kosið að hafa ein
frumkvæði í þessu efni í stað þess
að ræða það við stjórnir annarra
Norðurlanda fyrst. Þá hafi stjórn-
ir Islands og Svíþjóðar verið því
andvígar, að norska stjórnin tók
ekki tillit til norrænnar samvinnu,
en sneri sér ein til OECD, án þess
að ráðfæra sig við hin Norður-
löndin.
I orðsendingu norsku stjórnar-
innar til OECD lýsir hægri flokk-
urinn sig fylgjandi nánari sam-
vinnu OECD-landanna í gjaldeyr-
ismálum. Ekki verði fallist á, að
gengislækkun verði notuð til þess
að efla samkeppnisaðstöðu ein-
stakra landa. Þá er því enn haldið
fram, að það beri að gera að venju,
að einstök lönd séu til þess skuld-
bundin að ræða það fyrirfram, ef
gengislækkun á að fara fram.
Norska stjórnin er því einnig
fylgjandi, að OECD vinni eins og
frekast er unnt gegn hvers konar
verndarstefnu. Slík stefna spilli
fyrir möguleikum á því að draga
úr atvinnuleysi. Þá verði ennfrem-
ur að útvega þróunarlöndunum
fjármagn til þess að hindra fjár-
hagslegt hrun fátækustu þróun-
arlandanna.
Margir norskir stjórnmálamenn
hafa gagnrýnt mjög, að norska
stjórnin hafi ekki haft samráð við
aðra og halda því fram, að það sé
venja, að Norðurlönd ræði slík
mál innbyrðis og standi sameig-
inlega að aðgerðum. Stjórnir
sumra Norðurlandanna eru þeirr-
ar skoðunar, að hér sé á ferðinni
hreint áróðursbragð af hálfu
norsku stjórnarinnar fram komið
til þess að hæna að sér kjósendur
og að orðsendingin sé lítt til þess
fallin að leysa efnahagskreppuna.
Innan OECD ríkir einnig
gremja og þá einkum vegna þess
að innihald orðsendingarinnar
barst út til norskra blaða. Af
hálfu OECD er talið, að möguleik-
arnir á því, að tillögur norsku
stjórnarinnar verði teknar til
meðferðar í alvöru séu minni fyrir
bragðið.
Verðbólgan
4,5% í USA
Washington, 21. janúar. AP.
VERÐBÓLGAN í Bandaríkjunum
var um 4,5% á síðasta ári og var því
minni en nokkru sinni síðustu tíu ár.
Hækkun á neyzluvörum var aðeins
0,1—0,2% í desember sl., ef hún var
þá nokkur. Hækkun á sams konar
vörum var ekki heldur nema 0,1% í
nóvember, en í október var hún
0,5%.
Minnkandi verðbólga er fyrst og
fremst talin eiga rót sína að rekja
til efnahagskreppunnar, en jafn-
framt eru góð uppskera og
offramboð á olíu talin eiga sinn
þátt í því, hve verðbólgan hefur
hjaðnað í Bandaríkjunum.
Verðbólgan á árinu 1980 nam
12,4% og 8,9% árið 1981.
Sjö sænskir
þingmenn tala
máli Hvíta-
sunnufólksins
Stokkhólmi, 21. janúar.
SJÖ sænskir þingmenn rituðu í des-
ember bréf til Andropovs forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, til stuðn-
ings hvítasunnufólkinu sem hefur
nú í fjögur og hálft ár hafzt við í
sendiráði Bandaríkjanna í Moskvu
og ekki fengið leyfi til að flytjast frá
Sovétríkjunum. Andropov mun nú
hafa sent það svar til þingmannanna
að fólkið gæti sótt um formlegt leyfi
til að flytjast úr landi, en að því
tilskildu að það færi úr sendiráðinu
og til heimkynna sinna í Síberíu.
Það var í júní 1978 sem sjö
manns úr tveimur fjölskyldum
hvítasunnusafnaðar eins fóru í
bandaríska sendiráðið til að
freista þess að fá fyrirgreiðslu til
að komast úr landi. Áttundi mað-
urinn var handtekinn af sovézkum
öryggisvörðum og ákváðu hvíta-
sunnumennirnir þá að vera um
kyrrt í sendiráðinu.
Ein konan úr hópnum var flutt
á sjúkrahús fyrir tæpu ári í sam-
bandi við hungurverkfall sem hún
fór í. Samkvæmt fréttum var mat-
ur neyddur ofan í hana og síðan
var hún send heim til Síberíu.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hef-
ur hún ekki fengið að fylla út um-
sókn um að fá að fara frá Sovét-
ERLENT .
Fagan:
Gerði drottningu greiða með því að
sýna fram á slakt öryggiskerfi
l.ondon, 21. janúar. AP.
MICHAEL Fagan, hinn frægi
innbrotsmaður í Buckingham-
höll, hvar hann tyllti sér á rúm-
stokk Elísabetar II Bretadrottn-
ingar og bað hana að gefa sér að
reykja, sagði í dag, að hann
hefði aldrei ætlað sér að valda
drottningunni né neinum öðrum
mæðu.
Fagan hefur verið sleppt úr
fangelsi og hefur það vakið
mikla reiði í Bretlandi. Fagan
sagði þetta í viðtali við Daily
Star, hann vaeri bæði gæfur og
vænn og hefði aldrei gert
flugu mein og sízt hefði það
nokkurn tíma hvarflað að
honum að gera á hlut hennar
hátignar. Fagan hefur sýnt
ótvíræð merki um að hann
þjáist af geðrænum kvillum og
í dag lét Margaret Thatcher,
forsætisráðherra í ljós
áhyggjur í ræðu í neðri mál-
stofunni, vegna þess að hann
léki nú lausum hala, en sagði
Fagan
að ekkert væri hægt að gera í
málinu.
Fagan var aldrei ákærður
Elísabeth II
fyri heimsóknina í svefnher-
bergi drottningar, en hins veg-
ar fundinn sekur um bílastuld,
þjófnað á hálfri hvítvínsflösku
og talið var nauðsynlegt að
hann sætti meðferð á geð-
sjúkrahúsi. Fagan sagði í
ofannefndu viðtali að ýmsar
frásagnir um veru hans á
rúmstokki drottningar væru
fráleitar, Elísabet hefði
hvorki verið með hárkollu, né
heldur klædd baby-doll-
náttflík, og þaðan af síður
hefði hún hvíslað að sér ljúf-
um orðum, eins og staðið hefði
í fréttum ýmissa sorpblaða.
Aftur á móti sagðist Fagan
vera þess fullviss að hann
hefði gert drottningu greiða,
með því að sýna fram á hversu
slakt öryggiskerfi Bucking-
hamhallar væri.