Morgunblaðið - 22.01.1983, Síða 32

Morgunblaðið - 22.01.1983, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 Þrír sjálfetæðis- menn segja frá Bókmenntir Hannes H. Gissurarson Fyrir jólin voru gefnar út þrjár bækur eftir fyrrverandi eöa núver- andi áhrifamenn í Sjáir.stæðisriokkn- um, enda er svo að sjá sem forvitni fólks sé óseðjandi um sögu Sjálf- stæðisflokksins, stefnu hans og ein- staklinga í honum. I’essar þrjár bækur eru fremur ólíkar, enda eru mennirnir þrír ólíkir. Fyrra bindi Ingólfs á Hellu, sem Páll Líndal skráði, er vönduð ævisaga Ingólfs Jónssonar, skrifuð á hefðbundinn hátt. Albert, sem (íunnar Gunnars- son blaðamaður samdi um Albert Guðmundsson, er viðtalsbók um ævi hans. Og Frelsi að leiðarljósi er ræðu- og greinasafn eftir dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, en Olafur Kagnarsson bókaútgefandi valdi efnið. Er frelsið haft að leiöarljósi? Fyrst skal frægan telja Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, þennan umdeilda stjórnmála- mann. Hvernig er ræðu- og greinasafn hans? Ég verð að játa, að það olli mér vonbrigðum, þótt það sé fremur sök Ólafs Ragnars- sonar, sem valdi efnið, en Gunnars Thoroddsens, sem samdi það. Margar bestu ritgerðir Gunnars eru ekki í þessari bók, svo sem „Málfrelsi og meiðyrði", „Sjálf- stæðisflokkurinn, stefna hans og störf" og „Jón Þorláksson — ald- arminni", svo að ekki sé minnst á ritgerðir hans um stjórnarskrá og réttarsögu. Ólafur hefur brugðið upp mynd af sléttmálum tækifær- isræðumanni, en ekki miklum stjórnmálamanni. Við getum bor- ið þetta safn saman við Land og lýðveldi, þriggja binda ritgerða- safn dr. Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. I því var smælk- inu sleppt, en merkilegar ritgerð- ir, sem hafa heimildargildi, voru birtar. Ólafur Ragnarsson virðist því miður hafa haft öfugan hátt á. Gunnar hefur gott vald á tung- unni, honum verður aldrei líkinga vant. Hann er prúður í máli og í því mjög ólíkur sameignarsinnum eins og Magnúsi Kjartanssyni og Sverri Kristjánssyni. Þeir eru beiskir utangarðsmenn, meinfýsn- ir og hæðnir, einkum Magnús, en framabraut Gunnars hefur í raun- inni verið bein og greið. Hann hef- ur gegnt flestum virðulegustu störfum lýðveldisins. En ég verð að játa, að Gunnar hefði getað sagt meira, þótt það kynni að hafa kostað, að hann hefði sagt það verr. Flestar ræðurnar og grein- arnar eru efnisrýrar, þær eru æf- ingar í stílbrögðum, í þeim eru sagðar skemmtilegar sögur og notuð sjaldgæf orð og tilkomumik- il, og þau kann Gunnar mörg. En þær hafa'lítið sem ekkert heim- ildargildi. Ein ræðan í bókinni vakti þó at- hygli mína. Hana flutti Gunnar á Varðarfundi haustið 1970 og nefndi „Frelsi með skipulagi". I henni sagði Gunnar, að endur- skoða þyrfti „hugmyndafræði og undirstöðukenningar" Sjálfstæð- isflokksins. Frelsið ætti eftir sem áður að vera leiðarljósið. „En við þurfum að hafa frelsi með skipu- lagi. Við þurfum að gæta þess, að frelsið leiði ekki út í öfgar og sé ekki misnotað." Gunnar nefndi tvennt, sem fælist í slíku „skipu- lagi“. Annað var áætlanagerð, hitt var samráð ríkisins og stærstu að- ila markaðarins. Augljóst er, hvers vegna Gunn- ar aðhyllist „skipulag". Það er vegna þess, að hann veit, hversu nauðsynlegt jafnvægi er á atvinnu- lífinu — jafnvægi á milli fram- boðs og eftirspurnar, fjárfestingar og sparnaðar, innflutnings og út- flutnings. Hann hafnar þeim kosti, sem sameignarsinnar taka, en hann er, að ríkið komi jafnvæg- inu á með allsherjarskipulagningu atvinnulífsins. Hann treystir á lýðræði, viðræður manna, „bestu manna yfirsýn", eins og sagt var að fornu. En hann kemur ekki auga á þriðja kostinn. Hann er sá, að markaðurinn komi jafnvæginu á af sjálfu sér, ef hann fær að njóta sín, með öðrum orðum að hin sjálfvirku öfl framboðs og eft- irspurnar séu leyst úr læðingi. Flestir eða allir hagfræðingar skilja markaðslögmálin, en fáir eða engir stjórnmálamenn: Menn geta komið jafnvæginu betur á með verðlagningu en með skipu- lagningu, hvort sem hún er lýðræð- isleg, eins og Gunnar kýs, eða ekki. llppreisnarmaður gegn flokkseigendafélagi ? Það hæfir að snúa sér frá Gunn- ari og til bandamanns hans, Al- berts Guðmundssonar. Albert er eins og Gunnar geðslegur maður í viðkynningu, ég hef ekki nema gott eitt að segja um þá í þeirri veru. En Albert fer ekki eins vel með metnað sinn og Gunnar. Hann segir: „Ég er sterkur per- sónuleiki. Ég hef enn ekki hitt þá persónu, sem er svo sterk, að ég verði að víkja. Sú persóna er víst ekki í Sjálfstæðisflokknum. Ég er sterkur einstaklingur vegna míns sterka vilja, mins starfsþreks, vegna þess hve fljótur ég er að átta mig og taka ákvarðanir og fljótur til að fylgja þeim ákvörð- unum eftir." Aðrir hefðu átt að segja þetta um Albert en hann sjálfur. Þetta verður hálfbarna- legt í munni hans. I þessari bók lýsir Albert sér sem uppreisnarmanni gegn kerf- inu, flokkseigendafélaginu, og sem sjálfstæðum og stefnuföstum ein- staklingi. Ég held, að þessi lýsing sé villandi. Maður er ekki sjálf- stæður og getur ekki haldið stefnu nema hann hafi einhverja stefnu. Og Albert hefur ekki neina stefnu, svo að heitið geti, hann tekur ákvarðanir sitt á hvað, er óút- reiknanlegur, eins og hann segir sjálfur. Mér hefur virst, að Ragnhildur Helgadóttir sé sjálf- stæðasti þingmaðurinn í þing- flokki sjálfstæðismanna. Hún hef- ur oftar en einu sinni harðneitað að fylgja málum, ef þau hafa verið þvert á sannfæringu hennar. En hún hefur ekki auglýst það af sama ákafa og Albert. Albert beitir gömlu og fremur ómerkilegu bragði, þegar hann ber sig saman við Geir Hallgrímsson. Hann hafi hafist upp af sjálfum sér, en Geir sé sonur efnaðs manns. Hann gætir þess ekki, að með þessu er hann að hnýta í eigin börn, því að þau eru börn efnaðs manns — Alberts Guðmundsson- ar. A það að hljóma í eyrum þeirra alla ævi? Eiga aðrir að nota það gegn þeim? Sannleikurinn er sá, að manngildi er óháð auði. Sonur fátæks manns getur verið illmenni og sonur efnaðs manns góðmenni og öfugt. Geir Hallgrímsson er hvorki betri né verri fyrir það, að Albert Guðmundsson faðir hans efnaðist. Og alit tal Al- berts um flokkseigendafélag, sem orðið hafi til á dögum Bjarna Benediktssonar, er fjarri lagi. Margt væri með öðrum hætti, ef slíkt félag væri til annars staðar en í hugum þeirra Gunnars og Al- berts. Gallinn á Geir Hallgríms- syni er sá, að hann kann ekki að skipuleggja harðsnúinn hóp til sóknar og varnar, treystir á rök- ræður og drengskap samverka- manna sinna. Ég hlýt að gera eina athuga- semd enn við bókina. Albert segir: „Ég fór út í stjórnmálin með þeim ásetningi að verða fyrirgreiðslu- maður. Ég mun verða þessi fyrir- greiðslumaður svo lengi sem ég hrærist í pólitík." Ég neita því ekki, að stundum geta fyrir- greiðslumenn varið smælingjann, sem ella er brotinn réttur á, og Albert hefur líklega stundum gegnt því hlutverki, enda efast ég ekki um hjartagæsku hans. En getur ekki verið, að fyrirgreiðslu- menn brjóti líka rétt á sumum, þegar þeir greiða fyrir öðrum? Og Albert segist hafa orðið stjórn- málamaður til að hjálpa lítil- magnanum. En spurningin er, hvernig lítilmagnanum er hjálpað. Ég hef ekki á móti því, að Albert hjálpi honum á eigin kostnað, en ég er á móti því, að hann hjálpi honum á annarra kostnað. Stjórn- málamenn á okkar dögum gæta þess stundum ekki, að þeir eru að fara með almannafé. Milton Friedman segir í þessu sarnbandi, að ellefta boðorðið eigi að vera: „Þú skalt gera góðverk þín á eigin kostnað, en ekki annarra." Um eitt er ég sammála Albert. Það er, að einokunin í útflutn- ingsverslun okkar Islendinga sé hæpin og kunni að hafa valdið stöðnun. Þetta segir Eyjólfur Konráð Jónsson einnig í hinni at- hyglisverðu bók sinni, Út úr víta- hringnum. Mjög væri það æskilegt, ef Albert beitti dugnaði sínum og reynslu úr atvinnulífinu til þess Gunnar Thoroddsen að auka atvinnufrelsi á íslandi. Hann ynni gott verk, og hans yrði lengi minnst, ef svo yrði. Ingólfs saga hellujarls Fyrra bindi ævisögu Ingólfs Jónssonar er miklu fróðlegra en þessar tvær bækur. Eftir lestur þess kemur Ingólfur mér fyrir sjónir sem harðskeyttur maður og harðduglegur, framagjarn og kappsamur, og er það ekki löstur á neinum manni, ef hann kann með að fara. Enginn vafi er á því, að Sjálfstæðisflokkurinn á Ingólfi Jónssyni öðrum einstaklingum fremur að þakka víðtækt fylgi sitt á Suðurlandi. Það er mikill kostur á bókinni, að Ingólfur lætur öðr- um mönnum, sem gefið hafa út ævisögur sínar, ekki ósvarað, ræð- ir um sömu efni og Steingrímur Steinþórsáon og fleiri stjórnmála- menn. Einnig fléttar hann og Páll Líndal ýmsum sögulegum fróðleik saman við frásögnina. Það er einkum þrennt, sem ástæða er til að minnast á vegna þessa fyrra bindis ævisögu Ing- ólfs. Eitt er það sem söguhetjan leggur mikla áherslu á, en það er, að kaupfélög eru ekkert einkamál Framsóknarflokksins. Enginn frjálshyggjumaður er á móti kaupfélögum, mönnum á að vera eins frjálst að reka kaupfélög og einkafyrirtæki. Það, sem máli skiptir, er, að enginn njóti sér- réttinda, að allir séu jafnir fyrir lögunum. Verið getur, að kaupfé- lög séu sums staðar heppilegri en einkafyrirtæki, en eini raunhæfi leiðarvísirinn um það er árangur þeirra í samkeppni á markaðnum. En frjálshyggjumenn telja einnig dreifingu hagvaldsins nauðsyn- lega. Hún er meiri á Suðurlandi en víða annars staðar, því að aðrir aðilar sinna afurðasölunni en versluninni, Sláturfélag Suður- lands er annað fyrirtæki en Kaup- félag Árnesinga, enginn kaupfé- lagsstjóri drottnar alráður yfir ST J ÓRN ARSKRÁRMÁLIÐ eftirPál V. Daníelsson Hver maöur eitt atkvæði, pólitískt Ég hefi bent á einfalda leið, sbr. grein mína í Morgunblaðinu 18. sept. sl., til þess að hver atkvæð- isbær maður hafi eitt atkvæði, hvorki meira né minna, þegar skipt er þingsætum á milli þeirra flokka, sem bjóða fram til Alþing- is. Þetta er hægt með því að telja saman öll atkvæði á landinu í heild og skipta þingsætum eftir pólitískum styrk. Þá er hinu póli- tíska jafnrétti náð og ekki þarf að fjölga þingsætum. Húsetujafnrétti Sé landinu skipt í kjördæmi verður ekki hægt að ná búsetu- jafnrétti. Kjördæmin 8 gætu verið óbreytt. Þau héldu sinum kjör- dæmakjörnu þingmönnum og við skulum gera ráð fyrir því, enda þótt til greina geti komið að setja lágmarkstölu kjósenda eða íbúa að baki hverju þingsæti. Hins vegar tel ég það mikinn misskilning að telja núverandi uppbótarþing- menn, þingmenn þeirra kjör-: dæma, sem þeir voru í framboði í. Sannleikurinn er sá að þeir sitja á þingi vegna atkvæða frá öðrum kjördæmum, nema þá í fjölmenn- ustu kjördæmunum. Atkvæði þeirra í hverju kjördæmi eru að- eins úthlutunarmælikvarði, þess vegna getum við ekki sagt að upp- bótarþingsætin tilheyri neinum ákveðnum kjördæmum. Uppbótarsætin til fjölmennu kjördæmanna Með því að gera landið að einu kjördæmi hvað pólitískt jafnrétti snertir þarf ekki lengur uppbótar- þingsæti til þess að jafna á milli flokka. Þau 11 þingsæti, sm áður hafa verið til þess notuð geta þá farið til þess að jafna á milli kjör- dæma eftir fólksfjölda. Á þetta benti ég í grein minni í Morgun- blaðinu 18. sept. sl. Uppbótarsætin I»arf þjóöin aö bjóða fram gegn alþingis- mönnum til þess aÖ koma í veg fyrir fjölgun þingmanna og ná fram persónukjöri? 11 mundu þá eins og íbúatölu kjör- dæma er nú háttað falla öll til Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæmis. Ég tel að ekki ætti að festa þessi þingsæti varanlega heldur ættu þau að vera hreyfanleg. Virkur atkvæðisréttur Það er hægt að gera landið að einu kjördæmi í öllum málum og þannig hafi hver kjósandi eitt og jafngilt atkvæði. En stjórnkerfið getur þó verið þannig uppbyggt að ekki sé hægtað hafa nema mjög takmörkuð áhrif með atkvæði sínu. Hin síauknu ríkisafskipti og miðstýring á undanförnum ára- tugum hafa verið að minnka gildi og áhrif atkvæðisréttarins á gang mála að ekki sé talað um það, að geta ekki á kjördegi haft áhrif á hvaða menn eru kosnir. Á þessu þarf að verða breyting. Atkvæð- isrétturinn þarf að vera virkur, og það getur hann ekki orðið, nema að flytja vald, ábyrgð og fjármagn í stórum stíl frá ríkinu til fólksins og byggðarlaganna aftur. En marga stóra málaflokka hefur AI- þingi í krafti lagasetninga og skattheimtuvalds dregið til ríkis- ins. Torsótt verður sjálfsagt að fá þá til baka en til þess að hafa hemil á að valdinu verði safnað svona saman væri hægt að hugsa sér að hinda það í stjórnarskrá, að skattheimta til ríkisþarfa mætti ekki fara fram úr t.d. 10—12% þjóðartekna. Það mundi verða fólkinu mikil vernd og það gæti orðið sjálfstætt og sinnar eigin gæfu smiðir. Persónukjör Persónukjör verður að taka upp. Það er ein höfuðkrafa alls al- Páll V. Daníelsson. mennings í landinu. Þetta er hægt að gera í núverandi kerfi með því að hafa óraðaða, lista og fólk, sem vill, geti haft áhrif á hverjir verða kosnir, með röðun listans á kjör- degi. Þeir, sem ekki vilja taka þátt í röðun geta kosið viðkomandi lista. Um þetta hafa verið litlar umræður og vekur það þann ótta, að alþingismenn ætli að koma sér hjá því að tryggja fólki þessi sjálfsögðu lýðræðisréttindi, og fer

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.