Morgunblaðið - 22.01.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.01.1983, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 Fimm tónleikar á veg- um Myrkra músílkdaga MYRKIR músíkdagar verða nú haldnir í fjórða sinn dagana 24. til 30. janúar, en tilgangur með þeim er að kynna íslenzka tónlist, eldri sem yngri, og flytja þá músík, er Tón- skáldafélag íslands telur áhuga- verða. í fréttatilkynningu frá Tón- skáldafélaginu segir að ekki sé æti- unin að Myrkir músíkdagar verði umfangsmikil tónlistarhátíð. Vegna þeirra tónleika, sem nú eru fyrirhugaðir, hafa ýmsir aðil- ar lagt hönd á plóginn. í fréttatil- kynningunni frá Tónskáldafélag- inu er þessi upptalning: Háskóla- tónleikar, Sinfóníuhljómsveitin, Tónskóli Sigursveins D. Kristins- „Frásögn og Ljóð“, ljóöabók komin út BÓKAÚTGÁFAN Svart á hvítu hef- ur sent frá sér Ijóðabók eftir Gunnar Harðarson og ber hún heitið Frásög- ur — Ljóð. Þetta er önnur Ijóðabók höfundar, en árið 1980 gaf hann út 15 smára, Ijóð letruð á spjöld höfð saman í öskju. Höfundurinn, Gunnar Harðar- son, stundaði nám í heimspeki við Háskóla íslands en hélt síðan til framhaldsnáms í Svartaskóla þar sem hann vinnur nú að doktorsrit- gerð. Frásögur — Ljóð er prentuð í 300 tölusettum eintökum, og er henni einungis dreift í hinar stærri bókaverslanir. Kápu gerði Eggert Pétursson myndlistarmað- sonar, Trómet, blásarasveit fram- haldsskólanna, Ríkisútvarpið, Hamrahlíðarkórinn og margir fleiri. Mánudaginn 24. janúar verða tónleikar í Laugarneskirkju og hefjast þeir klukkan 20.30. Þar verður flutt kirkjutóiilist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Þriðjudaginn 25. janúar klukk- an 20.30 verða tónleikar í Nes- kirkju þar sem flutt verður tónlist eftir Jón Ásgeirsson, Snorra Sig- fús Birgisson, Sigursvein D. Krist- insson og Hróðmar Sigurbjörns- son, auk verka eftir Stravinsky og Béla Bartók. Fimmtudaginn 27. janúar verða sinfóníutónleikar í Langholts- kirkju, sem hefjast klukkan 20.30. Þar verða flutt tónverk eftir Áskel Másson, Jón Nordal, Hallgrím Helgason, Mgnús Blöndal Jó- hannsson og Leif Þórarinsson. Föstudaginn 28. janúar verða háskólatónleikar í Norræna hús- inu og hefjast þeir klukkan 20.30. Þar verða flutt verk eftir John Speight. Síðustu tónleikarnir, sem haldnir verða sunnudaginn 30. janúar í Menntaskólanum í Hamrahlíð hefjast klukkan 20.30. Þar flytur Hamrahlíðarkórinn verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Hauk Tómasson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Robert A. Ottósson og Þorkel Sigurbjörnsson, auk þess sem flutt verða verk eftir Strav- insky og Béla Bartók. u Austurbæjarbíó sýn- ir „Strand á eyðieyju Þorinn hafinn ÞORRINN hófst í gær. Nú er liðlega aldarfjórðungur síðan Veitingahúsið Naustið tók upp þann sið, að bjóða Þorramat og bauð upp á þorratrogin vinsælu, en það var árið 1956. KÖE, Ijósmyndari Mbl. tók þessa mynd af þeim Naustsmönnum, f.v. Þorvarður Óskarsson, matreiðslumaður, Sím- on Sigurjónsson, þjónn, Ómar Hallsson, eigandi Naustsins, Jóhannes Gunnarsson, þjónn og Jóhann Bragason, matreiðslumaður. Reglur um einingahús samþykktar BYGGINGARNEFND Reykjavík- ur hefur samþykkt fyrir sitt leyti nýjar reglur um einingahús sem flutt eru til landsins eða framleidd eru hér. Áður en byggingarleyfi fæst útgefíð fyrir nýrri gerð inn- lluttra eða innlendra, skulu hlut- aðeigandi aðilar uppfylla viss skil- yrði gagnvart sveitarfélaginu. Þessi skilyrði eru: „1.) Með fyrstu byggingarleyfis- umsókn skal, auk aðalupp- drátta, fylgja stutt lýsing á hús- inu, útreikningar og uppdrættir af burðarvirki og uppdrættir eða greinargerð af lögnum, sem fullnægjandi eru að dómi bygg- ingarfulltrúa. 2.) Allar teikningar séu gerðar af viðurkenndum innlendum að- ila og útreikningar einnig yfir- farnir af slíkum. Auk þess eru hlutaðeigandi aðilar minntir á eftirfarandi at- riði: 1. Framleiðslan (húsin) skulu uppfylla ákvæði gildandi bygg- ingarreglugerðar nr. 298/1979. 2. Sérstaklega skal tekið fram að uppáskriftir iðnmeistara skulu fara fram á hefðbundinn hátt. 3. Grein 1.1. leysir hönnuði og/eða húsbyggjendur á engan hátt undan þeirri skyldu að leggja inn sérteikningar af hverju einstöku húsi, svo sem almennt gildir." AUSTURBÆJARBÍÓ hóf í gær sýn- ingar á kvikmyndinni „Strand á eyðieyju“, „Shipwreck“, sem að sögn kvikmyndahússins er skemmti- leg og spennandi bandarísk litmynd í Walt Disney-stíl. Kvikmynd fyrir alla fjölskylduna, eins og segir í kynningunni. Myndin er framleidd af Joseph C. Raffill samkvæmt handriti og undir leikstjórn Stewarts Raffills. Myndatökustjóri var Thomas McHugh, en tónlist í myndinni er eftir Fred Steiner og fleiri. Aðal- hlutverk leika Robert Logan, Mikki Jamison-Olsen, Heather Rattray og fleiri. Viðlagatrygging bætir ekki tjón af yöldum foks Úr kvikmyndinni eyju“. Félagsmálaráðherra svaraði á þriðjudag fyrirspurn frá Hannesi Baldvinssyni um bótarétt vegna eignatjóns og fjárútláta af völdum náttúruhamfara og veðurofsa. Þar segir meðal annars: 1. Samkvæmt lögum og reglu- gerð um viðlagatryggingu íslands bætir sú trygging tjón á bruna- tryggðum fasteignum og lausafé, m.a. af völdum vatnsflóða og sjáv- -rgangs. Viðlagatrygging íslands bætir hins vegar ekki tjón af völdum I athugun að stofna pappadiskaverksmiðju Stofnkostnaður áætlaður átta milljónir króna Akrancsi, 21. janúar. UM ÁRABIL hefur atvinnumála- nefnd Akraness í samvinnu við iðnráðgjafa Vesturlands unnið að því að finna verkefni fyrir vernd- aðan vinnustað á Akranesi. Margt hefur verið kannað í þessu sam- bandi, og reynt hefur verið að hafa að leiðarljósi við leit að verkefn- um, að rekstur stæði undir sér, markaður væri fyrir framleiðsluna og umhverfi starfsmanna væri sem líkast því sem er á öðrum vinnu- stöðum. Athuganir hafa beinst að hag- kvæmni vélar, sem framleiðir ýmsar gerðir bakka úr pappír. Gerðar hafa verið rekstrar- og kostnaðaráætlanir fyrir fram- leiðsluna og hafa þær reynst hagstæðar. Hinn 27. október sl. lagði atvinnumálanefndin áfangaskýrslu um framleiðslu á pappabökkum fyrir bæjarstjórn, og fékk hún jákvæða umfjöllun og var atvinnumálanefnd og iðnráðgjafa falið að vinna áfram að málinu. Eins og fram kemur er veru- legur áhugi á framleiðslu á bökkum úr úrgangspappír. Allir slíkir bakkar eru nú innfluttir. Kostir slíkrar framleiðslu éru því augljósir, ef gæði og verð eru samkeppnisfær. Hráefnið sem til þarf er að mestu leyti af- gangspappír, dagblöð og kraft- pappír. Talið er að magn það af pappír, sem til fellur hjá prentsmiðjum í landinu og nú er hent, sé á 3. hundrað tonn á ári. Er reiknað með að vélasamstæða sú sem hér um ræðir nýti 120 til 180 tonn árlega, eftir því hvort hún verði starfrækt 8 eða 10 vinnustundir á dag. Stofnkostn- aður er áætlaður um átta millj- ónir króna. Itarleg markaðs- könnun hefur ekki verið gerð, eu lausleg athugun gefur ótvírætt til kynna að markaðshorfur séu mjög góðar. Ymsar hugmyndir hafa verið ræddar um rekstrar- form en talið er að við fram- leiðsluna þurfi fimm starfsmenn auk framkvæmdastjóra miðað við 8 klst. vinnudag, en þrjá að auki miðað við 10 klst. í könnun sem gerð hefur verið kemur fram greinileg þörf fyrir slíkan vinnustað á Akranesi. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar bæj- arstjóra á Akranesi hafa um- sóknir um lán verið sendar til Framkvæmdasjóðs öryrkja og þroskaheftra svo og endurhæf- ingarráðs, en lögum samkvæmt er þessum aðilum auk bæjar- sjóðs ætlað að standa undir kostnaði við rekstur fyrir- tækisins. Ingimundur sagði verulega þörf fyrir slíkan vinnu- stað á Akranesi og byndu menn miklar vonir við að fjármagn fá- ist, og tímabært orðið að aukin áhersla verði lögð á að koma upp vernduðum vinnustöðum í ein- stökum landshlutum, svo þroskaheftir og öryrkjar fái störf við hæfi í sinni heima- byggð. Þess vegna leggjum við allt okkar traust á það að sjóð- irnir hafi skilning á þörfum og veiti okkur sitt liðsinni," sagði bæjarstjóri að lokum. — J.G. óveðurs (vinda) eða foks. Nefnd sú sem vann að undir- búningi lagasetningar um viðlaga- tryggingu Islands, lagðist gegn því á þeirri forsendu að hægt væri að afla sér sérstakrar foktryggingar hjá tryggingarfélögunum auk heimilis- og húseigendatrygg- ingar. Þá væri í slíkum tilfellum sjaldan um að ræða meiriháttar tjón, sem Viðlagatrygging væri stofnuð til að mæta, heldur mörg smærri í sama óveðrinu. „Reynist það hinsvegar vilji Al- þingis," segir í nefndarálitinu, „að stofnunin bæti einnig tjón af völd- um ofviðra, leggur nefndin til að sjálfsáhætta hinna tryggðu verði helmingi hærri þegar um slík tjón er að ræða. Nefndin telur að eig- endur húseigna og lausafjár geti í flestum tilvikum komið í veg fyrir slík tjón með fyrirbyggjandi að- gerðum og eðlilegu viðhaldi eigna." Samkvæmt lögum um Bjarg- ráðasjóð er stjórn sjóðsins heimilt að veita fyrirgreiðslu úr hinni al- mennu deild sjóðsins vegna tjóns af náttúruhamförum, sem ekki falla undir Viðlagatryggingu eða tryggt er fyrir með öðrum hætti. Á undanförnum árum hefur stjórn sjóðsins notað þessar laga- heimildir þegar um meiri háttar tjón hefur verið að ræða vegna óveðurs sem gengið hefur yfir heila landshluta, s.s. í febrúar 1981. Þá gerði ríkið, að fengnu samþykki Álþingis, ráðstafanir til að útvega Bjargráðasjóði lánsfé sem ríkissjóður stendur undir að verulegu leyti. Hins vegar gerði stjórn Bjarg- ráðasjóðs samþykkt á fundi sínum 1. júní sl. um að „eftirleiðis yrði ekki veitt fyrirgreiðsla úr sjóðnum vegna tjóna á fasteignum og lausafé af völdum óveðurs, þar eð ráðstöfunarfé sjóðsins væri mjög takmarkað og almennt væri unnt að tryggja gegn slíkum tjónum hjá tryggingafélögum". Var samþykkt þessi auglýst rækilega í öllum dagblöðum í júní- mánuði sl. 2. Samkvæmt lögum nr. 55/1975, um Viðlagatryggingu Islands, bætti sú trygging tjón á bruna- tryggðum fasteignum og lausa- fé, m.a. af völdum skriðufalla. Skv. lögum nr. 88/1982 um breytingu á þeim lögum skal Viðlagatrygging Islands frá og með 1. jan. 1983, er lögin öðlast gildi, vátryggja gegn beinu tjóni af völdum eftirtalinna náttúruhamfara: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjó- flóða og vatnaflóða. Ennfremur er skylt að tryggja viðlagatryggingu frá sama tíma mannvirki hita- veitna, vatnsveitna, skolp- veitna, svo og hafnarmann- virki, brýr, raforkuvirki o.fl. 3. Bjargráðasjóður er ekki í stakk búinn til að veita fyrirgreiðslu af eigin fé sjóðsins ef um er að ræða mikil og almenn tjón, eins og t.d. þau er urðu í febrúar 1981. Þá varð sjóðurinn að afla sér fjár með lánum með fyrir- greiðslu og ábyrgð ríkissjóðs. Möguleikar Bjargráðasjóðs til að veita fyrirgreiðslu vegna tjóna, sem ekki er tryggt fyrir, velta þess vegna á því, um hve mikið tjón er að ræða hverju sinni eða á hverju ári. Stjórn Bjargráðasjóðs getur ekki sam- þykkt fyrirgreiðslu, t.d. í formi óverðtryggðra lána með ..byggðasjóðsvöxtum" eins og var 1981, nema sjóðurinn njóti til þess sérstaks stuðnings. 4 Lög um Viðlagatryggingu tóku gildi 1. janúar 1983. Nauðsyn þótti bera til þess að hafa all- rúman aðlögunar- og undirbún- ingstíma vegna framkvæmda þessara laga. 5. Samkvæmt skattalögum er heimilt að draga frá skatt- skyldum tekjum sannanlegt tjón sem skattþegn hefur beðið af völdum náttúruhamfara á tekjuárinu. Um slíkt þarf skatt- þegn að sækja til skattstjóra á sérstöku eyðublaði og láta fylgja með gögn um tjónið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.