Morgunblaðið - 22.01.1983, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983
+
SIGRÍDUR JÓNASDÓTTIR,
Njarðargötu 25,
andaöist i Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 20. janúar.
Vandamonn.
t
Eiginkona mín, móöir og tengdamóöir,
KRISTRÚN GUOMUNDSDÓTTIR,
Básenda 2,
lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 20. janúar.
Engilbert Sigurösson,
Þóra Engílbertsdóttir, Þráinn Finnbogason,
Guðmundur Már Engilbertsson, Siguróur Haukur Engilbertsson,
Gunnar Valur Engilbertsson.
+
Maöurinn minn,
ÓLAFUR ÞÓROARSON,
símafræðingur,
Sörlaskjóli 4,
andaöist í Landakotsspítala aö morgni 20. janúar.
Hildigunnur Halldórsdóttir.
+
Sonur minn og bróöir okkar,
RÍKHAROUR MEYVANTSSON,
lést i Borgarspítalanum 7. janúar sl.
Bálför hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna.
Meyvant Sigurösson
og systkinin.
+
Elsku maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
ÓSKAR GÍSLASON
frá Skálholti, Vestmannaeyjum,
lést í Landspítalanum 19. janúar.
Lára Ágústsdóttir,
Erna Óskars, Kári Óskarsson,
Hrefna Óskars, John Minner,
Ágústa Óskars, Ernst Kettler.
+
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
UNA EINARSDÓTTIR,
Vatnsstíg 10,
sem lést 12. janúar, verður jarösungin frá Hallgrímskirkju mánudag-
inn 24. janúar kl. 13.30.
Ásta Magnúsdóttir, Einar Einarason,
Einar Magnússon, Sigrún Guölaugsdóttir,
Inga Marie Magnúsdóttir, Eberg Elefsen,
Ingibjörg Páladóttir
og barnabörn.
+
Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
INGIMUNDUR MAGNÚS LEIFSSON,
bifreiöastjóri,
Skógagerói 1,
veröur jarösunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 24. janúar kl.
14.15. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vildu
minnast hans láti Krabbameinsfélag Islands njóta þess.
Alma Níclasen,
Laufey Ingímundardóttir, jón Ingi Ingvarsson,
Ingimundur Ingimundarson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall
MATTHÍASAR WAAGE,
fulltrúa.
Ingibjörg Waage,
Sigríöur Jónsdóttir, Gunnar Jónsson,
Edda Petersen, Walter Petersen,
Kristín Waage, Örn Aðalsteinsson
og barnabörn.
jr
Jóna Arný Jóhanns-
dóttir — Minning
Fædd 8. apríl 1938
Dáin 16. janúar 1983
l*egar æviröAull rennur
rökkvar fyrir sjónum þér.
Hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
(S.K.F.)
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Jónu Árnýju, þegar hún
var barn að aldri, svo kynni okkar
urðu nokkuð löng. Ég sá þessa
mágkonu mína heima í föðurgarði
þegar hún var innan við tíu ára
aldur. Hún kom mér fyrir sjónir
sem sérstaklega blíðlynd telpa. Og
þetta blíðlyndi fannst mér alltaf
einkenna hana mest.
Jóna Árný var fædd 8. apríl
1938 í Sölkutóft á Eyrarbakka.
Foreldrar hennar voru þau Jó-
hann Loftsson og Jónína Hann-
esdóttir. Jóna Árný, eða Adda,
eins og hún var alltaf kölluð, var
ásamt tvíburasystur sinni, yngst
tíu systkina. Móður sinnar naut
hún ekki lengi við, því að hún
missti hana þegar hún var ennþá
barn að aldri. En faðir hennar hélt
heimilinu saman, fyrst með hjálp
eldri barna sinna, síðan með
ágætri konu, Önnu Sveinsdóttur,
sem annaðist heimilið meðan
henni entist aldur og heilsa. Mun
hún hafa reynst þessum yngstu
systrum hin besta fóstra.
+
Þökkum innilega öllum þeim er auösýndu okkur samúö og vinar-
hug við andlát og útför móöur minnar og ömmu,
JÓNÍNU HERMANNSDÓTTUR
frá Flatey.
Þorbjörg Guömundsdóttir og synir.
+
Alúöar þakkir fyrlr auösýnda samúö viö andlát og útför konu
minnar og móöur okkar,
HÓLMFRÍÐAR JÓNU INGVARSDÓTTUR.
Haraldur Sæmundsson,
Ásdís Haraldsdóttir,
Á. Inga Haraldsdóttir.
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö
fráfall og jarðarför móöur okkar,
SÓLVEIGAR J. JÓNSDÓTTUR,
Laugarási (DAS Hafnarfiröi).
Börnin.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
JÓHÖNNU ÖGMUNDSDÓTTUR
frá Ólafsvík,
til heimilis aö Kjarrhólma 26, Kópavogi.
Runólfur Kristjánsson,
synir, tengdadætur og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
GUÐRÚNAR FRIÐRIKU PÉTURSDÓTTUR
frá Kvíum,
Hlíðarvegi 45, isafiröi.
Eyjólfur G. Ólafsson, börn, tengdabörn,
barnabörn og aörir vandamenn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og
útför systur okkar, fóstursystur og mágkonu,
MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Grundarstíg 5.
Sesselja Guömundsdóttir,
Sigmar Guömundsson, Margrét Pétursdóttir,
Halldóra Guömundsdóttir, Guömundur Jóhannsson,
Kristján Guómundsson, Bergþóra Jóhannsdóttir,
Guörún B. Guómundsdóttir, Ari Arthursson.
+
Þökkum af alhug fjölda minningarkorta, samúöarskeyta og blóma
sem okkur hafa borist í minningu eiqinmanns míns og fööur okkar
JÓHANNS KONRÁÐSSONAR,
söngvara.
Fanney Oddgeirsdóttir
og börn.
Ég kynntist Öddu fyrst að ráði
eftir að hún hafi stofnað eigið
heimili ásamt manni sínum,
Gunnari Hallgrímssyni frá
I Grunnavík. Þau bjuggu fyrst í
Reykjavík um nokkurra ára skeið,
i en fluttu síðan austur á Selfoss og
hafa búið þar síðan. Á heimili
þeirra nutum við Hanna oft hinn-
ar góðu gistivináttu þeirra hjóna.
Margar góðar minningar geymum
við frá samverustundum með
þeim hjónum og börnunum þeirra
þremur, Hallgrími, Önnu Jónu og
Kristínu litlu. Við fáum seint
þakkað þá vináttu og hlýhug, sem
við mættum alltaf á heimili
þeirra.
Sambúð þeirra Öddu og Gunn-
ars var með eindæmum farsæl.
Það sást best þegar bæði urðu
fyrir heilsutjóni. Þá auðnaðist
þeim að verða hvort öðru þvílíkur
styrkur í lífsbaráttunni, að við
sem á horfðum urðum oft undr-
andi. Þrátt fyrir skugga veikind-
anna voru þau sífellt að byggja
upp og fegra heimili sitt og um-
hverfi með sínum hlýju höndum
og góða hugarfari. Og áhrif þess-
ara verka þeirra voru öllum aug-
ljós, sem þar bar að garði.
Adda var glaðlynd kona, en þó
hæglát og ljúf í viðmóti. Þrátt
fyrir veikindastríð um langt ára-
bil, fann maður ekki til uppgjafar
hjá henni. Ég held að það hafi
aldrei hvarflað að henni að gefast
upp eða hætta að hugsa um þá
sem henni voru nánastir og þurftu
á umönnun hennar að halda. Blíð-
lyndi hennar og hugarró fylgdu
henni til hinstu stundar. Þess
vegna var það svo, að þótt veikindi
hennar væru langvarandi og al-
varleg, þá kom það okkur mjög á
óvart og líkt og í opna skjöldu,
þegar okkur barst sú harmafregn
að lífdagar hennar væru taldir.
Við þökkum henni samfylgdina
og biðjum henni blessunar guðs á
þeim nýju lífssviðum, sem við
trúum að hún nú leggi leið sína
um.
Eiginmanni hennar og börnum
votta ég innilega samúð, og bið
guð að styrkja þau og blessa í mót-
læti þeirra.
Óskar Aðalsteinn
Minning:
Helga
Gestsdótt-
ir í Mel
Sunnudaginn 9. janúar bárust
okkur þær fréttir að Helga
Gestsdóttir í Mel í Þykkvabæ væri
látin. Það er ekki ætlun okkar að
rekja hér ætt og uppruna Helgu.
Tilgangur þessara skrifa er að
þakka henni samfylgdina sem var
alltaf jafn ánægjuleg. Hjá okkur
mun varðveitast minning um káta
og skemmtilega persónu þó ald-
ursmunurinn á okkur væri nokk-
ur, kom hún fram við okkur sem
jafnaldra. Eftir að við fluttumst
úr Þykkvabænum fannst okkur
engin heimsókn þangað nema að
koma að Mel, þangað var alltaf
skemmtilegt að koma. Á stund
sem þessari er margs að minnast
og margt að þakka. Þóru dóttur
hennar sendum við innilegustu
samúðarkveðjur okkar.
Systkinin frá Tjörn