Morgunblaðið - 22.01.1983, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983
U mferðaröryggisárið
eftir Þím)
Halldórsson
Ár „umferðarinnar" er runnið
upp. Það heilsaði okkur í fyrstu
vikunni með nokkrum aðilum á
sjónvarpsskjánum, sem gældu
mjög við það hugtak að vera
nefndir yfirvöld umferðarmála.
Við, sem höfum talsvert ritað
um umferðarmál í dagblöð að und-
anförnu, urðum hins vegar ekki
fyrir yfirþyrmandi hrifningu af
því sem þar var sýnt og þeim mun
síður af því andlega fóðri er þar
var framreitt.
Það örlaði hvergi á neinum nýj-
ungum sem gætu orðð til gagns í
baráttunni við þann vágest, sem
skapaður hefur verið hér á landi í
umferðinni, sem skipulagslaust og
stjórnlaust æðir áfram og skilur
eftir sig fleiri lík og lemstraða til
lífstíðar en mannfall stríðsþjóða á
styrjaldartímum, miðað við höfða-
tölu, eins og okkur er svo tamt að
nota til samanburðar.
Hvers vegna er þetta svona hér?
Hvar er orsakanna að leita? Því er
fljótsvarað. Það er framkvæmda-
valdið, í þessu tilfelli dómsmála-
ráðuneytið og lögreglustjóraemb-
ættið í Reykjavík, sem hafa með
öllu brugðist vonum manna.
Eg er ekki einn um þessa skoðun
og leyfi mér að kalla þar til nokk-
ur vitni. Herbert Guðmundsson
blaðamaður segir í DV 20. nóv. ’82:
„Að mínu mati er það óumdeilan-
legt að með lögum og reglugerðum
og framkvæmd þeirra er ríkis-
valdið í höfuðábyrgð fyrir afdrif-
um í umferðinni. Ráðherrar og
þingmenn hafa ekki almennt talað
„sett sig inn í málið“ og fleyta
þjóðinni sofandi að feigðarósi."
Eftir að hafa rætt um fjár-
framlög ríkisins til Umferðarráðs
segir Herbert: „Þessi hækkun
skýrist af 500 þúsund króna fjár-
veitingu vegna norræns umferðar-
öryggisárs á árinu 1983. Svo segir
í fjárlagafrumvarpinu. í barátt-
unni gegn þeim mannfórnum, ör-
kumlum, sárum og því eignatjóni
sem meta má í peningum, eru
þessar tölur, þessi framlög og sér-
framlög óskiljanleg fyrirbæri.
Nema í samhengi við algert sam-
bandsleysi við sögu og ástand ís-
lenskra umferðarmála. — Það
margþyngir síðan vissulega
ábyrgð ríkisins að hér er ekki að-
eins spilað með mikla peninga
heldur einnig líf og limi fjölda
fólks. Á meðan ekki er tekið á
þessum málum af fullri alvöru
jafngildir það opinberri yfirlýs-
ingu um að umferðarmálin séu
stjórnlaus og vegfarendur séu
réttdræpir í stórum stíl. — En allt
kemur fyrir ekki á meðan forustan
grefur hausinn í sandinn."
Yfirvaldið í Umferðarráði, Óli
H. Þórðarson, segir í Tímanum
þann 30. nóv. sl.: „Við erum að
berjast við það hérna að koma á
umferðarmenningu, sem því mið-
ur er alltof sjaldgæf hér á landi.
— Fólk hefur ekki verið alið upp,
bæði af ökukennurum og öðrum,
til þess að vera hæfir þátttakend-
ur í umferðinni."
Ingjaldur Tómasson skrifar í
Velvakanda Morgunblaðsins 8.
jan. ’83 um slælega framgöngu
hins opinbera í umferðarmálum,
að heyrst hafi að menn sem sviftir
voru ökuleyfi vegna áfengisneyzlu,
æskju eftir sem áður, án nokkurra
athugasemda yfirvalda.
Ég skrifaði grein í Morgunblað-
ið þann 2. júní sl. Þar benti ég á
margt sem mætti laga í umferð-
inni með litlum tilkostnaði. I endi
umræddrar greinar skoraði ég á
aðila, sem með umferðarmál hefðu
að gera, að efna til almenns borg-
arafundar um þessi mál þar sem
mættir yrðu dómsmálaráðherra
og aðrir yfirmenn þessa mála-
flokks.
Það er með þessi mál eins og
önnur opinber á Islandi, að engum
gagnlegum ábendingum og tillög-
um frá almenningi er hægt að
koma í verk vegna hins landlæga
embættishroka flestra yfirmanna
opinberra stofnana. Þessir menn
vita að æfiráðningin tryggir þeim
sætið til dauðadags, þótt þeir séu í
reynd með öllu óhæfir. Ég varð
furðu lostinn að sjá Óskar Ölason,
yfirmann umferðardeildar lög-
reglunnar í Reykjavík, tvítaka það
í sjónvarpsþættinum, að það væri
eldra fólkið sem aðallega bryti
umferðarreglur gangandi vegfar-
enda í umferðinni. Hann hefur
trúlega haft í huga að skjóta
mætti á þennan aldursflokk frek-
ar öðrum, þar sem ár aldraðra var
um garð gengið.
Það sem háir lögreglunni mest í
starfi er hræðslan við almenn-
ingsálitið, að gera sig ekki óvin-
sæla meðal borgaranna með að-
finnslum og sektum. Frá þessu er
Gylfi Guðjónsson ökukennari ekk-
ert feiminn að segja í útvarps-
þætti 8. jan. 1983.
Það er á þessum forsendum sem
lögreglan í umferðareftirliti ekur
um götur og útvegi á svo skraut-
lega merktum bílum, bæði með lit-
um og ljóskösturum, að ekki skuli
framhjá neinum fara hverjir þar
eru á ferð. Enda verða þá ökuböðl-
arnir að hinum allra rólegustu í
umferðinni á meðan „helv. löggan“
fer hjá. Lögreglan afsakar sig
mikið með því að hún sé of fámenn
og tækjasnauð. Þegar að henni
sverfur og gagnrýni birtist í blöð-
um vegna óstjórnlegra umferðar-
óhappa, jafnvel hvað mest þá best
er veður og ökuskilyrði, er eins og
lögreglan rumski af svefni og
grípur þá til fálmkenndra að-
gerða, sem ekki eru í neinu sam-
ræmi við vegaeftirlit eða eðlilegar
lögrgegluaðgerðir. Um það vil ég
nefna áberandi dæmi:
Morgunblaðið, sunnudaginn 3.
okt. sl.: 650 ökumenn kærðir á hálf-
um mánuði. „Síðastliðinn hálfan
mánuð hafa liðlega 650 ökumenn
verið kærðir fyrir of hraðan akst-
ur í Reykjavík. Lögreglan fékk
nýlega nýja radara til viðbótar
þeim sem fyrir voru til mælinga
Þórður E. Halldórsson
„Ökumenn hér á landi
eru að stórum hluta
ófærir til aksturs vegna
kunnáttuleysis og hirðu-
leysis um settar reglur.
Um það má nefna mý-
mörg dæmi. En allt ber
þetta að sama brunni,
aðhaldið í þessum mál-
um er sáralítið og í
mörgum tilfellum verra
en ekki neitt.“
og hefur ökuhraði verið mældur
daglega á helstu umferðaræðum
borgarinnar." — „Lögreglan í
Reykjavík hefur mælt hraða bif-
reiða um nokkurt skeið og það er
staðreynd að ökuhraðinn er of
mikill og slysin verða alvarlegri í
samræmi við það. Sem betur fer
hefur ökuhraði minnkað að und-
anförnu," segir Ásmundur Matthí-
asson, varðstjóri í umferðardeild
lögreglunnar í Reykjavík, í sam-
tali við Morgunblaðið." Hvað segir
þessj frétt okkur? í fyrsta lagi er
verið að læra á og reyna hæfni
nýrra radara. í þriðja lagi segir
varðstjóri í umferðardeild lögregl-
unnar það staðreynd (leturbr. mín)
að ökuhraðinn sé of mikill og slys-
in alvarlegri í samræmi við það.
Nú er á öllum tvöföldum aðal-
götum og í nágrenni Reykjavíkur
leyfður 50—60 km hámarkshraði
samkvæmt umferðarmerkjum. Ég
kem því að þeirri spurningu á
hvaða hraða voru þessir 650 öku-
menn teknir?
Það er á allra vitorði, sem um
þessar götur aka, að þær eru að
jafnaði eknar með 70—80 km
hraða og böðlarnir láta sig ekki
muna um að fara vel yfir 100 km
hraðann. I grein minni í Mbl. frá
2. júní lagði ég til að þessi öku-
hraði yrði viðurkenndur á áður-
nefndum götum, en aftur á móti
tekið þeim mun harðar á þeim sem
þau hraðamörk brytu.
Það skiptir öllu máli á hvaða
hraða lögreglan tók þessa 650 ök-
umenn. Var hún að góma ökufanta
með 90—100 km hraða eða sektaði
hún þá sem óku fyrir neðan 70 km.
Með fullu leyfi gat hún það, þar
sem þarna eru uppi, eins og áður
sagði, umferðarskilti merkt 60 km.
Var kannski verið að kasta þarna
út neti og veiða upp í vissa krónu-
tölu á 14 dögum? Eða var þetta
bara sýndarmennska til að sefa
háværar raddir? Mér er sagt að að
afstöðnum þessum fjórtán dögum
hafi nánast allar mælingar dottið
niður og umferðin sótt í sama horf
með sínum vanabundnu ökufönt-
um eins og áður.
Svona „löggæzla" er verri en
engin. Ég hef marghaldið því fram
að það ástand sem Islendingar búa
við í umferðarmálum verði aldrei
læknað með kákaðferðum sem hér
viðgangast, heldur með föstum
tökum af löggæzlumönnum sem
ekki dingla kraftlaust við störfin
af ótta við borgarana. Það er ein-
mitt í þágu borgaranna að á þess-
um málum sé tekið með einurð og
krafti en ekki hræðslu við óvin-
sældir. Þeim, sem brjóta umferð-
arreglur og ökuhraða við hvert
hugsanlegt tækifæri verður ekki
náð með skrautmerktum lögreglu-
bílum.
Ásmundur Matthíasson segir
það staðreynd að ökuhraðinn sé of
mikill og slysin verði alvarlegri í
samræmi við það. Er það ekki slæ-
legu eftirliti að kenna, Ásmundur?
Síðan dregur hann í land og seg-
ir ökuhraða hafa minnkað að und-
Kvennaframboð
og borgarstjórn
eftir Guörúnu Jóns-
dóttur borgarfulltrúa
Agreiningur í
borgarstjórn
Undanfarna daga, allt frá því að
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg-
ar var samþykkt 7.1. sl., hef ég
lesið Mbl. af óvenju mikilli kost-
gæfni til þess að fylgjast með
fréttaflutningi „blaðs allra lands-
manna" (og þar af leiðandi allra
Reykvíkinga) af þeim vettvangi.
Þar sem mér hefur þótt mál-
flutningur blaðsins all einhæfur
um þetta efni, vil ég nú freista
þess að bæta þar um. Af fréttum
blaðsins um fjárhagsáætlun borg-
arinnar og afdrif hennar hefðu
lesendur nefnilega getað ímyndað
sér að í borgarstjórn væru allir
sammála um hvernig farið er með
aurana, sem við greiðum til borg-
arsjóðs með útsvörum, fasteign-
agjöldum og ótal öðrum gjöldum.
Auðvitað eru ekki allir sammála í
borgarstjórn.
Kvennaframboðið er t.d. ekki
sammála meirihlutanum um að
lækka fasteignagjöld. Við fluttum
tillögu í borgarstjórn sem meiri-
hlutinn felldi, um að fasteigna-
gjöld yrðu lögð á í samræmi við
heimildir laga og að miðað yrði við
lægra fasteignamat en meirihlut-
inn gerir. Ástæðan fyrir þessari
afstöðu okkar er sú, að við teljum
Guórún Jónsdóttir
það ekki sanngjarnt að þeir sem
eiga stærstar og mestar eignir fái
flestar krónur í afslátt, á sama
tíma og meirihlutinn samþykkir
að hækka m.a. fargjöld í Strætó
um 46,5% að meðaltali, aðgang að
sundstöðum verulega og útláns-
kortin í Borgarbókasafni um
233%. Við teljum það ekki réttlátt
að sá, sem á stórt einbýlishús fái
rösklega 2000 kr. í afslátt af
fasteignagjaldi, en sá sem hvorki
á bíl né íbúð og ferðast með
Strætó verði að borga 4 kr. meira
fyrir hvern farmiða. Við teljum
það ekki réttlátt að sá sem á 2ja
herbergja íbúð í blokk, fái tæplega
500 kr. afslátt af fasteignagjaldi
en verði, eigi hann ekki bíl, að
borga um 3000 kr. meira á ári
vegna fargjaldahækkunarinnar
fari hann 2svar á dag með Strætó
alla daga ársins. Við mótmæltum
hækkun fargjalda SVR og vildum
nota helminginn af því tekjutapi
sem lækkun fasteignagjalda hafði
í för með sér fyrir borgarsjóð í
rekstur Strætó. Við gerðum ýmsar
fleiri tillögur um breytta for-
gangsröðun verkefna borgarinnar
og mun ég rekja þær helstu hér á
eftir.
Breytingatillögur
Kvennaframboðs —
málefni barna
og unglinga
Við lögðum til að hækka veru-
lega framlag borgarinnar til bygg-
ingar dagvistarstofnana eða úr 9
millj. kr. í 25 millj. kr. Bygging
dagvistarheimila hefði orðið for-
gangsverkefni hefði tillaga okkar
náð fram að ganga. Á þessu ári er
fyrirsjáanlegt að aðeins verður
hafist handa um byggingu eins
dagvistarheimilis og að húsnæði
verði keypt fyrir eina skóladag-
heimilisdeild.
Við teljum þetta alltof litlar
framkvæmdir vegna þess m.a. að
sl., ár hefur dagvistarrými aðeins
aukist um 18 pláss. Áð sjá vel
fyrir gæslu barna og búa þeim
sem æskilegust uppeldisskilyrði
verður að okkar mati að vera for-
gangsverkefni. Það skilar arði þó
ekki sé hægt að telja hann í krón-
um, því sú öryggiskennd sem góð
dagvistarheimili veita bæði for-
eldrum og börnum dregur úr
kvíða, hræðslu og spennu og því
álagi sem fylgir nútíma þjóðfélagi.
í dag vinna 70% kvenna utan
heimilis. Það ásamt því að mark-
leysa er að tala um jafnrétti kynj-
anna fyrr en foreldrar hafa
raunhæfan valkost varðandi
gæslu barna, vega þyngst að okkar
mati þegar dagvistarmál eru
rædd.
Við eigum enn langt í land að ná
þessu marki og því verður að
herða róðurinn og minnka biðlist-
ana við dagvistarheimilin.
Við fluttum líka tillögu um að
verja rösklega 1 millj. kr. til þess
að tryggja að skóladagur 6, 7 og 8
ára barna yrði 4 klst. minnst
næsta haust. Við erum ekki að
tala um lengingu kennslunnar, en
viljum að börnin geti átt öruggan
stað í skólanum xk daginn undir
umsjón uppeldisfræðilega mennt-
aðs fólks. Vitað er að stór hluti
barna á þessu reki verður að sjá
um sig sjálfur meðan foreldrar
eru fjarverandi vegna vinnu.
Þessu er hægt að breyta, t.d. með
fyrirkomulagi eins og við stungum
uppá, og þessu verður að breyta.
Við fluttum tillögu um að veitt
yrði meira fé til tómstundastarfs í
skólum, bæði á vegum skólanna
sjálfra og Æskulýðsráðs. Tóm-
stundastarf í skólum nær nú til
barna frá 10—15 ára og nýtur sí-
vaxandi vinsælda. Það er því full
ástæða til að auka það.
Við vildum einnig verja 4 millj.
kr. til að koma á fót hverfamið-
stöð í Seljahverfi, en þar er engin
aðstaða fyrir unglingastarf utan
skólatíma. Við gerðum tillögu um
að komið yrði á næturferðum
Strætó um helgar í þrjú úthverfi
borgarinnar. Við gerðum ráð fyrir
að á leiðunum Árþær, Breiðholt og
Nes færu vagnar á klst. fresti frá
kl. 1 eftir miðnætti til kl. 3 á
föstudags- og laugardagsnóttum.
Ástæðan fyrir þessari tillögu er
sú, að um helgar safnast ungl-
ingar talsvert saman niður í
miðbæ. Þegar vagnar SVR hætta
að ganga kl. 1 eru þessir unglingar
oft vegalausir í miðbænum. Þeir
reyna þá að ná sér í leigubíl, eigi
þeir aur eða að „húkka" sér bíl.
Slíkt hefur leitt til þess að vitað er
um æðimörg tilvik þar sem ungl-
ingsstúlkum hefur verið nauðgað
eða þær beittar öðru ofbeldi. Þetta
er alvarleg staðreynd, sem við
verðum að horfast í augu við og
koma í veg fyrir.
Málefni aldraðra
Við gerðum tillögu um að heim-
ilishjálp væri hægt að veita öldr-
uðum og sjúkum um helgar og á
stórhátíðum, þurfi fólk á slíkri að-
stoð að halda. Við vitum að í
Reykjavík býr vaxandi hópur
gamals fólks eitt sér og oft við
þröngan kost og án tengsla við
fjölskyldu eða vini. Enn er þetta
ekki stór hópur, en hann á rétt á
allri þeirri aðstoð sem samfélagið
getur veitt.
Við vöktum athygli á því að skv.
upplýsingum ellimálafulltrúa
borgarinnar, er talsvert áberandi
að aldraðir, sem leigja íbúðir í
húsnæði borgarinnar við Furu-
gerði og Norðurbrún, einangrist í
íbúðum sínum. Það er sem sagt
ekki næg lausn á húsnæðisvanda
aldraðra að setja þá alla saman í
eina byggingu. í kjölfar slíkrar
stefnu verða að koma aðgerðir
sem miða að því að skapa sam-
stöðu og góðan anda. Við gerðum
tillögu um að starfsmenn yrðu
ráðnir á þessa tvo staði og að starf
þeirra verði að vinna með íbúun-