Morgunblaðið - 22.01.1983, Page 24

Morgunblaðið - 22.01.1983, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 Lltgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakið. Stefnumörkun í landbúnaði Istjórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar, frá í febrúar 1980, segir, að „stefn- an í málefnum landbúnaðar- ins verði mörkuð með álykt- un Alþingis og við það miðað að tryggja afkomu bænda ..Tillaga ríkis- stjórnar um stefnumörkun í landbúnaði er nú fyrst til umræðu á Alþingi, þremur árum eftir að hún var mynd- uð og þremur mánuðum áður en hún setur upp tær, eftir líkum að dæma. Vinnulagið er dæmigert fyrir feril henn- ar. Nítján þingmenn Sjálf- stæðisflokks flytja nú í fjórða sinn tillögu til þing- sályktunar um stefnumörkun í landbúnaði. Tillaga þessi hefur fengið jákvæða um- sögn hjá fagaðilum og góðar móttökur í atvinnumála- nefnd sameinaðs þings. Hún væri vísast þegar samþykkt ef flutningsmenn væru ekki úr stjórnarandstöðu. Tillaga sjálfstæðismanna leggur áherzlu á sjálfseign- arábúð bænda og eignarrétt einstaklinga og sveitarfélaga á landi og hlunnindum, og að grundvöllur landbúnaðar, sem felst í ræktun landsins, verði treystur og verðmæti jarðargróðurs aukið með nýrri þekkingu og tækni. Hagkvæmni verði og aukin ásamt fjölbreytni í fram- leiðslu og fullvinnslu búvöru. Framleiðslan miðist fyrst og fremst við það, að fullnægt verði þörfum þjóðarinnar fyrir neyzluvörur og iðnaðar til hráefnis. Minnt er á þjóð- hagslegt gildi atvinnu- tækifæra, sem landbúnaðar- framleiðslan gefur utan frumframleiðslunnar. Tillag- an styður rétt bænda til sam- bærilegra lífskjara, efna- hagslegra og félagslegra, og aðrar starfsstéttir búa við, sem og rétt landsmanna allra til að njóta náttúru landsins. Egill Jónsson, alþingis- maður, mælti fyrir tillögu sjálfstæðismanna og taldi eðlilegt, að þingið samræmdi framkomnar tillögur og stæði samhuga að stefnu- mörkun í landbúnaði. Hann taldi skorta ýmislegt í tillögu ríkisstjórnarinnar: um fram- leiðslumarkmið, hvern veg eigi að taka á framleiðslu- vandanum og um bætt starfsskilyrði. Hann lagði áherzlu á svæðaskipulag í stað kvótakerfis, virkara greiðslu- og rekstrarfjár- skipulag og heimild til að ráðstafa hluta útflutnings- fjármuna til að draga úr framleiðslukostnaði og þar með þörfinni fyrir útflutn- ingsbætur. Hann minnti og á fjögur frumvörp sjálfstæðis- manna, um nýjungar í land- búnaði, í efri deild. I skýrslu Framkvæmda- stofnunar um mannafla og tekjur í íslenzkum atvinnu- vegum kemur m.a. fram, að í þeim landshlutum þar sem bændur eru fjölmennastir er tekjustig lægra en annars staðar og tekjuþróun óhag- stæðari. Það segir sitt um framkvæmd þess ákvæðis í stjórnarsáttmála „að tryggja aflíomu bænda". Fagna ber því að stefnu- mörkun í landbúnaði er seint og um síðir til alvarlegrar umfjöllunar á Alþingi. Betra er seint en ekki að marka stefnu til frambúðar, þó und- irstrika verði, að það eru samtök bænda sjálfra sem ráða eiga ferðinni í þessum efnum en ekki stjórnvöld. Sveitir og þéttbýli að sýndi sig á tímum síð- ari heimsstyrjaldarinn- ar, hverja þýðingu það hefur fyrir íslenzkt samfélag að búa að eigin búvörufram- leiðslu. Það er mikilvægt ör- yggismál. Gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins og samsöfnun erlendra skulda síðustu misseri styður heldur ekki skammsýnt tal um innflutn- ing búvöru til landsins. Úr- vinnsla hráefna frá landbún- aði og verzlunar- og iðnaðar- þjónusta við nærliggjandi sveitir er helft atvinnu- og afkomugrundvallar þéttbýl- isstaða. Þéttbýlisstaðir eins og Akureyri, Sauðárkrókur og Húsavík, svo dæmi séú nefnd, standa jöfnum fótum, atvinnulega, í landbúnaði og sjávarútvegi. Staðir eins og Selfoss, Egilsstaðir og Blönduós byggja tilveru sína nær alfarið á landbúnaði. Ullar- og skinnaiðnaður eru veigamiklar útflutnings- greinar. Og byggð í landinu öllu er raunar út í hött án blómlegs landbúnaðar. Það þarf hinsvegar að laða starfsemi, bæði í sjávarút- vegi og landbúnaði, að stað- reyndum skilyrða í fram- leiðslu- og markaðsmálum. Bændur sýnast hafa skilning á þessu. Það á að gera þeim kleift að laga landbúnað að aðstæðum samtíma og fyrir- sjánlegrar framtíðar. Davlð Oddson, borgarstjóri: Vmstrimenn höföu gert embættið aðengu Sjálfstæðismenn hafa nú farið með meirihlutavald í borg- arstjórn Reykjavíkur að nýju, eftir fjögurra ára vinstri stjórn, í rúmt misseri. A þessum mánuðum hefur athyglin í vaxandi mæli beinst að starfi Davíðs Oddsonar, borgar- stjóra. I þessu samtali lýsir hann viðhorfum sínum til starfshátta í borgarstjórn nú og á tíma vinstrimanna og drepið er á helstu viðfangsefni bojgarstjórnar undir hans forystu til þessa. Fólk hefur á orði að það gerist allt mjög skjótt í stjórn borgar- innar. Þetta held ég að sé orðum aukið en þó eðlilegt viðhorf þegar tekið er mið af stöðnuninni undir stjórn vinstri meirihlutans," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, á dögunum. Hann var þá nýlega orðinn 35 ára og taldi sig kominn á hraða leið til sjötugs. „Ég kann vel við mig í þessu starfi," sagði Davíð, „og ætla að gefa mig að því óskiptur svo lengi sem mér er treyst fyrir því, ég læt mér róg og níð andstæðinganna í léttu rúmi liggja, á meðan ég verð var við velvilja og traust borgarbúa." — Hvað kom þér mest á óvart þegar þú settist í borgarstjórastól- inn? „Það kom mér auðvitað ekki á óvart að fá þá ótvíræða staðfest- ingu á því, að við sjálfstæðismenn höfðum haft hárrétt fyrir okkur þegar við bentum á hina alvarlegu brotalöm í stjórn borgarinnar frá 1978 þegar vinstri menn hlutu meirihlutann. Hins vegar hafði ég ekki gert mér grein fyrir því að embætti borgarstjóra hafði í raun verið gert að engu, öll áhrif höfðu verið frá því dregin. Þríein póli- tísk forysta vinstri manna, sem var í raun sundurþykk og hafði sundurleit markmið, ráðskaðist með málefni borgarbúa á næsta skipulagslausan hátt,“ sagði Davíð Oddsson. „Þetta varð til þess að engin eig- inleg stefna var mótuð. Engin skýr meginmarkmið lágu fyrir í stjórn borgarinnar. Kæmu brýn mál til úrlausnar var hver höndin upp á móti annarri og mikið pat. Embættismenn, starfsmenn borg- arinnar og ekki síst almenningur urðu að bíða jafnvel mánuðum saman eftir niðurstöðu jafnt í stórum málum sem smáum." — Eru það viðbrigðin vegna sam- hents meirihluta en ekki hörkulegir stjórnarhættir nýs borgarstjóra sem setja nú mestan svip á borgarstjórn- ina? „Já, ég held að viðbrigðin vegna árangurs af starfi hins samhenta meirihluta sjálfstæðismanna frá því eftir kosningarnar í maí 1982 skipti hér mestu. Verkaskipti meðal okkar eru skýr eins og markmiðin sem við viljum ná. Ný- ir starfshættir hinnar pólitísku forystu leiða til þess að stjórnsýsl- an verður skilvirkari. Borgarbúar verða auðvitað varir við þessa gjörbreytingu." — Og hvað um kosningaloforðin? „Fyrir kosningarnar birtum við auglýsingu í blöðunum með þeim og þú getur nú birt hana aftur með viðeigandi dagsetningum. Okkur var ljóst, að það þyrfti að hafa hraðari hendur en venja stóð til. Framtíðarbyggð borgarinnar var meðal annars í húfi, henni átti að stefna inn á brautir sem þorri borgarbúa og sérfræðinga vissu, að voru ófærar. Eðlileg skipu- lagsvinna hafði í raun legið niðri og í óefni stefndi. Þess vegna var farið hratt í skipulagsmál án þess þó að varpa vönduðum og fagleg- um vinnubrögðum fyrir róða. Fjárhagsleg úttekt hlautlauss og óumdeilds endurskoðanda sýndi, að fjárhagsstaða borgarinnar var ekki styrk eftir fjögurra ára vinstri stjórn og hún var lakari en 1978, þegar vinstri flokkarnir tóku við. Óneitanlega kom þetta mörg- um nokkuð á óvart, þar sem vinstrimenn höfðu þó verið sam- einaðir um það að stigmagna skattheimtu allt kjörtímabilið. Eina línan sem þeir virtust rata sameiginlega lá beint í pyngju borgarbúa. Þessi tvö mál: skortur á skipu- lagi framtíðarbyggðar og slök fjárhagsstaða tvinnuðust saman og því var leitað nýrra leiða og ákveðið að stefna að því að byggð risi á nýjum svæðum og yrði hún að hluta fjármögnuð með því að gefa þeim sem það kjósa færi á nýju sparnaðarformi. Nú gefst mönnum tækifæri til að búa í hag- inn fyrir framtíðina og borga í „Lýsingar á mér eru sveiflukenndar forstokkaður einræðisherra,“ segir Da áföngum fyrirfram gatnagerð- argjöld lóða undir heimili sín með fullri endurgreiðslukröfu ef þeir falla frá framkvæmdum. Þetta hefur aldrei verið reynt áður hér á landi en á bersýnilega mikinn hljómgrunn meðal almennings." — Hvað viltu segja um afstöðu vinstrimanna á þessum fyrstu mán- uðum? „Mér finnst þeir eiga erfitt með að fóta sig eftir ósigurinn. Þeir áttu bersýnilega ekki von á jafn markvissu starfi hjá okkur sjálfstæðismönnum, enda héldu þeir því linnulaust fram, að sund- urþykkja meðal sjálfstæðismanna myndi tefja för okkar. Við munum yfirlýsingar vinstrimanna um það, að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki lengur sama samstæða aflið og áður þegar hann fór með meiri- hlutastjórn í Reykjavík. Allt ann- að hefur orðið upp á teningnum, eins og dæmin sanna. Samvinna okkar sjálfstæðismanna í borgar- stjórnarflokknum hefur verið með miklum ágætum og tilraunir vinstrimanna til að efna þar til óvinafagnaðar eru næsta brosleg- ar. Vinstrimenn voru í þrjá mánuði að ráða nýjan borgarstjóra eftir kosningarnar 1978 en á fyrstu þremur mánuðum eftir síðustu kosningar hrundu sjálfstæðism- enn málum í framkvæmd og lögðu grunn að markvissu framtíðar- starfi." — Nýr flokkur hóf afskipti af borgarstjórninni eftir kosningarnar, Kvennaframboöiö. Hvert er álit þitt á störfum þess? „Ég átti ekki von á því að full- trúar Kvennaframboðsins myndu skipa sér lengst til vinstri í borg- arstjórninni eins og orðið hefur í raun. í kosningabaráttunni var lögð áhersla á, að hér væri um þverpólitísk samtök að ræða. Al- þýðubandalagið sýnist enn vera í sárum og samstaða innan þess er mjög veik eins og kannski skýrast kom fram í frægri kosningu til hafnarstjórnar. Um Framsóknar- flokk og Alþýðuflokk þarf ekki að segja neitt þegar rætt er um störf borgarstjórnar frá því í kosning- unum. En á hitt vil ég benda, að samstarf vinstri flokkanna, sem örugglega hefði verið endurtekið ef sjálfstæðimenn hefðu ekki náð meirihluta, hefði leitt höfuðborg- ina í enn meiri ógöngur en áður. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 1983 fluttu vinstri flokkarnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.