Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 30

Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 Björn Dagbjartsson SJÁLFSTÆDISMENN í Norður- landskjördæmi eystra ganga til próf- kjörs nú um helgina vegna vals fram- boðslista fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Prófkjörið fer fram i dag, laug- ardag, og á morgun, sunnudag. I fram- boði eru eftirtaldir menn: Björn Dagbjartsson, Halldór Blöndal, Júlíus Halldór Blöndal Sólnes, Urus Jónsson, Svavar B. Magnússon, Sverrir Leósson og Vigfús B. Jónsson. Kosningarétt í prófkjörinu hafa allir flokksbundnir sjálfstæðismenn í kjördæminu 16 ára og eldri, og óflokksbundnir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem létu skrá Júlíus Sólnes sig til þátttöku fyrir fimmtudags- kvöldið var. Kjörstaðir eru á Akureyri í Kaup- vangi við Mýraveg, Hauganesi, Dalvík, Ólafsfirði, Eyjafirði, Greni- vík, Húsavik, Mývatnssveit, Öxar- firði, Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Lárus Jónsson Sverrir Leósson Svavar B. Magnússon Vigfús B. Jónsson Sjálfstæðisflokkurinn í Norðurlandi eystra: Sjö frambjóðendur í prófkjöri um helgina Alþýðuflokkurinn á Suðurlandi: Þrír menn keppa um annað sætið Verslunin Smyrill hf. sem verslar með varahluti i bifreiðir flutti um áramótin í ný húsakynni að Siðumúla 29, en verslunin var áður í Armúlanum. Helstu vörurnar sem Smyrill verslar með eru KONI-höggdeyfar, rafgeymar, bílaperur og Ijóskastarar. Á myndinni eru þeir Sveinbjörn Jónsson sölustjóri (til vinstri) og Reynir Jóhannsson framkvæmdastjóri í nýju búðinni, en hún var formlega opnuð á laugardag, þann 15. janúar. Alþýðuflokkurinn ályktar um atvinnumál: „Hver dagur, sem líður án stefnu- breytingar verður öðrum verri“ Alþýðuflokkurinn i Suðurlands- kjördæmi gengsl fyrir prófkjöri um helgina, og stendur það í dag og á morgun, sunnudag. Rétt til þátttöku í prófkjöri Al- Leikfélag Mosfellssveitar: Aukasýning VEGNA fjölda áskorana hefur Leik- félag Mosfellssveitar ákveðið að efna til aukasýningar á Galdrakarlinum í ()z á sunnudag. Sýningin hefst kl. 14 í Hlégarði og verður sú allra síðasta. Leikritið hefur verið sýnt 12 sinnum fyrir fullu húsi í Hlégarði og var ætlunin að lokasýning yrði um síðustu helgi. Vegna mikillar aðsóknar og áskorana var ákveðið að bæta einni sýningu við. Vel á annað þúsund manns hafa nú séð leikritið. þýðuflokksins hafa allir þeir sem náð hafa átján ára aldri og eru ekki flokksbundnir í öðrum stjórnmála- flokkum. Kjörstaðir verða opnir sem hér segir: í Vestmannaeyjum, Tryggvaskála Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Stað Eyrarbakka, Gimli Stokkseyri, verkalýðsfélags- húsinu Hellu og símstöðvarhúsinu Hvolsvelli, laugardag milli 10 og 16 og sunnudag milli 13 og 18. Á laug- ardag verður opið í hreppshúsinu á Laugarvatni milli 10 og 12, í félags- heimilinu Aratungu milli 13 og 15, í Asparlundi í Laugarási milli 16 og 18 og í Leikskálum Vík milli 13 og 16. Á sunnudag verður opið í Búr- felli milli 10 og 12, í félagsheimilinu að Flúðum milli 13 og 15, í Braut- arholti milli 16 og 18 og í Brúar- landi í Landsveit milli 13 og 15. Magnús H. Magnússon alþingis- maður er sjálfkjörinn í fyrsta sæt- ið, en þrír bjóða sig fram í annað sætið, þeir Guðlaugur Tryggvi Karlsson, Hreinn Erlendsson og Steingrímur Ingvarsson. „Atvinnuleysi er nú meira og at- vinna ótryggari en um margra ára skeið, sem afleiðing af stefnu ríkis- stjórnarinnar. Afkomu og öryggi fjölmargra heimila er ógnað og fjöldi atvinnufyrirtækja viðs vegar um landið hefur stöðvast eða horfir fram á rekstrarstöðvun. Hver dagur sem líður án stefnubreytingar verð- ur öðrum verri,“ segir í fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu hef- ur borizt frá Alþýðuflokknum og fjallar um ályktun flokksstjórnar um atvinnumál. „Flokksstjórn Alþýðuflokksins krefst þess að atvinnuleysinu verði bægt frá dyrum almennings. Alþýðuflokkurinn minnir á varn- aðarorð sín á undanförnum árum. Staðreyndirnaf blasa nú við. Eins og Alþýðuflokkurinn benti á hefur vandinn sífellt farið vaxandi, með- an tillögur Alþýðuflokksins hafa ekki náð fram að ganga. Haldbærasta úrræðið gegn auknu atvinnuleysi er gerbreytt efnahagsstefna. Þeim breytingum verður ekki komið á nema fyrir tilstuðlan nýrrar ríkisstjórnar. Því fyrr sem slíkt getur gerst þeim mun fljótar verður hægt að taka á vanda atvinnulífsins með varan- legum úrræðum. Enda þótt ríkisstjórnin beri höfuðábyrgðina á því, hvernig komið er, hafa stjórnmálaflokk- arnir allir þeim skyldum að gegna við þjóðina að leggja sig fram um að forða því, að alvarlegur at- vinnuleysisvandi skapist á þeim tíma sem framundan er, þar til hægt verður að leysa núverandi ríkisstjórn af hólmi með kosning- „ÞAD hefur ekki staðið til að ég færi í framboð annars staðar en í Reykjavík í þessum kosningum og ég hef þegar sagt þeim fyrir norðan að ég fari ekki í síðari umferð for- vals hjá þeim, en þakki það traust sem þeir sýna mér með þessu“, sagði Olafur Ragnar Grimsson for- maður þingflokks Alþýðubandalags- ins, er Mbl. spurði hann hvort hann hygðist fara í siðari hluta forvals í Norðurlandi eystra fyrir komandi Alþingiskosningar, en eins og Mbl. skýrði frá í gær hlaut Ólafur 6. sæti í um og nýrri stjórnarmyndun. Al- þýðuflokkurinn leggur til að þetta verði gert með því, að stjórnmála- flokkarnir komi sér saman um stofnun atvinnumálanefndar með aðild allra flokka, sem fái það hlutverk að gera tillögur um að- gerðir til að forða atvinnuleysi á meðan nýjar Alþingiskosningar eru undirbúnar og framkvæmd- ar.“ fyrri hluta forvals þar um siðustu helgi. Ólafur sagði að sér hefði komið þetta mjög á óvart og að hann hefði ekki vitað af þessu. Hann sagði þetta út af fyrir sig ánægju- legt en það hefði aldrei staðið til að hann færi þarna fram. Að- spurður sagði hann í lokin, að hann ætlaði sér í framboð í Reykjavík, en tók fram að hann gæti ekki einn tekið ákvörðun um það. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Rang- æingafélagsins Eftir tvær umferðir í sveita- keppninni er staða efstu sveita þessi: Pétur Einarsson 40 Gunnar Helgason 36 Hjörtur Elíasson 25 Sigurleifur Guðjónsson 22 Næsta umferð verður spiluð á miðvikudaginn í Domus Medica. Bridgedeild Skagfirðinga Síðastliðinn þriðjudag hófst aðalsveitakeppni deildarinnar með þátttöku 10 sveita. Spilaðir eru 16 spila leikir. Að tveimur umferðum loknum eru þessar sveitir efstar: Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 30 Sveit Stefáns Jónssonar 25 Sveit Hildar Helgadóttur 24 Sveit Sigmars Jónssonar 18 + frestaður leikur Þátttakendur eru beðnir að at- huga að byrjað er að spila kl. 7.30 stundvíslega. Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Mánudaginn 10. janúar hófst aðalsveitakeppni félagsins með þátttöku 13 sveita, (16 spil). Staða 8 efstu sveita eftir 4 um- ferðir: Viðar Guðmundsson 61 Einar Flygenring 57 Sigurður Kristjánsson 53 Arnór Ólafsson 51 Ragnar Þorsteinsson 48 Ingvaldur Gústafsson 43 Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 18. janúar hófst aðalsveitakeppni félagsins með þátttöku 9 sveita og er staða efstu sveita þessi: Baldur Bjartmarsson 35 Helgi Skúlason 30 Gísli Tryggvason 30 Gunnlaugur Bjóla 20 Gunnlaugur Guðjónsson 20 Leifur Karlsson 20 Keppnin heldur áfram á þriðjudaginn. Ef einhver pðr hefðu áhuga á að mynda 10. sveitina hafið þá samband við Baldur í síma 78055. Spilað er í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54, kl. 19.30. * Qlafur Ragnar Grímsson: Ætla í framboð í Rvík Verslunin Smyrill færir sig um set

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.